Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2.4ÚNÍ 1985 53 menntir með áherslu á Shake- speare í Oxford og þannig mætti lengi enn tengja hann við gamla snillinginn. Coriolanus er um stríðshetju sem kemur aftur heim til Rómaborgar þegar alþýðustjórn Rómverja er nýorðin til og aðals- ættirnar verða að beygja sig undir það. Coriolanus getur það ekki, er hrakinn frá borginni og fjölskyldu sinni en snýr aftur til að hefna sín. Móðir hans talar hann til og hann verður við bón hennar um að setjast þar að og það verður hans bani. Coriolanus berst fimlega í upphafi verksins og McKellen ger- ir hlutverkinu afar góð skil. „Ég er orðinn of gamall til að leika Romeo og Hamlet," sagði hann og fiktaði við úfið hárið, sem hefur aðeins gráa slikju, eða barði saman fingurgómunum svo að dundi í. „Coriolanus þarf ekki að vera eins ungur og þeir en líkam- legt ástand leikara sem fer með hlutverkið þarf að vera mjög gott.“ Hann fór ótal sinnum og sá Laurence Olivier, sem honum er mjög oft líkt saman við, í hlut- verki Coriolanus fyrir mörgum ár- um. „Ég túlka Coriolanus á annan hátt en Olivier," sagði McKellen, „og það er ekki hægt að bera mig saman við hann almennt. Olivier átti mjög langt ævistarf og fékkst við allt sem viðkemur leiklist nema að skrifa sjálfur handrit. Hann var ekki hræddur við að reyna nýja hluti og taka áhættu. Það eigum við sameiginlegt. Mað- ur verður alltaf að ieggja sig allan fram og reyna að ná fram því besta. Þannig þroskast leikarar og með því að fást við ný verkefni. Munurinn á þekktum leikurum og öðrum er sá að hinir fyrrnefndu geta valið úr verkefnum og það er kannski auðveldara fyrir þá að gera vel. Hinir verða að taka fleiri áhættur." McKellen fer einnig með aðal- hlutverkið í Wild Honey eft- ir Anton Chekov, í þýðingu Micha- els Frayn, um þessar mundir. Hann hefur fengið feikigóða dóma fyrir leik sinn þar. Hann er auk þess stjórnandi eins leikhóps af fimm við National Theatre og þarf að taka að sér smáhlutverk í leik- ritum sem hópurinn setur á svið. Það var ekki laust við að hann fitjaði upp á nefið þegar hann var spurður um álit sitt á þannig hlut- verkum. Þau gefa honum ekki nægileg tækifæri til að þroska leiklistarhæfni sína. „Leiklistin er eins og að stíga fjall og komast aldrei efst á tindinn." Smárullur eru eins og óspennandi sléttlendi fyrir hann. Peningar skipta hann litlu máli. Hann afþakkaði milljón dollara sem hann hefði fengið fyrir að ferðast um Bandaríkin í eitt ár með Amadeus, hann hlaut Tony-verðlaunin fyrir túlkun sína á Salieri á Broadway, og fór heim til Bretlands þar sem leiklistin blómstrar. Other Places, þrír einþáttungar eftir Harold Pinter, eru meðal al- veg nýrra leikrita í London. Þeir eru hver öðrum betri. Dorothy Tutin og Colin Blakely leika lækni og fullorðna konu, sem vaknar upp af margra ára svefni, afar vel í A Kind of Alaska. Blakely er einnig í Victoria Station, þar sem hann er stöðvarstjóri á leigubílastöð og á í miklum vandræðum með bílstjóra sem situr einn úti í myrkrinu og neitar að svara kalli hans, og í One for the Road. Það er mjög áhrifamikill þáttur sem sýnir vel hversu grimmar sálrænar pynt- ingar geta verið. Sýningin er stutt en skilur afar mikið eftir. Það væri hægt að fara í leikhús í London endalaust. Frayn gerir mikið af því og segir að vinsældir leikhússins stafi af því að þau ná beint til tilfinninga fólks. „Fólk fer hjá sér og verður vandræða- legt þegar leikrit er slæmt eða illa flutt. Ahorfendur verða hluti af leiksýningu en það gerist ekki I kvikmyndahúsum eða fyrir fram- an sjónvarp. Þess vegna er svo gaman að sjá góð leikrit." ab Aðalfundur Nemendasambands stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins verður haldinn mánudaginn 3. júní 1985 kl. 18.00 i Valhöll. Venjuleg aöalfundarstörf. St/ómin. Rabbfundur Stjórn peningamála á Islandi Rabbfundur um stjórn peningamála á Islandi veröur haldinn í Valhöll nk. mánudag, 3. júní, kl. 20.30. Málshefjendur veröa Eyjólfur Konráö Jónsaon, alþingismaöur og Vilhjálmur Egilsson, hagfræöingur. Heimdellingar eru hvattir til aö sækja fundinn. Kaffiveilingar. St/órn Heimdallar. I wr _IMM Verðmætir i i hGAR Af sérstökum ástæöum getum viö boðiö viðskiptavinum okkar bláu verðln frábæru í dag, fimmtudag, á morgun, föstudag, og eftir helgina, á mánudag, priðjudag og miðvikudag. Petta er einstakt tækifæri til að tryggja sér sumarleyfisferð á „gamla verðinu" - tilboð sem gildir aðeins í fimm daga. Athugaðu verðdæmin hér í auglýsingunni og fáöu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofunni. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI SKIPAGÖTU 18 - SfMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.