Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 25
á milli valla í Bandaríkjunum til að safna saman farþegum. Það mælist auðvitað misjafnlega vel fyrir hjá farþegum og þó ekki síst hitt, þegar flug eru beinlínis felld niður vegna þess hve fáir farþegar hafa bókað sig. Önnur flugfélög gera þetta einnig yfir vetrartím- ann. Flugleiðir auglýstu á síðasta ári undir slagorðinu „Europe on Sale“ í Bandaríkjunum. Auglýsingastof- an Garfield-Linn & Co. annast gerð og dreifingu auglýsinga fyrir Flugleiðir. Á fundinum í byrjun maí kom fram, að fleiri fyrirtæki hefðu fetað í fótspor Flugleiða og boðið Evrópu til sölu í auglýsing- um sínum. Nú er ætlunin að aug- lýsa undir nýju slagorði „Europa- fest“ og hefur verið fenginn einka- réttur á því til að samkeppnisaðil- ar geti ekki tekið það upp líka. Var fróðlegt að kynnast rökum hinna þaulæfðu auglýsingamanna fyrir nýja slagorðinu, sem þeir telja að nota megi sem yfirskrift yfir þá alhliða ferðaþjónustu sem Flug- leiðir leggja nú áherslu á að geta lands. Hefur félagið lagt vaxandi áherslu á að auglýsa ferðir hingað. Undir lok apríl í ár höfðu um 1700 manns bókað sig í ferðir um Ís- land í Bandaríkjunum, á sama tíma 1984 höfðu 757 látið bóka sig í slíkar ferðir og alls komu hingað 1560 í þessum erindum frá Banda- ríkjunum með vélum Flugleiða á síðasta ári. Ég hitti Unni Kendall Georgs- son, sem starfar hjá sameiginlegri ferðakynningarskrifstofu Norður- landa í New York á vegum Ferða- málaráðs, og spurði hana um það, hvort hún yrði vör við aukinn áhuga á Islandsferðum. Hún sagði, að ekki færi á milli mála, að áhuginn væri geysimikill og hann hefði vaxið ár frá ári undanfarin 5 ár. Til marks um það sagði hún, að á árinu 1984 hefði hún svarað 9784 fyrirspurnum um ísland og sent kynningarbæklinga í samræmi við óskir fyrirspyrjenda. Athyglisverðast þótti mér að kynnast því, að verulegur áhugi er á að komast til íslands á haust- meðal annars konu nokkurrar, sem ætlaði að verja 10.000 dollur- um (420.000 ísl. kr.) til að kaupa ullarvörur en fór í staðinn til Sviss og keypti gauksklukkur. I lok apríl sl. höfðu um 500 manns lýst áhuga á því að koma hingað í október og nóvember í ár til að versla. Ferðin hefst á fimmtudagskvöldi. Lent er hér á föstudagsmorgni, þá er efnt til tískusýningar og fólkinu gefst kostur á að kynna sér þær vörur sem eru í boði. Á laugardeginum er farið í kynnisferð út fyrir Reykjavík og á sunnudeginum er verslað áður en haldið er til baka síðdegis. Mary Mentone, sem starfað hef- ur í 14 ár hjá Flugleiðum í New York og stjórnar þeirri deild sem annast skipulagningu ferða til ís- lands, sagði að kaupmenn í Reykjavík hefðu ekki enn áttað sig nægilega vel á því, hve hér væri mikið í húfi fyrir alla sem hag hafa af því að fá þessa viðskipta- vini til íslands. Til þess að ferðin heppnaðist fullkomlega yrðu Viðhorfið til Flugleiða Ferðaglaðir Islendingar þurfa ekki að hafa rætt lengi saman um viðskipti sín við Flugleiðir áður en þeir byrja að segja sögur af því, hvernig þetta eða hitt hafi farið úrskeiðis í síðustu eða næstsíðustu ferð. Sjálfur hef ég á stundum get- að bætt ýmsu við þann sagnabálk, þess vegna kom það mér dálítið á óvart að kynnast ýmsum niður- stöðum í könnun á viðhorfi far- þega frá New York til Flugleiða í ferðalok. Tveir nemendur við Col- umbia Business School í New York völdu sér það sem verkefni í mark- aðsrannsóknum í mars síðastliðn- um að rannsaka viðhorf Flugleiða- farþega. Á fyrrgreindum fundi sölustjór- anna i New York gerðu höfundar könnunarinnar, Steinn Logi Björnsson og Chris Charyle, grein fyrir niðurstöðunum: Hver er tilgangur ferðalags þeirra sem taka sér far með Flug- Fundur sölu- og auglýs- ingamanna Flugleiða í Bandaríkjunum. Við borðs- endann situr Sigurður Helga- son verðandi forstjóri Flug- leiða. Honum á hægri hönd er Mary Mentone, sem stjórn- ar söludeild fyrir íslandsferð- ir. Næstur Sigurði á vinstri hönd er Einar Gústafsson, sölustjóri í New York, þá Tom Lockery, sölustjóri í Chicago, Símon Pálsson, sölustjóri í Baltimore, Elaine Kosack, í sölu- og markaðsdeildinni í New York, og Sigfús Erlings- son framkvæmdastjóri markaðssviðs. boðið. „You can’t get any more for any less“ eða „Þú færð ekki meira fyrir jafn lítið" er setning sem set- ur sterkan svip á auglýsingarnar, en í því felst að með því að ferðast með Flugleiðum kaupi menn sér ekki aðeins flugfar heldur einnig ódýra eða fái iafnvel ókeypis hlið- arþjónustu. I flugfarinu felast matur og ókeypis drykkir um borð. Farþegar þurfa ekki að greiða neitt fyrir ferðir með lang- ferðabílum frá flugvellinum í Lúx- emborg til ákveðinna borga í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi. Unnt er að kaupa lestarmiða á hagstæðu verði til Sviss og Frakk- lands og leigja bíla í Lúxemborg fyrir aðeins 59 dollara, eða innan við 2500 kr. á viku. Þá eru einnig kynnt kostakjör vilji farþegar dveljast á íslandi i 24 tíma eða lengur. Vaxandi áhugi á íslandi Flugleiðamenn í Bandaríkjun- um eru sammála um að þar í landi sé vaxandi áhugi á ferðum til fs- mánuðum til að versla. Eru það einkum hópar í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem vilja fara í þessar innkaupaferðir. Þær hafa ekki verið auglýstar sérstaklega af Flugleiðum heldur má rekja áhug- ann á þeim til frumkvæðis ferða- skrifstofa sem vilja bjóða við- skiptavinum sínum eitthvað nýtt og sérstakt. Þegar verkföllin urðu hér á síðasta hausti lá fyrir, að um 700 manns frá Bandaríkjunum vildu komast hingað til að versla. Verkföllin spilltu ferð þessa fólks, Þessi mynd er úr farmiða- sölu Flugleiða í Rockefeller- byggingunum á Manhattan. kaupmenn að leggja i dálítinn kostnað til að gera dvölina á ís- landi sem ánægjulegasta, svo sem með því að greiða leigu fyrir lang- ferðabíla, sem gæti numið 10 til 20 dollurum á mann (400 til 1000 kr.), en líklegt væri að hver farþegi eyddi 1500 til 2000 dollurum á ís- landi (60.000 til 85.000 kr.). leiðum? 35% eru i skemmtiferð (15% að meðaltali hjá öðrum al- þjóðlegum flugfélögum en saman- burður við þau verður að jafnaði birtur innan sviga hér á eftir). 28% eru í viðskiptaerindum (51%), 23% eru að heimsækja vini eða ættingja (29%), annað 14% (5%). Hvernig er aldursskiptingu háttað? 26% farþega Flugleiða eru á aldrinum 25—34 ára (20% almennt hjá öðrum), 21% er 18— 24 ára (17%), 21% 35—40 ára (19%), 16% 45-50 ára (16%), 12% 55-64 ára (17%). Hvaða menntun hafa farþeg- arnir hlotið? 59% farþega Flug- leiða hafa lokið háskólanámi (30% almennt hjá öðrum), 21% hafa lokið námi f framhaldsskóla (33%), 15% hafa lagt stund á eitthvert háskólanám (23%) og 5% hafa ekki lokið framhalds- skóla (14%). 43% af farþegum Flugleiða hafa árstekjur sem eru hærri en 40.000 dollarar (1,6 milljónir kr.) en 34% af farþegum alþjóðaflugfélaga al- mennt. Þeir sem könnunina fram- kvæmdu skiptu farþegahópnum i fimm flokka. Samkvæmt þessari skiptingu var 41% í hópnum „venjulegur maður", 25% í hópn- um „i leit að lágu fargjaldi", 20% f hópnum „pabbi borgar". Hvers vegna völdu farþegarnir Flugleiðir? 72% vegna þess að þeir bjóða lægst fargjöld. 54% vegna þess að þeir bjóða mest fyrir pen- ingana. 35% vegna þess að ferða- skrifstofa mælti með félaginu, 40% heyrðu fyrst um Flugleiðir frá ferðaskrifstofu. 66% bókuðu í gegnum ferðaskrifstofu (61% hjá flugfélögum almennt). Voru farþegarnir ánægðir? Pró- sentutölurnar lýsa þeim sem sögð- ust vera mjög eða prýðilega ánægðir, ártölin vísa til fyrri kannana: 1985 1978 1976 ÞjónusU um borA 84 92 92 Skráning á flugvelli 82 82 86 Pöntun á fari 74 89 99 Matur um borA 84 72 75 Útlit farþegarýmis 46 87 88 Lesefni um borA 31 36 31 Þegilegscti 18 37 43 Hér skal látið staðar numið við lýsingu á könnun þessari og niður- stöðum hennar. I stuttu máli bendir hún til þess, að þær vin- sældir sem Loftleiðir öfluðu sér fyrr á árum meðal háskóla- stúdenta komi Flugleiðum enn til góða. Þá bendir hún einnig til þess, að samanburður við þær flugvélar, þar sem farþegar hafa meira rými en í Atlantshafsflugi Flugleiða, valdi óánægju yfir því hve þröngt menn mega sitja í Flugleiðavélunum. Farþegar bera Flugleiðir einkum saman við þau félög sem bjóða lægst fargjöld, en þessa stundina eru það People’s Express og þeir sem bjóða leigu- flug. Hörð samkeppni Sigurður Helgason yngri, verð- andi forstjóri Flugleiða, sagði, að samkeppnin á flugleiðinni yfir Atlantshaf væri gífurlega hörð. Á árinu 1983 höfðu Flugleiðir besta sætanýtingu á þessari leið eða um 83%, 1984 náði People’s Express efsta sætinu, 87,6%, en Flugleiðir voru í þriðja sæti með 80,6% nýt- ingu. People’s Express býður far- gjald til London á 159 dollara (6.680 kr.) aðra leiðina, en menn verða að borga fyrir mat um borð og farangur, það kostar innan við 400 dollara (16.800 kr.) að ferðast fram og til baka yfir Atlantshafið með félaginu. Með Flugleiðum kostar 599 dollara (25.160 kr.) að fljúga fram og til baka til Lúx- emborgar í miðri viku, en 649 doll- ara (27.260 kr.) um helgar. Ef menn eru svo heppnir, að laust sæti sé í vél Flugleiða til Lúxem- borgar gátu þeir samdægurs keypt miða fyrir 199 dollara (8.360 kr.) aðra leiðina nú í byrjun maí. Á liðnum vetri buðu KLM, hol- lenska flugfélagið, og Sabena, belgíska flugfélagið, lægra far- gjald til Evrópu en Flugleiðir. í ferðaþætti I bandaríska blaðinu Newsday var þess getið fyrir skömmu, að nú í sumar væru APEX-fargjöld til Shannon jafn- há og 1983 en þau hefðu jafnvel lækkað til Lúxemborgar. Flugleið- ir hafa um helming farþegatekna sinna, eða um 50 milljónir dollara, af Atlantshafsfluginu, þannig að þar er vissulega meira í húfi en á nokkurri annarri einstakri leið fé- lagsins. People’s Express hefur sótt mjög fram á flugleiðum innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.