Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 4

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 4
4 MORGtJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ1985 Hvað segja launþegar um tilboð vinnuveitenda? „Erum á móti verkföllum" TILBOÐ vinnuveitenda til ASÍ hefur vakið athygli. Tillagan felur það m.a í sér að fólk í lægstu launaflokkum fær 23% launahækkun á næstu 13 mánuðum, en aðrir 18%, þar af 5% fyrsta júní. Morgunblaðið ræddi við verkafólk í ASÍ á förnum vegi í gær og leitaöi álits á tilboði vinnuveitenda. Fara svörin hér á eftir. Rannveig Oddsdóttir og Þuríður Oddsdóttir Maður hefur ekki heyrt svona tilboð áður Það var lítið um að vera í Sundahöfn þegar við komum þar að, aðeins örfá skip í höfninni. Jóhann Guðmundsson verkamað- ur stóð á tali við félaga sina inn í búningsklefa starfsmanna, en umræðuefnið var þó ekki staða samningamála. „Maður er aðeins búinn að líta á þetta. í fljótu bragði finnst mér þetta vera at- hyglisvert. Þetta er vissulega al- veg nýtt — maður kannast ekki við að hafa heyrt svona tilboð áð- ur,“ sagði Jóhann. Hann er ekk- ert að biðja um meiri kauphækk- un? „Nei, ekki ef við fáum trygg- ingu fyrir því sem samið er um. Ekki ef það verður ekki strax tekin sneið af þessu. Það er alltaf verið að semja uppá krónur — svo eru þær teknar jafnóðum aft- ur.“ Hvernig myndi hann semja ef hann sæti við samningaborð- ið? „Það er erfitt að segja. Mér finnst allavega að það eigi ekki að byrja á því að segja nei,“ sagði Jóhann að lokum. Förum ekki út í harða kjarabaráttu Birgir Jónsson var við vinnu sína í Kassagerðinni. „Ég hafði auðvitað lítinn tíma til þess að lesa blaðið í morgun. En mér leist vel á þetta. Það kveður þarna við annan tón en maður hefur átt að venjast," sagði Birg- ir. Félagar hans taka undir. „Við erum ekkert spenntir að fara út í harða kjarabaráttu. Það hefur reyndar staðið styrr hérna und- anfarið og það er verið að reyna að leiðrétta okkar laun.“ Birgir bætir við: „Við vorum í 7 vikna verkfalli hér í haust og menn eru ekkert spenntir að fara út í svona aftur. Mér finnst að menn eigi núna að setjast niður og ræða málin.“ Þetta er ekki nóg, þetta eru engin laun Steinar Jónsson vinnur við bylgjupappagerð í öðrum hluta verksmiðjunnar. Hann er í Iðju. Hann svarar dræmt. „Jú, manni líst svo sem ágætlega á þetta. En þetta er ekki nóg. Þetta eru engin laun.“ En ber þjóðfélagið meiri hækkun? „Auðvitað, þjóðfélagið ber þetta. Það er líka enginn sem fær borgað lengur eftir taxta. Þetta fyrirtæki varð að hækka launin til þess að halda í fólkið." Eru yfirborganir þá ráðið? „Nei, svoleiðis gengur ekki. Fólk á að fá borguð sömu laun fyrir sama starf,“ sagði Steinar að lokum. Aðalmálið að maður fái eitthvað fyrir peningana „Maður hefur eitthvað heyrt á þetta minnst," sögðu þær Rann- veig og Þuríður Oddsdætur, syst- ur sem vinna hlið við hlið í Kassagerðinni við framleiðslu plastpoka til útflutnings. „Við Jóhann Guðmundsson Birgir Jónsson Leiðtogar stjómarandstöðuflokkanna um tilboð VSÍ: Telja að kaupmáttar- tryggingu sé ábótavant TILLAGA VSÍ um nýjan kjara- samning sem sett var fram á fundi forystumanna VSÍ og ASÍ í fyrradag hefur vakið allnokkra athygli, einkum fyrir þær sakir að boðið er upp á meiri prósentu- hækkanir en gert hafði verið ráð fyrir, eða 18 til 24%. Morgun- blaðið snéri sér til fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna á Al- þingi og spurði þá álits á þessari tillögu. Tilboð VSÍ nokkur tíðlndi „í fyrsta lagi, þá eru það nokk- ur tíðindi að vinnuveitendur bjóði endurskoðun á kjarasamn- ingum á samningstímabili. Ég lít svo á að það sé viðurkenning á því að kjör eru orðin óbærileg," sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í samtali við blm. Mbl. „1 annan stað hlýtur verka- lýðshreyfingin að minnast þess að 24% kauphækkun yfir línuna á sl. hausti, er fyrir löngu aftur tekin. Niðurstaðan er sem sagt sú að auðvitað á verkalýðshreyf- ingin að setjast að samninga- borði. Henni ber skylda til að reyna hvað hún getur til þess að koma í veg fyrir kaupmáttar- hrun, sem fyrirsjáanlegt er í sumar, a.m.k. upp á 4—5%. Það er því sjálfsagt að ræða tilboðið og að það megi nota sem um- ræðugrundvöll," sagði Jón Bald- vin. Jón Baldvin sagði að augljósir gallar væru á þessu tilboði. Þar skipti mestu að kaupmáttar- tryggingin væri sýnd veiði en ekki gefin. Þar væri hægt að fara aðrar leiðir. Vakti Jón Bald- vin sérstaklega athygli á því að endurskoðunarákvæðið væri skilyrt. Sagði Jón Baldvin að skilyrðið um að fólk afsalaði sér kauphækkun á samningstíman- um, ef forsendur breyttust væri fráleitt. „Launajöfnunarbæturnar í þessu tilboði eru ónógar,“ sagði Jón Baldvin, „því það er ekki hægt að bjóða fiskvinnslufólki lengur þau kjör sem það býr við. Þar verður að koma til meiri hækkun.“ Loks sagði Jón Baldvin að pólitíkin í þessu máli af hálfu Vinnuveitendasambandsins, sem setti þetta tilboð fram i náinni samvinnu við Þorstein Pálsson, væri að lengja líf ríkisstjórnar- innar og jafnframt sagöi hann: „Þegar Guðmundur J. Guð- mundsson álpast til þess að segja að hann þurfi að tala við sitt fólk í sumar, þá er hann auð- vitað líka að tala pólitík. Þetta er hins vegar pólitík sem kemur málinu ekkert við. Sú pólitík sem kemur málinu við er sú að stærstu kjarabætur fyrir fólk eru auðvitað í höndum ríkis- stjórnarinnar, því það er ekki nema hluti af kjörunum uppi á samningaborði atvinnurekenda og launþega. Stærstu kjarabæt- urnar eru stóraukin framlög til húsnæðismála og veruleg lækk- un á skattbyrði launþega. Gegn- um þetta má ná verulegri kaup- máttaraukningu og þetta á ekki að draga frá þessu tilboði." Heilbrigt að ætla að halda 100% kaupmætti „Ég tel að þetta tilboð sé þess eðlis að samningsaðilar hljóti að verða að skoða það sín í milli,“ sagði Stefán Benediktsson, þing- maður Bandalags jafnaðar- manna, í samtali við Morgun- blaðið, er hann var spurður álits á tilboði því sem VSI hefur gert launþegahreyfingunni. Stefán sagði að sér sýndist það nokkuð heilbrigt sjónarmið að ætla að halda 100% kaupmætti út samningstímann, en hann bætti við að slíkt markmið hlyti að verða sett sem lágmarks- markmið. „Auðvitað hlýtur verkalýðshreyfingin að reyna að sækja aukinn kaupmátt, til þess að fá til baka eitthvað af því sem hefur tapast,“ sagði Stefán, „en í upphafi samningaviðræðna finnst mér þetta vera afskaplega eðlilegt tilboð. Það eina, sem ég hjó svolítið eftir í þessu tilboði, er að vinnuveitendur gáfu það svolítið i skyn að þeir ætlast til þess að þetta verði það sem sam- ið verður um.“ Áhyggjur VSÍ koma á óvart „Það kemur á óvart að Vinnu- veitendasamband íslands skuli hafa áhyggjur af kjörum al- mennings í landinu," sagði Svav- ar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, i samtali við Morgunblaðið. „Það má segja að það sé ekki seinna vænna að þeir átti sig á þvi hvers konar lifskjör þeirra stefna og stjórnarinnar hefur búið almenningi og þetta tilboð bendir líka til þess að þeir viðurkenna að þeir hafi fjár- muni, sem staðfestir það sem við höfum haldið fram, að það eru til fjármunir í landinu til þess að hækka kaup. Það eru reyndar til svo miklir fjármunir að vinnu- veitendur bjóða kauphækkanir að fyrra bragði. Aðalatriðið í sambandi við þetta tilboð finnst mér ekki vera kauptölurnar, heldur það að það er engin kaup- trygging, en ég hef skilið það svo að það væri höfuðviðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir kaupmáttartrygg- ingu, og að kauptryggingin væri meira mál fyrir verkalýðshreyf- inguna en kauptölurnar sjálfar." Svavar sagði að kjarasamn- ingur sem gerður yrði núna hlyti að snúast i meginatriðum um tryggingu kaupmáttarins. Hann sagði að tilboð þetta gerði ráð fyrir sama kaupmætti og var síðasta ársfjórðung ársins 1983, sem hefði verið mjög lágur. Þá væri ekki gert ráð fyrir því að aukning þjóðarframleiðslunnar kæmi fram í auknum kaupmætti kauptaxta. Loks sagöist hann vilja benda á að verulegum hluta þessara hugsanlegu samninga væri vísað á ríkissjóð, en þar sagði hann að vafalaust væri um að ræða upphæðir upp á mörg hundruð milljónir króna. Því sagði hann að fróðlegt væri að vita hvernig ríkisstjórnin ætlaði sér að bregðast við þessu tilboði. Samningar án verkfalla markmið allra „Samningar án verkfalla hlýt- ur að vera sameiginlegt mark- mið allra og það er út af fyrir sig ánægjulegt ef menn telja að kominn sé umræðugrundvöllur," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Samtaka um kvenna- listan, í samtali við blm. Mbl. „Ég hef hins vegar ekki trú á að launafólki finnist þetta rausnarlegt tilboð, miðað við þá kjaraskerðingu sem það hefur orðið að taka á sig,“ sagði Krist- ín. Hún sagði að það jákvæðasta í tilboði VSÍ væri sérstök hækk- un til fólks í lægstu launaflokk- unum, það væri alltént viðleitni, þótt í smáu væri. „Mér finnst einkennilegt, að ég ekki segi grunsamlegt, hvað þetta tilboð virðist koma verkalýðsforingjum á óvart. Ég hélt að menn hefðu verið á stöðugum fundum og þá væntanlega með það að mark- miði að komast að einhverri niðurstöðu. Vonandi er ekki til- gangur VSl sá fyrst og fremst að kljúfa verkalýðshreyfinguna," sagði Kristín Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.