Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 — 9 Sumar- hagar Geldinganes Tekiö veröur á móti hestum í sumarhaga fimmtudag- inn 6. júní milli kl. 19.30 og 22.00. Félags- og haga- gjöld þarf aö greiöa á skrifstofunni áöur en komið er meö hestana. Ragnheiðarstaðir Tekiö veröur á móti hestum í sumarhaga á Ragnheiö- arstööum fimmtudaginn 6. júní. Bíll fer frá Fákshús- inu kl. 19.00. Fjórðungsmót Vakin er athygli aöstandenda kappreiöahesta á pví aö æfingar vegna startbása verða haldnar dagana 6. og 7. júní nk. kl. 19—21 á Víöivöllum. TÖLVUVÆDD TELEX- ÞJÓNUSTA Kynntu þér telexþjónustu okkar, við getum leyst þín vandamál á einn eða annan hátt. FRlsJm Tölvu-, skrlfstofu-, banka- og tollaþjónusta Sundaborg 1 - 104 Reylgavík. Símar 81888 og 81837. Sverrir Valur Sátu tveir í túni Tveir dáindismenn, Valur Arnþórsson stjórnarformaöur SÍS og Sverrir Her- mannsson iönaöarráöherra, demba sér yfir Morgunblaöiö í lok liöinnar viku, og má vart á milli sjá hvorum er meira niöri fyrir. Annar vegur aö Morgunblaöinu úr Degi nyröra, sem við var aö búast, en hinn nær vopnum sínum í Þjóöviljanum. Staksteinar glugga lít- illega á skjá þessara gagnrýnenda sinna í dag. „Einhverjar auknar skyld- ur...“! f forystugrein Morgun- blaðsins fyrir fáum dögum stendur: „Hér skal því spáð, að sú breyting verði á stjórn- arháttum í SÍS, að vald stjórnarformanns (Vals Arnþórssonar) verði aukið; stjórnarformaðurinn verði jafnsettur forstjóranum. Stjórnarformaðurinn helgi sig hinum félagslegu hlið- um en forstjóri viðskiptum. Stjórnarformaðurinn verði eins konar Suslov í lokuðu stjómkerfi SÍS. Verði þessi breyting gerð yrði auðvelt að koma til móts við óskir þeirra, sem vilja aukið lýð- ræði innan SÍS, með því að láta kjósa stjórnarfor- manninn í almennri kosn- ingu, þar með fengi hann víðtækt umboð og gæti boðið forstjóranum byrg- inn í nafni hins mikla og breiða fjölda.“ Þessi orð verða Val Arn- þórssyni, stjórnarformanni sfs. tilefni hnútukasta í garð Morgunblaðsins, I „einkamálgagni" hans, Degi á Akureyri, sem senn verður fyrsta dagblað landsins utan Reykjavíkur. Engu að síður segir Valur efnislega það sama og Morgunblaðið I viótalinu við I)ag, þó orðaröð sé önn- ur — og undir sauðargæru leynzt: „Guðjón B. Ólafsson mun sem forstjóri fá allt það svigrúm sem hann þarf (innskot Staksteina: að mati hvers?) til að reka Sambandið, en þar er ein- mitt þörf verulegra átaka til þeás að bæta reksturinn (innskot Staksteina: að hverjum er hér verið að sneiða?). Það er ekki síður þörf verulegra átaka á hinu félagsjega sviði og þar er spurningin, hvernig því verður bezt fyrir komið (innskot Staksteina: og þá er nú stutt I stjórnarfor- manninn). Það stendur ekki fyrir dymm að gera formannsembættið að fullu starfi, en þó má búast við þvf að einhverjar auknar skyldur verði lagðar á hendur formanns." Það var nú svo og svo er nú það. Og allt gengur þetta nú upp og kemur bcim og saman. „Morgun- blaðsmenn gangi í Frels- isherinn“ Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefur margt vel gert sem ráð- herra; fylgt eltir ýmsum stefnumiöum, sem hann og flokkur hans fengu fylgi út á, og hreinsað víða til á há- loftum stjórnsýslunnar, sem ekki var vanþörf á. En hann ber einnig „pólitiska ábyrgð" á „uppákomum", sem sætt hafa gagnrýni undanfarið, svo sem álit- legum hliðargreiðshim til manna í samninganefnd um stóriðju og stóriðju- nefnd, m.a. vegna ráðgjaf- ar við þessar sömu nefndir, er þeir eiga sæti í. Þar þótti þykkt smurt á sneiðar. Morgunblaðið komst svo að orði í forystugrein af þessu tilefni: „Hneykshinin ein dugir þó skammL Hitt skiptir mestu að þeir, sem kjörnir hafa verið til að gæta hags- muna almennings og sjá til þess að engum sé mismun- að við hið opinbera nægt- aborð, haldi þannig á mál- um, að þeir geti kinnroða- laust skýrt þau út fyrir um- bjóðendum sínum. Nú er beðið eftir slíkum skýring- um á tölunum sem iðnað- arráðherra lagði fram á þriðjudaginn." Hér talar Morgunblaðið áreiðanlega fyrir munn þorra fólks í landinu. Iðn- aðarráðherra bregður síðan undir sig betrá fætinum, ber niður í Þjóðviljanum, sem lcngi tekur við þegar hallað er á Morgunblaðið. „Þeir Morgunblaðs- menn ættu að ganga I Frelsisherinn, syngja þar og slá bumbur eins og Todda trunta og það komp- ani,“ hefur þetta málgagn „sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar" eftir ráðherranum — og má vart vatni halda yfir rökfest- unni, hvort sem almenn- ingi nægir nú þessi skýring á sporslunum eða ekki. „Hvernig á ég að kunna að meta það hvað er sann- gjarnL" spyr ráðherrann I tilefni umræddrar „þókn- unar álnefndarmanna" og hnýtir síðan þessa rök- semda-slaufu á mál sitt, ef rétt er eftir haft „Ég anza engum kjaftagangi og blaðri!" Það er veigalítil vörn I þessu máli þó hliðstæður eða fordæmi kunni að vera finnanleg hjá hirðmönnum fyrri orkuráðberra, lljör- leifs Guttormssonar, sem bjó með tugum nefnda. Það verður að gera aðrar kröfur til Sverris Her- mannssonar, bæði um vinnubrögð og upplýsing- skyldu við .„sauðsvartan al- múgann". Hans skjól er ekki undir svuntu Toddu truntu né í nöturyrðum I skötulíki — eða ætti ekki að vera, heldur í hrein- skilni við fólk almennt ATHUGIÐ Lena skór skrefi framar Skósel skóverslun, Laugavegi 44, R., sími 21270 Stjörnuskóbúðin, Laugavegi 96, R. simi 23795 Eigum fyrirliggjandi YAMAHA utanborðsmótora í stærðum frá 4—40 hestöfl. Útvegum allar stærðir með 3—5 vikna fyrirvara Sérlega hagstætt verð. BÍLABORG HF. SmiOshöfða 23. S. 81299 Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! 73iDamatka2uiinn uttisq'ótu 12-18 Daihatsu Charade TS 1984 Grásans, 5 gira, ekinn 9 þús. Sem nýr btt. Verö kr. 320 þús. Saab 99 GL11981 Blásans, eklnn 60 þús. Fallegur bill. Verö kr. 315 þús. Suzuki Pick-up yfirbyggður 1985 Ekinn 6 þús. Verð 480 þús. Peugeot 306 station 1982 Ekinn 36 þús. Verö 360 þús. Nissan Micra 1984 Ekinn 20 þús. Verö 280 þús. Cherokee 1979 Ekinn 40 þús. Verö 530 þús. Peugeot 504 Pick-up 1982 Ekinn aðeins 18 þús. m/Sun line-Feroa húsi. Svefnpláss !. . Elðavé. vaskur miö- stöö o.fl. Úrvals þil'. Vero kr. 495 þus. •oivo Lapplander 1980 Yflrbyggöur i Varmahliö. Blár. ekinn 11 þús., 12 manna bíll. Verö 560 þús. Hjki, uk Vantar nýlega bila á staöinn. Gott sýn- ingarsvæöi i hjarta borgarinnar Qalant 1800 GL 1982 Ekinn 24 þús. Verö 195 þús. Fiat 127 auper 1983 Ekinn 24 þús. Verö 195 þús. Lada Sport 1980 Ekinn aöeins 42 þús. Verö 195 þús. Volvo 240 1983 Sjálfsk. m/ötlu. Verö 485 þús. Volkswagen Golf GL 1982 Drapplitur, ekinn 24 þ. km. Utvarp, snjó- og sumardekk. Verð 280 þús. Mazda 929 Station 1982 Grásans, ekinn aöeins 38 þ. km. Sjáltsk m/öllu. Fallegur elnkabill. Verö 380 þús. Vandaðu aportbfli Toyota Celic.: 1500 ST 1981. Rauöu,- 5 gírf, eklnri 36 þúo. 2 dekkjagangsr o.fl. < -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.