Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 27
MOKGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 18. MAÍ1985 27 Cathleen Crowell Webb Bandaríkin: Gary Dotson Sættust í sjónvarpinu New York, 15. nuí. AP. GARY Dotson, sem í sex ár sat í langelsi fyrir nauðgun, horfðist i dag í augu við konuna, sem hann átti að hafa nauðgað og lýsti því yfir frammi fyrir alþjóð, að hann hefði fyrirgefið henni og síðan tókust þau í hendur. Var sjónvarpað frá atburðinum um öll Bandaríkin. „Hún er önnur og betri mann- eskja nú og mér fannst ég þurfa að hitta hana,“ sagði Dotson eftir að þau Cathleen Crowell Webb höfðu sæst heilum sáttum. Webb sagði, að þótt dómarinn hefði neitað að sýkna Dotson formlega af ákær- Vélhjól vinsæl atvinnu- tæki hjá hreindýra- bændum Stokkbólmi, 17. maí. Frá frétUriUra Mbl. VÉLHJÓL eru orðin afburða- vinsæl atvinnutæki meðal sænskra hreindýrabænda. Veld- ur þetta yfirvöldum náttúru- verndarmála miklum áhyggjum. Er mótleikur af þeirra hálfu nú í deiglunni, svo að bjarga megi sænskum fjallasölum. Hreindýrasmölum meðal Sama þykir það drjúgur tíma- sparnaður að þeysa á vélhjól- um til leitarstarfa, t.d. þegar sækja þarf dýr til merkingar eða slátrunar. Náttúruverndarráði eru landspjöllin mestur þyrnir í augum, þó að einnig sé kvartað yfir hávaða af völdum þessara farartækja. Þar að auki sakar ráðið Sama um að ríða vélfák- um sínum um alfriðaða þjóð- garða. unni væri hún viss um, að almenn- ingur tryði því, að hann væri sak- laus enda heföi hann aldrei brotið neitt af sér gegn henni. Cathleen Webb, sem er 23 ára gömul og tveggja barna móðir, hefur barist fyrir því í nokkra mánuði, að Dotson yrði sleppt úr fangelsi vegna þess, að hann hefði aldrei nauðgað sér eins og hún sakaði hann um fyrir sex árum. Kvaðst hún hafa logið því upp vegna þess, að hún óttaðist, að hún væri ófrísk eftir jafnaldra sinn. Garöeigendur sumarbústaðaeigendur Skógrækt ríkisins selur plöntur á eftirtöldum stööum: HVAMMI í SKORRADAL Sími 93-7061. Opiö virka daga, og um helgar eftir samkomulagi. NORÐTUNGU í ÞVERÁRHLÍÐ Sími um Síöumúla. Opiö virka daga, nema föstudagskvöld. LAUGABREKKU VIÐ VARMAHLÍÐ, SKAGAFIRÐI Sími 95-6216. Opið virka daga og um helgar frá kl. 11 — 12, VÖGLUM í FNJÓSKADAL Sími 96-23100. Opiö virka daga, og um helgar frá kl. 14—16. HALLORMSSTAÐ Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Sími um Hallormsstaö. Opið virka daga, og um helgar eftir samkomulagi. TUMASTÖÐUM I FLJÓTSHLIÐ Sími 99-8341. Opiö mánudaga laugardaga kl. 8—18.30. Mismunandi er, hvaöa plöntur eru til á hverjum staö. Hafið samband viö gróðrarstöövarnar, þær veita upplýsingar um þaö og benda yður á hvað er til annars staöar, ef þær hafa ekki þær plöntur, sem yöur hentar. Viö bjóöum einungis plöntur, sem ræktaöar eru í gróðrarstöðvum okkar, en engar innfluttar plöntur. Viö bjóöum aöeins tegundir og kvæmi, sem reynsla er komin á hérlendis. VERÐIÐ HVERGI LÆGRA Svíþjóð: Bflaverkstæðum ekki treystandi Stokkhóliri, 17. maí. Frá frétUriUra Mbl. Það er ekki óhætt að treysta bif- reiðaverkstæðum í Svíþjóð. Sænska neytendastofnunin gerði nýlega tilraun í samvinnu við tímaritið „Við bifreiðaeigend- ur“. Fjórtán bílar voru valdir og bilanir „búnar til“ í þeim. Var síð- an farið með þá til viðgerðar á ýmis verkstæði í Stokkhólmi. Enginn bílanna hlaut fullnægj- andi viðgerð, jafnvel þótt öll atrið- in væru tíunduð á verkbeiðninni. í sumum tilvikanna voru bilan- irnar þó svo alvarlegs eðlis, að mikið tjón hefði geta hlotist af því að aka bifreiðunum óviðgerðum. KYNNINGARFUNDUR r 1 Islensku óperunni laugardaginn 18. maí kl. 13.30. DAGSKRÁ: Öldutúnsskólakórinn Ávarp: Einsöngur: Stjórnandi: Egill Friðleifsson. Þorvaldur Garðar Krístjánsson, forseti sameinaðs þings. Elín Sigurvinsdóttir, undirleikari: Sigfús Halldórsson Ávarp: Guðjón Guðnason, yfirlæknir. Ávarp: Kristín Kvaran, alþingismaður Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Stjórnandi: Kolfinna Sigurvinsdóttir. Ávarp: Ávarp: Einsöngur: Kynnir: Katrín Fjelsted, læknir. Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Þorvaldur Halldórsson. Hulda Jensdóttir. Landssamtök til verndar ófæddum börnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.