Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 63 .... i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig“ Víðfonill skrifar: Fyrirsögnin er úr kvæði og finnst bréfritara að eigi vel við í deilunni vegna baráttu fyrir frjálsri sölu á sterkum bjór. Hér áður var bréfritari mjög svo fylgjandi þessu frjálsræði, en eftir að hafa séð afleiðingarnar af þessum drykk, sem hann áður taldi bæði hollan og meinlausan hefur honum snúist hugur. Hann veit um mörg sláandi dæmi og hér kemur eitt: ónefndur sjómaður, sem bréfritari þekkir vel, ágætis drengur en helst til ístöðulaus gagnvart víni, fór með í nokkrar söluferðir á skipinu, sem hann var á til Þýskalands. I þess- um söluferðum birgði hann sig upp af drykkjarföngum. Það var segin saga þegar hann eingöngu kom með vín heim að fylliríið tók næstu tvo til þrjá sólarhringa. En ef hann kom líka heim með bjór, þá fór fylliríis-túrinn hátt á aðra viku, eða svo lengi sem bjórinn entist. Þá var maðurinn orðinn svo kolruglaður að hann var far- inn að sjá ofsjónir. Hvers vegna var þetta bjórnum að kenna? Vegna þess að hann hressti sig alltaf upp á bjórnum og gat þess vegna haldið þetta miklu lengur út. Þetta veit megnið af því fólki sem nú í örvæntingu er að reyna að sporna gegn áfengum bjór. Það er að reyna að vernda ástvini sína sem eru veikir fyrir þessu. Þetta fólk á i höggi við skilningsleysi, háð og spott. Athugaðu það, þú sem heil- brigður ert. Snafs og bjór gerir þér ekkert nema örva meltinguna og matarlystina. En gáðu að því að fjöldi fólks þolir ekki og hefur ekki nógu sterkan vilja til að neita sér um sama og þér veitist létt að neita sjálfum þér um. Hefur þú nokkurn tíman hugleitt að með því að heimta að áfengur bjór verði gefin frjáls, ertu að leiða bölvun yfir annað fólk og það bara til að þú sjálfur getir haft það að- eins notalegra. Það er annars und- arlegt hvað sumt fólk sér bjórinn í miklum hillingum og dýrðarljóma. Sjálfur hefur bréfritari prufað sterkan bjór en finnst fremur lítið til hans koma. Hann örvar melt- inguna, eykur matarlystina, sem leiðir af sér spik og tilheyrandi bjórvömb. Bréfritari skal með ánægju af- sala sér þessu „langþráða“ frjáls- ræði ef það yrði til þess að halda drykkjunni innan vissra marka og þetta ættu allir hugsandi menn með ábyrgðartilfinningu að gera. Nú eru bjórfylgjendur orðnir sig- urvissir og hlakkar í sumum. Aðr- ir eru farnir að byggja ölkrár af miklu kappi til að geta grætt á aumingjaskapnum. Sumir þing- menn eru hikandi. Þeir eru hræddir um að tapa atkvæðum frá öðrum aðilanum. Bréfritari ráðleggur þjóðar- atkvæðagreiðslu um þetta mál. Það er betra að meirihluti þjóðar- innar ráði þessu. Það er ekki hægt að ætlast til að nokkrir þingmenn taki svo örlagaríka ákvörðun. Þeim verður þá ekki um kennt ef illa fer. Að leyfa bjórinn til reynslu er hin mesta fásinna og eins er með 3—4% styrkleikann. Það sem einu sinni er leyft verður ekki aftur tekið, og eftir smá tíma verður farið að heimta meiri styrkleika f bjórinn. í stórri bók stendur: „Syndir feðranna koma niður á börnum þeirra." Því miður er ekki ólíklegt að svo verði í þessu tilfelli. Það má geta þess að lokum að sá sem skrifar þetta er hvorki bind- indismaður né meinlætamaður á nokkurn hátt, en hann hefur séð margt. Það er alltaf verið að seil- ast lengra og lengra og ekki hefur ástandið batnað við þessar bjór- krár, sem komnar eru. Einhverjir sögðu að þá skapaðist svo mikil bjórmenning. Farið bara og skoðið menninguna. Það er vist betra fyrir bréfritara að birta hér ekki nafn sitt — honum yrði sennilega hent út ef hann liti inn á einhverja krána eftir þessi skrif. Vinsældalistinn er hálfskrýtinn Tvær Duran Duran aðdáendur skrifa: Við erum hér tvær Duran Dur- an aðdáendur og erum ekki alltof hressar. SKýringn er sú að okkur finnst eitthvað bogið við vinsælda- listann á rás 2. Þannig er að við vitum að marg- ir krakkar biðja um „Save a Pray- er“ og „Some Like It Hot“ en það er alveg sama hvað við hringjum mörg og biðjum um þessi tvö lög þá fellur annað þeirra neðar en hitt kemst ekki upp nema um eitt sæti í einu. Hvernig stenst þetta? Við, og ábyggilega fleiri Duran Duran aðdáendur, viljum fá skýr- ingu á þessu. Bens 230 1980 Ekinn 60.000. Sjálfsk. Vökva- stýri. Verö 650 þús. Skuldabréf. Wagoneer 1979 Ltd Upphækkaður. Glæsilegur bíll. Skipti á ódýrari eöa dýrari. Fæst fyrir skuldabréf. Opiö kl. 5—7 Uppl. í síma 81588 Benz 230 E 1982 Sjálfsk. Vökvastýri. Verð 780 þús. Skuldabréf. Benz 1973 Sjálfsk., vökvastýri. Innfl. notaö- ur 1982. Skuldabréf. 95 STÓR- VDMNINGAR 9.MAÍ — & ,.3- -- SHARP R 6200 ÖRBYLGJUOFNAR Á KR 17.600 FIATUN045S ÁKR280.000 SHARP VC481 MYNDBANDSTÆHÁIR 44.900 Hjálparstarf á Islandi nútímans kostar mikið fé. Eins þótt það sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Hjálparsveitir skáta efna því til stórhappdrættis með hvorki meira né minna en 95 stórvinningum. Þeir verða þvi margir sem detta í lukkupottinn 9. mní En hjálparsveitimar bjóða enn betur, vinning sem við skulum þó vona að færri þurfi á að halda þó að reynslan bendi til annars: VELBÚNAR HJÁLPARSVEITIR í VIÐBRAGÐSSTÖÐU LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.