Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 26
VS26 Æ Barist um farþega með nýjum vopnum og stærri boðum Bandaríkjanna. Fyrirtækið er rek- ið á þann veg, að starfsmenn þess taka að sér hvert það verk sem krefst úrlausnar hverju sinni. Þeir eru utan verkalýðsfélaga og tekjur ráðast af afkomu fyrirtækisins. Félagið nýtir sér það til hins ýtr- asta, að verðlagning á farmiðum innan Bandaríkjanna er frjáls. Lækkar það verðið jafnvel niður í 19 dollara, þar sem menn þurftu áður að greiða 120 dollara. Nú hef- ur People’s Express lagt fram óskir um að fá að fljúga til margra annarra staða í Evrópu en London á Boeing 747-breiðþotum sínum. Þeim tilmælum hefur ekki enn verið svarað, en verðlagning á þessum leiðum er háð samþykki Bandaríkjastjórnar og leyfi til flugs fæst ekki nema með sam- þýkki stjórnvalda í viðkomandi landi. Þá eru stóru flugfélögin í Bandaríkjunum, TWA og Pan Am, að auka sókn sína inn á Atlants- hafsmarkaðinn. Rekstur Pan Am hefur gengið mjög illa, en félagið býður nú mjög lág fargjöld til Hamborgar og fleiri evrópskra borga. Capitol-flugfélagið, sem var einn hættulegasti keppinautur Flugleiða, er orðið gjaldþrota. Flugvélarnar Á síðasta ári seldu Flugleiðir tvær DC-8-þotur, sem notaðar voru á leiðinni yfir Atlantshaf. Fyrirtækið United Parcel Service, sem annast flutninga á pökkum og varningi innan Bandaríkjanna, keypti fyrir 5 milljónir doliara hvora vél. Flugleiðir keyptu aftur á móti tvær DC-8-þotur af KLM, í símamiðstöð Flugleiða í Rockefeller-byggingunni í New York hefur verið nóg að gera undanfarið. Þar hefur starfsfólk- ið svarað þrjú til fjögur þúsund símtölum á dag. Fremst á miðri myndinni er Ruth Kafka, sem veitir pöntunardeildinni for- stöðu. Nú er á döfinni að Flugleiðir flytji skrifstofu sína úr Rockefeller-byggingunni — 630 Fifth Avenue — í annað hús- nsði á Manhattan. hvora vél á 2,5 milljónir dollara. Á þessar vélar verða settir hljóð- deyfar til að fullnægja kröfum bandarískra yfirvalda og flugvall- arstjórninni í New York-ríki, þar sem Kennedy-flugvöllur er. Nú hafa Flugleiðir frest til loka nóv- ember til að setja hljóðdeyfa á vél- arnar. Talið er að það muni kosta um 2,5 til 3 milljónir dollara á hverja vél, en í ráði er að kaupa þriðju vélina. Vélarnar sem Flug- leiðir selja voru upphaflega smíð- aðar sem fragtvélar, en KLM-vél- arnar eru fyrir farþegaflug. Sigurður Helgason sagði, að þessi flugvélaskipti væru hagstæð fyrir Flugleiðir. Vélarnar frá KLM væru þægilegri fyrir farþega en eldri vélar félagsins og flugtími þeirra væri skemmri en eldri vél- anna. United Parcel Service (UPS) er fyrirtæki sem vaxið hefur gíf- urlega ört hin síðari ár, á þremur árum hefur það keypt 50 til 60 flugvélar, og talið er, að það eigi nú um 1 milljarð dollara í sjóði. Á erfiðleikaárum Flugleiða í kring- um 1980 var talið að DC-8-þoturn- ar væru næstum verðlausar en eftirspurn félaga á borð við UPS hefði gjörbreytt myndinni á flug- vélamarkaðnum. Federal Express, sem einnig sérhæfir sig í því að flytja smápakka innan Bandaríkj- anna, á um 100 flugvélar. Sigurður Helgason taldi vafa- samt að rekstrargrundvöllur væri fyrir DC-10-breiðþotu hjá Flug- leiðum. Gangverð þeirra er nú um 25 milljónir dollara, en þeir fjár- munir duga til að kaupa 5 DC-8. Ný Boeing 747-breiðþota kostar um 100 milljónir dollara, en not- aðar vélar af þeirri gerð eru seldar á 25—30 milljónir dollara. Sigurð- ur taldi að DC-8-vélarnar gætu dugað í 15 til 20 ár væri tekið mið af búnaði þeirra og styrkleika. Stöðugt er fylgst með því hvaða flugvélategund er hagkvæmust fyrir Norður-Atlantshafsflug Flugleiða. Flugleiðir hafa ekki enn fundið leið til að fullnægja öllum óskum þeirra sem vilja geta flutt ferskan fisk frá íslandi til Bandaríkjanna. Sigurður Helgason sagði, að hér væri um erfitt viðfangsefni að ræða, sem fullur vilji væri til að leysa. Eins og málum væri nú háttað borgaði það sig hreinlega ekki fyrir Flugleiðir að stunda fragtflug á þessari leið. Brugðist við samkeppni Flugleiðir ætla greinilega að bregðast þannig við samkeppninni á Atlantshafsflugleiðinni að bjóða meira fyrir lítið, eins og segir í auglýsingum þeirra, en þar segir einnig að nú sé það sannara en nokkru sinni fyrr, að Flugleiðir bjóði bestu kjörin á ferðum til Evrópu. Eden-Bora Frábær fjölskylduskemmtun Hljómsveit Ragnhilclar Gísladóttur og t Jakobs Magnússonar 1 skemmtir kl. 17—18 VERIÐ VELKOMIN Óvæntar uppákomur alla daga Opið: Laugard Mán. — . - sunnud. 12.00-23.30. föstud. 14.00-23.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.