Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 7

Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985 jur íslandsmótsins og handhafi gullskós Adidas, skoraöi tvívegrs fyrir Fram í leiknum gegn Víkingi. Hér skorar Guömundur fyrsta mark leiksins — vippar Jónsson, markvörð Víkinga. Staðan í 1. deild og marka- hæstu leikmenn ÚRSLIT leikja í 2. umferö ís- landsmótsins í knattspyrnu uröu þessi: ÍA — Víöir 7:0 FH — KR 1:1 Valur — Þróttur 2:1 ÍBK — Þór 3:1 Víkingur — Fram 0:3 Staöan í deildinni eftir tvær umferöir er þá þannig: Fram 2 2 0 0 6:1 6 FH 2 1 1 0 2:1 4 KR 2 1 1 0 5:4 4 ÍA 2 10 1 7:2 3 ÍBK 2 10 1 4:4 3 Valur 2 1 0 1 3:3 3 Þór 2 1 0 1 3:3 3 Víkingur 2 1 0 1 2:4 3 Þróttur 2 0 0 2 4:6 0 Víðir 2 0 0 2 0:8 0 Markahæstir í deildinni eru: Páll Ólafsson, Þrótti 3 Guðmundur Steinsson, Fram2 Ómar Torfason, Fram 2 Björn Rafnsson, KR 2 Jónas Róbertsson, Þór 2 Aóalsteinn Aöalsteinss., Vík. 2 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 2 Höröur Jóhannesson, ÍA 2 Guðmundur Þoibjörnss., Val 2 Ragnar Margeírsson, ÍBK 2 xirðir Framara miklir beitt í leiknum og skóp sér margoft góö marktækifæri, en tókst sjaldan aö reka endahnútinn á sóknina. Vík- ingar náðu aldrei fótfestu og var leikur þeirra ólíkur því sem liöiö sýndi er þaö lagöi Val aö velli í fyrstu umferöinni. Framarar sýndu skemmtilega knattspyrnu í leiknum gegn Víkingi, spiliö var gott, skiptingar hraöar, breidd vallarins vel notuö. Þá var vörnin mjðg sterk nær allan leikinn og Framarar róöu lögum og lofum á miöjunni. Þegar á þriöju mínútu fengu Framarar gott tækifæri til aö taka forystu í leiknum. Guðmundur Torfa- son stakk sór innfyrir vörn Víkings og óö upp völlinn aöeins meö Jón Otta milli sín og marksins. En svo illilega vildi til aö hann steig á knött- inn er hann ætlaöi aö leggja hann fyrir sig og Víkingar sluppu meö skrekkinn. Stundarfjóröungi seinna komst Guömundur Steinsson á auöan sjó í vítateig Víkings. Gott skot hans stefndi í markiö, en á snilldarlegan hátt tókst Jóni Otta aö snerta knött- inn sem fór í stöng svo í söng. Guömundur Torfason sýndi góö tilþrif á 26. mínútu er hann reyndi hjólhestaspyrnu út viö vítateigslínu, en knötturinn smaug rétt yfir þver- slána. Fimm mínútum seinna var Guömundur aftur á feröinni, en langskot hans úr hættulegu færu fór framhjá. Víkingar fengu sitt fyrsta tækifæri á 14. mínútu, en gott skot Aöalsteins Aöalsteinssonar fór rétt yfir. Á 36. mínútu sýndu Víkingar aftur klærn- ar. Þóröur Marlesson lék upp aö endimörkum og góö fyrirgjöf rataöi beint til Ámunda Sigmundssonar, en skot hans geigaöi. Mínútu seinna var annaö skot Ámunda variö. Víkingur — Fram 0:3 Á 38. minútu komst Guömundur Steinsson í gott færi fyrir Fram, en skaut rétt framhjá. En fjórum mínút- um seinna barst honum knötturinn viö markteigshorn eftir aukaspyrnu utan af hægri kanti. Varnarmaður Víkings haföi nýhaltraö af velli og munaöi þar um. Var Guömundur óvaldaöur og þakkaöi hann góöa sendingu meö laglegu marki. „Frammistaöa minna manna var slæm. Þeir komust aldrei inn í leik- inn. Mótherjinn var einfaldlega miklu betri,“ sagöi Björn Árnason þjálfari Víkinga eftir leikinn. Hans menn sýndu góöan samleik á köflum í fyrri hálfleik, en í þeim seinni komust þeir hvergi gegn frísku Framliðinu. j seinni hálfleik tóku Framarar öll völd á vellinum. Fengu þeir hvert marktækifæriö af ööru, en skutu ýmist framhjá eöa aö Jón Otti varöi. Á 56. mínútu kom loks annað mark Fram eftir góöan samleik Ómars Torfa og Guðmundar Steins. Ómar fókk knöttinn á sínum vallarhelmingi utanveröum, rauk upp völlinn og sendi inn á Guömund, sem rúllaöi knettinum fyrir fætur Ómars. Skaut Ómar í vítateignum utanveröum, knötturinn snerti varnarmenn Vík- ings, breytti um stefnu og fór yfir Jón Otta. Á 64. mínútu skall hurö aftur nærri hælum. Ómar og Guömundur Steins léku sín á milli upp vinstri kant og Guömundur Torfason brun- aöi upp hægra megin. Dró Ómar til sín varnarmenn Víkings og gaf góöa fyrirgjöf, sem Guömundur Torfa rótt missti af fyrir opnu marki. Víkingar fengu sitt eina tækifæri i seinni hálfleik á 74. minútu. Aöal- steinn skaut þá hættulegu skoti úr beinni aukaspyrnu í sveig framhjá varnarmúr Fram, en á síöustu stundu bjargaöi Friörik, markvöröur Fram, meö tilþrifum. Framarar fengu aö nýju hættuleg tækifæri, en tókst ekki aö bæta viö marki fyrr en úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Var Kristinn R. Jónsson felldur í teiginum utanverðum er hann haföi nýtekið viö góöri send- ingu Steins Guöjónssonar i einni stórsókn Framara af mörgum. Guö- mundur Steinsson skoraöu úr víta- Taxti: Ágúst Ásgeirsson Mynd: Júlíus Sigurjónsson spyrnunni og var nú aöeins forms- atriöi aö Ijúka leiknum. Sigur Fram var sanngjarn og heföi í raun getaö oröiö talsvert stærri. Liösheildin er mjög góö og mikil ógnun í framlínunni meö þá Ómar Torfa og Guömund Steins sem bestu menn. Þótt mótiö só vart hafiö þá er óhætt aö spá Framliöinu vel- gengni í sumar, haldi þaö sama dampi. I stuttr' méli: Valbjarnarvöllur 19. mai. Islandsmótlö 1. deild. Vikingur — Fram 0—3 (0—1). Mörk Fram: Guömundur Steinsson á 38. mín., Ómar Tortason á 56. min. og Guömundur Steinsson (víti) á 85. min. Áhorfendur: 1001. Dömari: Eysteinn Guömundsson. Hann hafói góó tök á leiknum en var vægur meö þvi aö sýna Gylfa Rútssynl Vikingl gult spjald er Gytfi braut gróflega á Erni Valdimarssyni seint i leiknum. Einkunnagjðfin: Víkingur Jón Otti Jónsson 2, Unnsteinn Kárason (vm. 46 mín.) 1, Gytfi Rúts- son 1, Aöalsteinn Aöalsteinsson 2, Magnús Jónsson 1. Jóhannes Báröarson 1, Atli Elnars- son 2, Andrl Marteinsson 1, Amundi Sigmunds- son 2, Ólafur Olafsson 1, Þóröur Marelsson 1, Gisli Bjarnason 1 og Hðröur Theódórsson (vm. á 59. min.) 1. Fram: Friörik Friöriksson 3, Þorstelnn Þor- steinsson 2, Ormarr Örtygsson 2, Örn Valdlm- arsson 2, Sverrir Einarsson 3, Kristinn R. Jóns- son 2. Jón Sveinsson 2. Guömunur Steinsson 4, Ómar Torfason 4, Guömundur Torfason 3, As- geir Eliasson 2 og Steinn Guójónsson (vm. á 60. min.) 2. Mbl.-lið 2. umferðar ÞAÐ V/ERI synd aö segja annaö en aö leikmenn 1. deildarliöanna væru marksæknir þessa dagana. Alls voru skoruö 19 mörk í 2. umferöinni — sem liöiö er úr t dag, en 17 mörk í 1. umferö. Skagamenn unnu stærsta sigurinn, 7:0, á Víöi. Viö stilltum upp sókndjörfu liöi sem fyrr — aöeins þrír eru í vörninni, og Ólafur Þóröarson, Skagamaöur, leikur í stööu bakvaröar þó hann hafi undanfariö leikiö meö Akurnesing- um sem miöjuleikmaður. Friörik Friöriksson, Fram (1). Ólafur Þóröarson, ÍA (1). Karl Þórðarson, ÍA (1). Sveinbjörn Hákonarson, ÍA (1). Siguröur Lárusson, ÍA (1). Ómar Torfason, Fram (2). Guömundur Steinsson, Fram (2). Ragnar Margeirsson, ÍBK (2). Heimír Guömundsson, ÍA (1). Arni Sveinsson, ÍA (1). Höröur Jóhannesson, ÍA (1).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.