Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 fKttgnitlrljifeffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigt'yggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Sjávarútvegur — verðmæti og velferð Sjávarútvegur — veiðar og vinnsla — vegur þyngst allra atvinnugreina í íslenzkum þjóðarbúskap. Þrjár af hverj- um fjórum krónum útflutn- ingstekna okkar eru greiðsla fyrir sjávarvörur. Hvert starf í frumvinnslu, eins og sjávarút- vegi, fæðir af sér tvö til fjögur önnur við þjónustu og stjórn- sýslu. Fiskimiðin umhverfis landið eru gjöfulasta auðlind lands- manna, að þeirri einni undan- skilinni, sem býr í þjóðinni sjálfri; framtaki, menntun og þekkingu fólksins. Án þessarar auðlindar sjávar væri ógern- ingur að halda uppi velmegun- arþjóðfélagi hér á landi. Án þessarar auðlindar og nútíma tækni værum við enn í fjötrum fátæktar og fábreytni. Sjávarplássin, útgerðar- og fiskvinnslustaðirnir, sem mynda keðju verðmætasköpun- ar á gjörvallri strandlengju landsins, eru hornsteinar i þjóðarbúskapnum. Höfnin er hjarta hvers útgerðarstaðar, miðstöð athafnalífs, þunga- miðja í tilveru þessara byggð- arlaga. Þetta gildir einnig um höfuðborgina, Reykjavík, sem var vagga togaraútgerðar í landinu, og er í dag miðstöð vöruflutninga á sjó, til og frá landinu. Tómas Guðmundsson, borg- arskáld Reykjavíkur, komst svo að orði um Reykjavíkurhöfn: »Hér streymir örast i æðum þér blóðið, ó, unga, rísandi borg! Héðan flæðir sá fagnandi hraöi, sem fyllir þín stræti og torg. Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna, og blásandi skipa mergð. Tjöruangan, asfalt og sólskin og iðandi mannaferð." En hverfum aftur að fiski- miðunum, sem við höfum ausið úr drýgstum hluta af velmegun okkar, sem blasir við umhverfis okkur í margs konar verðmæt- um og lífsmáta þjóðarinnar. Við verðum að nýta þessa auð- lind af hyggindum og framsýni. Veiðisókn þarf að miða við fiskifræðilegar staðreyndir; m.a. það, að verðmestu nytja- fiskar geti náð sem mestri stofnstærð, við eðlileg skilyrði í lífríki hafsins, og þannig gefið hámarksafrakstur til þjóðar- innar. Veiðisókn þarf að miða við það að ná sem mestum afla með sem minnstum kostnaði. Vinnslu þarf að miða við kröfur markaðarins og nauðsyn þess að styrkja viðskiptastöðu okkar út á við. Kjör starfsstétta í sjávarút- vegi verða ekki betur bætt á annan hátt en þann að efla arð- semi í sjávarútvegi. Á þetta hefur skort. Þjóðin hefur, því miður, verið of kærulaus um rekstrarstöðu undirstöðuat- vinnuvegar síns. Það kæruleysi, sem og aflasamdráttur, m.a. vegna fiskifræðilegra aflatak- markana, hefur veikt rekstr- arstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja, sem mörg hver hafa gengið á eignir og safnað skuld- um vegna taprekstrar um langt árabil. Þessi þróun hefur bitnað á þeim, sem starfa í atvinnu- greininni. Fátt er brýnna en að snúa þessu dæmi við. Til þess þarf ekki sízt breytt og sterkt viðhorf fólks almennt. Stjórn- málamenn taka oft þá fyrst við sér þegar þeir sjá framan í ein- beittan, almennan vilja til að takast á við vandamál. Starfsvettvangur íslenzkra sjómanna, sem dagurinn í dag heyrir til, er skiptur. Fyrst skal nefna fiskimenn, sem færa björg að landi. Öll sjávarvöru- framleiðsla í landinu byggir á aflafeng þeirra. Farmenn, sem vinna á farmskipaflota lands- ins, flytja framleiðslu okkar, sjávarvöru og iðnvarning, á er- lenda markaði — og innfluttar nauðsynjar til landsins. Loks má nefna starfsmenn Land- helgisgæzlunnar, sem gæta hagsmuna þjóðarheildarinnar í útfærðri efnahags- og fiskveiði- lögsögu landsins. Sjómanns- starfið hefur enn sem áður mjög mikilvægt gildi í íslenzk- um þjóðarbúskap. Tæknin hefur vissulega búið í haginn fyrir sjómenn, sem ann- að vinnandi fólk. Vinnuaðstaða á nýjum skipum samtímans er öll önnur og betri en fyrir fáum áratugum. Veiðitækni hefur fleygt fram. Engu að síður er starf sjómannsins annað og erfiðara en flest störf í landi. Langar fjarvistir frá heimili. Hættur, sem fylgja sjó- mennsku, eru fleiri en gengur og gerizt í landi. öryggismál sjómanna þurfa víðtækan stuðning. Það verður að meta sjómennsku, a.m.k. að hluta til, frá öðru sjónarhorni en önnur störf. Morgunblaðið árnar sjó- mönnum heilla og hamingju á hátíðisdegi þeirra. Það hvetur landsmenn til að huga að þýð- ingu sjávarútvegs, veiða og vinnslu, í íslenzkum þjóðar- búskap. Efnahagslegt sjálf- stæði og efnhagsleg velferð þjóðarinnar byggizt ekki sízt á því, að þannig verði um hnúta búið í sjávarútvegi, að þangað megi áfram sækja drýgstan hluta af verðmætum og velferð landsmanna. Þegar andlát Grettis L. Jóhannssonar, fyrrum aðalræðismanns fs- lands í Winnipeg, frétt- ist rifjast það upp hjá þeim sem þetta ritar, þegar hann fór í ógleymanlega ferð með honum og fyrri konu hans, Lalah, frá Winnipeg til Vancouver á vesturströnd Kanada sumarið 1964. Flogið var frá Winnipeg til Alberta og ekið þaðan yfir Kletta- fjöllin til Kyrrahafsstrandarinnar. Hvarvetna þar sem því var við komið var efnt til fagnaðar með Vestur- íslendingum. Grettir gegndi ræð- ismannsstarfinu í 36 ár og var í farar- broddi meðal íslendinga í Winnipeg á þeim tíma sem forystumenn frá íslandi hófu að heimsækja Vestur-fslendinga þar og annars staðar. Hann var upp- haflega skipaður ræðismaður, á meðan Danir fóru með íslensk utanríkismál, eða árið 1939. Síðan hafa kynni frænd- anna austan hafs og vestan orðið mjög víðtæk. Fjöldi íslendinga hefur ferðast um íslendingabyggðir í Kanada og öll- um er kunnugt um hinn mikla áhuga sem Vestur-íslendingar hafa á því að sækja ísland heim. Þeir eru því margir sem minnast góðra kynna af Gretti L. Jóhannssyni þegar hann er kvaddur og einnig fyrri konu hans, Lalah, sem lést fyrir mörgum árum, og hugsa hlýtt til eftirlifandi konu hans, Dorothy, sem tók þátt í störfum manns síns fyrir fslands hönd af alúð og reisn. Terkel M. Terkelsen Hinn 26. apríl lést Terkel M. Terkel- sen, fyrrum aðalritstjóri Berlingske Tidende í Danmörku. Terkel var mörg- um fslendingum að góðu kunnur enda kom hann hingað alloft, stundaði lax- veiðar og kynnti sér íslensk málefni sem hann ritaði um í blað sitt. í Danmörku varð Terkel M. Terkelsen þjóðkunnur maður í síðari heimsstyrj- öldinni. Þá starfaði hann fyrir breska útvarpið BBC í London og flutti fréttir á þess vegum á dönsku sem allir er tök höfðu á reyndu að heyra, þrátt fyrir að þýska hernámsliðið í Danmörku héldi uppi aðgerðum til að trufla sendingarn- ar. Terkel varð fréttaritari Berlingske Tidende í London 1937 og auk starfa sinna fyrir BBC á hernámsárunum var hann einnig forstöðumaður þeirrar deildar í breska utanríkisráðuneytinu er annaðist pólitískt mat á þróun mála í Danmörku. Með þessum störfum ávann hann sér traust fyrir áreiðanleika og skynsamlegt mat á viðkvæmum og flóknum pólitískum málum. Eftir stríð- ið varð hann ritstjóri erlendra frétta á Berlingske Tidende og síðan aðalrit- stjóri þess blaðs og annarra blaða sem eigendur þess gáfu út í Kaupmanna- höfn. Niels Nörlund, ritstjóri Berlingske Tidende, segir í minningargrein um Terkel M. Terkelsen, að hann hafi stjórnað stjórnmálaskrifum Berlingske Tidende en haft varnar- og utanríkis- mál sem sitt sérsvið og ritað um þau af festulegri þekkingu án þess að vera of hátíðlegur. „Stíll hans einkenndist af mildu brosi," segir Nörlund. Þannig minnast þeir íslendingar sem kynntust Terkel M. Terkelsen hans einnig. Hann var einstaklega yfirlætis- Iaus maður, fróðleiksfús og ljúfur í allri framkomu. En skoðanir hans voru vel ígrundaðar og hann var f hópi þeirra manna sem lögðu hvað mest af mörkum til stuðnings aðild Danmerkur að Atl- antshafsbandalaginu. Eftir að hann lét af ritstjórastörfum var hann um skeið stjórnarformaður í fyrirtækinu sem þá átti Berlingske Tidende. Vegna verk- fallsátaka tapaði það miklu fé á síðasta áratug og hlupu fjársterkir aðilar undir bagga til að halda útgáfu þess áfram. Þegar Terkel M. Terkelsen lést á 81. ald- ursári var fjárhagsleg afkoma Berl- ingske Tidende aftur orðin góð. Sjálfur naut hann alla tið mikillar virðingar sem blaðamaður. Ritstjórar Morgun- blaðsins kveðja hann með þökk fyrir löng og góð samskipti. Skólamál í Frakk- landi Það hefur vakið heimsathygli hvernig Jean-Pierre Chevenement, mennta- málaráðherra Frakka, hefur tekið á skólamálum. í stuttu máli sagt, hefur ráðherrann lagt á það áherslu, að kenn- arar snúi sér aftur að grundvallaratrið- um í kennslu en láti af framsæknum tilraunum með nemendur. Þegar skóla- árið hefst í september á þessu ári tekur gildi ný námsskrá þar sem áhersla er lögð á það, að nemendur læri að lesa, skrifa og reikna, kynnist undirstöðuat- riðum fransks þjóðfélags og syngi þjóð- sönginn La Marseillaise. Settar verða skorður við því að kennarar geti fundið upp á einhverju sjálfir sem þeir telja að geti vakið áhuga þeirra nemenda er sýna hefðbundnu námi lítinn áhuga. Francois Mitterrand skipaði Cheven- ement menntamálaráðherra á síðasta ári, þegar sú stefna franskra sósíalista að láta ríkið yfirtaka einkaskóla kaþ- ólsku kirkjunnar var komin í ógöngur. Chevenement var í forystu fyrir vinstra armi sósíalistaflokks Mitterrands en í skólamálum hefur hann fylgt stefnu sem er mjög lík þeirri sem stjórn Ron- alds Reagan vill að nái fram að ganga i Bandaríkjunum. Margaret Thatcher og stjórn hennar í Bretlandi er tekin til við að feta inn á svipaðar brautir. Nú er rætt um það í Frakklandi að minnka miðstýringu í skólakerfinu í stað þess að auka hana og jafnvel stofna til sam- keppni milli skóla. Frumkvæði Chevenements í skóla- málum þykir hafa styrkt stöðu frönsku ríkisstjórnarinnar sem á undir högg að sækja á mörgum sviðum. Menntamála- ráðherrann hefur verið óþreytandi við að boða stefnu sína á fundum og í fjöl- miðlum. Hann sagði nýlega í sjón- varpsviðtali: „Hver getur unað við það skólakerfi þar sem 20% 12 ára nemenda kunna ekki að lesa? Læri menn ekkert í grunnskóla eru litlar líkur á því að þeir læri nokkurn tíma að læra.“ Kennarar eru að sjálfsögðu misjafn- lega ánægðir með frumkvæði mennta- málaráðherrans, en embættismenn hans hafa sagt, að við þvi sé lítið að gera, þar sem kennarar séu alkunnir fyrir að lúta helst tregðulögmálum skriffinnskubáknsins og fyrir kald- hæðnisleg ummæli um tilraunir ráð- herra til að breyta því sem gerist innan veggja skólastofunnar. Ístjórnartíð Mitterrands hafa ýmsar breytingar komið til framkvæmda. Til dæmis gaf forsetinn sjálfur bein fyrir- mæli um það, að saga skyldi kennd með þeim hætti að nemendur lærðu ártöl merkisatburöa. 1968 var sá háttur tek- inn upp í Frakklandi að kenna mann- kynssögu með því að segja frá atburðum án þess að geta þess hvenær þeir gerð- ust. Það eitt sýnir að full ástæða er fyrir okkur íslendinga að fylgjast náið með því sem er að gerast í frönskum skóla- málum um þessar mundir. Kosningar í Grikklandi Um þessa helgi er kosið til gríska þingsins. Eftir allar þær umræður sem orðið hafa um afstöðu Andreasar Pap- andreou, forsætisráðherra í ríkisstjórn sósíalista, til utanríkismála, aðildarinn- ar að Atlantshafsbandalaginu og svo- kallaðra friðarmála, er fróðlegt að lesa úttekt breska vikuritsins Economist á horfum í kosningunum og sjá að þar er ekki einu orði minnst á að utanríkismál skipti sköpum í kosningunum. Það er talið ráða úrslitum hvort kjós- endum finnist sósíalistar betur hæfir en andstæðingar þeirra hægra megin við miðju stjórnmálanna til að leiða Grikki út úr efnahagsþrengingum. í Grikk- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 1. júní landi, eins og annars staðar, er það buddan sem vegur hvað þyngst hjá kjós- endum, þegar þeir gera það upp við sig, hverjum þeir Ijá lið. Baráttan milli hægri og vinstri í grískum stjórnmálum er hefðbundin eins og í öðrum lýðfrjáls- um ríkjum. Hitt vekur sérstaka athygli þegar litið er til Grikklands, hve mjög Papandreou á í vök að verjast vegna kommúniskra stjórnmálaafla vinstra megin við flokk hans. Kommúnista- flokkarnir eru tveir og sósíalistar halda ekki völdum nema þeim takist að ná atkvæðum frá þeim. Þegar það er haft í huga skýrist sumt af því sem Papan- dreou er að gera í utanríkismálum. Áð- ur en hann varð forsætisráðherra lét hann eins og hann væri staðráðinn í að segja skilið við Evrópubandalagiö eða að minnsta kosti gefa þjóðinni tækifæri til að segja hug sinn til þess í atkvæða- greiðslu. Til þess hefur ekki komið. Pap- andreou hefur einnig í afstöðunni til Atlantshafsbandalagsins og dvalar bandarískra hermanna í Grikklandi sagt meira en hann hefur staðið við í verki. Grikkir minnast enn herforingja- stjórnarinnar sem Konstantín Caram- anlis átti mestan þátt I að koma frá völdum. Caramanlis er nú orðinn aldr- aður maður. Hann er í Nýja lýðræðis- flokknum, andstöðuflokki Papandreous. Caramanlis sagði af sér fyrir skömmu og var sósíalisti kjörinn forseti í hans stað. Það mál allt telja andstæðingar Papandreous sýna lævísi hans og svik- semi. Hafa forystumenn Nýja lýðræðis- flokksins látið í veðri vaka, að þeir muni bola sósíalistanum, eftirmanni Caram- anlis, af forsetastóli fái þeir meirihluta í þingkosningunum nú. Þá sjá margir Grikkir fyrir sér stjórnskipulega kreppu, sem þeir óttast jafnvel meira en lélega efnahagsstjórn og kunna af þeim sökum að veita sósíalistum fylgi í von um að festa haldist þó í æðstu stjórn ríkisins og friður um forsetaembættið. Þetta eru spennandi kosningar í Grikklandi. Athyglisvert er ^ð í suður- hluta Evrópu sitja sósíalistar eða jafn- aðarmenn alls staðar við völd eða hafa stjórnarforystu eins og Bettino Craxi á Ítalíu. Með aðild Spánar og Portúgals að Evrópubandalaginu færist þungamiðjan í því sunnar en áður, ef þannig má að orði komast, og ekki er óllklegt að þeir hugsjónabræður sem þar fara með völd vilji sýna öðrum hvers þeir eru megnug- ir. Baráttan um skattana Vegna fjárhagsþrenginga húsbyggj- enda hér á landi sem allir stjórnmála- flokkar hafa ákveðið að skuli leystar með auknum fjárveitingum til opinbera húsnæöislánakerfisins hafa komið fram hugmyndir um hækkun skatta, sölu- skatts og eignarskatts, og álagningu stóreignaskatts. Tillögur af þessu tagi koma ekki neinum á óvart en sem betur fer eru ekki allir sammála um, hvort þær eiga rétt á sér. Á meðan stjórn- málamenn eru ekki á einu máli að því er skattheimtu varðar er von til þess, að þar sé gætt einhvers hófs. Sagan sýnir hins vegar að þegar á reynir er alltof lítill munur á stefnu flokkanna í skatta- málum til að sá málaflokkur geti ráðið nokkrum úrslitum um það, hvernig at- kvæði falla I kosningum. Stjórnmálamenn gera sér auðvitað ljóst, að skattheimta er ekki vinsæl hjá umbjóðendum þeirra. Vinstrisinnar eru að vísu ekki allir á móti háum sköttum, þeir líta þannig á, að fjárstreymi um ríkishítina sé nauðsynlegt til að ná þeim Jöfnuði" sem er þeim svo kær I orði en hefur aldrei reynst unnt að framkvæma á borði — þótt ríkið hafi öll fjárráð einstaklinga í hendi sér eins og í komm- únistaríkj unum. í vikunni hefur verið greint frá nýjum skattatillögum ríkisstjórnar Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta. Þar í landi er að skapast um það samstaða meðal þingmanna í báðum flokkum, að ekki sé lengur unnt að búa við þann halla á fjárlögum sem við blasir ár eftir ár og nemur að óbreyttu 200 milljörðum doll- ara á þessu ári. Fjárlagatillögur ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 1986 hafa verið skornar verulega niður, meðal annars útgjöld til varnarmála. Reagan og stjórn hans sögðu allt þar til niður- skurðurinn á hernaðarútgjöldunum var orðin að pólitískri staðreynd með sam- komulagi í öldungadeild Bandaríkja- þings, að alls ekki væri unnt að sam- þykkja neina skerðingu á þessum fjár- lagalið. Eftir að öldungadeildin komst að niðurstöðu hefur Reagan-stjórnin ekki hreyft neinum andmælum gegn henni, þvert á móti fagnaði forsetinn ákvörðun öldungadeildarmannanna. Nú hefur Bandaríkjaforseti kynnt miklar breytingar á bandarískum skattalögum sem miða að því að ein- falda skattheimtuna, lækka álagningu á einstaklinga en hækka hana á fyrirtæki. Ekki er óliklegt að þessar skattalaga- breytingar verði notaðar til að ná inn meiri peningum I bandaríska ríkissjóð- inn en núgildandi lög gera kleift. Hall- ann á ríkissjóði er ekki unnt að minnka með sífelldum niðurskurði og erlendar skuldir Bandaríkjanna hafa aukist gíf- urlega undanfarin misseri. Stjórnmála- mennirnir munu þó ekki hampa hækkun skatta. Það er kosið til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári og væri saga til næsta bæjar ef einhver þing- manna tæki að fylgja markvissri skattahækkunarstefnu á kosningaári. Sé sú kenning rétt að fjármögnun bandaríska fjárlagahallans sé helsta ástæðan fyrir háum vöxtum þar í landi og sterkri stöðu dollarans, er þess að vænta að þessara fjárlagaaðgerðir Bandaríkjastjórnar lækki dollarann í verði. Þannig hefur fjárlagastefnan í Washington ekki síður áhrif hér á landi en þar. Ovissuþættirnir í stjórn lítils hag- kerfis sem hins íslenska hljóta jafnan að vera miklir vegna hinna sterku er- lendu áhrifa. Við ættum þó að geta komið okkur saman um nokkur grund- vallaratriði eins og það, hvort taka eigi erlend lán til að bæta fjárhagsstöðu húsbyggjenda eða afla fjárins innan lands og hitt hvort ástæða sé til að taka á sig pólitíska erfiðleika sem fylgja hækkun eignaskatts ef fjárhæðin sem aflað er svarar ríflega til þess sem varið er á einu og hálfu ári til að greiða kostn- að við störf nefndar sem vinnur að endurskoðun samnings við Alusuisse. „Á meðan stjórnmála- menn eru ekki á einu máli að því er skatt- heimtu varðar er von til þess, að þar sé gætt einhvers hófs. Sagan sýnir hins vegar að þegar á reynir er alltof lítill munur á stefnu flokkanna í skattamálum til að sá mála- flokkur geti ráðið nokkrum úrslitum um það, hvernig atkvæði falla í kosningum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.