Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 123. tbl. 72. árg._____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins / HREIÐRIÐ Fálkaungarnir í Aðaldal. ólafur Nilsson, náttúru- fræðingur, setur ungana þrjá, sem stolið var í Þistil- firði, í fálkahreiðrið í Garðshnúki í Aðaldal. Þetta er í fyrsta sinn, sem reynt er að koma fálkaungum í fóstur eftir að þeim hefur verið stolið. „Ég er bjart- sýnn á að allt fari vel,“ sagði Ævar Petersen, náttúru- fræðingur. sji fréttír ^ TjóUjl 4 blaA8ÍAum 2/j. Morgunblaðið/RAX Pólland: Michnik í járnum úr réttarsal Gdanak, Póllandi. 3. júnf. AP. í DAG var réttað í máli Samstöðu- lciðtoganna þriggja, sem ákærðir eru fyrir að hafa kynt undir ólgu meðal almennings í Póllandi, og var réttarhaldið stormasamL Að sögn ættingja sakborninganna neituðu þeir að svara spurningum yfirdómar- ans og báru við, að þeim hefði verið meinað að færa fram sína eigin vörn í málinu. Réttarhaldið tók fjórar klukku- stundir. Meðan á þvi stóð var einn sakborninganna, Adam Michnik, fluttur í handjárnum úr réttar- salnum fyrir að hundsa spurningar Krzysztof Zieniuks yfirdómara, að sögn ættingjanna. Annar sakborninganna, Wlady- slaw Frazyniuk, neitaði að vera með eftir hlé, sem gert var á rétt- arhaldinu, og lýsti Zieniuk dómari þá yfir, að áfram yrði haldið án hans. Bresk knattspyrna: Agi hertur á leikvöllum Luadúnum. 3. júní. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, greindi þing- inu í dag frá ráðstöfunum, sem gerðar verða til að stemma stigu við ólátum og ofbeldisverkum áborfenda á knattspyrnuleikjura. Er til þeirra gripið í framhaldi af harmleiknum í Briissel í fyrri viku, þar sem 38 knattspyrnu- áhorfendur létu lífið. Neysla áfengis verður stranglega bönnuð á knatt- spyrnuvöllum, óheimilt verður að flytja áhangendur knatt- spyrnuliða í hópum á leiki og lögregla fær aukið vald til að halda uppi aga meðal áhorf- enda. Stefnt er að frekari for- vörnum og verða viðræður um það efni í gangi í sumar. Stórsókn sovéska hersins í Afganistan: Frelsissveitirnar úr Ulamabad, 3. júní. AP. SOVÉSKA hernámsliðið í Afganistan hefur hrakið flesta liðs- menn frelsissveitanna í landinu úr Kunar-dal, hinni mikilvægu bækistöð og samgönguleið þeirra skammt frá landamærum Pak- istan. Herma síðustu fregnir, að Sovétmenn hafi náð á sitt vald þorpinu Osk í miðjum dalnum og muni eiga í litlum erfíðleikum með að ná honum öllum á sitt vald. Grikkland: Sósíalistar sitja áfram Aþenu, 3. júní. AP. SÓSÍALISTAR héldu þingmeirihluta sínum í kosningunum í Grikklandi á sunnudag. Andreas Papandreou, for- sætisráðherra, myndar bráðabirgða- stjórn 10 ráðherra á miðvikudag og sitnr sú stjórn þar til þingið hefur samþykkt lagafrumvarp um fækkun ráðherraembætta. Flokkur grískra sósíalista, PAS- OK, fékk 45,82% atkvæða í kosn- ingum og 161 þingmann kjörinn. Er það nokkurt fylgistap frá því í síð- ustu þingkosningum, en þá fékk flokkurinn 174 menn kjörna. Á þingi landsins sitja 300 fulltrúar. Helsti flokkur stjórnarandstæð- inga, Nýi lýðræðisflokkurinn, hlaut 40,84% atkvæða og 125 þingsæti. Hann bætti við sig þeim 13 þing- sætum, sem sósíalistar töpuðu. Hinn Moskvuholli Kommúnista- flokkur Grikklands hreppti 9,89% Sigurvegarinn Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, er sigurveg- ari kosninganna, sem þar fóru fram á sunnudag. atkvæða og hefur 13 menn á þingi. Flokkur grískra Evrópukommún- ista fékk 1,84% atkvæða og einn mann kjörinn. Aðrir flokkar náðu ekki tilskildum kjörstyrk til að fá mann kjörinn á þing. Sjá; „Fögnuður og undrun yfir kosningaúrslitunum ... “ , á bls. 28. Leiðtogar frelsissveitanna og sérfræðingar vestrænna leyni- þjónusta telja, að tíu þúsund sovéskir hermenn taki þátt í sókninni í Kunar, sem nú hefur staðið i viku. Er beitt skriðdrek- um og stórskotaliði, sprengju- þotum, þyrlum og fallhlífar- sveitum. Sókn sovésku hersveitanna í Kunar-dal er fyrsti liður í áætl- un, sem unnið verður eftir í sumar og miðar að því að koma í veg fyrir flutninga á vopnum og vistum til skæruliða frá Pakist- an. Er talið, að stórsókn sé einn- ig að hefjast í Paktia-héraði í suðurhluta Afganistans. Talsmenn frelsissveitanna hafa viðurkennt, að nokkurt mannfall hafi orðið í röðum þeirra. Þeir hafa hins vegar ekki viljað skýra frá því hve margir hafi látist og særst. Sjá: „Afganska þjóóin horfist í augu við hungursneyð" á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.