Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 12

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 12
12 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 25. MAÍ1985 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunbiaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaösins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánu- daga til fóstudaga. Aldarafmæli Garð- yrkjufélags íslands Um hvítasunnuhelgi minnumst við þess, að hundrað ár eru liðin frá stofnun Garðyrkjufélags íslands og fyrir einu ári voru með nokkurri vissu einnig hundrað ár frá því að þau tré, sem elst eru í Reykjavík, voru gróðursett, en þau standa í gamla Vikurkirkjugarði við Aðalstræti. Georg Shierbeck, landlæknir, gerði hvort tveggja, að gróðursetja okkar elstu tré, sem nú prýða borgina, og vera frumkvöð- ull að stofnun garðyrkjufélagsins, sem í upphafi hét Hið íslenska garðyrkjufélag. Garðyrkjumenn hafa jafnan heiðrað minningu Schierbecks með því að nefna hann Föður íslenskrar garðyrkju — trúlega verður svo um langa framtíð. Nemandi hans var Einar Helgason, garðyrkjustjóri, sem í þrjá áratugi hélt áfram starfi lærimeistarans og átti öllum mönnum fremur ríkastan þátt að því, að sanna okkur með verkum sínum og fræðibókum, að hér má ná ótrúlega góðum ræktunarárangri ef áhugi er hjá fólki að gera tilraunir í ræktun. í dag skortir hvorki vilja né þekkingu og þar er fyrst og fremst að þakka þeim þúsundum áhug- amanna, sem hafa sameinast í Garðyrkjufélagi íslands til að miðla hver öðrum af reynslu sinni og veita hver öðrum hjálparhönd með því að hafa skipti á fræi og plöntum, gleðjast hver með öðrum, tengjast nokkurs konar fjölskylduböndum, sem trúlega finnast óvíða nánari í nokkrum félagasamtökum hér á landi. Garðyrkjuritið er veglegt ársrit þessa áhugahóps og svo kemur fjölritað fréttabréf út af og til þegar ástæða þykir til. Nefnist það Garðurinn. Allt er þetta ómetanlegt fyrir þróun garðyrkjunnar hér á landi og vissulega vel þess virði að allir þeir, sem eru eða ætla sér að rækta garðinn sinn, séu virkir þátttakendur í þessum ánægjulega og mikilvæga félags- skap, sem þessa dagana heldur upp á aldarafmæli. t.d. grasflötin, sem að beðinu liggur, svo að tryggt sé að þar geti ekki safnast fyrir of mikil bleyta einkum að vetrinum. Svar 2: Ekki er ástæða til að gróður- setja mörg tré, þar sem mestur skuggi er á lóðinni. Þar kemur fátt til greina og forðast ber að planta nálægt húsi. Helst kemur til álita að planta furu, en jafn- vel ösp, ef vel nýtur siðdegissól- ar. Valmúi og garðabrúða Þorbjörg Ásgrímsdóttir, Starrhólma 10, Kópavogi spyr: 1. Hvernig fer maður að því að uppræta valmúa og garðabrúðu? Svar: Það ætti að vera tiltölulega Skjólgott suðurhorn Brynja Hlíðar, Bakkaseli 14, spyr: 1. Það er skjólgott suðurhorn í garðinum hjá mér sem mig lang- ar að rækta rósir í. Hvernig er best að undirbúa beðið, get ég sett rósirnar niður strax í sumar eða verður það að bíða til næsta vors? 2. Á öðrum stað í garðinum er mjög skuggsælt. Hvaða trjá- plöntur get ég ræktað þar? Svar 1: Vandalaust ætti að vera, að gróðursetja rósir á skjólsælum stað hvar sem er í garðinum í von um góðan árangur. Ennþá er nægur tími til stefnu, ef völ er á góðum plöntum. Rósir þurfa 40—50 sm djúpan og frjóan jarðveg, helst dálitið sendinn. Hafa þarf i huga að beðin standi svolítið hærra en Trén f Vfknrkirkjugarði við Aðaistræti, þau elstu í Reykjavfk. Morgunblaöiö/Bjarni .. ív.-- ■. P i M1 Sflrl! fljótlegt að fækka valmúa og garðabrúðu með því að kippa plöntunum upp með gamla og góða laginu. Best að framkvæma verkið strax þegar plönturnar stinga fyrstu blöðum upp úr moldinni á vorin. Laukarnir blómstra ekki Selma Hannesdóttir, Háa- leitisbraut 65, spyr: 1 Hvernig á að meðhöndla ylli, ég hef heyrt að erfitt sé að koma honum til? 2. Ég er með páskaliljulauka úti í garði, sem hafa blómstrað af- skaplega vel í mörg ár. Nú koma hins vegar engin blóm, aðeins blöð. Eru laukarnir hreinlega ónýtir eða getur verið að þeir blómstri næsta ár? Svar 1: Best er að fjölga honum með sáningu, en einnig má fjölga honum með græðlingum. Helst þarf að hafa góða aðstöðu til að fást við fjölgunina. Gróðurhús eða gróðurreit, þar sem hægt er að hafa hann fyrsta árið, áöur en honum er plantað á framtíðar- vaxtarstað, þar sem hann nýtur sólarljóss og skjóls. Þarf helst þurran vaxtarstað. Er ekki viðkvæmur fyrir klippingu þegar hann hefur náð sæmilegum vexti, eða ef hann verður hart leikinn af kali á hörðum vetri. Svar 2: Ekki er ósennilegt að laukarn- ir séu orðnir það lítilfjörlegir að þörf sé á endurnýjun. Best er að taka þá upp að hausti, og þurrka þá lítillega og hreinsa úr alla minnstu laukana og það, sem dautt kann að reynast. Gróður- setja síðan að nýju og sjá svo til hver árangurinn verður á næsta vori. Upphækkun á grasfleti Jórunn Egilsdóttir, Erlu- hrauni 1, Hafnarfirði spyr: Ef maður ætlar að hækka upp túnblett, bæta við mold og setja nýjar túnþökur, er þá ekki nauð- synlegt að rista fyrst ofan af? Svar: Ekki þarf það að vera nauð- synlegt. Aðalatriðið er að fá góð- an og léttan jarðveg til upp- hækkunar á flötinni og spara ekki áburð. Svartir sniglar Steinunn Sigurðardóttir, Háa- leitisbraut 14, spyr: 1. Er það rétt að hvítlaukur geti varið matjurtir fyrir meindýrum og ef svo er, hvaða matjurt þá helst? 2. Hvenær er best að setja lauk- inn í garðinn og hve þétt? 3. Hvernig er best að losna við svarta snigla úr görðum og hvaða aðstæður veita þeim best lífsskilyrði. Svar 1: Lauklyktin getur fælt frá en þó gagnar það ekki t.d. gegn skordýrum, sem sækja í trjá- gróður. Helst er að laukur komi að gagni til að fæla frá snigla í grænmetisbeðum og t.d. kálflugu frá því að verpa við kál og rófur. Sjálfur hefi ég ekki reynt slíkt heilræði, en hitt fólk, sem hefur talið lauk gera verulegt gagn. Svar 2: Sjálfsagt er að leggja laukinn út fljótlega eftir útplöntum og þá helst við aðra eða þriðju hverja plöntu. Svar 3: Sniglar haga sér líkt og aðrir ræningjar. Þeir eru helst á ferð- inni á nóttunni eða þegar votviðrasamt er, en forða sér í felur strax þegar sólin fer að skína. Skriða þeir þá undir alla hluti, sem veita þeim hlífð fyrir of miklum þurrki. Þess vegna má hafa það fyrir sport, að veiða þá í hverskonar gildrur og fækka þeim á sama hátt og öðrum dýr- um, sem engrar miskunnar njóta. Svo fæst einnig sérstakt sniglaeitur, sem dreifa má á moldina, og tortímir þessum óvelséða grænmetisræningja. Raudir dílar á gullregni Arnar Jósefsson, Ásbúð 28, Garðabæ spyr: Ég er með gullregn í garðinum hjá mér, sem er alsett rauðum dílum og er að drepast. Á ég að klippa tréð niður eða hvað? Svar: Ef trjábörkurinn er farinn að flagna eða losna af bolnum á gullregninu er hætta á að því verði ekki bjargað. Sé hinsvegar um einstakar greinar að ræða, sem sveppurinn er kominn á, er best að sníða þær af. Æskilegt væri að fá garð- yrkju- og skógræktarmann til aö líta á tréð, áður en meira væri aðhafst. Fermingar Búrfeilskirkja í Grímsnesi. Hvíta- sunnudag kl. 14. Prestur sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd veróa: Bryndís Ásta Böðvarsdóttir, Búrfelli. Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir, Syðri-Brún. Fermingarbörn í Dalvíkurkirkju hvítasunnudag kl. 10.30. Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, Sunnubraut 14. Bjarni Thorarensen Jóhannsson, Svarfaðarbraut 26. Bolli Kjartan Eggertsson, Böggvisbraut 13. Ester Anna Eiríksdóttir, Böggvisbraut 5. Eyrún Rafnsdóttir, Öldugötu 3. Fjóla Valborg Stefánsdóttir, Mímisvegi 12. Friðbjörn Baldursson, Mímisvegi 13. Friðrik Már Þorsteinsson, Mímisvegi 17. Guðjón Steingrímur Ingvason, Karlsrauðatorgi 22. Hafrún Ösp Stefánsdóttir, Mímisvegi 22. Heiðný Helga Stefánsdóttir, Hjarðarslóð 2b. Helgi Örn Bjarnason, Stórhólsvegi 5. Jón Kristinn Arngrímsson, Miðtúni. Jón Áki Bjarnason, Sunnubraut 2. Jón Arnar Helgason, Ásvegi 11. Jóna Ragúels Gunnarsdóttir, Öldugötu 10. Magnea Þóra Einarsdóttir, Hólavegi 3. Markús Jóhannesson, Mímisvegi 28. Pétur Björnsson, Sognstúni 4. Ragna Kolbrún Ragnarsdóttir, Mímisvegi 32. Silja Pálsdóttir, Grundargötu 7. Svavar Örn Hreiðarsson, Grundargötu 5. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dalbraut 14. Sævar Örn Arngrímsson, Miðtúni. Vilhjálmur Sveinn Bergsson, Karlsrauðatorgi 20. Víðir Arnar Kristjánsson, Kleppsvegi 122, Rvík. Þorbjörg Ásdís Árnadóttir, Smáravegi 4. Fermingarbörn í Vallakirkju 2. í hvítasunnu kl. 13.30. Alfreð Viktor Þórólfsson, Hánefsstöðum. Elín Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Hofsárkoti. Erla Jónína Jónsdóttir, Klaufabrekkum. Helgi Guðbergsson, Þverá. Hlini Jón Gíslason, Hofsá. Inga Dóra Halldórsdóttir, Jarðbrú. Saga Árnadóttir, Ingvörum. Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Brautarhóli. Sveinborg Jóhanna Ingvadóttir, Þverá (Skíðadal). Prestur séra Jón Helgi Þórarinsson. Ferming í Þorlákshöfn 26. maí 1985 kl. 11. Arnheiður María Þórarinsdóttir, Knarrarbergi 8. Einar Freyr Magnússon, Knarrarbergi 6. Einar Sigurðsson, Reykjabraut 12. Emma Dröfn Bjarnadóttir, Skálholtsbraut 7. Hafrún Lilja Víðisdóttir, Eyjahrauni 38. Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, Lyngbergi 20. Höskuldur Þór Arason, Knarrarbergi 2. Ferming í Þorlákshöfn 26. maí 1985 kl. 13.30. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, Eyjahrauni 36. Gísli Árni Böðvarsson, Reykjabraut 2. Guðbjörg íris Jónsdóttir, Lyngbergi 15. Guðrún Ósk Gísladóttir, Oddabraut 6. Guðmundur Stefán Jónsson, Oddabraut 19. Helga Sigurósk Guðmundsdóttir, Egilsbraut 16. Hólmfríður Garðarsdóttir, Eyjahrauni 39. Jón Ásti Ársælsson, Skálholtsbraut 1. Jón Óskar Erlendsson, Heinabergi 16. Karl Ægir Karlsson, Básahrauni 11. Ragnar Þór Sigþórsson, Hjallabraut 7. Sólveig Þorleifsdóttir, Lyngbergi 12. Sigurður Óskar Sigurjónsson, Knarrarbergi 9. Sigþór Sigmarsson, Oddabraut 2. Þórður Þorvarðarson, Eyjahrauni 29. Fermingarbörn í Villinga- holtskirkju á hvítasunnudag. Gunnar Þór Guðlaugsson, Arabæ. Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, Hólmaseli. Rannveig Skúla Guðjónsdóttir, Kolsholti. Þórey Ingimundardóttir, Vatnsenda. Fermingarbörn í Hraungerðis- kirkju, annan hvítasunnudag. Guðbjörg Steinunn Tryggvadóttir, Hróarsholti. Guðjón Helgi Sigurðsson, Ártúni 1, Selfossi. Ingólfur Arnar Þorvaldsson, Kjartansstöðum. Jón Elías Gunnlaugsson, Ölvisholti. Margrét Einarsdóttir, Miklaholtshelli. Ragna Gunnarsdóttir, Arnarstöðum. Stefán Guðmundsson, Hraungerði. Þóra Þórarinsdóttir, Litlu-Reykjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.