Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í iausasölu 30 kr. eintakið. Dregur að þingslitum ess er enn vænst að á síð- ustu dögum þingsins, sem ætlunin er að slíta fyrir 17. júní, fáist niðurstaða í ýmsum þeim málum, sem hafa verið efst á baugi í stjórnmálaum- ræðunum á þessum vetri. At- hyglisvert er, hve rík viðleitni er til þess á Alþingi þessa dag- ana að gera sem minnst úr ágreiningi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Fyrir skömmu var samþykkt sam- hljóða loðmolluleg tillaga um afvopnunarmál, sem allir þingflokkar segjast geta túlk- að sér í hag. Fulltrúar allra flokka hafa setið á rökstólum um það undanfarna daga, hvernig afla beri ríkissjóði tekna til að létta undir með skuldugum húsbyggjendum. Ágreiningur er ekki uppi um það, að leggja beri á nýja skatta í þessu skyni, heldur hvaða skatta og hve háa. Helst er deilt um þingmál, þar sem ákveðið hefur verið að flokks- böndin rofni, útvarpsmálið og bjórmálið. Líkur benda til að hvorugt þeirra mála hljóti lokaafgreiðslu fyrir þingslit. Á grundvelli samkomulags sem stjórnarflokkarnir gerðu með sér síðastliðið sumar og þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson kynntu 6. september hafa ver- ið samin lagafrumvörp er leiða myndu til margvíslegra breytinga, ef samþykkt yrðu. Þar ber hæst frumvarp um stjórn landbúnaðarmála og breytingar á Framkvæmda- stofnun og sjóðakerfinu. Margt bendir til þess að það takist ekki að afgreiða þessi frumvörp fyrir þingslit. Ástæðan er ekki sú, að stjórn- arandstaðan tefji fyrir fram- gangi þeirra, í raun tefur hún ekki fyrir neinu á Alþingi, heldur má rekja hæga af- greiðslu málanna til andstöðu í stjórnarflokkunum sjálfum. Frumvarp um að breyta Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélag var fellt í efri deild. Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, naut ekki einu sinni stuðn- ings allra flokksbræðra sinna. Líklegt er, að áform iðnaðar- ráðherra um að breyta Jarð- borunum ríkisins í hlutafélag með eignaraðild Reykjavík- urborgar nái ekki heldur fram að ganga. í kyrrþey sitja fulltrúar þingflokka á rökstólum um það, hvernig haga skuli regl- um um úthlutun þingsæta í samræmi við þá breytingu á kosningalögunum sem gerð hefur verið. Stærðfræðingar og reiknimeistarar eru kallað- ir á vettvang með tölvuút- skriftir og þingmenn kanna dæmi um skiptingu þingsæta á grundvelli flókinna formúla. Samkomulag hefur tekist um að misvægi skuli ríkja milli kjósenda eftir búsetu þeirra. Þetta er næsta óvenjulegt ástand og íhugunarefni, hvaða áhrif það hefur á stjórnmála- starf almennt í landinu. Ým- islegt bendir til þess að rík þörf þingmanna í öllum flokk- um til að semja innbyrðis um framgang mála dragi úr skörpum skilum á milli flokka í hugum kjósenda. Gangur þingmála ráðist svo mjög af lögmálum málamiðlunarinnar að þeir, sem utan þings eru, telji hugsjónum og flokks- stefnu fórnað. Enn eru nokkrir dagar til þingloka. Vafalaust dregur til einhverra tíðinda áður en langþráð sumarleyfi þing- manna hefst — en varla vegna hörkulegra átaka á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mestu skiptir að stjórnar- meirihlutinn ákveði, hvaða mál eiga að fá afgreiðslu. Fegrum borgina! Skilin eru skarpari milli stjórnar og stjórnarand- stöðu í borgarstjórn Reykja- víkur en á Alþingi. Undir for- ystu Davíðs Óddssonar, borg- arstjóra, hefur meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík beitt sér fyrir margvíslegum umbótum gegn andmælum vinstrisinna, sem eiga veru- lega undir högg að sækja. Þessa vikuna er þó sam- vinna allra flokka í borgar- stjórn Reykjavíkur um mál- efni, sem einnig ætti að sam- eina alla Reykvíkinga, það er fegrun borgarinnar. Víða er nauðsynlegt að taka til hendi í því efni og ætti fegrunarátak að vera árlegur viðburður í borgarlífinu. Fyrir skömmu beittu sam- tök íbúa í Breiðholti sér fyrir hreinsun þar um slóðir. Var þar vel að verki staðið. Færi vel á því að íbúar fleiri borg- arhverfa tækju Breiðhyltinga sér til fyrirmyndar nú í fegr- unarvikunni og brygðust með skipulegum hætti við samein- aðri hvatningu borgarstjórnar um að fegra borgina. Listasafn íslands: Stórkostleg málv erkagjö f — segir Dr. Selma Jónsdóttir forstöðu- maður um gjöf hjónanna Guðnýjar Elísdóttur og Finns Jónssonar „Það er stórkostlegt fyrir Listasafn íslands að fá þessa málverkagjöf,“ sagði dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands, um gjöf hjónanna Guðnýjar Elísdóttur og Finns Jónssonar, listmál- ara, en þau hafa ánafnað safn- inu öll verk Finns, sem eru í þeirra eigu eftir þeirra dag auk heiðurspeninga og annarra við- urkenninga sem Finnur hefur hlotið. Listasafnið hefur þegar fengið 209 verk, sem verða sýnd almenningi þegar safnið flytur í nýtt húsnæði við Frí- kirkjuveg. I gjafabréfi hjónanna segir: Við óskum þess að Listasafn íslands eignist og varðveiti öll verk Finns Jónssonar, sem eru í okkar eigu því við teljum þau þar best varðveitt bæði fyrir almenning að njóta þeirra og fræðimenn að rannsaka list- feril málarans." „Meðal þeirra verka sem safnið eignast eru öll fyrstu verk hans allt frá árum hans í Þýskalandi auk annarra verka, sem spanna allan listferil hans allt frá byrjun," sagði Selma. nÉg á í raun engin orð til að lýsa þýðingu gjafarinnar fyrir safnið. Hún er gefin af mikilli rausn og miklum velvilja í garð þess og er safninu ómet- anleg.“ Finnur Jónsson listmálari Minnisvarði um Eirík Hjartarson afhiÚDaður í TILEFNI aldarafmæiis Ei- ríks Hjartarsonar, sem árið 1929 hóf trjárækt í grasa- garðinum í Laugardal í Reykjavík, hafa ættingjar Eiríks nú látið reisa minnis- varða um hann í grasagarðin- um. Minnisvarðinn var af- hjúpaöur sl. iaugardag af ætt- ingjum Eiríks, að viðstödd- um borgarstjóra, ýmsum borgarfulltrúum, starfsmönn- um grasagarðsins o.fl. í aldarfjórðung sátu þau Ei- ríkur og Valgerður Halldórs- dóttir kona hans á bújörð sinni, sem þau nefndu Laugardal, og öll kvosin milli Álfheima og Sundlaugavegar hefur nú dregið nafn af, að sögn Hafliða Jóns- sonar, garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar. Athöfnin í grasagarðinum á laugardag hófst með því að Hjörtur, sonur Eiríks, minntist föður síns. Þvínæst afhjúpaði Valgerður, dótturdóttir Eiríks, sem búsett er í Mexíkó, aflijúpaði minnisvarð- ann. Við hlið hennar stendur Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar. Valgerður, dótturdóttir Eiríks, sem nú er búsett í Mexíkó, minnisvarðann sem er steypt lágmynd eftir Ragnar Kjart- ansson. Að síðustu ávarpaði borgarstjóri, Davíð Oddsson, gesti og þakkaði ættingjum Ei- riks fyrir hinn veglega minnis- varða, sem nú er í varðveislu Reykjavíkurborgar. Hjörtur Eiríksson, sonur Eiríks, minntist föður sfns. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNl 1985 31 MorgunblaftiA/ÖI.K.M. Borgarstjóri, Davíð Oddsson, ásamt Magnúsi L. Sveinssyni og Sjöfn Sigur- björnsdóttur. Borgarráðsmenn gera hreint í Oskjuhlíðinni FEGRUNARVIKA í Reykjavík hófst sl. laugardag með því að borgar- stjóri, Davíð Oddsson, borgarráðs- menn og starfsmenn hreinsunar- deildar borgarinnar komu saman í Öskjuhlíð kl.14 og hófu þar hreins- un. Gerður Steinþórsdóttir, formað- ur fegrunarnefndar Reykjavíkur, sem gengst fyrir átakinu, sagði í samtali við blm. að borgarbúar hefðu verið mjög iðnir við að þrífa og taka til í görðum sínum um helgina. Hefðu þeir jafnvel brugð- ist enn betur við en gert hefði ver- ið ráð fyrir. Síminn hefði vart þagnað hjá hreinsunardeild borg- arinnar og sama hefði verið upp á teningnum hjá Hafliða Jónssyni, garðyrkjusjóra borgarinar, en hann veitir fólki ráðgjöf varðandi gróður og ræktun á meðan hrein- gerningarvikan stendur yfir. Kvaðst Gerður vona að borg- arbúar yrðu ekki aðeins duglegir við að fegra og gera hreint á með- an að fegrunarvikan stæði yfir, heldur héldu þeir uppteknum hætti. Öðruvísi væri ekki hægt að halda borgini hreinni. Reykjavíkurborg á tvö hundruð ára afmæli á næsta ári, nánar til- tekið 18. ágúst, og gengst fegrun- arnefnd Reykjavíkur fyrir þessari fegrunarviku nú í tilefni afmælis- ins. Áður en fegrunarvikan hófst fóru menn að tilhlutan fegrunar- nefndarinnar um borgina og hugðu að frágangi og umgengni við hin ýmsu hús og fyrirtæki. í lok fegrunarvikunnar verður aftur svo farið um borgina og árangur- inn kannaður. Þess má að lokum geta að ráðgert er að gera sams- konar átak í Reykjavik næsta vor. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari Stofnaður styrktarsjóður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Stofnaður hefur verið Styrkt- arsjóður listasafns Sigurjóns Ólafssonar, en safnið var form- lega stofnað 1. desember 1984. Að stofnun safnsins stóð kona Sigur- jóns, Birgitta Spur, en í hennar eigu eru 160 verk sem Sigurjón lét eftir sig. „Það er ekki á eins manns færi að bera ábyrgð á og reka svo stórt safn, enda vart til þess ætlast,“ sagði Birgitta er blaða- maður ræddi við hana símleiðis í gær. í því augnamiði að kynna sjóðinn fer Birgitta af stað með sýningu þann 8. júní í Listasafni Alþýðu þar sem sýnd verða 20 yngstu verk Sigurjóns. Kallar hún sýninguna Sigurjónsvöku og verða Ijóðskáld, tónlistarfólk og leikarar með dagskrár í tengslum við vökuna. Birgitta hefur einnig ráðist í að gefa út bók sem verður til sölu á sýning- unni. Er þar að finna skrá og Ijósmyndir af flestum þeim verkum sem í eigu hennar eru, æviágrip Sigurjóns í máli og myndum, viðtal auk greina sem skrifaðar eru af Kristjáni Eld- járn og Thor Vilhjálmssyni. Bókin er 240 síður og hefur að geyma yfir 200 ljósmyndir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Skæruliðar undir eftirliti í Hondúras FORSETI Hondúras, Roberto Suazo Cordova, hefur verið í Washington og rætt við Ronald Reagan forseta í von um að fá formlegt loforð um að Bandaríkin skerist í leikinn, ef til styrjaldar kemur við Nicaragua. Hann fékk ekki slíkt loforð, en í þess stað ítrekaði Reag- an forseti stuðning Bandaríkj- anna við öryggi Hondúras á grundvelli loforðs í samningum um að Bandaríkjamenn verji Hondúras gegn innrás. Uggur stjórnarinnar í Hond- úras mun ekki hvað sízt eiga rætur að rekja til þess að Banda- ríkjaþing neitaði að veita skæru- liðum frá Nicaragua aðstoð. Re- agan fullvissaði Suazo um að þingið kynni að samþykkja fljótlega að veita skæruliðum aðra aðstoð en hernaðarlega að upphæð 14 milljónir dala. Hondúras hefur mikla þýð- ingu fyrir stefnu Bandaríkja- manna gagnvart stjórn sandin- ista í Nicaragua. Bandaríkja- menn stunda nær stöðugar her- æfingar í Hondúras og landið er nær algerlega háð þeim efna- hagslega. Bandaríkjamenn þjálfa herinn í Hondúras og veita landinu 62,4 milljónir doll- ara í hernaðaraðstoð á þessu ári. Um 1.200 bandarfskir her- menn eru í herstöð í Palmerole í Mið-Hondúras. Þaðan fara þeir í ferðir um landið til að taka þátt í heræfingum og afla hernaðar- legra upplýsinga. Þeir hafa gætt þess vandlega að dragast ekki inn í átökin. Fjölmennasti hópur skæru- liða, sem berjast gegn sandínist- um, hefur bækistöðvar sínar í Hondúras, og stundar aðgerðir sínar þaðan. Spennan á landa- mærunum hefur aukizt til muna að undanförnu og aðstaða skæruliðanna hefur versnað. Herinn í Hondúras hefur tekið upp nýtt eftirlit með skæruliðum til þess að reyna að draga úr átökum þeirra og hermanna sandínista á landamærunum. Yfirmenn í Hondúrasher hafa látið í ljós ugg um að stuðningur þeirra við skæruliða hafi aukið Ííkur á átökum við Nicaragua. Flestir skæruliðar hafa yfir- gefið aðalbúðir sínar, Las Vegas í E1 Paraiso-héraði, rúmlega sex km norður af landamærunum, aðallega vegna þess að yfirvöld í Hondúras vildu að þeir færðu sig lengra frá landamærunum, en einnig vegna þess að þeir komust sjálfir að þeirri niðurstöðu að of erfitt væri að verjast stórskota- árásum sandínista i búðunum. Síðan hópum skæruliða var breytt í rúmlega 12.000 manna skæruliðaher 1982—83 með að- stoð CIA hefur Hondúrasher hjálpað þeim um aðdrætti, við- hald og flutninga. Þessi aðstoð hefur verið mjög mikilvæg og búðirnar á landamærunum hafa verið mikilvægir hvíldarstaðir skæruliða. Aukið eftirlit Hondúrashers og skipun hans um að skæruliðar færi sig frá landamærunum hef- ur vakið ugg Bandarikjamanna um að þetta geti veikt baráttu skæruliða. Þó mun eftirlitið hafa það í för með sér að samstarfinu verði hætt. Það virðist fremur þjóna þeim tilgangi að draga úr hættunni meðfram landamær- unum og sýna að herinn geti var- ið kaffiplantekrur og lítil sveita- þorp á þessum slóðum. Áður en Hondúrasher lét til skarar skríða höfðu átökin með- fram landamærunum harðnað Frá fallhlífaæfingum Hondúras- manna og Bandaríkjamanna. verulega. Skömmu áður höfðu sandinistar gert óvenjuharðar stórskota- og flugskeytaárásir á nokkrar búðir skæruliða og sent herflokk yfir landamærin til að veita skæruliðum eftirför. Allt að 1.000 Hondúrasbúar urðu að flýja þorp sín vegna stórskota- árásarinnar. Traust borgara á hernum hef- ur beðið hnekki vegna þess að hann hefur ekki skakkað leikinn þegar í odda hefur skorizt á landamærunum. Hondúrasher- menn hafa oft orðið að berjast við hermenn sandínista, en hafa ekki getað komið í veg fyrir að þeir ráðist yfir landamærin. Það hefur háð hernum að hann á ekki nógu margar þyrlur til að flytja hermenn, auk þess sem skortur er á landakortum og samgöngur eru slæmar. Hondúrasmenn hafa góðan flugher, sem Bandaríkjamenn þjálfa og er búinn frönskum, bandarískum og brazilískum flugvélum, en hann hefur verið tregur til að senda flugvélar til fjallasvæðanna á landamærun- um. Flugmennirnir eiga ekki kort af svæðinu og hafa imigust á herflokkum sandínista, sem eru vopnaðir sovézkum loft- varnaeldflaugum af gerðinni SAM-7. Auk þess óttast Hondúr- asmenn að það geti haft innan- landsumrót í för með sér ef bar- dagarnir breiðast út. Yfirvöld í Hondúras hafa ekki viljað gera of mikið veður út af því að sandínistar hafa farið yfir landamærin, þar sem þau geta ekki haft taumhald á þeim og eiga erfitt með að viðurkenna það. Skæruliðar frá Nicaragua hafa sagt frá 80 bardögum i fyrra helmingi maí, sem er veru- leg aukning miðað við fyrri ár. Sandínistar hafa sagt frá því að 60 sinnum hafi komið til átaka á sama tíma og að um 90% þeirra 10—15.000 skæruliða, sem hafa herjað á landamærunum, eða um 4.000 menn, hafi verið hrakt- ir inn í Hondúras. Sendiherra Bandaríkjanna í Nicaragua hefur tekið undir þetta og segir að sandínistar hafi hrakið þá flesta yfir landa- mærin til Hondúras, en „gagn- byltingarstarfsemi” sé enn stunduð á nokkrum svæðum í Nicaragua. Sandínistar segja að sam- kvæmt talningu þeirra hafi 1.200 skæruliðar fallið og særzt á und- anförnum tveimur mánuðum. Skæruliðar eiga því mjög í vök að verjast um þessar mundir. Síðan þeir voru reknir frá búð- um sínum hjá landamærunum hafa þeir dreift sér á frumskóg- asvæði í norðaustri. Það hefur alltaf háð þeim að þeir hafa átt erfitt með að útvega skotfæri og aðrar vistir og dreifa þeim. Þess- ir erfiðleikar þeirra hafa aukizt síðan þeir yfirgáfu búðirnar. Auk þess sem sandínistar hafa flutt stórskotalið til landamær- anna hafa þeir þjálfað sérstakar sveitir í landamæravörzlu. Þeir hafa einnig komið fyrir jarð- sprengjum hjá landamærunum til þess að koma í veg fyrir að skæruliðar komi aftur til Nicar- agua. Jarðsprengjurnar eru sov- ézkar og nokkrar hafa fundizt Hondúrasmegin landamæranna. Fyrr í þessum mánuði var flugher Hondúras beðinn að hjálpa fiskibát, sem varðskip frá Nicaragua hafði ráðizt á í land- helgi Hondúras. Þotur flughers- ins réðust á varðskipið og seinna var viðurkennt í Managua að því hefði verið sökkt. Nicaragua hefur lagt til að Contadora-ríkin (Mexíkó, Pan- ama, Venezúela og Kólombía), sem reyna að finna friðsamlega lausn á deilumálunum í Mið- Ameríku, sendi nefnd til að rannsaka átökin á landamærum Nicaragua. Hondúras hafnaði tillögunni, en vill að komið verði á eftirliti á landamærunum þeg- ar friður hafi verið saminn. Herinn í Hondúras hefur tölu- verð afskipti af stjórnmálum landsins og leysti tveggja mán- aða stjórnlagadeilu stjórnmála- flokka og verkalýðsfélaga þegar Suazo forseti var í Washington. Samkomulag mun hafa náðst i grundvallaratriðum áður en for- setinn fór þangað. Samkomulagið verður til þess að hæstiréttur verður endur- skipulagður með þeim afleiðing- um að frambjóðendur ótal flokksbrota geta boðið sig fram í kosningum í nóvember. Deilan leiddi til þess að hætta lék á því að herinn tæki völdin, en það hefði veikt stöðu Bandaríkja- manna. Deilan hófst vegna þess að Ramon Valladares var handtek- inn fyrir landráð þegar þjóð- þingið skipaði hann forseta hæstaréttar til að hnekkja valdi Suazo forseta. Pólitískir and- stæðingar forsetans og verka- lýðsfélög vildu koma í veg fyrir að Suazo veldi eftirmann sinn og neyddi þjóðina til að samþykkja valið. Verkalýðsfélög hótuðu allsherjarverkfalli. En deilan leystist rétt áður en forsetinn kom frá Washington án þess að fá formlega tryggingu gegn inn- rás sandínista og Valladares verður látinn laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.