Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1985 Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í að verðleggja vöru sína og þjónustu við þau skilyrði sem frjáls séunkeppni setur. Á námskeiðinu verður farið yfir hvemig móta ber verðstefnu og kynntar hagnýtar reiknireglur sem nauðsynlegt er að hafa í huga við mótun hennar. Kynnt verða þau lögmál sem gilda í frjálsri samkeppni, hegðun neytenda skoðuð, svo og helstu samkeppnistæki sem kaupmaðurinn hefur yfir að ráða. Sýnt verður hvemig hagnýta má tölvu við gerð söluáætlana og mótun verðstefnu. Námskeiðið verður haldið I húsakynnum Kaupmannasamtaka íslands í Húsi verslun- arinnar við Kringlumýrarbraut, 6. hæð, dagana 13., 15., 20. og 22. maí kl. 13—15. Þátttaka tilkynnist í síma 687811. © VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS ALMENNINGSTENGSL Almenningstengsl er þýðing á erlenda heitinu Public Relation og er grein innan mcirkaðsfræðinnar. Með góðum almenningstengslum er starfsemi komið á fraimværi án kostnaðarsamra aðgerða. Á þessu námskeiði er ætlunin að skoða snertifleti fyrirtækisins við umhverfið og leita leiða í gegnum þá til að koma starfseminni fyrir almenningssjónir án mikils tilkostnaðar. Auglýsingamáttur almenn- ingstengsla er oft á tíðum mikill, en þau krefjast góðrar skipulagningar og undirbúnings. Námskeiðið er einkum sniðið fyrir þá stjórnendur fyrirtækja sem vinna að því að móta ímynd þeirra jafnt inná- sem útávið. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Kaupmannasamtaka Islands í Húsi verslun- arinnar við Kringlumýrarbraut, 6. hæð, dagana 14., 17., 21. og 23. maí.kl. 13—15. Þátttaka tilkynnist í síma 687811. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS Vegagerð á Norðurlandi vestræ Lægstu tilboð um helm- ingur af kostnaðaráætlun OPNUÐ hafa verið tilboð í fjögur verkefni í vegagerð á Norðurlandi vestra sem Vegagerðin bauð ÚL Um er að ræða lagningu þriggja vegarkafla, þar sem lægstu tilboð voru á bilinu 43,8 til 51,4% af kostnaðaráætlun og efnisvinnslu, en lægsta tilboð í hana var 75,6% af áætlun. Húnavirki átti lægsta tilboðið i 1,3 km á Miðfjarðarvegi um Vesturá, 591 þúsund kr., sem er 43,8% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 1.350 þúsund kr. og voru átta af tólf tilboðsgjöfum með tilboð undir áætluninni. Hæsta tilboðið, sem reyndar skar sig mikið úr öðrum, var meira en tvöföld kostnaðaráætlun. Króks- verk átti lægsta tilboðið í lagn- ingu 1,5 km kafla á Sauðár- króksbraut (Borgarsandur- Áshildarholt), 1.156 þúsund kr., sem er 49,8% af áætlun. Kostn- aðaráætlun var 2.319 þúsund kr. og voru allir nema einn af átta tilboðsgjöfum undir áætlun. Verktakafyrirtækin Hvítserk- ur og Neisti áttu lægsta tilboðið í 9,4 km kafla Skagavegar (Króks- bjarg-Laxá), 1.895 þúsund kr., sem er 51,4% af kostnaðaráætl- un. Allir níu tilboðsgjafarnir voru innan áætlunar en hún var 3.685 þúsund kr. Tilboð Króks- verks var lægst í efnisvinnslu á Norðurlandi vestra, 3.721 þúsund kr. en það er 75,6% af kostnaðar- áætlun. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið og voru þau öll innan áætlunar. Á sjöunda þúsund gestir sóttu Borgarnesdaga ’85 Á Borgarnesdaga ’85, sem haldn- komu vel á sjöunda þúsund manns. ir voni í Laugardalshöll um helgina, Að sögn Henrys Þ. Granz, fram- Norræna ráðherranefndin: Skrifstofur sameinaðar kvæmdastjóra sýningarinnar, heppnaðist hún vel og voru sýnend- ur ánægðir með undirtektir. Þátt- takendur í Borgarnesdögum eru nú að huga að framhaldinu og hefur komið upp sú hugmynd að fyrirtæki í Borgarnesi stofni sameiginlega söluskrifstofu í Reykjavík. Á FUNDI sínum í Lundi í Svíþjóð í gær undirrituðu samstarfsráðherrar Norðurlandanna breytingu á Hels- ingforssamningnum um samstarf Norðurlandanna svo og samning um norrænt menningarsamstarf. Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna undirritaði samn- inginn fyrir hönd ríkisstjórnar ís- lands. Breytingin á samningnum er þáttur í því að sameina skrifstofur ráðherranefndarinnar í Osló og Kaupmannahöfn í eina skrifstofu í Kaupmannahöfn sem leysa mun hinar tvær af hólmi. Breytingunni er ætlað að samræma betur nor- rænt samstarf, m.a. með því að sameina stjórnun, fjárlagagerð og upplýsingastarfsemi. Þessar breytingar hafa verið til umfjöll- unar hjá samstarfsráðherrum og forsætisnefnd Norðurlandaráðs að undanförnu og endanlega sam- þykktar á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í mars sl. og breyt- ingarnar staðfestar með undirrit- un samstarfsráðherranna á fundi þeirra t Lundi. í dag munu samstarfsráðherr- arnir eiga fund með forsætisnefnd Norðurlandaráðs þar sem rædd verða þau verkefni sem eru á dagskrá Norðurlandaráðs og ráð- herranefndarinnar á þessu starfs- ári. (FrétUtilkynning) Henry sagði að Borgarnesdag- ar hefðu náð tilgangi sínum, bæði sem kynning á fyrirtækjunum, framleiðslu þeirra og þjónustu og Borgarnesi almennt. Hann sagði að allir sýnendur hefðu komist í viðskiptasambönd og þá hefðu sýningargestir almennt virst ánægðir með sýninguna. Aðspurður um framhaldið sagði Henry að fyrirtækin yrðu að fylgja sýningunni eftir, það gengi ekki að draga að sér hend- urnar eftir svona góða byrjun. Hann sagði að meðal þess sem til tals hefði komið væri stofnun sameiginlegrar söluskrifstofu í Reykjavík. íslandsmótið f tyímenningi: Páll Valdimarsson og Sigtryggur Sigurðsson öruggir sigurvegarar Morgunblaðið/Arnór Páll Valdimarsson og Sigtryggur Sigurðsson íslandsmeistarar í tvímenn- ingi 1985. __________Bridge Arnór Ragnarsson Páll Valdimarsson og Sigtryggur Sigurðsson urðu íslandsmeistarar í tvímenningi í bridge sl. sunnudag þegar þeir sigruðu í 24 para úrslita- keppni með miklum glæsibrag. Páll og Sigtryggur tóku forystu i keppninni í þriðju umferð og héldu henni nær óslitið til loka keppn- innar. Þeir félagar töpuðu þremur setum í keppninni — með 5 stig- um, 7 stigum og einu stigi, gerðu tvö jafntefli og unnu 18 setur. Jón Baldursson sigraði ekki að þessu sinni af einhverjum ástæöum en gaf ekki eftir annað sætið sem hann fékk ásamt Sig- urði Sverrissyni. í þriðja sæti urðu svo Jón Páll Sigurjónsson og Sigfús Örn Árnason. Það má því segja að úrslitin í mótinu hafi verið nokkuð óvænt að þessu sinni. Páll og Sigtryggur hafa ekki spilað lengi saman en eru báðir þekktir baráttujaxlar í gegnum árin. Sigfús og Jón Páll hafa hins vegar spilaö saman í ára- fjöld en aldrei orðið svo ofarlega á íslandsmótinu sem nú. Þeir voru með 44 stig eftir 12 umferð- ir en bættu við 113 stigum í seinni hlæuta keppninnar. Staðan eftir 12 umferðir: Jón Baldursson — Sigurður 97 Páll - Sigtryggur 83 Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 83 Jón Ásbj. — Símon Símonarson 72 Jón Páll — Sigfús Örn 44 Valur Sig. — Aðalsteinn 40 Nokkrum umferðum síðar höfðu Páll og Sigtryggur tekið afgerandi forystu í mótinu þann- ig að útséð var um að ekkert par næði þeim að stigum. Lokastaðan: Páll Valdimarsson — Sigtryggur Sigurðsson 229 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 169 Sigfús Örn Árnason — Jón Páll Sigurjónsson 157 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 102 Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 94 Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 83 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 80 Hermann Lárusson — Óli Már Guðmundsson 74 Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 70 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 67 Mótið fór fram á Hótel Loft- leiðum að venju. Mikill fjöldi fylgdist með mótinu. Keppnis- stjóri var Agnar Jörgensson en reiknimeistari Vigfús Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.