Alþýðublaðið - 17.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ íhaldsóreiðan dæmd Fnadar í Kefiavík í || ær. Hæstiréttnr staðfestir gagn- rýni Alpýðnflokksins á óstjórn Islnndsbanka. „Pá er það upplýst um fjárráð- stafanir fyrir bankans hönd eftir að áfrýjandi gerjisf þar banka- stjóri, að annar hiinna fyrniefndu tveggja manna fékk stór lán ár- ið 1929, enda þótt atvinnurekstur htans hefði verið í niðurlægingu mörg undanfarin ár og skuldir hans við bankann hefði farið sí- vaxandi, án tilsvarandi eigna- aukningar. Nokkuð af lánum pessum var að vísu veðtrygt að einhverju leyti, en skuldaaukn- ing hans við bankann nam pá á árinu 1929 milli 120 og 130 þús. krónunr að minsta kosti. Og voru hqnum þó þetta ár eftir gefnir vextir af skuldum hans Við bankann, um kr. 40 000. Var þó allur hagur þessa manns bankastjórninni fulfkunnur, með því að hann var sérstaklega rannsakaður að tilhlutun henn- ar og reikningar hans höfðu leg- ið fyrir í bankanum. Áfrýjandi hlýtur að bera meoábijrgo á pess- am ráostöfumim á fé bnnkans, sem telja oeröur mjög adfinslu- ocrctnr og bankanum skáðlegar.“ . . . „Misfellur þær, sem að framan er lýst og telja verbur áfrýjanda meðsekan um, verður að telja svo verulegar, að fjár- málaráðherra hefði veriö) rétt að segja honum upp bankastjóra- siöðu hans fgrirvaralaust og bótalaust.“ II. Þaiínig hljóðar dómurinn í þessu merkilega máli. Hann er skýr og ákveðinn, svo ekki þarf um að villast. Nú var það svo, að Kristján Karlsson hafði starfað miiklu skemur í bankanum en þeir Egg- ert Claessen og Sigurður Eggerz, og því minni þátt átt í óförun- um og óstjórninni. Myndi því dómur yfir stjórn þeirra Claes- sen og Eggerz verða enn harðari og misbeitimg þeirra á starfinu óvéfengjanleg. Um mörg ár hefir því verið haldið fram hér í blaðinu og af Alþýðuflokknum yfirleitt, að ó- hæfileg óreiða hafi verið á rekstri og starfsemi islandsbanka undir stjórn íhaldsins, bæði hvað snerti Teikningsfærslu og útlán. En öll íhaldsblöðin, þingmenn íhaldsins, og heil halarófa af íhaldsdóti, vörðu óhaefuna og fjánnálasukk- ið. Rökstuddar árásiir Alþbl. voru taldar ofsóknir. En svo kom hæstaréttardóm- urinn. Og með honum er því slegið föstu, að gagnrýni Alþbl. hafi verið hárétt. Og því er sleg- ið föstu, að reikningar bankctns hafi verið rangir og útlán banka- stjóranna óhœfileg og bankanum ---- (Frh.) sfórskaoLeg. Þarf nú ekki lengur vitnanna við. Blekkingar og falsvarnir íha'.dsr rnanna haía verið greinilega og á eftirminndlegan hátt ofan í þá rekmar. Eftir standa íhaldsforkóJf- arnir sanniir að sökum um óhæfi- lega fjármálaóredðu og ranga reikninga. III. Með fullum rökum er hægt að draga ýmsar ályktanir af hæsra- réttardómnum. 1 dóminum er oft- ar en einu sinni sagt, að Kristjiútt Karlsson beri meðábgrgð og hafi gert sig meðsekan í óreiðunni í Islandsbanka. En það eru fleiri en Kristján, er hljóta að bera meðábgrgð og hafa gert súg sum- seka í atferli þeirra Cliaessen og Eggerz. Islandsbanki hafði endur- skoðendur. Þeir endurskoðuðu reikninga bankans og hefðu manna helzt, að umdanteknum bamkastjórunum, átt að koma auga á það, að skuldir bankans voru í reikningum hans færðar rúmlega einni milljón kr. lægri „en þær voru í raun og veru“. Og í því sambandi má ekki gleyma bankaeftiirlitsmanninum Jakob Möller. Honum bar beim embættisskylda tii að líta eftir allri starfsemi bankans. Fyrir það fær hann stórfé árlega úr ríkis- sjóði1. Hann getur hér vissulega ekki orðið sýkn saka. Og að lokum vaknar upp sú spurning: Hversu langt nær með- ábyrgðin og samisektin ? Getur hér verið að ræða um skaðabóta- skyldu eða refsiábyrgð eða hvort tveggja? Væntanlega verður þetta tekið til athugunar af réttum að- iljum. Annað væri óhæfa. Norsku bankarnir tveir. Frá norsku ræÖismannsiskriif- stofunni í Reykjavík hefir FB. verið tilkynt, samkvæmt símskeyti dagsettu 15. dez. frá utanríkis- málaráðuneytinu í Osló: Stöðvun „Den norske Credit- bank“ og „Bergens Priivatbank“ á greiðslum, sem hófst i gær, er ekki venjuleg greiðslustöðvun, en þessir bankar hafa sótt um og fengið þriggja mánaða greiðslu- frest siamkvæmt norsku banka- lögunum. Greiðslufresturinn var nauðsynlegur til að koma í veg fyrir úttekt á innstæöufé á meðan bankarnir eru að undirbúa ráð- stafanir til þess að þeir geti hald- ið áfram að starfa á öruggum grundvelli, en góðar horfur eru á því, að það takist. , Fundur hófst í Kefiavík í gær kl. um 4, og mættu á bonuiití Eiinar Magnússon Mentaskóla- kennari, Jónas ráðberra og Ólaf- ur Thors. Komu tveir hinir síð- ar nefndu með klapparana með sér héðan úr Reykjavík. Aðalumræðuefni fundarins átti að vera um fisksölu og dragnóta- veiðar í landbelgi, en skamt var liðið á fundi'nn þegar Ólafur og Jónas fóru að senda hver öðrumj persónulegar hnútur. Svaraði Jón- as Ólafi um að hann stæli sér fé af. fiski þeim, er hann seldi í umboðssölu, en Ólafur svaraði Jónasi aftur á móti um allsikon- ar aurmensku. Einar Magnússon sýndi fram á trúðleikarahátt heirra íhalds- mannanna beggja og kvað engan annan mismun vera á stefnu þeirra en þann, er fælist í tog- streytu um völd og auð; stefnu- munur væri og ekki annar en sá, er kæmi fram í mmmaskiftum í stjórnarráðinu. Einar sýndi fram á, hver væri bezta lausnin á fisk- verzluninni. Kvað jafnaðarmenn hafa fyrsta barist fyrir útflutn- lngi á ísvörðum fiski og lýstj frumvarpi því, er Haraldur Guð- mundsson bar fram á þingi um dragnótaveiðar. Að öðru leyti skýrði hann nánar frá stefnu Al- þýðuflokksins. Var ræðu Eittars mjög vel tekið, enda var hann sá eitti, er talaðii um málin ,en eyddi ekkx tínxa fundarmanna með piersónulegum svívirðingum. Áfenaissmyolnn í Noreai. Andbanningar eru vanir að kenna því, sem eftir er af áfengisi- bannlögunum íslienzku, um simygl á áfengi. Ein af þeim fregnum, sem sýna hve alröng sú kenniing er, berst nú frá FB. Einis og kunnugt er er ekkert áfengisbann í Noregi. Þaðan kemur nú þessi loftskeytafregn. Lögreglan í ÁJasundi hefiir ljóst- að upp víðtækri smyglun og lagt löghald á 20 þúsund lítra af á- fengi, Hafa 6 menn vetíið hand- teknir, og er búist við að fleiri verði teknir höndum. Hafnarf|orður. Jafnaoarmannafélagiö) í H\afnar- firðí heldur fulnd 1 bæjarþiingsaltt- um föstudaginn 18. þ. m. kl. 8,30 s. d. Á fundinum verða ræidd félagsmál og bæjarmál og auk þess sýnir Guðbrandur Jónisson skuggamyndir frá utanför sinni síðast liðið sumar. Kosningarnar í Ástmlíu eiga að . verða 19. dezember. Un diglnn og veginn St. SKJALDBREIÐ. Fundur ann- að kvöld í G.-T.-húsinu í Bröttugötu kl. 81/2. Kaffisamsæti t:.l ágóða fyrir ungixngastúkuna Díö-nu. Aliir templarar vel- komnir. Stúkan „1930“. Fundur annað kvöld. Formaður F. U. J. var kosinn á aðalfundi féliags- ins á mánudagskvöldið Pétur Haildórsson. Til máttvana drengsins. Frá A. P. 5 kr. Sildarsmyglmálið. í greininni um síldarflutning- inn í blaðinu í gær misritaðist nafn skipsins. Átti það að vera' „fsland", eims og stóð í undan- förnum greinum þar um, en ekki „Alexandrína drottning". HvaA er oð fréfta? Nœturlœknir er í nótt Sveinií Gunnarsson, Óðinsgötu 1, símf 2263. Útvarpið í dag: Kl. 16,10: Veð- urfregnir. KI. 19,05: Þýzka, 2. fl. Kl. 19,30: Veðurfregnir. KI. 19,35: Enska, 2. fL Kl. 20: Klukkusláttlur. Jón Jónsson frá Laug flytur erindi um Wegeners-leiðangutínn. Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21,05: Söngvél- arhljómlexikur. Kl. 21,20: Ljóða- þýðingar eftir Magnús Ásgeirsson. Halldór Kiljan Laxness les þær upp. Kl. 21,35: Söngvélarhljóm- leikar. Baðhúsið er opið hvern virkan dag frá kl. 8 að morgnx tiil kL. 8 að kvöldi. Skipafréttir. „Alexandrína. drottning“ fór utan í gærkveldi og einnig saltskipið, siem kom til Hallgríms Beixediktssonar & Go. — „Dettifoss" fer til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar líklega annan jóladiag. íslenzka krónan er í dagí 57,94 gullaurum. Skip kenm grimns. (Norskar loftskeytafregnir. — FB.) Þýzkur' botnvörpungur kendi grunns við Melkoy, skamt frá Hamxixerfest í gær. Strandferðaskipið „Hama- roy“ kendi ' grunns í gær við Kongsvik í Tjelsund. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 9 stiga hiiti í Reykjavík, en 10 stiga hiti á ísafirði. Otlit hér á Suð- vesturlandi: Allhvöiss sunnanátt: og regn öðru hverju í dag, en gengur síðar í suðvestrið með skúrum. /. R. Allar fimlieikaæfittgar falla niður í húsi félagsiins við Tún- götu á morgun vegna áhaldaupp- setninga, en hefjast aftur á laug- ardag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.