Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 116. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 25. MAI 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sabra-búðirnar að falla í hendur shíta Beirút, 24. maí. AP. FÁMENNT lid palestínskra skæru- liða varðist enn í kvöld í Sabraflótta- mannabúðunum í Beirút en að þeim sóttu hundruð hermanna shíta og ein deild úr stjórnarhernum, sem gengið hefur til liðs við trúbræður sína. Voru bardagarnir mjög blóðugir og búist við, að flóttamannabúðirnar féllu fljótt „Það er barist um hvern fer- metra en Palestínumennirnir verj- ast vel,“ sagði einn foringja í Amal-hreyfingunni, herliði shíta- múhameðstrúarmanna, en bætti því við, að flestir palestínsku skæruliðanna hefðu flúið úr búðun- um í skjóli myrkurs. „Þeir skildu þessa menn eftir til að berjast við okkur og þeir eru dauðans matur.“ Talið er, að Palestínumennirnir hafi komist úr búðunum eftir göng- um, sem vitað er, að þeir grófu fyrir mörgum árum, og að þeir séu nú komnir til Bourj Barajneh- búðanna í þriggja km fjarlægð. Þær eru einnig umsetnar en þar eru nokkur hundruð palestínskra skæruliða til varnar. Ekki er vitað hve margir hafa fallið í átökunum um palestínsku flóttamannabúðirnar en í yfirfull líkhúsin í Beirút hefur verið komið með þaðan á fjórða hundrað líka síðan þau hófust. Þá eru særðir menn ótaldir, sem skipta án efa hundruðum eða þúsundum. Með hermönnum Amal-hreyfingarinnar berjast einnig hermenn úr 6. her- deild stjórnarhersins, sem aðallega er skipuð shítum, en þeir taka ekki lengur við skipunum frá herfor- ingjum stjórnarinnar. Með árásunum á flóttamanna- búðirnar vilja shítar koma í veg fyrir, að skæruliðar Palestínu- manna komi sér aftur fyrir í Líb- anon en þaðan voru þeir reknir eft- ir innrás ísraela árið 1982. St. Helens: Sprengigos í vændum? Vaneoaver, Bandarfkjunum. 24. mai. AP. JARÐSKJÁLFTUM f og við eldfjallið SL Helens í Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur fjölgað mjög síðustu daga og fjallstoppurinn bólgn- að. Búast jarðfræðingar við, að nýtt gos, jafnvel sprengigos, verði í fjallinu innan tveggja vikna. Jarðskjálftavirkni hófst í St. Helens fyrir viku og hefur síðan aukist með degi hverjum. Búast jarðfræðingar við nýju gosi innan tveggja vikna og vegna þess, að kyrrt hefur verið í fjallinu í átta mánuði, hallast þeir að þvi, að umbrotin hefjist með sprengi- gosi. Ekki er þó búist við, að það nái nema til fjallsins sjálfs og næsta umhverfis. Fjallstoppur- inn hefur lyfst um nokkra senti- metra dag hvern í heila viku og gasútstreymi er mikið. St. Helens gaus í maí árið 1980 eftir 123 ára hlé og týndu þá 57 manns lífi. Fjallið gaus aftur í september sl. litlu gosi. Níu ára drengur deyr úr alnæmi Stokkhólmi. 24. mai. AP. LÆKNAR í Stokkhólmi greindu frá því f dag, að níu ára gamall piltur hefði látist í sjúkrahúsi f borginni af völdum alnæmis eða áunninnar ónæmisbæklunar (AIDS). Pilturinn þjáðist af dreyra- sýki og smitaðist er honum var gefinn blóðvökvi, sem fluttur var inn frá Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári lést 13 ára gamall dreyrasjúklingur í Sví- þjóð úr alnæmi og barst smitið einnig með bandarískum blóð- vökva. Alls hafa ellefu manns látist úr alnæmi í Svíþjóð. Símamynd/AP Lfk 32 þeirra 60 manna, kvenna og barna, sem biðu bana sl. miðvikudag þegar bílsprengja sprakk í Beirút, voru borin til grafar í fyrradag. Konan á myndinni missti barnið sitt og bugaðist við útförina, barði kistuna og barm- aði sér ákaflega. Simamynd/AP Irína Kristi og fjölskylda hennar komu tii Vínar í Austurríki í gær öllum að óvörum. Hefur hún verið helsti tengiliður Andrei Sakharovs og konu hans, Yelenu Bonner, við umheiminn og telur Irina, að sú sé ástæðan fyrir því að þeiir hjónum var leyft að fara brott. Sakharov örvæntir og er vís til örþrifaráða — segir Irina Kristi, náinn vinur hans Vío, 24. m»L AP. IRINA Kristi, sá vina sovéska andófsmannsins Andrei Sakharovs, sem síðast sá hann augliti til auglitis, kom í dag öllum að óvörum til Vínar í Austurríki ásamt manni sínum og syni. Sagði hún, að Sakharov væri fullur örvæntingar og vís til að grfpa til einhverra örþrifaráða. lrina kom ásamt fjölskyldu sinni með flugvél frá sovéska flug- félaginu Aeroflot og á blaða- mannafundi eftir komuna sagði hún, að hún hefði verið eini tengi- liður Sakharovs við umheiminn og því hefðu stjórnvöldin viljað losna við hana. Irina og maður hennar, Sergei Genkin, sem bæði eru stærðfræðingar, höfðu í þrjú ár reynt að fá brottfararleyfi frá Sovétrikjunum og kom það flatt upp á þau þegar þeim var allt f einu skipað að taka saman föggur sínar og koma sér burt. Irina sagði, að bréf, sem hún hefði fengið frá Yelenu Bonner, eiginkonu Sakharovs, bentu til, að hann væri mjög örvæntingarfull- ur og líklegur til einhverra ör- þrifaráða Hefði hann verið i hungurverkfalli fram til miðs apr- ílmánaðar en þá fluttur í sjúkra- hús og matur neyddur ofan í hann. Irina fór til Gorki, þar sem Sakh- arov er í útlegð, fyrir ári en var þá handtekin, flutt aftur til Moskvu og var í stofufangelsi í fjóra mán- uði ásamt manni sínum. Irina Kristi var rekin úr vinnu árið 1968 vegna starfa hennar að friðarmálum og hefur siðan haft ofan af fyrir sér með einka- kennslu. Hún og maður hennar hafa verið undir eftirliti KGB frá því á sjöunda áratugnum. England: Ö1 kneyf- að með aðvörun Sheirwld. Knglandi, 24. nuí. AP. í BJÓRKRÁ nokkurri í Shef- field í Englandi hefur verið bruggað svo sterkt öl, að af því verður aðeins seldur hálfur skammtur í einu, tæp mörk, og fylgir með miði þar sem varað er við styrkleikanum. Roger Nowill, eigandi krár- innar „Frosksins og páfa- gauksins", segir, að ölið verði tilbúið til sölu í næsta mánuði og muni fyrst um sinn a.m.k. fylgja hverri könnu miði þar sem menn verða minntir á hvað þeir ætli að láta ofan í sig. Bjórinn verður sex sinn- um sterkari en venjulegt, breskt öl og sá næststerkasti, sem um getur. í Guinness- metabókinni segir, að sterk- asti bjórinn sé þýskur. Þeir eru margir, sem hafa áhyggjur af þessum sterka bjór, og t.d. segir Arthur Kaufman, sálfræðingur í Sheffield, að hann geti sem hægast komið mönnum inn í eilífðina. „Margir stáliðnaðar- mannanna hér i borg eru van- ir að drekka 16—18 merkur á kvöldi af venjulegum bjór en ef þeir ætluðu að leika það eft- ir með þetta sull gæti það rið- ið þeim að fullu,“ sagði hann. Það er ekki aðeins, að ölið hans Rogers, sem hann kallar „Roger and out“, verði sterkt, heldur má segja það sama um verðið. Mörkin á að kosta 1,25 pund (rúmlega 65 kr ísl.) en mörk af venjulegum bjór kost- ar nú 46 pence (tæplega 21 kr. ísl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.