Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 51
MORGUNBLADIÐ, bAUGARDASUB 18. MAÍ 198fc
M
Höldum vöku okkar, kristnir menn
Gerður Ólafsdóttir, Bugðutanga 5,
Mosfellssveit skrifar:
Haraldur Blöndal lögfr. ritaði
„kjallaragrein" í Dagblaðið föstu-
daginn 10. maí sl. undir heitinu:
„Enn stefnir í hneyksli með
kvikmyndahátíð". Grein þessi
snerti óþyrmilega viðkvæma
strengi innra með mér. Hafi Har-
aldur þökk fyrir greinina, en þar
gerir haun að umtalsefni væntan-
lega kvikmyndahátið hér í
Reykjavík. Nefnir hann sérstak-
lega eina ákveðna kvikmynd, sem
ráðgert hefur verið að sýna þar.
Er hér um að ræða guðlastskvik-
mynd eftir franska leikstjórann
J.L. Godard. í myndnni er m.a.
fjallað á svívirðilegan hátt um
Maríu Guðsmóður, sem vakið hef-
ur viðurstyggð hjá kristnu fólki,
þar sem myndin hefur verið sýnd.
Þessum sama leikstjóra mun auk
þess vera boðið að vera gestur há-
tíðarinnar!
Nú vill svo til, að við íslend-
ingar lifum í kristnu landi, þar
sem um 95% þjóðarinnar játa
kristna trú (þótt kirkjusókn sýni
að váu annað, en það er önnur
saga). Yfirmaður kirkjunnar er
biskup íslands og þjónandi prest-
ar um land allt eru á annað
hundrað talsins. Nokkrar aðrar
kirkjudeildir eru starfandi hér á
landi, auk minni kristinna samfé-
laga.
Eftir lestur greinarinnar beið
ég átekta í nokkra daga í von um
einhver viðbrögð kristinna manna
vegna tíðindanna, en hef ekki orð-
ið vör við neitt á prenti. Og nú er
svo komið, að ég sé mig knúna til
að skrifa nokkrar línur um það,
sem brennur á mér vegna þessa
atburðar. Ég get ekki þagað.
Fyrir tveimur árum var ég
stödd á kristilegu móti í Noregi.
Þá gerðist það, að á sama tíma
átti að frumsýna í Osló guð-
lastskvikmynd eina, mikinn
óþverra. Þá tók sig til hópur krist-
inna manna og mótmælti sýning-
unni. Stóðu þeir við kvikmynda-
húsið fyrir sýningar með spjöld,
þar sem á voru rituð hvatningar-
orð til fólks að sjá ekki myndina.
Aðrir stóðu bænavakt, þar sem
málið var tekið fyrir. Árangur
þessa varð sá, að margir hættu við
að sjá myndina, sýningar urðu ör-
fáar og halli mikill af fyrirtækinu.
Ég trúi Biblfunni sem Guðs
heilaga orði og á Jesú Krist sem
persónulegan frelsara minn. Af
þeim sökum má ég ekki til þess
hugsa, að hinn þríeini Guð og aðr-
ar persónur hinnar helgu bókar
seú ataðar auri og þjóð minni boð-
ið upp á að horfa á siíkt, hvort sem
er á svokallaðri „hátíð" eða á öðr-
um vettvangi. SÍÍkt athæfi er að-
eins frá Satan komið og hann
vinnur hratt f dag, því að hann
veit, að hann hefur lftinn tíma.
Gegn verkum hans eigum við
kristnir menn að berjast. Minn-
umst þess, að við höfum vopnin!
Þau eru nefnd í 6. kafla Efesus-
bréfs: „Klæðist alvæpni Guðs, til
þess að þér getið staðist vélabrögð
djöfulsins ... takið skjöld trúar-
innar, sem þér getið slökkt með öll
hin eldlegu skeyti hins vonda.“ —
Við eigum bænina, Jesú-nafnið,
blóð Lambsins og sigur Hans yfir
hinu illa.
Kommúnistar á Kúbu sögðu eitt
sinn: „Ef hinir kristnu hefðu lifað
í sókn, væru þeir ekki svona
ofsóttir í dag. En vegna þess hve
óeiningin er mikil á meðal þeirra
og þeir standa bara í því að verja
sig, þá höfum við þetta vald í dag.“
Já, hinir óvinveittu koma auga á
veikleika okkar og notfæra sér þá.
En ábyrgð okkar hinna kristnu er
mikil.
Og nú vil ég hvetja okkur öll,
sem elskum Jesú og viljum ekki
vita Hann hæddan og smáðan og
boðorð Hans fótum troðin: Snúum
vörn í sókn.
Höldum vöku okkar og stöndum
saman f þvi að verja Jesú á opin-
berum vettvangi. Tökum vopn
Guðs og notum þau f baráttunni
gegn þeim öflum, sem vilja ráðast
gegn því helgasta og dýrmætasta
sem okkur hefur verið gefið: Trúni
á Guð föður skapara okkar, Jesú
Krist frelsara okkar og Heilagan
anda, sem gefinn er öllum þeim,
sem Guði hlýða. (Post. 5:32.)
Verum minnug þess að „Guð
lætur ekki að sér hæða. Það sem
maður sáir, það mun hann og upp-
skera.“ (Gal. 6:7.) Þess vegna skul-
um við biðja fyrir þeim mönnum
sem slíka óhæfu fremja sem fram-
leiðslu slfkra mynda. Einnig hin-
um sem hampa þeim og stuðla að
þvf að þær komi fyrir augu sem
flestra. Augu þeirra eru haldin og
þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Þeir
þarfnast sannarlega fyrirbænar.
— Og Guð er máttugur, það höfum
við fengið að reyna, sem höfum
helgað honum lif okkar. Páll segir
í 2. Korintubréfi (13:3—4): „Krist-
ur er ekki veikur gagnvart yður,
heldur máttugur á meðal yðar.
Hann var krossfestur í veikleika
en Hann lifír fyrir Guðs kraft.“
Verum staðföst í bæninni og
biðjum með sigur Jesú í huga, vit-
andi nákvæmlega, hvað við biðjum
um. „Guð séu þakkir, sem gefur
oss sigurinn fyrir Drottin vorn
Jesú Krist.“
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 14 og 15,
mánudaga til Tóstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nðfn, nafnnúmer og heimilislong
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykír ástæða til að
beina því til iesenda blaðsins
itan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir iiggja
Siér í dálkunum.
Aðstaða fyrir verklega
kennslu setur takmörk
iokkur orð frá Leiðsögn sf.
;æri Velvakandi.
yrsta maí sl. spyr „einn forvit-
“ (í símadálki) hvort Leiðsögn
geti ekki boðið þá þjónustu að
beina fólki um húsarafmagn,
sningar o.þ.h. til að spara pen-
i, við byggingar úr því að hægt
ið hafa námskeið s bifvélavið-
)um sem sé 'öggild iðngrein.
vi er til að svara að námskeið
Leiðsagnar sf. hafa m.a. verið
fyrir almenning í viðhaldi bifreiða
til að gera fólk færara um að
hugsa vel um eigin bíla, en ekki til
að mennta það sem bifvélavirkja.
Á sama hátt mætti eflaust hafa
námskeið í öðru, en aðstaða fyrir
verklega kennslu setur okkur þó
nokkur takmörk.
Með þökk fyrir ábendinguna.
Við munum hugleiða málið.
Kynmngarfundur
um leitar- og eftirlitssveit Vélflugfélags íslands.
Vélflugfélag íslands og flugmálastjórn gangast
fyrir kynningarfundi um leitar- og eftirlitssveit
einkaflugmanna aö Borgartúni 6 í dag laugar-
daginn 18. maí kl. 14.00.
Gestur fundarins er Byron King jr. yfirmaöur
Civil Air Patrol í Bandaríkjunum.
Fundurinn er öllum opinn og fer fram á ensku.
Vélflugfélag Flugmálastjórn
íslands íslands.
Blindrafélagiö
Dregiö var í happdrætti Blindrafélagsins 7. maí.
Vinningsnúmer eru:
1. 13818
2.17199
3.39938
Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra,
Hamrahlíð 17.
GOÐ
• t
HUSGOGN
Á GÓÐU VERÐI
MEÐ GÓÐUM KJÖRUM
Já, það borgar sig aö líta
inn í stærstu húsgagnaverslun
landsins um helgina
I dag, laugardag, til kl. 4 (16.00).
Sunnudag er sýning frá kl. 2—5 (14.00—17.00).
HUS6A6NAH0LLIN
BÍLDSHÖFDA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410
Metsölublad á hverjum degi!