Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Vestur-Þýskaland: Vilja evrópskar geimrannsóknir Neuss, Vestur-I>ýskalandi, 3. júní. AP. Frjálsir demókratar, samstarfs- flokkur Helmut Kohls kanslara, héldu fund um helgina til að ræða stefnumál sín og samþykktu ályktun í fundarlok, þar sem mælt er gegn því, að Vestur-Þýskaland taki eitt og sér þátt í geimvarnarannsóknum ásamt Bandaríkjamönnum. Frjálsir demókratar styðja til- lögur Frakka um að sett verði á stofn evrópsk rannsóknastofnun, „Eureka". Beri þar að leggja áherslu á geimrannsóknir, er mið- ist við aðrar þarfir en hernaðar- legar. Elstu opinberu byggingarnar ( 'icago, 3. júní. Heimsins elstu opinberu bygg- ingar með súlum og slípuðu gólfi voru nýlega grafnar úr jörðu í Tyrklandi og er talið að þær séu nærri 10 þúsund ára gamlar eða miklu eldri en egypsku pýramíd- arnir. í einni bygginganna fundu forn- leifafræðingar brennd hauskúpu- brot, og eru þau talin vottur sér- kennilegs helgisiðar í tengslum við dauðann. Tólf fórust í þrumuveðri Buenos Aires, Argentínu, 3. júní. Gífurlegt þrumuveður og úr- koma í Buenos Aires og nágrenni olli dauða 12 manns og neyddu 92 þúsund til að yfirgefa heimili sín, að því er embættismenn almanna- varna sögðu á laugardag. Úrhellið stóð í 24 klukkustundir og stytti upp fyrir miðnætti að- faranótt laugardagsins. Stóðu við orð sín Hlane, frlandi, 3. júni. Yfir 100 þúsund rokkunnendur gerðu innrás í syfjulegan Slane- bæ á bökkum Boyne-ár á laugar- dag og sungu við raust, er Bruce Springsteen tók þar fyrstu takt- ana á Evrópuferð sinni. Mótshaldararnir höfðu lofað að ofbeldishrina eins og sú er braust út þegar Bob Dylan lék þarna í júlímánuði síðastliðnum, skyldi ekki endurtaka sig. Þrátt fyrir minni háttar meiðsl og handtökur má segja, að þeir hafi staðið við orð sín. John Walker ásamt njósnatækjum 1983. uð. „Kosningaúrslitin eru sigur- og mikill ósigur fyrir ihaldsöflin, hvort sem þau eru grísk eða er- lend. Grikkland og gríska þjóðin biður ekki um neitt frá neinum. Við erum einfær um að sjá um okkur sjálf," sagði Papandreu. Eins og fram kom í grein í blaðinu á föstudaginn um kosn- ingarnar var lítið minnzt á utan- ríkismál í kosningabaráttunni. Aftur á móti gaf Papandreu yf- irlýsingu skömmu fyrir kosn- ingarnar við blaðamann frá New York Times þar sem hann gaf til kynna að Grikkir myndu eiga betri samskipti við bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu og Evrópubandalaginu nú að loknum þessum kosningum. Stjórnmálasérfræðingar í Aþenu sögðu í dag, þegar úrslit- in benda til að PASOK fái 161 þingmann kjörinn af 300, að vinsældir Papandreus megi einkum rekja til þess að honum hafi tekizt að sannfæra grísku þjóðina um að heiður hennar og stolt „filotimo" hafo breyzt á valdatíma PASOKS. Hann hafi sannfært Grikki um að þeim hafi tekizt að halda hlut sínum og vel það gagnvart utlending- um, einkum Bandaríkja- mönnum. Mörgum þótti sem áhrif Bandaríkjamanna í Grikklandi væru í það mesta meðan Karamanlis og síðan Rallis voru við völd. Fréttaritari AP sagði í dag að hinn óbreytti almúgamaður í Grikklandi liti tvímælalaust svo á, að Papandreu hefði átt drýgstan þátt í að efla áhrif Grikklands á alþjóðavettvangi. „Við erum lítið land en okkur hefur tekizt að sýna að við get- um lagt fram okkar skerf til friðar og framfara þau ár sem Andreas hefur verið við völd í landinu," er haft eftir einum. Án efa er nokkuð til í þessari kenningu. En lýðhylli Papandre- us er og með ólíkindum og þó að allaghi hafi látið á sér standa, atvinnuleysi hafi vaxið og verð- bólga ekki náðst niður, er greini- legt að enn um sinn vilja Grikkir að Andreas Papandreu sé í for- svari í þjóðlífi þeirra. Skoðun mín er einnig sú að það sé betri kosturinn að PASOK fékk þo að minnsta kosti nægilega góða út- komu til að starfhæf ríkisstjórn — fræðilega séð ætti að vera í landinu næstu árin. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir AP Símamynd Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og George, sonur hans, sem situr á þingi, fagna úrslitum þingkosninganna á sunnudag. Grikkland: Fögnuður og undrun yfir kosningaúrslit- unum á sunnudag AUGLJÓST er af viðbrögðum fréttaskýrenda, bæði í Grikklandi og utan þess, að menn hafa gert ráð fyrir því að Andreas Papandreu forsætisráð- herra og PASOK flokkur hans myndu bíða mikið fylgistap í kosningunum á sunnudaginn. Sagt er í fréttum og frétta- ‘rásögnum af Papandreu hafi innið allt frá „sannfærandi" upp „stórsigur" og virðist PASOK k> hafa tapað að minnsta kosti jrettán þingmönnum, sem allir •jættust á Nýja lýðræðisflokk- inn. Á hitt ber að líta, að PAS- DK ætti að vera sæmilega traust i sessi þótt það hafi ekki náð hærri þingmannatölu og hefur tíu þingmönnum meira en flokknum var nauðsynlegt til að ná meirihluta. Þetta mun einnig valda því að þrátt fyrir að PASOK missti fylgi er ekki trúlegt að kommún- istar komist í þá valdaaðstöðu sem margir óttuðust fyrir kosn- ingarnar ef yrði mjög mjótt á mununum milli stóru flokkanna. Konstantin Misotakis, for- maður Nýja lýðræðisflokksins, flutti ávarp og viðurkenndi ósig- ur sinn seint í gærkvöldi. Hann sagði að viðbrögð PASOKS manna við kosningaúrslitunum væru að skipta þjóðinni i fylk- ingar. Eins og geta má nærri var Andreas Papandreu glaður og reifur, þegar hann ávarpaði hundruð þúsunda stuðnings- manna sinna sem söfnuðust að heimili hans í écc einu úthverfi Aþenu, til að votta honum fögn- Gerði njósnir að „ fjölsk yldumáli“ EMB/ETTISMENN í Washington eru ekki á einu máli um hve alvarleg- um skaða njósnarinn John A. Walker hefur valdið öryggi Bandaríkjanna, en ef áskanirnar á hendur honum reynast réttar má vera að hans verði minnzt fyrir það að hafa gert njósnir að „fjölskyldumáli“ Þrír meðlimir Walker-fjöl- skyldunnar hafa verið ákærðir fyrir njósnir og fjórði maðurinn — ekki úr fjölskyldunni en tengdur bandaríska sjóhernum eins og hinir þrír — kann að hafa unnið með þeim. „The New York Times" segir að fyrrverandi starfsmaður flot- ans, sem kallaður er „D“, hafi verið bendlaður við málið. Mað- urinn býr skammt frá Sacra- mento í Kaliforníu og er grunað- ur um að hafa smyglað leyni- legum gögnum frá Alameda- flugstöð flotans skammt frá Oakland í Kaliforníu. Blaðið segir að John Walker hafi fengið það starf hjá flotan- um að stjórna lygamælaprófun- um sjóliða, sem ákærðir voru fyrir slæma hegðun, og að það starf kunni að hafa gert honum kleift að komast yfir leynilegar upplýsingar. Árthur James Walker, bróðir Johns Walker, átti að mæta í bráðabirgðayfirheyrslu í dag í Norfolk í Virginíu. John Walker er 47 ára gamall fyrrverandi fjarskiptasérfræð- ingur úr flotanum. FBI telur að hann kunni að hafa njósnað fyrir Rússa síðan 1968. Sonur hans, Michael L. Walk- er, er 22 ára og var sjóliði á flugvélamóðurskipinu „Nimitz" þegar hann var handtekinn 22. maí. Bróðir Johns, Arthur, er fyrrverandi sjóliðsforingi og starfar hjá verktakafyrirtæki, sem annast verkefni fyrir bandaríska heraflann. „Ég þori ekki að lesa blöðin og sjá hverjir verða næst bendlaðir við málið,“ sagði yngri bróðir Johns, James, í Scranton í Pennsylvaníu. „Móðir mín svar- ar ekki í síma. Hún neitar að lesa nokkuð um syni sína.“ Bandaríski sjóherinn íhugar þann möguleika að kveðja John Walker og Arthur bróður hans aftur í flotann svo að hægt verði að leiða þá fyrir herrétt í stað þess að mál verði höfðað gegn þeim fyrir venjulegum dómstól- um. Þar með ætti bandaríska landvarnaráðuneytið hægara með að halda viðkvæmum upp- lýsingum leyndum. Caspar Weinberger land- varnaráðherra segir að málið sé alvarlegt. Aðrir hafa kallað það mesta njósnamálið um tíu ára skeið og ef til vill mesta njósna- mál í flotanum í mannaminnum. Enn aðrir segja að Michael Walker kunni að hafa haft að- gang að leyniskjölum, sem hafi verið fleygt, en háttsettir yfir- menn á herskipum eyði öllum viðkvæmustu leyndarmálum. Fyrrverandi pólskur stjórnar- erindreki, sem þekkir vel til njósastarfsemi Rússa, segir: „Það skiptir ekki máli hvers kon- ar upplýsingar þeir fengu frá þeim. Sú staðreynd að þeir höfðu mann þarna hafði geysimikla þýðíngu." Stjórnvöld segja að Walker- feðgar hafi stundað njósnir vegna ágirndar í peninga, en ekki haft mikið upp úr krafsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.