Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 t'%# ■'Mmrn ■t .. «*#» .«* J ^#"r, \uirrJ* *■ ~ ^ ' ' '*'*■ íltaÉlr “ ;r r r t w. f É, , f. mm, AP/Símamynd • Neville Southall, markvörður Everton, horfir á eftir knettinum í netiö hjá sér eftir skot Normans Whiteside í framlengingunni á laugardag. Whiteside er úti í teignum — aftan við varnarmann Everton ... „Floin“ fær vel borgað LITLI Danínn Jesper Olsen, „ftóin“ eins og hann er kallaö- ur, varð um helgina fyrsti Dan- inn til að veröa enskur bik- armeistari í knattspyrnu og reyndar sá fyrsti til aö taka þátt í FA-bikarúrslitaleik á Englandi. Þess má til gamans geta aö Olsen notar minni skó en flestir leikmenn — og hann hefur ör- ugglega veriö í minnstu skón- um á vellinum á laugardag. Hann notar skó númer fimm og hálft — hálfgeröa „barna- stærö“! Taliö er aö Olsen sé launa- hæsti leikmaður ensku 1. deild- arinnar. Vikulaun hans, meö uppbótargreiöslum fyrir stig, eru talin hvorki meira nó minna en 3.500 pund. Þaö er tæp ein og hálf milljón íslenskra króna — Á VIKU! Olsen vann í banka í tvö ár fyrir nokkrum árum áöur en hann fór út í atvinnumennskuna og hefur hann haft gott af dvöl sinni þar því hann þykir fjár- festa mjög viturlega. Manchester United bikarmeistari 1985 í Englandi: „Hélt að Moran hefði sagt eitthvað Ijótt við dómarann“ — sagði Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Man. Utd. eftir leikinn MANCHESTER United, sem lék meö 10 leikmenn siöustu 40 mínútur leiksins skoraöí sigurmarkiö é 111. mínútu é skemmtilegan hétt og unnu sigur á Englands- og bikarmeisturum Everton í úrslitum enska bikarsins á laugardag. Eftir venjulegan leiktíma var staöan jöfn, 0—0, og varð því aö framlengja tvisvar sinnum 15 mín. og þaö var þá sem noröur-trski landsliðsmaóurinn Norman Whiteside geröi út um vonir Everton um aö vinna þrennu, er hann skoraöi meö lúmsku skoti, snúningi neöst í markhorniö fjær, óverjandi fyrir knattspyrnumann ársins á Englandi, markvörðinn Neville Southall. Eftir aö liöin tvö komu inn á Wembley-leikvanginn og höföu hit- aö upp var einnar mínútu þögn til minningar um hina 52 sem létu lífiö í hinum hörmulega eldsvoöa sem kom upp á leikvanginum í Brad- ford fyrir nokkru. Allir leikmenn liö- anna léku síöan meö sorgarbönd vegna þessa. Everton var sterkari aöilinn til aö byrja meö og voru meira meö knöttinn, en tókst ekki aö skapa sér hættuleg færi utan einu sinni er Peter Reid átti skot í stöng um miðjan fyrri hálfleik. Southall þurfti aöeins einu sinni aö taka á honum stóra sínum fyrstu 45 mínúturnar, þaö var er hann varöi vel skot frá Frank Stapleton er hann komst frír inn fyrir vörn Everton. Mikill hraöi var í fyrri hálfleik og gekk knötturinn markanna á milli. Síöari hálfleikur byrjaöi eins og sá fyrri endaöi, sami hraói en ekki umtalsverö tækifæri. Andy Gray átti skot yfir og skömmu síöar varói Southall vel frá Norman Whiteside. Andy Gray var bókaöur þegar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og skömmu síðar var Kevin Moran, rekinn af leikvelli fyrir brot á Peter Reid, sem mörgum fannst undarlegur dómur. Framkvæmdastjóri Manchester United, Ron Atkinson sagöi um þetta atvik: „Þaö var eins og Moran væri aó reyna aö ná knettinum og óg held aö leikmenn hugsi ekki eingöngu um manninn, þetta er bara venjuleg „tackling" sem kemur upp mörgum sinnum í svona leik. Þaó getur enginn í heiminum sannfært mig um þaö, aö þetta hafi verió viljandi brot og veröskuldaö útafrekstur, þaö er af og frá. Moran var aöeins að stöðva sókn á löglegan hátt og hélt ég aö hann hefði sagt eitthvaö oröljótt viö dómarann, sem veröskuldaöi útafreksturinn, en svo var ekki, hann sagöi ekki orö, enda kannski ekki undarlegt aö hann ætti ekki til orö yfir þennan dóm,“ sagöi At- kinson eftir leikinn. Atkinson færöi framherjann Frank Stapleton aftur í stööu Kev- ins Moran og lék hann sem aftasti maöur, Stapleton getur leikiö allar stööur á vellinum, hann skilaöi hlutverki sínu vel í vörninni og náöi aigjörlega aö halda Andy Gray nióri þaö sem eftir var leiksins. „Þessi stööuskipting kom vel út hjá mér, ég haföi fundiö fyrir meiöslum í fyrri hálfleik framleng- ingarinnar, en ég varö bara aö bíta á jaxlinn og halda áfram,“ sagöi Frank Stapleton eftir leikinn. Markiö kom svo eins og áöur segir á 111. mínútu leiksins þegar um níu mínútur voru eftir af fram- lengingunni. Eftir markiö var ekki spurning um þaö aó Manchester United myndi reyna aó halda þessu síöustu níu mínúturnar og þaö tókst og meö því varö draum- ur Everton um að vinna þrefalt og veröa fyrsta liðið á Englandi til þess aö ná þeim merka áfanga aó engu. En Everton má vel viö una, liöiö hefur sýnt frábæra knatt- spyrnu í vetur og haft yfirburöi í deildinni. Þetta var í 104. sinn sem keppt var til úrslita um enska bikarinn. Sjónvarpaö var beint til 56 landa og auk þess var uppselt á Wembley-leikvanginn löngu fyrir leikinn, áhorfendur 100.000. Þarna fengum viö aö sjá tvö bestu liö Englands i dag, leikurinn var fjörugur og hraöinn mikill og gat hann eins endaö meö sigri Everton. Þaö er oft taugaspenna sem einkennir svona útslitaleiki og mikiö í húfi. Þaö var eins og Un- ited-leikmönnum yxi ásmegin viö aö vera einum færri. Þaö virkar oft sálrænt á liö aö missa leikmann útaf og reyna leikmenn þá sitt ítrasta og gera þá oft jafnvel meira en þeir geta. Nú þaö má líka segja aö Everton hafi slakaö ósjálfrátt á, þar sem þeir voru einum leikmanni fleiri og haldiö aö leikurinn væri unninn, en annaö var upp á ten- ingnum. Liöin voru skipuð eftirtöldum leik- mönnum: ManchMtor United. Gary Bailey, John Gid- man, Paul McGrath, Kevin Moran, Arthur Al- biston, (Mike Dukbury 90 mín.), Norman Whiteside, Bryan Robson, Gordon Strachan, Jesper Olsen, Mark Hughes, Frank Stapleton. Everton. Neville Southall, Gary Stevens, Der- ek Mountfield, Kevin Ratcliffe, Pat van den Hauwe, Trevor Steven, Peter Reíd, Paul Bracewell, Kevin Sheedy, Andy Gray, Graeme Sharp. AP/Símamynd • Norman Whiteside, hetja United á laugardag, heldur bikarnum á loft. Whiteside skoraði einnig í sigri United á Brighton í bikarúrslítaleik fyrir tveimur árum — varö þá yngsti leikmeður til eö skora í úrslitaleik FA-bikarkeppninnar, aöeins 18 ára. Frank Stapieton er til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.