Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAf 1985 B 11 Morgunblaölð/Simamynd AP. • Kevin Moran (númer eex) varA á laugardag fyrsti leikmaöur sögunnar sem rekinn er af velli í bikarúrslita- leik á Englandi. Hann braut á Peter Reid — og hér er Reid aö hugga hann. Ron Atkinson, stjóri United, er þarna kominn inn á völlinn og rœöir viö Albiston. Forráðamenn Man- chester United hóta að skila bikarnum 27. SIGUR CELTiC í BIKARNUM CELTIC sigraöi í 100. skoska bik- arúrslitaleiknum í knattspyrnu sem fram fór á Hampden Park í Glasgow á laugardag. Eftir aö Dundee United haföi náð foryst- unni í leiknum náöi Celtic aö sigra 2:1. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik — en síöan skoraði Stu- art Beedie fyrir United. Davie Provan jafnaði fyrir Celtic og sig- urmarkiö gerði Frank McGarvey. Þetta var 27. sigur Celtic í keppninni en þriöja áriö í röö sem Dundee United tapar í úrslitaleikn- um. Celtic, sem varö í ööru sæti í úrsvalsdeildinni á eftir Aberdeen, náöi tökum á leiknum þegar í upp- hafi. Liöiö fékk ágætis færi en tókst ekki aö skora og þegar liöa tók nær hálfleik komst Dundee- liðið meira inn í ieikinn. Dundee United náöi síöan for- ystunni á 54. mín. Bakvöröurinn Maurice Alpas spyrnti fram til Dav- id Dodds, hann lék á Roy Aitken og gaf síöan á Stuart Beedie sem skoraöi meö góöu skoti rétt innan teigs. Viö markiö efldust leikmenn United-liösins mjög og litlu munaöi aö Dodds skoraöi stuttu síöar. Tom McAdam, varnarmaöur Celt- ic, bjargaöi á síöustu stundu — tókst aö komast fyrir skotiö En leikmenn Celtic sóttu í sig veöriö — og pressuöu stift aö marki Dundee United þaö sem eft- ir lifði leiksins. Á 77. mín. skoraöi liöið svo loksins. Bannon felldi Murdo McLeod 20 metra frá marki og aukaspyrna dæmd. LJr henni skoraöi svo David Provan glæsi- legt mark. Snúningsskot hans fór fram hjá veggnum og í netiö. Eftir jöfnunarmarkiö var allur kraftur úr leikmönnum United, og sigurmarkiö geröi svo Frank • Tommy Bums og félagar unnu góöan sigur á Dundee Uníted. McGarvey á 85. min. Roy Aitken komst þá i gegnurr vörnina, gaf fyrir markiö og McGarvey henti sér fram og skallaði knöttinn í netiö hjá McAlpine markveröi. Ltöin voru þannig skipuö: Ceitic: Pat Bonnar, Willia McStay, Roy Aitkan, Tom McAdam, Danny McQrain, Murdo Madood, Tommy Buma, Paul McStay, David Provan, Maurica Johnaton og Frank McGarvoy. Dundoo Unitod: Hamish McAlpine. Maurice Malpas, Richard Gough. Paul Hegarty (fyrtr- liöi), David Narey. Stuart Beedie. Eamonn Bannop. Ralph Mllne, Billy Kirkwood, Paul Sturrock, David Dodds. fái Kevin Moran ekki verðlaunapening ÞAÐ VAR mikiö um dýröir í Manchester á sunnudag þegar leikmenn og forráóamenn Un- ited komu heim meö bikarinn eftirsótta. Taliö var aö um 500.000 manns heföu tekiö á móti „sinum mönnum“ — og lætin voru þaö mikil aö neyöar- þjónusta á sjúkrahúsi borgar- innar þurfti aö sinna 160 mannsl Aöeins tólf þurftu hins vegar aö gista sjúkrahús eftir mótttök- una — fjórir fengu hjartaáfall, tveir fótbrotnuóu, einn háls- brotnaöi og hinir fengu heila- hristíng, skuröi og álíka meióslí ... Einn náungi féll niöur úr tré. Eitt var þaö sem skyggöi veru- lega á bikarsigur United. Eins og kunnugt er var Kevin Moran rek- inn af velli í leiknum og varö þar meö fyrsti leikmaðurinn til að fá reisupassann í 104 bikarúrslita- leikjum. Skv. reglum enska knattspyrnusambandsins á leik- maöur sem rekinn er af velll í úrslitaleik ekki aö hljóta verö- launapening eins og aörir. Aldrei hefur þurft aö hlíta þessum regl- um fyrr en á laugardag — en stjórn enska knattspyrnusam- bandsins mun ákveöa á fundi á morgun hvort Moran fái pening. „Moran er saklaus. Hvers vegna fær hann ekki medalíu?" öskruöu áhangendur United er þeir tóku á móti liöi sinu viö heimkomuna. Þaö vakti mikla at- hygli í Englandi eftir leikinn aö Moran skyldi ekki vera verðlaun- aður eins og aörir leikmenn og sýnist sitt hverjum. Forráðamenn Manchester- borgar og United-liösins voru allt annaö en hressir með brottreks- turinn. Forráöamenn borgarinnar lýstu því yfir aö þeir myndu rita formlegt mótmælabréf til Peter Willis, dómara leiksins. Willis, 47 ára fyrrum lögreglumaöur, sagöi eftir leikinn: „Moran braut mjög gróflega af sér. Ég gat ekkert annaö gert en aö reka hann út- af.“ Blaöamenn sem skrifuöu um leikinn í Englandi voru ekki á einu máli um brottreksturinn. Sumir voru á þvi aö dómurinn heföi veriö o* haröur, en aðrir fögnuöu brottrekstrinum. Forráöamenn United hafa hót- aö því aö skila bikarnum glæsi- lega sem þeir unnu til varöveislu í eitt ár á laugardaginn fari svo aö Kevin Moran fái ekki verö- launapening. Þaö veröur því spennandi aö sjá niöurstööu enska knattspyrnusambandsins á morgun. Morgunblaðið/Skapti • John Wark skoraöi eitt af mörkum Liverpool. Hér er hann í góöu faari gegn Notts County í fyrravetur. Sjö mörk á Anfield Road — er Liverpool sigraði Watford í 1. deild, 43, á föstudagskvöld NOKKRIR leikir fóru fram í ensku 1. deildinni á föstudagskvöldiö. Stórleikurinn var viöureign Liv- erpool og Watford á Anfield. Heimamenn unnu 4:3 í stór- skemmtilegum leik. Coventry sigraöi Stoke á útivelli, 0:1, og á því enn von um aö halda sér í 1. deildinni. En rennum yfir I úrslit föstudagsleikjanna: Ipswich — West Ham 0:1 i Liverpool — Watford 4:3 Stoke — Coventry 0:1 Tottenham — Nott. For. 1:0 Watford skoraöi tvö fyrstu mörkin á Anfield. Fyrst geröi Jim Beglin sjálfsmark og svo skoraöi Colin West. En mörk frá ian Rush og Kenny Dalglish jöfnuöu ieikinn — Rush geröi svo sitt annaö og þriöja mark Liverþool og John Wark geröi fjóröa markiö úr víta- spyrnu. Undir lok leiksins skoraöi John 3arnes þriöja mark Watford. Þaö var Stuart Pearce sem skoraöi eina mark Coventry i Stoke — úr vítaspyrnu. Tony Cotty skoraöi sigurmark West Ham í ipswich og þar meö er liöiö úr fall- hættu. Þaö var Mark Falco sem skoraöi sigurmark Tottenham á Forest. Tottenham hefur nú lokiö leikjum sínum og meö 78 stig. Man. Utd. hefur einnig lokiö sinum leikjum og er í þriöja sæti meö 77 stig. Liv- erpooi hefur 73 stig og á tvo leiki ettir og getur því náö ööru sætinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.