Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 15
heimi breyskra manna, að þetta val skipti máli, sé raunverulegt! Hlutverk löggjafar- þingsins Það er útúrsnúningur af lítil- mótlegu tagi, þegar talað er um að kosning handhafa framkvæmda- valds, forsætisráðherra eða hvað hann er kallaður, sé kosning sterka mannsins eða einræðis- herra. í landinu eru lög, samþykkt af löggjafarsamkundunni. Eftir þeim lögum stjórnar fram- kvæmdavaldið. Og það yrði nýtt hlutverk Alþingis að fylgja því eftir að þeim meginreglum, sem settar hafa verið, sé fylgt eftir af framkvæmdavaldinu. Framkvæmdavaldið yrði auðvit- að ekki óháð löggjafarvaldinu, vegna þess að það þarf að sam- þykkja allar leikreglurnar. Ef í óleysanlegan ágreining stefndi, skæri þjóðin úr í atkvæðagreiðslu. Og það er hámark mannfyrirlitn- ingarinnar og lítilsvirðing við það stjórnarfyrirkomulag, sem allir þykjast vilja búa við og nefnist lýðræði, að amast við þjóðarat- kvæðagreiðslu af tæknilegum eða kostnaðarlegum ástæðum, þegar um meginatriði er að ræða. Stærri flokkar — færri skoöanir Sumir vilja halda því fram að vandræði þjóðarinnar stafi af því að stórnmálaflokkar í landinu séu of margir. Menn eigi að flykkja sér í stóra flokka, þá verði þeir sterkir og hafi áhrif. í mínum huga þýðir þetta hið sama og að það beri að fækka skoðunum í íandinu. Gömlu flokkarnir, fjór- flokkurinn, í þessu landi hafa komið þjóðinni út í einn allsherjar forarpytt, sem hún kemst ekki upp W.iHí’/.t, .m úr, nema flokkakerfið verði brotið upp. Og flokkakerfið verður ekki brotið upp innan frá, það verður ekki brotið upp öðru vísi en að fólkið í landinu hafi nýtt val. Fólkið í landinu verður að eiga þann kost, að það geti brotið upp samtryggingu fjórflokksins. Ef meirihluti þjóðarinnar vill ekki brjóta upp þessa samtryggingu, þá er út af fyrir sig ekkert við því að gera. Það þýðir á hinn bóginn ekki að þeir, sem það vilja gera, megi ekki vera til. En það er auðvitað það sem valdhafarnir vilja, að þeir sem andæfa verði kæfðir í lýðræð- islegum atkvæðagreiðslum í litl- um klíkum í bakherbergjum. Þjóð í vanda Stjórnmálaumræða er í hugum fólks umræða um vanda í efna- hagsmálum, vanda í húsnæðis- málum, vanda í sjávarútvegsmál- um og þannig mætti lengi upp telja. Við í Bandalagi jafnaðar- manna teljum það forsendu fyrir að þessi vandi verði leystur, að stjórnkerfinu verði breytt, því þangað til munu valdhafarnir, sem komu okkur í þennan vanda, halda uppteknum hætti bráða- birgðalausna og gerviúrræða. í stuttu máli segjum við: Þetta kerfi er ónýtt, það þarf að byggja upp nýtt kerfi, ekki plástra það sem fyrir er. Og nýja kerfið á að vera þannig að fólk fái ráðið lífi sínu sálft, að það hafi sem beinust áhrif á valdhafana og geti þannig á sem skýrastan og einfaldastan hátt komið vilja sínum fram, því spurningin er ekki „hverjir eiga ísland?", spurningin er „hver á þig?“- Höíundur er raraformadur lands- nefndar Bandalags jafnaðar- manna. Kaffisala í Neskirkju HIN árlega kaffisala og bazar Kvenfélags Neskirkju verður sunnudaginn 19. maí og hefst kl. 15.00 að aflokinni guðsþjón- ustu. Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að styrkja og standa vörð um kirkjuna, og að efla safnaðarstarfið eins og frekast er kostur. Það hafa konurnar gert með því að að- stoða okkur prestana við barnastarfið og annast kaffi- veitingar á samverustundum aldraðra alla laugardaga vetr- arlangt um árabil. Þá hafa þær f síðastliðinn vetur fært út kví- arnar og hafið starf á nýjum vettvangi með því að hafa svokallað „opið hús“ fyrir aldr- aða á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá kl. 12.00 til 17.00, og er sú starfsemi alfarið á þeirra vegum. Þá er leikið á hljóðfæri og sungið, tekið í spil, lesið upp, og handavinnukennari leiðbeinir í handmenntum ým- iss konar. Ágóða af kaffisölunni og bazarnum hyggjast konurnar nota til frekari uppbyggingar á góðu safnaðarstarfi, og fegrun kirkjunnar og umhverfi henn- ar. A þessu vori er ætlunin að prýða í kring um kirkjuna með gróðursetningu á sumarblóm- um, trjám og runnum. Ég vil eindregið hvetja safn- aðarfólk og alla velunnara Neskirkju að koma á sunnu- daginn og njóta þess, sem þar verður fram borið, og styrkja í verki hið fórnfúsa göfuga starf, sem fram fer í safnaðarheimil- inu fyrir unga og aldraða. Frank M. Halldórsson Vorið er komið mn $£JjlaðSab‘~ SveppZ' Allt á útigrillið. Kynnum í dag í Mjóddinni Nýja íslenska grænmetið- Grænmetissalat og súpur. ekki eftir í jarðveginum? Maðkar og lýs sækja mjög mikið í brekku- víðinn hjá mér og hef ég í hyggju að gróðursetja einhverja aðra trjátegund við lóðarmörkin í stað hans. Hvaða trjátegund væri ákjósanleg? Svar: Vandalaust er að uppræta brekkuvíði með því að grafa vel frá rótunum og rífa síðan rótar- kökkinn upp. Við skulum ekki dæma brekkuvíðinn óhæfan til ræktunar og allra síst þar sem hafvindar valda erfiðleikum við ræktun. Það er létt verk að halda honum hreinum af allri óværu ef góður vilji er fyrir hendi. Fáar víðiteg- undir taka honum fram hvað lauf- fegurð og limprýði snertir. Það er mest um vert að hirða hann vel og klippa rétt. Ég ráðlegg enga teg- und frekar í Njarðvík. Venusvagninn skaðlaus Margrét Guömundsdóttir, Espi- gerdi 2, spyr: Eru rætur venusvagnsins eitr- aðar og ef svo er, er þá slæmt að gróðursetja hann nálægt matjurt- um eða öðrum gróðri, t.d. trjá- gróðri? Svar: Venusvagn, eða öðru nafni bláhjálmur, ver sig fyrir allri áreitni skordýra með eitursafa, sem þó veldur engum erfiðleikum fyrir mannfólkið sem umgengst hann. Og það er síður svo svo að hann sé nokkrum trjákenndum gróðri til ama nema síður sé. Blá- hjálmur er vel til þess fallinn að ræktast á jörðum matjurtareits- ins, því hann er kjörinn skjólgróð- ur fyrir hann. Selja, ösp og síberíuþyrnir Elínborg Kristjánsdóttir, Vitateigi 5b, Akranesi, spyr: 1. Eiga selja og ösp að vaxa upp af einum stofni eða á ég að láta þær kvíslast í friði? 2. Er selja harðgerð? 3. Hvernig á að meðhöndla síber- íuþyrni? 4. Þýðir að setja niður kartöflur sem farnar eru að spíra og eru orðnar linar? Svar 1: Þetta er nokkurt mats- atriði. Við stefnum ekki að skóg- rækt með þeim trjágróðri sem við ræktum á lóðinni okkar. Þess vegna geta margstofna tré átt fyllsta rétt á sér. Svar 2: Selja verður tæplega tal- in með harðgerðari víðitegundum. Best er að velja henni stað í frem- ur góðu skjóli fyrir hörðustu vind- átt. Svar 3: Fremur þykir mér ólík- legt að síberíuþyrnir þrífist á Akranesi nema í miklu skjóli og að hann njóti vetrarskjóls. Svipað gildir um hann og birki hvað ræktun og umhirðu varðar að öðru leyti. Svar 4: Vel getur lukkast að setja niður útsæði þótt það sé far- ið að linast dálítið, ef spírurnar eru sæmilega gildar og skaplegar á lengdina. Heppilegast er að vökva útsæðið daglega fram að niðursetningu og leyfa því að njóta sólarbirtunnar hvern dag þegar hennar nýtur. Gras yfírgnæfír gróöur Kvanhildur Guðmundsdóttir, Arn- arhrauni 48, Hafnarfirði, spyr: í kartöflugarðinum hjá mér er nú farin að vaxa einhver grasteg- und sem ég ræð ekkert við. Líkleg- ast hefur hún borist með hrossa- taði sem ég lét bera í garðinn fyrir nokkrum árum. Nú er þetta gras að yfirgnæfa allan gróður í garð- inum, hvað er til ráða? Svar: Líklegast þykir mér að þarna sé húsapuntur búinn að ná yfirhöndinni en hann er víða til staðar og alls ekki vist að hann hafi borist með hrossataði. Ef ekki er um það að ræða að leggja niður garðinn og gera hann að grasflöt er ráð að hvíla hann í sumar og herja á grasið með því að úða yfir það með Randop-illgresiseyð- ingarefni, tvisvar til þrisvar sinn- um í sumar. N^*ÍamR 295 Kynningarverð .00 prJíg. 2 stk. AÐEINS Gng Eldhúsrúllur jiggniU* T? NÝ Egg 3980 QQoj 129 Z7 Z7Prk8- AÐF.INS .00 pr.kg. MS Bruður Grófar - Finar .00 250 gr. 45 Blandaðir ávextir .80 1/1 dós 59 Jarðarber .00 1/1 dós 75 Opið til kl. 16 í MJÓDDINNI & STARMÝRI en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI AUSTURSTRÆT117 - STARMYRI 2 MJODDINNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.