Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAl 1985 25 Fundir Shultz og Gromyko: Árangur virðist hafa orðið fremur lítill Washington, 17. maí. AP. GEORGE P. Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kom til Bandaríkjanna á miðvikudaginn eftir að hafa átt langa fundi með starfs- bróður sínum sovéska And- rei Gromyko í Vínarborg. Ekkert varð úr því að þeir GENGI GJALDMIÐLA, Dalurinn dalar enn London, 17. maí. AP. BANDARÍSKI dollarinn féll nokkuð í verði í dag en framan af voru mikl- ir sviptivindar á markaðnum. Dagurinn hófst með því, að doll- arinn hækkaði nokkuð í verði en síðan snerist það við og áður en dagur var að kvöldi kominn var hann kominn niður fyrir siðustu skráningu. Er fall hans nú sagt stafa af því, að menn eru að bíða eftir skýrslu um helstu hagvísana í bandarísku efnahagslífi en henn- ar er von í næstu viku. Þegar kauphallarviðskiptum lauk í dag var staða helstu gjald- miðla gagnvart dollar þessi: 3,0765 v-þýsk mörk (3,0945) 2,5895 svissneskir frankar (2,5975) 9,3975 franskir frankar (9,4450) 3,4785 hollensk gyllini (3,5010) 1.969,00 ítalskar lírur (1.977,50) 1,3710 kanadískir dollarar (1,3725). Fyrir breska pundið fengust þá 1,2630 dollarar en 1,2595 deginum áður. Gullið hækkaði heldur. kæmu sér saman um stað og stund fyrir þá Reagan og Gorbachev til að hittast og ræða málin. Shultz sagði að afvopnunarmál hefðu verið aðalumræðuefnið á fundunum og Gromyko hefði mjög gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að halda til streitu tilraunum með geimavarnarkerfið umdeilda. „Bandaríkin munu ekki láta und- an þrýstingi Rússa um að láta af geimvarnarkerfisrannsóknum, það væri alröng stefna og ég hvet bandamenn okkar innan NATO til að sýna samhug," sagði Shultz. Þá sagði ráðherran að málefni Mið-Austurlanda hefðu einnig borið á góma og þokast hefði í átt að friðarfundi með þátttöku Is- raela og blandaðrar nefndar Pal- estínu- og Jórdaníumanna. „Það er hugsanlegt að Palestínumenn séu að mýkjast aðeins í garð ísra- el,“ sagði Shultz. o‘ Fegurstar með Bretum Þessi myndarlega þrenning bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppni Bretlands, sem fram fór á fimmtudagskvöld, og er myndin tekin skömmu eftir krýningarathöfnina. Frá vinstri: Barbara Christian, ungfrú Wales, Helen Westlake, ungfrú England, og Jackie Hendrie, ungfrú Skotland. Höfum nú opnað v/Miklatorg sumarblóma og garðplöntu Bretland: Verðbólga hækkaði í 6,9 % í aprfl- mánuði London, 17. maí. AP. Smásöluverð í Bretlandi hækkaði um 2,1 % í aprflmán- uði. Verðbólgan er þar með komin upp í 6,9% miðað við heilt ár og er það hæsta verð- bólgustig frá því í september 1982, að sögn stjórnvalda. Það var atvinnumálaráðuneytið sem birti þessar tölur og sagði í tilkynningu þess, að verðhækkan- irnar í apríl hefðu valdið 0,8% aukningu verðbólgunnar, sem var 6,1% í marsmánuði. Smásöluverðshækkunin i apríl er mesta hækkun sem orðið hefur á einum mánuði í fjögur ár, og er mesta bakslag, sem Thatcher- stjórnin hefur fengið. Minnkun verðbólgu hefur verið hyrningarsteinn stjórnarstefnu Margaretar Thatcher forsætisráð- herra, sem hefur lagt áherslu á að halda niðri opinberum útgjöldum. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, kveður niður- skurð ríkisútgjalda meginorsök atvinnuleysisins í landinu. At- vinnuleysingjar eru 13,1% af heildarmannafla og hafa aldrei verið fleiri en nú. undir einu þaki 300fermetrar af gullfallegum garðplöntum og runnum Auk þess öll helstu garðáhöld, fræ og áburö Opid í dag kl. 8—21. Komið, skoðið og þiggið ilmandi kaffisopa. VIÐ MIKLATORG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.