Morgunblaðið - 22.05.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.05.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1985 45 Hann lét það ekkert á sig fá Þessi neyðarlega uppákoma varð í krikketleik í Bournemouth fyrir skömmu, Ned Heeley, leikmaður heima- bæjarliðsins var að leggja sig allan fram er óhappið gerðist, saumarnir sviptust upp og það glitti í bert holdið. En Ned lét þetta ekkert á sig fá þó hann vissi að töluverður hópur áhorfenda væri til staðar, heldur lagði sig enn meira fram til þess að leikurinn yrði meira spennandi en sú sjón sem við áhorfendum blasti er hann sneri baki við þeim ... Fyrri eiginkona Frances Tomelty. í kvikmyndinni Dune sem útsend- ari hins illa. STING „Erí raun hræðilega venjulegur maðura Margir virðast álíta að ég sé skuggasækinn og sérvitur auðkýfingur sem engin leið sé að ræða við eða nálgast á neinn hátt. Ég botna varla í því hvern- ig á því stendur, því sannast sagna er ég hræðilega venju- legur maður í alla staði," segir hinn frægi Sting, söngvari rokk- hljómsveitarinnar Police og lið- tækur leikari í seinni tíð. Sting hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á hvíta tjald- inu. íslendingar sáu hann sfðast í ævintýramyndinni Dune og þó hlutverk Stingsins væri ekki gíf- urlega stórt, var hann þó þar réttur maður á réttum stað. En er Sting hættur afskiptum af tónlist? „Það má enginn túlka tilvist mína í kvikmyndum á þá leið að ég sé hættur í tónlistinni. Ég hætti því aldrei og Police verða í deiglunni áður en langt um líður. Eg gæti aldrei slitið mig frá tónlist, hún er í raun mitt tjáningarform. Hins vegar finnst mér gaman að leika i kvikmyndum og meðan vel geng- ur gef ég mig að hvoru tveggja," segir Sting. Þær sögur fara hátt að einka- líf Stings trufli hann ekkert, þar sé allt eins og blómstrið eina. Eftir hjónaband með Frances Tomelty, sem gekk vel allt þar til velgengni Sting og Police fór að verða veruleg, þá slitnaði upp úr sambúðinni, lét Sting þau orð Með núverandi sambýliskonu, Trudie Styler. Sting í öllu sínu veldi. falla að hann myndi ekki gifta sig aftur í bráð. Nú er hann fylgisveinn Trudie Styler og er annað barn þeirra nýlega komið í heiminn. Sting er ánægður og segir allt með felldu. Hann sé samt enn harðákveðinn í því að gifta sig ekki. „Hjónaband á ekki við mig, ég held að ég sé búinn að læra það þótt seint sé,“ segir Stingurinn. VINNINGAIl DREGNIR ÚT 3. JÚNÍ OG AFTUR 500 VINNINGAR 10. JÚNÍ. AÐALVINNINGAR DREGNIR UT 17. JUNI. BÍLLÁRSINS, OPEL KADETT, HLAUT EINNIG VIÐURKENNINGUNA „GULLNA STÝRIÐ 1985“ ÍIBÍLAR 9 OPEL KADETT GL 5 DR„ 1,3 L, 60 HA. OG 2 OPEL KADETT GSI SEM AÐ AUKI HLAUT ORYGGISVERÐLAUN AFPA: „PRIX DE LA SÉCURITÉ,‘.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.