Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
H i is 25.'
STURLA ÞÓRÐARSON
Nokkrar
ábendingar
— eftir Matthías Johannessen
ITILEFNI MORGUNBLAÐSG REIN-
ar Sigurðar Sigurmundssonar
bónda í Hvítárholti langar mig að
minna á svofellda athugasemd
kennara míns, Einars ólafs
Sveinssonar, í formála hans fyrir útgáfu
Brennu-Njáls sögu í íslenzkum fornrit-
um, 1954: „Þegar Njálssynir fara að leita
Lýtings og bræðra hans, „stefna" þeir
óðara „upp til Rangár" (252,2) og að lok-
inni brennunni ríður Flosi fyrir frá Berg-
þórshvoli „ok stefnir upp til Rangár ok
upp með ánni“ (337,2). En hér er meira en
söguritarinn minnki vegarlengdina í hug-
anum, því að orðið stefna bendir á beina
leið, en það er miður rétt. Þetta veit ritari
K, sem breytir Rangár á báðum stöðum
(og 250,2) í Þverár. Honum hafa svo marg-
ir fylgt, þeir er um þetta hafa skrifað.
Finni Jónssyni er ljóst, að Rangár er
frumtexti og skilur hann þetta svo að sá,
sem ritaði, hafi ekki verið kunnugur
(enda sé 97.-99. kap. innskot og ekki
verk höfundar Njálu). Þetta mál tekur
Barði Guðmundsson til meðferðar í grein
sinni „Staðþekking og áttamiðanir Njálu-
höfundar". Hann bendir á, hve margt ger-
ist við Rangá: 3 bardagar Gunnars, fund-
ur Ingjalds og Flosa, og þar felst Lýting-
ur og bræður hans og berjast við Njáls-
sonu. Þetta setur hann í samband við
Þorvarð Þórarinsson, sem hann hyggur
höfund Njálu. Þorvarður bjó um tíma á
Keldum. Telur Barði, að honum hafi verið
sá staður svo eftirminnilegur, að hann
hafi fært þangað í grennd marga atburði
sögunnar. Á þessu eru þó annmarkar.
Þorvarður var of kunnugur í Rangárþingi
til þess, að hann stofnaði frásögn sinni i
hættu með hæpinni staðfræði, þó að
ókunnugum manni gæti orðið það á.“
Einar Ólafur Sveinsson var mikill
fræðimaður. En hann var einnig skáld
gott. Það stóð fræðimanninum þó ekki
fyrir þrifum.
Einar Ólafur Sveinsson bendir á að af-
ritari hafi breytt orðalagi. Það er algengt
í fornum ritum. Menn skyldu fara varlega
i að leggja of mikið upp úr staðháttalýs-
ingum Tslendinga sagna. í þeim efnum
hafa afritarar, þessi vandræðabörn ís-
lenzkrar sagnaritunar eins og Björn M.
Ólsen kallaði þá, lagað margt i hendi sér.
Af staðháttalýsingum verður lítið ráðið
um höfunda Islendinga sagna en aftur á
móti mikið um afritarana og heimahaga
þeirra.
Einar Ólafur Sveinsson segir ennfrem-
ur: „Einangrun veldur afbrigðilegri mál-
venju um áttir héraða á milli, samgöngur
draga úr mismun. Þrettánda öldin var
tími mikilla ferða og flutninga. Má þá
búast við, að vart kunni að verða hneigð-
ar til sameiginlegs orðafars i þessu efni.
Staðfræði Njálu bendir á, að höfundur-
inn hafi farið víða. Hann hefur kynnzt
eitthvað málvenjum í mörgum héruðum.
Það er því ekki víst, að venjur eins héraðs
aðeins komi fram í sögunni. Vera má, að
landslag í einhverju héraði og aðrar að-
stæður valdi því, að hann taki upp átta-
táknanir þess óbreyttar, þótt hann sé
vanur öðrum í sínum heimahögum."
Loks getur Einar ólafur Sveinsson þess
að áttatáknanir í Breiðafjarðardölum séu
samkvæmt venju héraðsins. Það bendir á
kunnugleika þar vestra. Staðfræðin getur
aftur á móti brenglazt í meðförum afrit-
ara sem eru ekki nógu kunnugir staðhátt-
um. Þeir geta bæði fært úr lagi en einnig
leiðrétt eins og fyrrgreind tilvitnun í Ein-
ar Ólaf Sveinsson sýnir.
Njála er mikið listaverk. Enginn á að
festast í smáatriðum þegar hún er annars
vegar. Þegar miklir atburðir gerast eiga
menn að bregðast stórmannlega við.
0 0 0
SIGURÐUR f HVÍTÁRHOLTI SEGIR í
grein sinni að væntanlegt sé rit eftir mig
um bókmenntir og þar sé kafli um Sturlu
Þórðarson og hugmyndir mínar um ritlist
hans. Það er rétt og því langar mig að
nota tækifærið og benda á eftirfarandi
atriði til glöggvunar og gamans.
Kristni saga er eftir Sturlu Þórðarson.
Hún er skrifuð í tengslum við Landnámu-
bók hans. Bæði Sigurður Nordal og Jón
Jóhannesson eru þessarar skoðunar og
þarf ekki að fara í grafgötur um það. Hún
hefur átt að vera hluti af þeirri sögu ís-
lenzku þjóðarinnar sem Sturla vann að
alla sína ævi.
fslendinga saga Sturlu er þekktasta rit
Sturlungusafnsins. Það er alkunna og
tvímælalaust að Sturla Þórðarson skrif-
aði meginsögu Sturlungusafnsins, íslend-
inga sögu. Enginn vafi er á því að hann
kemur víðar við sögu í Sturlungusafninu.
Landnáma hans og Kristni saga eru að-
dragandi þessa merkilega og mikilvæga
safnrits íslenzkrar sögu og bókmennta.
Landnáma fjallar um landnám íslands en
Kristni saga um trúboð og kristnitöku.
Sturlunga fjallar um sögu íslands fyrir
og um daga Sturlu Þórðarsonar.
Eftirminnilegustu setningar íslenzkrar
sögu eru í ritum Sturlu Þórðarsonar.
í Kristni sögu segir til að mynda: „Um
hvað reiddust goðin, þá er hér brann
hraun er nú stöndum vér á“, sagði Snorri
goði þegar fréttir um eldgos bárust þing-
heimi við kristnitöku.
Þorgeir ljósvetningagoði sagði þessa
frægu setningu af sama tilefni. „Ef vér
slítum lögin, þá slítum vér friðinn."
f fslendinga sögu eru þessar setningar
sem hvað frægastar eru í sagnfræðiritum
okkar.
Hvort gerðu þeir ekki Solveigu, spurði
Sturla Sighvatsson eftir Sauðafellsför.
Þeir Bögðu hana heila. Sfðan spurði hann
einskis. Sturla lá í lauginni að Reykjum i
Hrútafirði þegar þeir sögðu honum tið-
indin.
Hvar er nú fóturinn minn, sagði Snorri
Þorvaldson Vatnsfirðingur og þreifaði
um stúfinn eftir að Hermundur hafði
sneitt hann af. Þá var Snorri 18 vetra. —
Aftaka þeirra bræðra Snorra og Þórðar
Þorvaldssona leiðir hugann að aftöku
Sturlu Sighvatssonar síðar á Örlygsstöð-
um. Lýsingar þeirra bræðra í íslendinga
sögu eru fyrirmyndir eftirminnilegra
mannlýsinga f fslendinga sögum og ein-
stæðar í íslenzkum sagnfræðiritum til
forna. Þær sýna svo ekki verður um villzt
að mannlýsingar fslendinga sagna eru
runnar úr lífinu sjálfu, því umhverfi sem
Sturla Þórðarson lýsir og skrifað er inn í
rit eins og Njálu ef svo mætti að orði
komast.
Hér skal ég að vinna, sagði Gizur Þor-
valdsson að Örlygsstöðum, tók breiðöxi
úr hendi Þórðar Valdasonar og hjó 1 höf-
uð Sturlu Sighvatssyni sem þar lá særður
til ólífis, hljóp svo báðum fótum upp við
eins og segir í sögunni er hann hjó Sturlu
svo að loft sá á milli fótanna og jarðar-
innar.
Snorri Sturluson og órækja sonur hans
eru með Skúla hertoga í Niðarósi vetur-
inn eftir örlygsstaðafund 1238 en Þórður
kakali var í Björgvin með Hákoni kon-
ungi. Næsta vor komu bréf til þeirra
Snorra og stóð það á að konungur bann-
aði þeim öllum fslendingum að fara út á
því sumri eins og segir í sögunni. Þeir
sýndu Snorra bréfin og svarar hann þá:
Ut vil ek.
Eigi skal höggva, sagði Snorri áður en
hann var veginn í Reykholti 1241.
Það vil ég gera þegar þú ert dauður,
segir Gizur Þorvaldsson við Þórð And-
résson þegar hann biður Gizur fyrirgefn-
ingar á því sem hann hafði afgert við
hann, eins og segir í lok fslendinga sögu.
Allt eru þetta setningar sem hafa læst
sig í þjóðarvitund íslendinga enda næsta
goðsögulegar og öðrum setningum þekkt-
ari úr fornum ritum og eftirminnilegri.
Allar eru þær úr penna Sturlu Þórðar-
sonar. Þær leiða hugann að eftirminni-
legum setningum í helztu fslendinga sög-
um eins og Gísla sögu Súrssonar, Gunn-
laugs sögu, Njálu og Grettis sögu sem
vitað er að Sturla Þórðarson ritaði; að
minnsta kosti er hann höfundur frum-
grettlu.
Njáls saga er ekki fyrsta verk neins
höfundar frekar en aðrar þær sögur sem
ég nefndi. Hún er kóróna á merkilegu
lifsstarfi. Ritlist sögunnar er einstæð. í
henni er fjöldi setninga i Sturlustíl,
sprottnar úr sama umhverfi, ritaðar af
sömu íþrótt og þær setningar sem ég hef
nú vitnað til úr þekktum ritum Sturlu
Þórðarsonar. Þetta er nú ástin mín, segir
Þorvaldur í Hruna við Sighvat Sturluson
þegar hann sýnir honum Gizur son sinn
ungan en Sighvatur svarar: Ekki er mér
um ygglibrún þá, og minnir að sjálfsögðu
á ummæli Hrúts þegar Höskuldur sýnir
honum Hallgerði: Ærið fögur er mær sú
og munu margir þess gjalda, segir Hrútur
þegar Höskuldur spyr hann annað sinn,
hversu lýst þér á mey þessa? þykki þér
eigi fögur vera?, en hitt veit ég eigi, hvað-
an þjófsaugu eru komin í ættir vorar. —
Það er deginum ljósara að hér er um
sömu frásögn að ræða þó að sögurnar séu
sín með hvorum hætti. Slík víxláhrif fs-
lendinga sögu og fslendinga sagna, ekki
sízt Njálu, eru svo algeng að helzt er að
sjá að hér sé um eitt rit að ræða í ýmsum
gerðum og tilbrigðum.
Augljóst er að frásögn Kristni sögu af
umsvifum Þangbrands á Austurlandi er
rituð inn í kristniþátt Njáls sögu. Breið-
firðingnum Sturlu Þórðarsyni hefur ekki
verið skotaskuld úr því að lýsa atburðum
á Austurlandi og staðháttum þar.
Finnur Jónsson segir að höfundur
Njáls sögu hafi verið Breiðfirðingur.
Þó að staðháttalýsingar Njáluhöfundar
á Suðurlandi séu ekki öruggar þekkir
hann sögusvið bókar sinnar allvel. Áf lýs-
ingu Sturlu Þórðarsonar á Apavatnsför
nafna síns Sighvatssonar er ekki annað
að sjá en hann hafi farið með honum á
söguslóðir Njálu enda víluðu 13. aldar
menn ekki fyrir sér að fara hvert á land
sem var.
Snorri goði var forfaðir þeirra Sturl-
unga en þeir voru einnig af Mýramanna-
ætt. Um hana fjallar Egils saga. En
Gunnlaugs saga ormstungu er framhald
hennar. Snorri goði er persóna í mörgum
íslendinga sögum, ekki sízt Eyrbyggju,
Heiðarvíga sögu, Gísla sögu og Laxdælu,
en einnig Njálssögu þar sem Dalamenn
eru eins konar öxull frásagnarinnar. All-
ar þessar sögur eru ættarsögur Snorr-
unga. Ættarsaga Sturlunga yrði mikil að
vöxtum ef hún yrði saman sett í eitt rit.
Tengsl manna eins og Sturlu Þórðarsonar
við þessa sagnalist eru engin tilviljun.
Sjálfur tók hann við Snorrunga-goðorði
eins og hann lýsir sjálfur í Islendinga
sögu sinni. Sturla var annar höfundur
Járnsíðu undir handarjaðri Magnúss
lagabætis og lögmaður, en þó ekki talinn
neinn lögspekingur frekar en höfundur
Njálu. En þó liðtækur eins og aðrir Sturl-
ungar.
Sturla Þórðarson var merkasta skáld
sinnar samtíðar á íslandi. Það var engin
tilviljun að Magnús lagabætir skyldi fá
hann til að skrifa ævisögu Hákonar
gamla föður síns, og voru þeir þó litlir
vinir í upphafi. Það er ekki brekkumunur
á skáldskap Sturlu Þórðarsonar og
Snorra Sturlusonar föðurbróður hans
heldur er Sturla svo miklu meira ljóð-
skáld en Snorri frændi hans að það er út
í hött að mínu viti að nefna þá í sömu
andrá. Höfundur Njáls sögu er augsýni-
lega einnig mikið ljóðskáld. Stíll verksins
og andrúm bera þess vitni. Af þekktum ,
ritum Sturlu vitum við að hann leikur á
marga strengi. Stíll hans er ýmist ljóð-
rænn, fræðilegur eða í ætt við skáld-
sagnaprósa.
Það er fráleitt að tala um einhvern
einn stíl Sturlu, svo ólík sem verk hans
eru. í Njáls sögu fara þessir stílar allir
saman í einum farvegi: sá ljóðræni, sá
fræðilegi og skáldsagnaprósinn sem við
þekkjum af frægum setningum Kristni
sögu og íslendinga sögu og til var vitnað
hér að framan. Stíllinn á Hákonar sögu
minnir fremur á Sverris sögu Karls ^
Jónssonar ábóta en íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar eða ljóð hans. Sturla
hafði sérstaka hæfileika til að bregða sér
í allra kvikinda líki. Hann var mikill
listamaður, mestur þeirra listamanna
sem við þekkjum á sviði íslenzkrar sögu
að Snorra látnum. Ég hef enga löngun til
að þvinga því uppá vantrúaða að hann sé
höfundur Njálu. En ég fullyrði að enginn
samtíðarmanna hans sem við þekkjum er
líklegri höfundur þessa meistaraverks.
Raunar er ekkert sem mælir því í mót. Og
að því hníga öll rök.
0 0 0
LÝSING STURLU ÞÓRÐARSONAR í
íslendinga sögu á Þórði Þorvaldssyni <1
vatnsfirðingi er hin sama og á Gunnlaugi
ormstungu í sögu hans. Bent hefur verið á
að lýsingar Gunnlaugs og Hallfreðar
vandræðaskálds óttarssonar í sögu
þeirra séu harla keimlíkar og má það til
sanns vegar færa. Það eru þó varla nein
stórtíðindi, svo mikil sem vixláhrifin eru
í fornum sögum. Hallfreður var eins og
Gunnlaugur: mikill og sterkur, nefljótur
og jarpur á hár og fór vel en Gunnlaugur
ljósjarpur á hár og fór allvel eins og segir
í sögu hans. Þá voru þeir skáld góð en
„níðskár" notað um báða.
Hitt er merkilegra og raunar stór-
merkilegt hvað lýsing Sturlu á Þórði
Þorvaldssyni er lík Gunnlaugi ormstungu
og mætti draga þá ályktun af því að höf-
undur Gunnlaugs sögu hafi notað lýsingu
Sturlu i íslendinga sögu, en ekki öfugt.
Rithöfundar gefa persónum sinum oft
svipmót þeirra sem þeir þekkja úr um-
hverfi sínu en enginn lýsir lifandi manni.
uppúr sögulegu skáldverki. Höfundur
Gunnlaugs sögu réð þvi hvernig hann
lýsti skáldinu en Sturla var bundinn af
staðreyndum. Margir samtimamenn
- Sturlu þekktu Þórð Þorvaldsson og vissu
hvernig hann leit út, þótt Sturla Sig-
hvatsson dræpi þá bræður unga, Þórð og
Snorra, eins og lýst er í íslendinga sögu.
Sturla Þórðarson lýsir Þórði svo að hann
hafi verið herðabreiður, nefljótur og þó -v
vel fallinn í andliti, eygður mjög og fast-
eygur, Ijósjarpur á hár, skapmikill. En
Gunnlaugi er lýst svo i sögu hans að hann
hafi verið herðimikill, nefljótur og skap-
felligur í andliti, svarteygur (sem er hið
sama og eygður mjög og fasteygur), ljós-
jarpur á hár og fór allvel, hávaðasamur
og mikill í öllu skaplyndi.