Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Jón Ólafur mundsson - Feddur 10. nóvember 1927 Dáinn 26. maí 1985 I dag verður kvaddur frá Foss- vogskirkju Ólafur Guðmundsson frá Hvanneyri. Hann var kallaður til ferðar með skömmum fyrir- vara, hrifinn á brott úr miðju starfi, aðeins tæplega fimmtíu og átta ára að aldri. Jón Ólafur, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykja- vík 10. nóvember 1927, sonur heið- urshjónanna Ragnhildar ólafs- dóttur frá Brimnesgerði við Fá- skrúðsfjörð og Guðmundar Jóns- sonar frá Torfalæk, síðan kennara og skólastjóra á Hvanneyri. Þang- að flutti Ólafur með foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1946, en hélt síðan til náms við Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1949. Að því loknu hóf hann nám við fram- haldsdeildina á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðikandiatsprófi vorið 1951. Ekki lét ólafur þar við sitja heldur hélt til sérnáms í búvéla- fræði við landbúnaðarháskólann í Ultuna í Svíþjóð, sem hann stund- ^ aði árin 1951—1953. Er heim kom, tók hann við starfi framkvæmda- stjóra verkfæranefndar ríkisins, er hann hafði með höndum til árs- ins 1966, að starfi nefndarinnar var breytt með lögum um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. Varð þá til bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri, sem Ólafur veitti for- stöðu allt til dauðadags. Jafn- framt þessum starfa annaðist Ólafur stundakennslu í sérgrein sinni við allar deildir Hvanneyr- "> arskóla fram á síðari ár. Ólafur kvæntist árið 1952 Sigur- borgu Ágústu Jónsdóttur frá Gestsstöðum í Strandasýslu. Bjuggu þau lengi á Hvanneyrar- stað, en fluttu síðan að Báreks- stöðum, skammt innan við Hvann- eyri, þar sem fjölskyldan hefur rekið búskap í tómstundum sín- um. Þau Ólafur og Sigurborg eign- uðust fimm börn, en þau eru: Ragnhildur Hrönn, fóstra og hús- móðir í Borgarnesi, gift Oskari Sverrissyni, trésmið, þau eiga 2 börn: Jón, búfræðingur og iðn- nemi, ókvæntur; Guðbjörg, hús- freyja að Oddsstöðum í Lundar- reykjadal, gift Sigurði Oddi Ragn- ^ arssyni, bónda, þau eiga 2 börn; Guðmundur, búfræðingur og vélsmiður, unnusta hans er Guðný Halla Gunnlaugsdóttir, búfræð- ingur. Yngst er Sigríður Ólöf, ógift í foreldrahúsum. Þetta er aðeins upptalning á nokkrum æviatriðum Olafs Guð- mundssonar. Sá sem þessar línur ritar, átti því láni að fagna, að eiga samleið með ólafi í liðlega tuttugu ár. Minningar frá þeim tíma leita á hugann, nú þegar leið- ir skilja um sinn. Ólafur hlaut eins og bræður hans tveir, Sigurður, skólastjóri Heiðarskóla í Borgarfirði, og Ás- geir, áður skólastjóri, en nú for- stöðumaður Námsgagnastofnun- ** ar, óvenju ríka hæfileiká í vöggu- gjöf, sem myndarlegt heimili for- eldra þeirra leiddi til mikils þroska. Ekki flíkaði Ólafur þess- um hæfileikum. Framganga hans öll einkenndist af stakri hógværð og kurteisi. Það varð því fyrst við lengri kynni, að samferðamönnum urðu ljósir hæfileikarnir, sem á bak við bjuggu. Veröld Ólafs Guðmundssonar í daglegu starfi spannaði tvo heima, þótt á milli þeirra lægju margir þræðir. Annar þeirra var veröld fræðimannsins, en hin veröld tón- Hstarinnar. Má segja, að í hvorri þeirra skilji Ólafur nú eftir ævi- starf, þótt enn hafi nokkrar stund- ir lifað vökunnar. Sem fræðimaður í liðuga þrjá áratugi lagði Ólafur grundvöll að íslenskum bútæknifræðum. Próf- un búvéla og ýmsar tilraunir með ~ r tæki, áhöld og vinnubrögð komu í hlut hans. Með rannsóknaniður- Guð- - Minning stöðum sínum, ráðgjöf og kennslu hafði hann mikil áhrif á fram- vindu þessarar greinar búvísind- anna, sem hikstalaust má fullyrða að hafi haft mest áhrif á þróun íslensks landbúnaðar hin síðari árin. Eftir Ólaf liggur mikið ritað efni, sem vitnar um nákvæmni, elju og hógværð vísindamannsins, en líka um þátt, sem nú gerist æ fátíðari á þeim vettvangi, nefni- lega stíl og málfar, sem unun er að lesa. Fyrir þessu tvennu hafði Ólafur óvenju næmt auga, og sagði þar bæði til sín eðli lista- mannsins og öguð vinnubrögð. Ólafur smíðaði fjölmörg nýyrði á sviði bútækninnar, sem mörg hver tilheyra nú daglegu orðfæri bændafólks. Engin leið er að gera sér grein fyrir því starfi sem fræðimaður- inn Ólafur Guðmundsson lætur nú eftir sig, en það mun seinni tima viðfangsefni. Ekki má þó láta hjá Hða, að minnast verka hans við prófun nýrra búvéla. Það er í eðli sínu afar erfitt viðfangsefni, m.a. vegna þess, hve sterkir hagsmunir geta þar tekist á. Skrifaranum er þó fullkunnugt um, að án undan- tekninga leysti Ólafur það verk þannig, að hann ávann sér traust og virðingu þeirra, sem hlut áttu að máli. A þessu sviði, sem og öðr- um bútæknirannsóknum, munaði öllu um persónulega hæfileika Ólafs, því rannsóknaaðstaða, sem hann starfaði við, var lengst af og er enn takmörkuð á flesta grein. Önnur veröld Ólafs Guðmunds- sonar stóð í heimi tónlistarinnar. Á því sviði bjó hann yfir ríkum hæfileikum, sem hann fékk að þroska með sér í foreldrahúsum, en síðar með tónlistarnámi. Oft mátti á Ólafi heyra, að hann hefði kosið meira skólanám á þessu sviði og rýmri tíma til æfinga. Ólafur var eftirsóttur hljómlistar- maður. Á yngri árum og raunar allt fram til síðustu dægra, lék hann fyrir dansi með dragspili sínu. Hvanneyrarkirkju hafði hann þjónað sem organisti í þrjá- tíu ár. Þar hélt hann uppi óflugu söngstarfi. Við bændaskólann starfaði Ólafur og að söngmálum. Vetur hvern þjálfaði hann kór skólans, framan af árum karla- kóra og kvartetta, en með breytt- um tímum blandaðan kór. Söng- starf ólafs við skólann mótaði eins konar kjölfestu í félags- og skemmtanalífi þar. Hver árshátíð skólans hafði til dæmis til margra ára hafist með söng skólakórsins undir stjórn Ólafs. Ólafur var kennari við Tónlist- arskóla Borgarfjarðar og skóla- stjóri þess skóla um tíma. Þar stu- ddi hann marga hin fyrstu skref á braut tónlistarinnar. Allt þetta tónlistarstarf vann Ólafur af nákvæmni, ósérhlífni og einstakri þolinmæði. Takmarkaða getu iðkenda lét hann ekki koma sér úr jafnvægi, heldur endurtók með hógværri festu, uns viðunandi leikni var náð. Hvert atriði var slípað þar til hinn rétti blær var kominn. Gilti þá einu hvort flytja átti alvarlegt kórverk í guðshúsi, ellegar dægurflugu i danssal. Virðingin fyrir viðfangsefninu og krafan um nákvæmni viku aldrei, eðli listamannsins var leitin að hinum hreina tóni. Þannig var Ólafur fyrirmynd, sem seint mun gleymast. Grun hefur skrifarinn um, að stærstu stundir Ólafs hafi verið við hljómgóðan flygil, þegar hann laðaði fram létta tónlist, gjarnan með sveifluívafi. Ég veit, að það eru margir, sem geta spilað á pí- anó og flygil, en hinir eru færri, sem leikið geta á þessi hljóðfæri — miklu færri. Ólafur var hins vegar einn þeirra. Ég heyri enn hljómana hans, breiða og fyllta svo að hvergi virðist þar smuga fyrir viðbót fallandi í skorður við létta hrynjandi. Leitin að full- komnun hvatti hann áfram. Ég minnist vordags fyrir mörgum ár- um, er við ölafur komumst á hljómleika Tríós Oscars Petersons í Reykjavík, en á Peterson hafði Ólafur sérstakt dálæti. Meðan á leik meistarans stóð, sat ólafur bergnuminn. Hann reyndi að lýsa hrifningu sinni, en kom ekki orð- um að henni. Á heimleið virtist Ólafur í öðrum heimi, en svipur- inn leyndi því ekki, að í huga hans braust mikið um. Er heim kom, var Ólafur ekki í rónni fyrr en hann hafði sest við píanóið og elt uppi nokkra af hinum sérstæðu hljómum, sem meistarinn Peter- son hafði slegið fyrr um kvöldið. ólafur gladdist með einlægni barnsins yfir því að hafa þannig aukið kunnáttu sína. Nokkuð fékkst Ólafur við út- setningar fyrir kóra og kvartetta, en líka fyrir hljómsveitir. Þessar útsetningar fór hann hljóðlega með. Margar þeirra voru gerðar á staðnum, en síðari árin gaf hann sér meiri tíma til þeirra, sem og að skrifa þær niður, svo aðrir fengju einnig notið þeirra. Allar bera þær glögg höfundareinkenni, mýkt, hógværð, en mikla breidd, ef grannt er skoðað, þar sem reyn- ir a næmi og getu flytjenda. Heimarnir tveir, sem hér voru nefndir, gátu oft numið saman með þægilegum hætti í fari ólafs. Ég minnist sumranna sem hjálp- armaður hans við bútæknitilraun- ir, þegar hann átti það til að kalla mig með sér út í Hvanneyrar kirkju að dagsverki loknu. ólafur hóf að leika á orgelið, ég hlustaði hugfanginn, þreytan rann úr bein- um, tónarnir hófu okkur yfir hið daglega amstur, gljáandi traktor og nýreynd búvél úti á hlaði urðu skoplitlir smámunir hjá þeirri fegurð, sem tónarnir Ólafs í bland við geisla hnígandi sólar fylltu litla guðshúsið með. Nú hefur harpa ólafs Guð- mundssonar frá Hvanneyri hljóðnað, en endurómurinn, sem hún vakti, verður ekki kveðinn niður. Hann mun bærast í huga þeirra, sem ólafi kynntust og áttu hann að leiðtoga, félaga og vini. Skrifarinn átti því láni að fagna að vera lærisveinn ólafs í báðum þeim heimum, sem hann tilheyrði. Þótt langur vegur skildi okkur að í getu, lét hann það aldrei koma fram. Af hógværð var veitt leið- sögn, gjarnan í spurningarformi, því fyrirskipanir voru ekki háttur hans. Árangur varð þó ekki minni fyrir það. Þessar línur eru orðnar margar og raunar þyrftu þær að vera fleiri. Ólafur vann verk sín án fyrirgangs, og eiginlega í kyrrþey. Því fóru þau framhjá mörgum, en þeirra mun sjá stað, nú, er krafta hans nýtur ekki lengur við. Eftir situr skarð, sem seint mun verða fyllt. Ólafur er kvaddur með virðingu og þakklæti, en þungum sóknuði þeirra, sem til hans þekktu. Úr mínu húsi eru færðar dýpstu sam- úðarkveðjur: eiginkonu hans Sig- urborgu Ágústu, er bjó honum og mannvænlegum barnahópi þeirra myndarlegt heimili, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum, ennfremur eftirlifandi bræðrum og kjörsystur, svo og fjölskyldum þeirra, og loks öldruð- um föður, er sér nú á bak kærum syni. Megi hHómurinn, sem Ólafur vakti með mannkostum sínum og ævistarfi og nú ómar að honum gengnum, verða þeim öllum hugg- un og styrkur í gegnum dimm dægur. Guð blessi minningu Jóns ólafs Guðmundssonar frá Hvanneyri. Bjarni Guðmundsson Þegar okkur barst andlátsfregn Ólafs Guðmundssonar á hvíta- sunnudag var sem ský drægi skyndilega fyrir sólu og engu lík- ara en tilveran breytti snögglega um svip. Á slíkum stundum vakna ósjálfrátt ýmsar spurningar og manni verður spurn; af hverju var einmitt hann kallaður burt á besta aldri frá ástvinum, félögum og starf i sem hann vann að af heilum huga? Fátt verður um svör en hlýða verður dómi almættisins í þessum efnum sem öðrum. Með þessum fáu orðum langar mig til að minnast ólafs sem starfsfélaga og yfirmanns, en okkar starfsvettvangur hefur ver- ið samofinn síðastliðinn áratug. Ungur að árum tók Ólafur að sér að veita forstöðu rannsóknum á sviði bútækni en á þeim timum átti sér stað bylting i tæknivæð- ingu íslensks landbúnaðar. Það var því vandasamt og krefjandi starf að móta skipan þeirra mála. Þá sem og ávallt nutu sín vel hæfi- leikar hans sem vísindamanns og stjórnanda. Þar fóru saman yfir- gripsmikil þekking og næmt skyn I fyrir öllum nýjungum og á hvern I hátt mætti virkja þær í þágu ís- lensks landbúnaðar. Við öll sín störf vann Ólafur af nákvæmni og skarpskyggni og einstakri ósér- hlífni svo að vinnudagurinn varð oft á tíðum langt umfram það sem hæfilegt getur talist. Að loknum löngum vinnudegi við fræðistörf hlóðust svo á hann umsvifamikil félagsstörf einkum á sviði tónlist- armála. Á sviði landbúnaðarránnsókna liggur geysimikið og verðmætt starf eftir Ólaf, bæði við stjórnun- arstörf og í rituðu máli. Honum veittist auðvelt að koma fræði- legum niðurstöðum á vandað mál enda næmi hans á meðferð móð- urmálsins einstaklega gott. Ólafur var ekki einn af þeim mönnum sem láta berast mikið á eða fara um með hávaða. Fram- koma hans einkenndist af hóg- værð og látleysi og tillitssemi við sitt samstarfsfólk. Af þessum ástæðum var Úlafur afar farsæll stjórnandi enda einstaklega ljúfur og hjálpsamur í allri umgengni. Undirritaður er einn þeirra fjöl- mörgu nemenda frá Hvanneyr- arskóla sem fengu að njóta leið- sagnar hans bæði á sviði fræði- starfa og við kórstörf. Slík leið- sögn er vandasöm en ólafi var einstaklega lagið að hafa jákvæð og mótandi áhrif á ungt fólk og mun margur nemandinn hafa fengið dýrmætt veganesti frá Ólafi þegar lífsstarfið tók við eftir glaðvær skólaár. Á Hvanneyri ól Ólafur nær all- an sinn aldur og hafði mikil og jákvæð áhrif á okkar litla samfé- lag, bæði félagslega og fræðilega. Fyrir það ber okkur sérstaklega að þakka. Með Ólafi er genginn góður drengur sem skilur eftir sig bjart- ar og góðar minningar. Með þessum fátæklegu orðum viljum við fjölskyidan þakka ólafi samferðina á okkar vegferð. Við vottum eiginkonu, börnum, föður og öðrum vandamönnum, okkar dýpstu samúð. Grétar Einarsson Ólafur, en svo var hann kallað- ur, ólst upp á heimili foreldra sinna, Guðmundar Jónssonar skólastjóra á Hvanneyri og konu hans, Ragnhildar ólafsdóttur. Guðmundur er Húnvetningur að ætt og uppruna en Ragnhildur var Austfirðingur, ættuð úr Fá- skrúðsfirði. Ragnhildur dó fyrir nokkrum árum en Guðmundur lif- ir við góða heilsu og er sístarfandi. Gott hefur verið fyrir Ólaf að al- ast upp með bræðrum sínum á fal- legu menningarheimili hjá góðum foreldrum. Það var ætíð gaman að koma á heimili Guðmundar og Ragnhild- ar. Mörínum, sem þangað komu, var tekið með hlýju og elskusemi og fóru þaðan hressir í huga og ánægðir. Ólafur stundaði framhaldsnám í búvélafræði við búnaðarháskól- ann í Ultuna í Svíþjóð eftir að hafa lokið kandidatsprófi frá Hvanneyri 1951. Að námi loknu hóf hann störf á vegum verkfæra- nefndar. Starfsemi verkfæranefndar lá niðri árin 1950—1953 en 1954 var á fjárlögum veitt nokkurt fé til nefndarinnar og hún skipuð að nýiu. Ólafur réðst sem starfsmaður nefndarinnar þá um vorið og vann aðallega að vinnuathugunum til að byrja með, samanburð? á hey- vinnuaðferðum svo og samanburði á sláttuvélum o.fl. Bráðlega var svo hafizt handa um prófun bú- véla og rannsóknir á ýmsum tækninýjungum. Fjárveitingar til starfseminnar voru heldur af skornum skammti og ekki voru allir búvélainnflytjendur reiðu- búnir til þess framan af að senda vélar og verkfæri til prófunar. Nefndin naut þó mikillar vel- vildar skólastjóra og kennara á Hvanneyri að ógleymdum ráðs- manninum Guðmundi Jóhannes- syni. Einnig var oft leitað til ein- stakra bænda um aðstöðu til próf- ana og vinnuathugana. Sumir búvélasalar áttuðu sig strax, aðrir síðar, á þýðingu þess, að vélar væru prófaðar áður en byrjað væri að selja þær bændum og ekki voru mörg ár liðin unz svo til allar vélar voru sendar að Hvanneyri til prófunar áður en al- menn sala á þeim hófst. Bændur hafa kunnað vel að meta þessa starfsemi og fara að miklu leyti eftir niðurstöðum prófana, þegar þeir velja sér vélar. Sá þáttur starfsins, sem olli því, að sumar vélar voru aldrei seldar íslenzkum bændum, er ekki þýð- ingarminnstur. Þess eru allmörg dæmi, að hætt hefur verið við inn- flutning og sölu véla eftir að próf- un þeirra á Hvanneyri hefur leitt í ljós, að þær hentuðu ekki við að- stæður hér á landi. Með því hafa bændum og innflytjendum sparast allnokkur útgjöld og vandræði. Með lögum frá 1965 var verk- færanefnd lögð niður en starfsemi á vegum hennar færð undir hina nýju bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri. Starfsemin breyttist ekkert í eðli sínu við þessa skipan en jókst allverulega með árunum. Margir undruðust, hve mikið lá eftir ólaf. Á hverju ári eru marg- ar vélar prófaðar og margar vinnuathuganir og rannsóknir gerðar og alltaf koma út skýrslur um niðurstöður rannsóknanna jafnóðum og þeim er lokið. Starfsmenn sams konar rann- sóknastofnana í öðrum löndum eiga erfitt með að trúa því, að svo fáir starfsmenn geti afkastað svo miklu. Ólafur var framan af einn við prófanirnar en fékk þó fljót- lega að ráða sér aðstoðarmann yf- ir sumarmánuðina. Hjá bútæknideild hefur alltaf verið fáliðað. Á seinni árum hafa að jafnaði starfað þar 3 menn. Það er ekki sízt lipurð og prúð- mennsku ólafs að þakka, hve gott samstarf hefur tekizt við búvéla- sala og afköst bútæknideildar byggjast á fádæma elju og vinnu- semi Ólafs og samstarfsmanna hans, en með honum starfáði ein- valalið. Skýrslugerð um búvélaprófanir er vandaverk þar sem hvorki má segja of eða van. Sumir hafa kvartað yfir því, að prófunar- skýrslurnar séu ekki nógu afger- andi, ekki sé tekið nógu sterkt til orða. Venjulega stafar slík gagn- rýni af því, að menn hafa ekki les- ið skýrslurnar til hlítar, aðeins lesið niðurstöðurnar. Mér finnst Ólafi hafa tekizt í prófunarskýrsl- unum að segja allt, sem máli skipti án þess að á nokkurn mann eða nokkra vél væri hallað. Ég hef gerzt alllangorður um störf Ólafs hjá verkfæranefnd og síðar bútæknideild en langt er frá, að það sé öll hans starfssaga. Ólafur kenndi búvélafræði í bændaskólanum og í framhalds- deildinni á Hvanneyri árum sam- an með starfi sínu hjá verkfæra- nefnd. Þá stundaði hann einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.