Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 21. MAÍ 1985 THW Kiel einu marki frá meistaratitlinum — Gummersbach meistari. sigraði Dússeldorf 17—16 Fra Mrarni Ragnarsayni, Maoamanni MorgunMaown* i KW. 19. m»í ÞAÐ VAR greinilegt, að þegar maður kom að Ostseehalle, íþróttahöllinni í Kiel, í gær, að eitthvaö mikið stóð til. Fyrir utan íþróttahöllina var búið að koma upp ýmiskonar sölutjöldum, þar sem ýmsar veitingar voru i boðstólum. Stór hljðmsveit lék létt löo og bjórfyrirtækið Holstein haföi komiö fyrir gömlum bruna- bíl á svæðinu og í gegnum fjöl- margar brunaslöngur var öllum gefinn bjór á þennan óvenjulega máta. Bjðrfyrirtækið gaf þarna rúmlega 6.000 lítra af bjór. Handknattleiksliö staðarins, THW Kiel, var þarna aö leika sinn síöasta leik i deildarkeppninni og allt þetta tilstand stafaöi af því, aö liöiö átti möguleika á aö hreppa meistaratitilinn, í fyrsta sinn i 22 ár. Liðið hafði þegar tryggt sér annaö sætið í deildinni og þar meö rétt til aö leika í Evrópukeppni á næsta ári, en þaö sem allir vonuöust eftir var aö liðið yrði meistari. Á sama tíma og Kiel og Massenheim léku, spiluðu v-þýsku meistararnir Gummersbach gegn Dússeldorf á útivelli. Þaö var því ekkert undar- legt að sjá flest alla áhorfendur á leiknum í Kiel meö lítil vasaút- varpstæki, því allir vildu fylgjast grannt með stöðu mála i leiknum i Dússeldorf sem var útvarpað sam- tímis. Aö venju var uppselt í íþrótta- höllina í Kiel, þar sem 7.000 áhorf- endur voru mættir til aö fylgjast meö síðasta leiknum. Viða hefur undirritaöur farið og marga hand- knattleiksleikina séö, en stemmn- ingin, sem maður upplifði þarna, er engu lík og einstök. Það þarf ekki aö fara mörgum orðum um leikinn Kiel-Massen- heim. Kiel tók leikinn strax í sínar hendur og lék mjög öruggan og kerfisbundinn handknattleik. Kiel hafði 16—8 yfir í hálfleik og sigraöi örugglega með 10 marka mun, 30—20. „DUsseldorf, Diisseldorf" Þegar líða tók á síöari hálfleik- inn í Ostseehalle i Kiel, voru áhorf- endur farnir aö hrópa Dtisseldorf, Dússeldorf. Ástæöan var sú aö Dússeldorf haföi forystu allan leik- tímann í leíknum gegn Gummers- bach og ef aö leikur Gummers- bach og Dusseldorf endaði meö sigri Cússeldorf eöa jafntefli, var THW Kiel oröinn meistari. Diiss- eldorf hafði yfir i hálfleik, 9—8, og komst síðan í 11—8 og 12—9, leiddi síðan leikinn áfram og var yfir 13—12 og 15—14 og nokkrar mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður í vetur lokaði Thiel, markvörður Gummersbach, mark- inu hjá liði sínu og þaö jafnaöi metin 16—16, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Dussel- dorf vítakast sem Thiel varöi og Gummersbach komst síöan í 17—16, þegar ein mínúta var til leiksloka. i siðustu sókn Dussel- dorf komst einn leikmaöurinn í gegn í opnu færi, stökk inn í teig- inn, jöfnunarmarkið lá í loftinu, en þar var markvörður Gummersbach sem sá fyrir aö svo varö ekki og varöi glæsilega. Þar meö hreppti Gummersbach hinn eftirsótta meistaratitil í v-þýsku Bundeslig- unni. Munurinn aðeins eitt mark Mest spennandi keppni í Bund- esligunni í handknattleik var þar meö lokið og á þessari lýsingu má sjá hversu litlu munaði aö THW Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnars- sonar hreppti titilinn aö þessu sinni, aöeins eitt mark. í fyrirsögnum þýskra blaða fyrir leikinn í gær mátti sjá fyrirsögn eins og þessa: „Vinnur Kiel eöa Thiel", og þaö var hinn frábæri markvöröur Gummersbach sem kom meistaratitlinum í höfn. Engu aö siður, þótt THW Kiel hafi lent í öoru sæti getur liöiö vel viö unaö, þvi þaö náði sínum besta árangri frá upphafi og aldrei hefur liðið náö eins mörgum stigum í Bund- esligunni Þaö er samdóma álit flestra hér í Kiel, aö þessi frábæri árangur sé fyrst og fremst tveimur mönnum aö þakka, hinum frábæra unga þjálfara, Jóhanni Inga Gunn- arssyni, og pólska leikmanninum Panas. Lokastaöan í v-þýsku Bundes- ligunni í handknattleik er þessi: Gummersbach 26 566—490 41 THW Kiel 26 577—490 40 Essen26 512—425 37 Schwabing26 529—519 30 Grosswaldstadt 25 Dusseldorf 24 Hofweir 24 Dankersen 23 Flensburg 22 Lemgo 22 Hadewitt 21 Bergkamen 20 Húttenberg 19 Massenheim 16 Liö Atla Hilmarssonar, Berg- kamen, er þvi fallið í 2. deild. Sig- urður Sveinsson og félagar hjá Lemgo halda sæti sínu í deildinni, þar sem þrjú lið falla niður Allt bendir til aö Atli Hilmarsson skipti um félag á næsta ári og er talið liklegt að hann fari til Gunnsburg, sem vann sér rétt til aö leika í Bundesligunni á næsta ári. ÞR/VBJ - « mmW^ JEl s*-a*P ^*.""** w t Bt»r m ía«" ISUt.- f • H.*^ - ^^H "—1: W ¦ mIVÍPK* • m •Jóhann Ingi Gunnarsson, til vinstri, og Sigurður Sveinsson hafa gert það gott f Þýskalandi f vetur. Litlu munaði að Jóhann stýrði liði sínu til meistaratitils og Sigurður varð markahnsti leikmaður 1. deildarinnar. Sigurður skoraði 10 mörk á laugardag - og varð markahæstur í Þýskalandi með 190 mörk SIGURÐUR Sveinsson varð markahæsti leikmaður vestur- þýsku 1. deildarinar í handknatt- leik í vetur meö 195 mörk. Sig- urður skoraði tíu mörk um helg- ina er síðasta umferðin fór fram og Lemgo vann sigur á útivelli gegn Handewitt, 25:20, Lemgo bjargaði sér frá falli og er það ekki síst stórgóðri frammistööu Sigurðar að þakka. Næstmarkahæstur í deildinni varð Harald Ohly hjá Huttenberg. Hann skoraði 185 mörk. Atli Hilmarsson skoraöi fimm mörk á laugardaginn í leik Berg- kamen gegn Fuchse. Liöin geröu jafntefli, 26:26, og þaö þýöir aö Bergkamen feilur í 2. deild Alfreð Gislason stóð sig mjög vei á laugardag er Essen sigraði Hofweier 22:20 á útivelli. Alfreö skorði sjö mörk ekkert þeirra úr víti. Greint er frá úrslitum leikja Dússeldorf og Gummersbach og Kiel—Massenfnim annars staðar á síöunni; hór koma hin úrslitin frá helginni: Bergkamen — Fuchse 26:26 Húttenberg — Grosswallstadt 25:23 Handewitt — Lemgo 20:25 Dankersen — Schwabing 22:23 Hofweier — Essen 20:22 — sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari THW Kiel 1*. mai. Fri Þórarni Ragnaraayni, Maöamanni ,Það veröur aö segjast eins og er aö hugurinn var eins og áhorf- enda með leiknum i Dusseldorf, spennan var oröin hræöilega mikil í lokm, maöur vissi jú allan tímann að Dússeldorf var yfir og jafntefli heföi nægt til aö lið mitt heföi hreppt Þýskalandsmeistaratitilinn. Ég get varla lýst því hvernig mór MorgunbMMini í Kial. var innanbrjósts, þegar ég vissi aö Dússeldorf var einu marki yfir og aöeins nokkrar mínútur til leiks- loka, þar sem jafntefli hefði nægt til að við yröum meistarar En þrátt fyrir að við enduöum I öóru sæti, getum við vel við unaö og þar sem Gummersbach vann okkur í báð- um leikjunum í deildinni, þá get ég l ekki annað en óskaö þeim til ham- ingju meö meistaratitilinn, þeir I eiga hann fyllilega skiliö. Þeir eru | með sex v-þýska landsiiösmenn og einn danskan landsliðsmann — I meö frábært lið. Markmann í mikl- um sérflokki, munurinn var eins lít- ill og hugsast gat, aöeins eitt mark og keppnin meira spennandi en nokkru sinni fyrr, en þegar upp er staöiö getur maöur ekki verið ann- aö en ánægður," sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, pjálfari THW Kiel. „Við komum til meö aö leika gegn Gummersbach í bikarnum Viö eigum aö leika í Gummers- bach, en viljum kaupa leikinn hingaö til Kiel og höfum boöiö þeim 60.000 mörk fyrir aö leika hér. Hvaö sem verður ofaná vona ég aö viö veitum peim veröuga keppni því barna er vissulega um visst uppgjör aö ræða milli efstu liöanna í deildinni," sagöi Jóhann Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.