Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 1
IQ * r 72 SIÐUR MEÐ 12 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 123. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins / HREIÐRIÐ Fálkaungarnir í Aðaldal. ólafur Nilsson, náttúru- fræðingur, setur ungana þrjá, sem stolið var í Þistil- firði, í fálkahreiðrið í Garðshnúki í Aðaldal. Þetta er í fyrsta sinn, sem reynt er að koma fálkaungum í fóstur eftir að þeim hefur verið stolið. „Ég er bjart- sýnn á að allt fari vel," sagði Ævar Petersen, náttúru- f ræðingur. gjí fréttir ^ yiðtöl B b)jl4eídailI 2/3. Pólland: Michnik í járnum úr réttarsal Gdajuk, Póllandi, 3. júní AP. í DAG var rétUð í máli Samstöou leiðtoganna þriggja, sem ákærðir eru fyrir að hafa kynl undir ólgu meðal almennings í Póllandi, og var réttarhaldið stormasamt Að sögn ættingja sakborninganna neituðu þeir að svara spurningum yfirdómar- ans og báru við, að þeim hefði verið meinað að færa fram sína eigin vörn í málinu. Réttarhaldið tók fjórar klukku- stundir. Meðan á því stóð var einn sakborninganna, Adam Michnik, fluttur í handjárnum úr réttar- salnum fyrir að hundsa spurningar Krzysztof Zieniuks yfirdómara, að sogn ættingjanna. Annar sakborninganna, Wlady- slaw Frazyniuk, neitaði að vera með eftir hlé, sem gert var á rétt- arhaldinu, og lýsti Zieniuk dómari þá yfir, að áfram yrði haldið án hans. MorgunblaAia/RAX Bresk knattspyrnæ Agi hertur á leikvöllum Lundúnum, 3. júni AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, greindi þing- inu í dag frá ráðstöfunum, sem gerðar verða til að stemma stigu við ólátum og ofbeldisverkum áhorfenda á knattspyrnuleikjum. Er til þeirra gripið í framhaMi af harmleiknum í Bríissel í fyrri viku, þar sem 38 knattspyrnu- áborfendur létu lífið. Neysla áfengis verður stranglega bönnuð á knatt- spyrnuvöllum, óheimilt verður að flytja áhangendur knatt- spyrnuliða í hópum á leiki og lögregla fær aukið vald til að halda uppi aga meðal áhorf- enda. Stefnt er að frekari for- vörnum og verða viðræður um það efni í gangi í sumar. Grikkland: Sósíalistar sitja áfram Aþenu, 3. júni. AP. SÓSÍ ALISTAR héldu þingmeirihluta sínum í kosningunum í Grikklandi á sunnudag. Andreas Papandreou, for- sætisráðherra, myndar bráðabirgða- stjórn 10 ráðherra á miðvikudag og sitnr sé stjórn þar til þingið hefur samþykkt lagafrumvarp um fækkun ráðherraembætta. Flokkur grískra sósíalista, PAS- OK, fékk 45,82% atkvæða í kosn- ingum og 161 þingmann kjörinn. Er það nokkurt fylgistap frá því í síð- ustu þingkosningum, en þá fékk flokkurinn 174 menn kjörna. Á þingi landsins sitja 300 fulltrúar. Helsti flokkur stjórnarandstæð- inga, Nýi lýðræðisflokkurinn, hlaut 40,84% atkvæða og 125 þingsæti. Hann bætti við sig þeim 13 þing- sætum, sem sósíalistar töpuðu. Hinn Moskvuholli Kommúnista- flokkur Grikklands hreppti 9,89% Sigurvegarinn Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, er sigurveg- ari kosninganna, sem þar fóru fram á sunnudag. atkvæða og hefur 13 menn á þingi. Flokkur grískra Evrópukommún- ista fékk 1,84% atkvæða og einn mann kjörinn. Aðrir flokkar náðu ekki tilskildum kjörstyrk til að fá mann kjörinn á þing. Sja: „Fögnuður og undrun >fir kosningaúrslitunum ... " , á bls. 28. Stórsókn sovéska hersins í Afganistan: Frelsissveitirnar f lýja úr Kunardal i.slamaharl, 3. jání. AP. SOVÉSKA hernámsliðið í Afganistan hefur hrakið flesta liðs- menn frelsissveitanna í landinu úr Kunar-dal, hinni mikilvægu bækistöð og samgönguleið þeirra skammt frá landamærum Pak- istan. Herma síðustu fregnir, að Sovétmenn hafi náð á sitt vald þorpinu Osk í miðjum dalnum og muni eiga í litlum erfiðleikum með að ná honum öllum á sitt vald. Leiðtogar frelsissveitanna og sérfræðingar vestrænna leyni- þjónusta telja, að tíu þúsund sovéskir hermenn taki þátt í sókninni í Kunar, sem nú hefur staðið í viku. Er beitt skriðdrek- um og stórskotaliði, sprengju- þotum, þyrlum og fallhlífar- sveitum. Sókn sovésku hersveitanna í Kunar-dal er fyrsti liður í áætl- un, sem unnið verður eftir í sumar og miðar að þvi að koma í veg fyrir flutninga á vopnum og vistum til skæruliða frá Pakist- an. Er talið, að stórsókn sé einn- ig að hefjast í Paktia-héraði í suðurhluta Afganistans. Talsmenn frelsissveitanna hafa viðurkennt, að nokkurt mannfall hafi orðið í röðum þeirra. Þeir hafa hins vegar ekki viljað skýra frá því hve margir hafi látist og særst. Sjá: „Afganska þjóðin horfist i augu við hungursneyð" á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60