Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Uppreisn gömlu ævin- týramyndarinnar Mel Gibson og Anthony Ilopkins vel tagnað við komuna til Tahiti í The Bounty. Ungir norrænir einleikarar Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikarnir undir nafninu Ungir norrænir einleikarar voru haldnir í Norræna húsinu nú um helgina og var það norskur tónlistar- maður, Christian Eggen, sem flutti tónlist eftir Grieg, Mozart, Chopin og Carl Nielsen. Tónleikarnir hófust á fjórum smástykkjum eftir Grieg, er Egg- en lék fallega. Annað verkefnið var sónata í F-dúr K.533 eftir Mozart, en í efnisskrá stendur að píanistanum sé Mozart kærastur. Margt var frábærlega vel gert hjá Eggen, þó vera kunni að einhverj- um þyki hann gera of mikið úr „fraseringum", með svo skörpum hætti að athyglin beinist að út- færslu píanistans fremur en tón- verki Mozarts. Það má segja að Mozart hafi verið „hvassbrýndur" og í stað „syngjandi ávala" var hann skreyttur og fægður svo að sló á blindandi glampa. Eftir hlé lék Eggen Barcarolle op. 60 eftir Chopin og var þar í raun ekkert að ske. Allt öðru brá við í svítu eftir Carl Nielsen op. 45, þar var leikur Eggens frábærlega vel útfærður. Mögnuðustu þættir verksins eru annar og þriðji og síðasti þáttur- inn, þar sem einföld stefhugmynd Christian Eggen gengur í gegn um allan kaflann og myndar að lokum niðurlag hans. Það eru fáir tónlistarmenn sem ráða við það að fullu, að hafa hendur á öllum stíltegundum og nokkuð virðist það áberandi hversu þeim, sem leika mikið nú- tímatónlist, hverfur allur leik- skilningur, þegar t.d. er fengist við rómantísk verk. Svo virðist sem mismunandi stíltegundir séu ekki bundnar við tæknigetu, heldur viðhorf til tækniaðferða og túlk- unar. Sýnikennsla í nákvæmni á ef til vill ekki mjög illa við í Moz- art en í rómantískri tónlist er hún fráleit, eins konar erindisleysa. Þessi skil komu greinilega fram í leik Eggens en það var eins og hann talaði allt annað tungumál í svítunni eftir Nielsen, tungumál er hann skildi til hlítar, á móti einhverju tilbúnu í Grieg og Chop- in og jafnvel Mozart. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Uppreisnin á Bounty — The Bounty ★★★ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Kobert Bolt. Leikstjóri: Roger Donaldson. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Mel Gibson, Laur- ence Olivier. Örlítið meira ofbeldi, örlítið meiri nekt. Að öðru leyti er The Bounty af ætt sígildra afþrey- ingarmynda frá gullöld Holly- wood, vandað dramatískt ævin- týri, þykkur og litríkur filmu- róman. The Bounty er þriðja bíó- myndin sem byggð er á sann- sögulegum atburðum frá árinu 1789 um uppreisn skipshafnar gegn leiðangursstjóra sínum í hættulegri ferð til Tahiti á Kyrrahafi. Hinar myndirnar voru gerðar 1935 og 1962. The Bounty slær þær gömlu auð- veldlega út með glæsilegri tækni sinni. í raun og veru hefur The Bounty aðeins einn galla og hann er formræns eðlis. Handrit Roberts Bolt rammar inn söguna af uppreisninni, aðdraganda og afleiðingum hennar með rétt- arhöldunum sem haldin voru eftir á og rýfur jafnframt frá- sögnina annað slagið með inn- skotum frá þeim. Þetta dregur úr spennu sögunnar og tefur framgang hennar; áhorfendur vita strax í upphafi hvernig fer og það sem verra er, fá með jöfnu millibili tilkynningar um hvað gerist í næsta atriði á eftir. Að auki eru þessi atriði úr rétt- Sjómannaverkfallið í Reykjavík eftir G. Jakob Sigurðsson Hjá því verður ekki komist að leiðrétta nokkrar mikilvægar rang- færslur, sem komið hafa fram hjá Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, sem hefir þegar stöðvað smærri togarana í Reykjavík og boðað stöðvun á þeim stærri. 1. Það er alrangt, sem formaður sjómannafélagsins er sífellt að troða í fjölmiðla, að allur bátaflot- inn í Reykjavík hafi stöðvast. Eng- inn bátur hefur stöðvast vegna verk- fallsins. Þetta veit Guðmundur Hallvarðsson ósköp vel og vafa- laust lika ástæðurnar til þess að svo er. Samt er hann sífellt að tala um að 20—30 bátar hafi verið stöðvaðir. Hins vegar hafa sex smærri togarar stöðvast, og vegna boðaðs verkfalls á þeim stærri, hefur nokkrum hundruðum verka- fólks þegar verið sagt upp vinnu í frystihúsunum. 2. Þetta verkfall er að ýmsu HAFSKIP HF. REYKJAVIK Aðalfundur Aöalfundur Hafskips hf. verður haldinn föstudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu. Fundurinn hefst kl. 16:30. Stjórn Hafskips hf. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér aðgöngukort og atkvaeðaseðla, sem send vonj út með fundarboði. leyti sérstætt og fáránlegra en venja er til. Sómannasamband ís- lands og LÍÚ eru fyrir löngu búin að semja og hefur Guðmundur Hallvarðsson tvisvar skrifað undir samninga við LÍÚ ásamt öðrum forsvarsmönnum Sjómannasam- bands íslands. Þessi samningsgerð var löng og erfið og kostaði verkföll frá 18. febrúar til 9. marz sl. og auðvitað gífurlegt tap fyrir útgerðina og landsmenn alla. T.d. var áætlað að einungis tap á sölu á frystri loðnu, sem um hafði verið samið, hefði kostað 250—300 milljónir króna. Miklar breytingar voru gerðar frá eldri samningum. Lágmarkslaun háseta hækkuðu um hér um bil 39%, fæðispeningar og fatapen- ingar hækkuðu. Verulegar breyt- ingar voru gerðar á lífeyrismálum sjómanna o.fl. Til þess að tryggja það, að þessir samningar tækjust, var einnig gripið til mikilvægra opinberra aðgerða, sjómönnum í vil. Meðal annars var í síðari lot- unni lækkuð „kostnaðarhlutdeild" útgerðarmanna utan skipta og hlutur sjómanna þannig hækkað- ur. Á þessum grundvelli voru samn- ingar undirritaðir og nú er svo að segja allur floti landsmanna, nema þessi fáu skip í Reykjavík, í starfi á grundvelli þessara nýju samninga til langs tíma og þá er gert þetta upphlaup hér. Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur segir að sjómenn í Reykjavík vilji ekki vera „undir- málsmenn". Þeir vilji sömu kjör og aðrir. Það er einmitt það, sem þeír hafa. Þeir hafa sömu kjör og flest allir sjómenn um land allt. Þeir eru nú að krefjast mikilla sérrétt- inda umfram aðra. Undantekningin er fyrst og fremst á Vestfjörðum, en félög þar voru ekki aðilar að heildarsamn- ingunum, og svo hefur ekki verið lengi, enda hafa sjómenn þar löng- um haldið þvi fram, að þeim beri sérstök kjör vegna betri aðstöðu útgerðar á Vestfjörðum en annars staðar. Frávik frá samningunum eru miklu minni annars staðar og víð- ast hvar engin. Það er alrangt, sem formaður sjómannafélagsins segir í helgarblaði Þjóðviljans, að á Vestfjörðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði hafi náðst fram þriggja mánaða uppsagnarfrestur, enda segir formaður sjómannafé- lagsins á Stöðvarfirði á sömu síðu blaðsins, að þar hafi náðst hálfs mánaðar uppsagnarfrestur. Þetta er hvergi hærra, og jafnvel á Vest- fjörðum aðeins ein vika eins og hér. Starfsaldurshækkanir eru einungis á Vestfjörðum. Nefnd, sem undirbjó frumvarp um breyt- ingu á sjómannalögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi, gerði ekki til- lögu um lengingu uppsagnar- frests. Fulltrúi sjómanna í nefnd- inni var Guðmundur Hallvarðs- son. 3. Við boðun þessa verkfalls nú lagði Sjómannafélag Reykjavíkur fram kröfur í 10 liðum. Sumar höfðu aldrei komið fram áður eða verið ræddar við samningsgerðina milli LÍÚ og Sjómannasambands íslands, og allar voru þær umfram þá samninga sem allur þorri sjó- manna á landinu vinnur eftir. Kröfurnar eru flestar um svo mikilvæg grundvallaratriði, t.d. uppsagnarfrest og starfsaldurs- hækkun, að fráleitt er að beía þær fram við eitt félag útgerðar- manna. Eina rökræna aðferðin til umræðu og hugsanlegra samninga um þær er auðvitað að taka þær fyrir í heildarsamningum Sjó- mannasambands fslands og LÍÚ. 4. Því er borið við, að heildar- samningar hafi verið felldir í at- kvæðagreiðslu hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur. Það er rétt. í fé- lagi, sem talið er að telji yfir 300 félaga, greiddu 16 atkvæði með þeim en 28 á móti. Guðmundur Hallvarðsson er margendurkjör- inn formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og hlýtur því að njóta þar mikils fylgis. Er það hugsan- legt, að hann hafi ekki meiri ítök meðal félagsmanna en svo, að hann hafi ekki, ef hann vildi, getaö fengið nema 16 menn til að stað- festa undirskrift sína og annarra forráðamanna Sjómannasam- bands fslands, undir samingana? Og þá er spurningin: Ef samið yrði nú, mundu þeir samningar ekki enn verða felldir? Og hvað mundi það geta gengið lengi? 5. Allur gangur þessa máls bendir ótvírætt til þess, að aðferð- in við gerð saminga sé röng. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.