Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 62
62 ° MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 „Viltu gjöra Svt> \je\ ab sötra e>k.k.í Súpanct d meáan d scjn'ingunní Stenc/ar." * Ast er ... i/ A°o Ast er... ... ad telja stjörn- umar. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved >1985 Los Angeles Times Syndicate La-knirinn hvatti mig til aö reyna aó lífga upp á heimilislífiðt Ég neyðist til þess að skila honum aftur vegna þess hve hann er á tauginni. HÖGNI HREKKVÍSI „ eZJÁLAfPA. BÍNA EE l' ÁSTAKSO/26 . . Háu launin fiskvinnslufólksins Erna Gunnarsdóttir, Smáratúni 8, Keflavík skrifar: Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri vinnuveitendasam- bands íslands, taldi í grein sinni í Mbl. 18. apríl sl. að fiskvinnslu- fólkið hefði ágætis laun og var undrandi á þvi að fólk skuii ekki sækjast eftir þeirri vinnu. Árs- launin væru að rannsökuðu máli langt fyrir ofan vegið meðaltal ár- ið 1984. Verkamenn í fiskvinnslu höfðu kr. 345.000 og verkakonur kr. 290.000. Ha, sér eru nú hver launin... Samkvæmt töxtum sem giltu frá 1. júní 1984 var kaup fisk- vinnslukvenna, byrjunarlaun kr. 60,71 á tímann og upp í 68,29 eftir sex ár. Þá var lægsta kaup sem greiða mátti á íslandi, fólki 16 ára og eldra kr. 74,50. Mismuninn áttu þeir að vinna upp með bónusi. Þetta dæmi getur svo hver reiknað fyrir sig. Hitt er annað mál að þetta fólk vinnur óhóflega langan vinnudag oft á tíðum því ef mikið liggur við er unnið á kvöldin og um helgar og síðast en ekki síst er það knúið áfram í bónusi þannig að þessi „háu laun“ nást. Nei, það lofar ekki góðu þegar forystumenn á borð við fram- kvæmdastjóra VSÍ hefur ekki meiri skilning á vinnu þessa fólks, kaupi og kjörum, en svo að láta annaðeins frá sér fara. Eitt skal hann vita og aðrir að ekki verður lengur við þessu aumu kjör unað. Fiskvinnslufólkið krefst þess að fá stærri skerf af svonefndri þjóðarköku sem það á svo stóran þátt í að skapa. Ef til vill þarf það að þjappa sér saman í einn stóran þrýstihóp og ganga út úr fiskvinnsluhúsunum með þeim hörmungar afleiðingum, sem flestum má vera ljós. Flotinn að miklu leyti bundinn við bryggj- ur og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar dregst saman að mestu. Við skul- um vona að til þess komi ekki. Staðreyndin er sú að við íslend- ingar búum á eyju norður i höfum með gjöful fiskimið í kringum landið. Því gefur auga leið að við erum og verðum fiskveiðiþjóð hvort sem fólki líkar betur eða verr, og hvort það þykir fínt eða ekki. Auðvitað stundum við við áfram landbúnað og iðnað, bæði hefð- bundinn og nýjar greinar t.d. raf- eindaiðnað, líftækniiðnað, tölvu- tækni og svo laxeldi og refarækt. En, fiskveiðar verða ávallt númer eitt. Því fyrr sem stjórnvöld og aðrir gera sér þetta ljóst, því betra. Sjómönnum og fiskiðnaðar- fólki ber því hæstu laun fyrir sín erfiðu og mikilvægu störf, annað er ekki sæmandi. Þessir hringdu . . AIDS íslensk- aö „óvar“ Lesandi hringdi: Nú er mikið talað um alvarleg- an sjúkdóm, sem breiðist út um heiminn og er oftast tilgreindur með ensku skammstöfuninni AIDS, en hefur verið nefndur á íslensku „áunnin ónæmisbækl- un“. Bent hefur verið á að þetta íslenska heiti sé miður heppi- legt, jafnvel fáránlegt. Hér með er stungið upp á að sjúkdomurinn verði kallaður „óvar“. Þetta er hvorukynsorð og beygist eins og „svar“ og „skar“. ó í byrjun orðs felur oft í sér neitun eða andstæðu samanber ósannindi, ósléttur o.s.frv. Orðið „var“ þýðir hlíf, hlé, skjól. Það var skylt sögninni „verja“, nafnorðinu „vörn“ o.s.frv. Ónæmiskerfi líkamans er vörn gegn sýklum og ýmiskonar vá. Þegar það brestur hafa menn veikst af óvari, „varnarleysi", „skjólleysi". íþróttamót fatlaðra Guðrún hringdi: Ég vil benda fjölmiðlum á að íþróttaiðkanir fatlaðra fá oft lít- ið pláss í fjölmiðlum miðað við aðra íþróttamenn. Til dæmis voru Andrésar and- ar leikarnir haldnir á Akureyri nú fyrir skömmu og voru fjöl- miðlar fullir af fréttum frá þeim. Stuttu áður en leikarnir fóru fram, var haldið íþróttamót fatlaðra á Akureyri og tóku þar 140 keppendur þátt, en harla lít- ið var um áhuga fjölmiðla þar. Mér finnst þetta óréttlæti og of mikið gert upp á milli. Þakklæti til „Pilot“ Ánægður hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti við verslunina „Pilot“ í Hafnarstræti. Ég keypti um daginn pils í versluninni en var ekki beint ánægð með það. Þeir fengu aðra tegund af pilsum síð- ar sem mér líkaði mjög við. Ég fór hins vegar með mitt pils til að fá á þvi lagfæringar, en af- greiðslumaðurinn var svo liðleg- ur að bjóða mér nýtt pils. Versl- unin hefur mjög góða þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. í sam- bandi við lagfæringar og breyt- ingar og finnst mér það mjög mikið atriði í slíkum veslunum. Skonrokk Aðalbjörg Guðsteinsdóttir hringdi: Ég er reið við umsjónarmenn Skonrokks, sem kemur til út af því að lofað var að sýna hljóm- sveitina „Wham!“ flytja eitt af lögum sínum, en ekkert hefur sést til þeirra ennþá. Hvernig stendur á þessu, umsjónarmenn? Skotum illa við að vera titlaðir Englendingar Svala Jónsdóttir, Langholtsvegi 87, hringdi: Ég er með kvörtun til fjöl- miðlafólks i von um að rétta fólkið lesi þetta. Mig langar til að biðja fjölmiðlafólk, þar á meðal Svavar Gests, að rugla ekki saman si og æ Skotum og Englendingum og er það alltaf gert einhliða — Skotar eru sagð- ir Englendingar. Ég nefni Svavar Gests þar sem hann hefur svo oft gert þessa skyssu. Þó vil ég bæta því við að ég hef mjög gaman af þættinum hans „Rökkurtónar". Ég, og þó sérstaklega maður- inn minn, tökum svo vel eftir þessu þar sem hann er sjálfur Skoti og Skotum er alls ekkert vel við að vera kallaðir Englend- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.