Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 Rétt að halda beinu útsendingunni áfram , ^ Islenskum sjónvarpsáhorfend- segir Markús Á. Einarsson, varaformaður útvarpsráðs Á FIJNDI útvarpsráðs á föstudag var mjög til um- ræðu bein útsending sjón- varpsins frá íþróttaleikvang- inum í Briissel sl. miðviku- dag. Fulltrúi kvennalistans lagði á fundinum fram tillögu þess efnis að hætt yrði að senda út beint frá erlendum íþróttakappleikjum í sjón- varpinu, og endurskoðað Um 1500 manns mættu á sumarhátíð Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn efndi til sumar- hátíðar í Laugardalshöllinni í gær. Var þetta jafnframt 100. fundur Jóns Kaldvins Hannibalssonar undir yfir- skriftinni „Hverjir eiga (sland“. Alls seldust um 800 miöar, en starfsmenn Laugardalshallarinn- ar töldu að um 1500 manns hafi mætt á fundinn. hvort viðeigandi sé að senda út myndir af keppnisíþrótt- um. Markús Á. Einarsson, sem stýrði fundinum í fjarveru Ingu Jónu Þórðardóttur formanns út- varpsráðs, sagði í samtali við blaðið að það væri sín skoðun að ekki ætti að nota harmleikinn í Brússel sem tilefni til tillögu- flutnings af þessu tagi, slík tillaga ætti að koma fram þegar teknar væru almennar ákvarðanir um dagskrárefni. Frávísunartillaga hans var samþykkt, með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Þeir sem samþykktu frávísun- artillöguna voru, auk Markúsar, Eiður Guðnason, Jón Þórarinsson og Magnús Erlendsson. Þær Ingi- björg Haraldsdóttir og Gerður Óskarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni en Haraldur Blöndal sat hjá. Markús sagði að það hefði kom- ið fram i umræðum á fundinum að meirihluti útvarpsráðs teldi ákvörðun um að halda áfram út- sendingu rétta. „Það er mín per- sónulega skoðun að það hafi verið rétt mat að hætta ekki útsend- ingu. Þarna var orðinn til frétt- næmur atburður og frá því sjón- armiði réttlætanlegt að halda áfram að senda út. Það má einnig taka það fram, að myndavélarnar sýndu engar nærmyndir af þeim slösuðu, og þær myndir sem núna birtast í blöðunum eru miklu hörmulegri en nokkuð sem kom fram á sjónvarpsskjánum." íslenskum sjónvarpsáhorfend- um var sl. vetur boðið upp á beina útsendingu frá knattspyrnuleikj- um á Bretlandseyjum og viðar. Ekki hefur verið fjallað um það í útvarpsráði hvernig þessum send- ingum verði hagað í framtíðinni. „Breska keppnistímabilinu er lok- ið og það mun tengjast annarri umfjöllun um næstu vetrardag- skrá hvort áframhald verður á þeim,“ sagði Markús. Sigldi ölvaður tU hafs: Settur í járn á hafi úti í LIÐINNI viku þurftu lögreglumenn að setja ölvaðan mann f jirn á hafí úti þar sem hann sigldi til hafs á 15 tonna báti sínum og neitaði að snúa til baka. Fyrr um daginn höfðu lögreglu- menn haft afskipti af manninum þar sem hann sat að sumbli í bát sínum i Hafnarfjarðarhöfn og fór inn á neyðarbylgjuna. Maðurinn lofaði bót og betrun og skildu menn í bróðerni. En hinn ölvaði lét ekki segjast. Þegar lögreglumenn voru á brott leysti hann landfestar og sigldi til hafs. Urðu menn hans ekki varir fyrr en hann var kominn út fyrir Helgasker útaf Hvaleyri. Lögreglan fékk lóðsbátinn og hóf eftirför. Það var ekki fyrr en undan Vatnsleysu- Frá afhöfninni. Dr. Bjarni Jónsson er í ræðustól. Á myndinni má greina meðal annarra konu dr. Bjarna, frú Þóru Árnadóttur, og systur hennar, Laufeyju. Morgunblaðið/RAX Landakotsspítali: Brjóstmynd af dr. Bjarna Jónssyni afhjúpuð BRJÓSTMYND af dr. Bjarna Jónssyni fyrrverandi yfirlækni á Landakotsspítala var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í kapellu spítalans þriðjudaginn 21. maí sl. Það var Ólafur örn Arnarson yfirlæknir sem afhenti Landa- kotsspítala brjóstmyndina. Síð- an flutti dr. Bjarni nokkur orð. Dr. Bjarni Jónsson hóf störf við Landakotsspítala 1. janúar 1936 er hann tók við kandidats- stöðu sem þar hafði verið stofn- uð í fyrsta sinn. Dr. Bjarni starf- aði síðan við spítalann með nokkrum hléum vegna náms og starfs erlendis í 43 ár. Áriö 1959 tók hann við stöðu yfirlæknis Landakotsspítala af Halldóri Hansen og var yfir- læknir um 20 ára skeið, eða til loka ársins 1979. Þegar dr. Bjarni Jónsson hætti störfum, á gamlársdag 1979, tilkynntu læknar spítalans að þeir hefðu ákveðið að láta gera brjóstmynd af honum og var listamaðurinn Baltasar fenginn til þess. Myndinni verður komið fyrir á 1. hæð spítalans. Dr. Bjarni Jónsson og Baltasar við brjóstmyndina. Brjóstmyndin af dr. Bjarna Jóns- syni eftir Baltasar. vík, að lóðsbáturinn komst upp að bátnum og báðu menn hinn ölvaða lengstra orða að stöðva fley sitt og láta af vitleysunni. En hann lét sér ekki segjast — formælti laganna vörðum og hélt sínu striki. Lögreglu- menn sáu þann kost vænstan að sökkva um borð, sem tókst giftusam- lega. Ætluðu menn enn að fá hinn ölvaða af iðju sinni og snúa til lands. En hann var viðskotaillur og lyktaði viðureigninni með því, að hann var settur i járn og ofan i lúkar þar sem hann mátti dúsa meðan siglt var til baka til Hafnarfjarðar. Til Hafnar Reynir Pétur Ingvarsson hef- ur lagt að baki rúmlega 430 km á göngu sinni kringum landið. Hann gengur til þess að safna áheitum til bygg- ingar íþróttaleikhúss I Sól- heimum í Grímsnesi, og liggja söfnunarseðlar frammi á öll- um bensínstöðvum við hring- veginn. Á laugardagskvöld var ætlun Reynis að ganga til Hafnar i Hornafirði. Skólaslit Iðnskólans í Reykjavík: Fyrstu nemendurn- ir brautskráðir úr öldungadeild IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið á fóstudag og 286 nemendur brautskráðir úr 20 greinum. Afhentar voru viðurkenningar frá verðlaunasjóðum skólans og hlaut nemandi í húsasmíði, Óttar Ólafsson, fern verðlaun. Að þessu sinni voru i fyrsta skipti útskrifaðir nemar úr öldungadeild sem tók til starfa við skólann á þessari önn. Fengu 13 nemar í setningu staðfest réttindanám sitt og leyfí til að þreyta sveinspróf. „Ég ákvað að eftir 10 ára starf, þar sem allt benti til þess að ég héldi áfram á þessari braut, væri kominn tími til að ná mér í réttindi,” sagði Anna Haraldsdóttir, setjari, sem hlaut verðlaun Iðnskólans fyrir nám 1 öldungadeild. „Námið var strembið en skemmtilegt. Auk þess að vinna fullan vinnudag voru fimm kennslu- stundir, fjóra daga í viku. Á föstu- dögum var „bara“ vinna, og þá leið manni eins og í fríi.“ Anna mun á laugardag og mánudag þreyta sveinspróf í prentsetningu með sam- nemendum sínu. Yfirumsjón með öldungadeildinni hafði Ólafur Vest- mann, og sagði hann að víst væri að haldið yrði áfram á sömu braut næsta vetur. Tólf hundruð nemendur stunduðu nám við Iðnskólann í vetur. Næsta vetur verður hafin kennsla í tölvu- tækni við skólann, og mun það verða 4 ára nám. Prentsetningarnemendurnir sem útskrifuðust úr öldungadeild Iðnskólans í Revkiavik ásamt kennurum sfnum. Morgunblaðið/Július Anna Haraldsdóttir tekur við verðlaunum fyrir frammistöðu sína í öldunga- deild úr hendi Ágústs Alfreðssonar aðstoðarskólastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.