Morgunblaðið - 18.05.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.05.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 Ungliðarnir vekja upp gamla drauga. Ófreskjan rumskar Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Ungliðarnir — Die Erben trh'/i Leikstjéri: Walter Bannert Hand- rít: Bannert og Erich A. Richter. Kvikmyndataka: Hana Polak. Hljóð: Ekkehard Baumung. Tón- list: Gustav Mahler. Framleiðandi: Bannert Film. Aðalhlutverk: Nik- olas Vogel, Roger Schauer. Austur- ríkis, 1983. Þýskt tal, enginn þýð- ingartexti. 97 mín. Um þessar mundir eru fjöru- tíu ár liðin siðan mestu harm- sögu mannkynsins lauk, heims- styrjöldinni síðari. Ungliðarnir sýna að verið er að skapa nýja gróðrarstíu fyrir óhugnaðinn. Myndin fjallar um tvo, ósköp venjulega, sextán ára drengi. Annar þeirra, Thomas, kemur frá efnaðri fjölskyldu þar sem ekkert skortir — utan ást og kærleik. Charlie, er hinsvegar atvinnulaus sonur drykkfellds rudda úr lægstu stigum þjóðfé- lagsins. Ekki er meira um mann- kærleika á því heimilinu. Þeir kynnast er báðir, fremur af til- viljun, ganga i nýnazistaklúbb. Þar verður stórbreyting á lífi þeirra. Nú finna þeir margt það sem þeir hafa fariö á mis við i uppeldinu. Athygli, samúð og umhyggju. Yfir öllu hvílir leynd- ardómsfull rómantík. Fyrr en varir eru piltarnir orðnir for- hertir ofstækismenn. Myndin sýnir ljóslifandi þann jarðveg sem nauðsynlegur er til að rækta hið illa með mannin- um. Við erum fljót að gleyma og Ungliðar Bennerts er þörf áminn- ing um þá nauðsyn að halda vöku sinni. Það ástand sem ól af sér mestu blóðsúthellingar ver- aldarsögunnar má aldrei skap- ast aftur. Sýningar Ungliðanna sönnuðu að óhugnanlegt innihald hennar er satt og rétt. Þær hrintu af stað hrottalegum mótmælum nýnazista í hinu gamla veldi Hitlers. Laura del Sol og Antonio Gadea í fhunencoútfærslu Carlos Sanra á Carmen. Flamencofuni jafnt á hlutverki sínu sem til- finningum dansstjórans. Þessu tvöfalda og melódramatíska ást- arsambandi, innan sviðs, sem utan, lýsir myndin uns það fær þær óumflýjanlegu lyktir sem flestir þekkja af einhverri af mörgum útgáfum Carmen. Þetta er ekki djúp eða blæ- brigöarík saga. Allt að klukku- tími líður af myndinni án þess að persónurnar taki á sig skýrar útlínur, þótt þær séu spengilega vaxnar og fótafimar. Bestu at- riði myndarinnar eru á sviðinu; utan þess er einum of mikið tómahljóð í þessu fólki. Carmen heldur athygli áhorfanda á hinn bóginn allan timann með raf- mögnuðu andrúmslofti sem skapað er með tökuhreyfingum, tónlist og litum að ógleymdum þeim erótíska funa sem flamen- codansinn kveikir á tjaldinu. Carmen er heillandi mynd og ætti að verða ein af mestu að- sóknarmyndum þessarar kvikm- yndahátíðar. Kvlkmyndir Árni Þórarinsson Carmen -trírír Spænsk. Árgerð 1983. Handrít og leikstjórn: Carlos Saura. Aðalhlut- verk: Antonio Gades, Laura del Sol. Carmen eftir Carlos Saura er ekki mynd hinna mörgu orða. Hún er mynd hinna munúðar- fullu hreyfinga, lita og tóna. Saura sviðsetur hér með sínu ör- ugga og smekkvísa handbragði söguna frægu um Carmen og sveiflukenndar ástríður hennar innan flamencoleikflokks í sam- tímanum. í upphafi er stjórn- andi flokksins að gera liöskönn- un: Hann er að leita að hinni réttu Carmen í flamencoút- færslu sína á þessu verki. Hann finnur Carmen í líki samnefndr- ar dansmeyjar sem í fyrstu er ekki upp á marga fiska en nær smátt og smátt sterkum tökum Spegilmynd Kvikmyndir Árni Þórarinsson Ronja ræningjadóttir — Ronja Rövarsdotter trírVi Sænsk-norsk. Árgerð 1984. Hand- rit: Astríd Lindgren, eftir eigin sögu. Leikstjóri: Tage Danielsson. Aðalhlutverk: Hanna Zetterberg, Dan Hafström, Börje Ahlsted, Lena Nyman, Allan Edwall. Opnunarmynd Kvikmynda- hátíðar i dag er þessi sænska barnamynd og er það í sjálfu sér ekki illa til fundið á ári æskunn- ar, sem svo er kallað. Eins og flestir vita er í hinum vinsælu sögum Astrid Lindgren eins og Línu Langsokk, Bróður minum Ljónshjarta og nú Ronju ræn- ingjadóttur varpað skýru ljósi á veröld þá sem fullorðnir hafa byggt upp og rífa stöðugt niður af breyskleika sínum og sjálfs- eyðingarhvöt með því að spegla hana í barnsaugum; i þessum sögum er hið illa látið víkja fyrir hinu góða fyrir tilstilli þessa flekklausa sakleysis án þess þó að einfalda barnshugann eða fegra um of. Þetta eru góðar sög- ur. Þær eru fyndnar, spennandi og fallegar. Sagan og kvikmyndin um Ronju ræningjadóttur er ævin- týri í miðaldastíl líkt og Bróðir minn Ljónshjarta. Hér eru ridd- arar og ræningjar, töfrar og kynjaverur, fjölskrúðugt lið af fójki sem er gott inn við beinið en hefur gleymt eða glatað um sinn réttsýni barnsins í sér. Ronja og hinn ungi rauðhærði félagi hennar, Birk, yfirgefa þennan heim hinna fullorðnu og leggjast út í skógunum og víðátt- unni, lenda í svaðilförum og leiða svo hin stríðandi öfl saman að lokum. Kvikmyndin nýtur sín best í gullfallegum atriðum með börnunum í náttúrunni, kími- legum uppákomum — sem reyndar eru of fáar — eins og þegar syngjandi hefðarfrauka og föruneyti hennar verða fyrir árás ræningjanna i skóginum og fraukan læsist i háa C-inu, lit- ríkri myndatöku og skemmtilega raddaðri, ómstriðri tónlist. Leik- arar falla líka vel í hlutverk sín; börnin tvö bera af, en það er lika gaman að Forvitin-gul-parinu Börje Ahlsted og Lena Nyman í hlutverkum foreldra Ronju en þó einkum Allan Edwall sem grár og sköllóttur öldungur. En myndin er of löng; handritið þarfnast skarpari, hnitmiðaðri byggingar. Og það verður að harma að Kvikmyndahátið skuli ekki hafa séð sér fært að láta texta myndina (hún er með dönskum texta), því i henni er mikið af samtölum sem engin von er til að börnin, sem myndin á umfram allt erindi við, geti skilið, jafnvel þótt þau hafi lesið bókina. Dan Hafström og Hanna Zetterberg i ævintýramyndinni nm Ronju ræningjadóttur. Vígamenn og vesalingar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sjö samurajar — Schichinin no Samurai -trírírtr Leikstjóri: Akira Kurosawa. Hand- rit Kurosawa, Shinobu Hashimoto, Hideo Oguni. Kvikmyndalaka: As- akzu NakaL Tónlist: Fumio Hayas- aka. Leiktjöld og búningar: So Matsuyama. Aðalleikendur: Tak- ashi Simura, Toshiro Mifune, Yoshio Inaba, Seiji Miyaguchi, Minoru Chiaki. Japönsk, gerð 1954. Frá Toho. 200 mín. Danskur texti. Fátækir, kjarklausir bændur í smáþorpi í Japan verða árlega fyrir barðinu á bófaflokk sem rænir þá uppskerunni. Þeir hug- uðustu í hópi bændanna sjá ekki annað ráð vænna við þessu hörmungarástandi en að ráða vígamenn (samuraja) til varnar. En þá kemur strik í reikninginn, fátæktin er svo mikil að þeir geta ekki greitt önnur laun en þrjár máltíðir á dag. Að lokum tekst þó að ná sam- an sjö manna liði vígamanna og fylgja því miklar breytingar á högum hinna hrjáðu og kúguðu þorpsbúa — samurajarnir vekja upp í þeim manndóminn. Það er hvorttveggja, fróðlegt og skemmtilegt að bera saman hina sundurleitu, mannlegu og rysjóttu samuraja Kurosawa og þær plastímyndir sem af þeim voru dregnar í Shogun-þáttunum sem fyrir skömmu voru á skján- um. Þar er ólíku saman að jafna. Kurosawa á ætíð greiða leið inní hjarta íslendinga, myndir hans margar hverjar minna talsvert á okkar merkustu arf- leifð, íslendingasögurnar. Þar fyrir utan er svo einkar ánægju- legt að fá nú tækifæri að sjá hina sjaldséðu, upprunalegu út- gáfu sem er heilum fjörutíu mín- útum lengri en sú sem yfirleitt er á boðstólum. í Sjö samurajum segir Kuros- awa bæði magnaða, móralska sögu og dregur uppúr pússi sínu fjölda eftirminnilegra persóna. Garpa, sem eru ekki eingöngu gangandi vígvélar heldur einnig búnir mannlegum tilfinningum. Berjast ekki fyrir mála, ef því er að skipta, heldur hugsjón. Það kemur ekki á óvart eftir sýninguna, að Kurosawa var mikill aðdáandi Johns Ford og hversu mikill skyldleiki er með vígamyndum Japana og vestrum Bandaríkjamanna. Enda gerði John Sturges einn kunnasta vestra allra tíma, 7 betjur, eftir þessu sígilda verki eins stór- brotnasta meistara kvikmynda- listarinnar fyrr og síðar. Bardaginn geysar ( „sjö samúrajum'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.