Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Fyrirliggjandi í birgðastöð Sudufíttín« Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 J~L C233ZZZZZXZZzJ Té Stærðir: 1” - 10” Beygjur SINDRA STALHF Borgartuni 31 sími 27222 ~ * Stálgrmdur þar sem mikils styrks og oryggis er óskoð. Vandaóur og viðhaldslitill frágangur Allir fylgihlutir frá Adronit flytjum inn frá Adronit Werk, Þýskalandi, vandað girðingaefni og hlið og allt sem til þarf. Adronit kerfið er mjög umfangsmikið og vekja þrjú atriði mesta athygli: Fjöldi valmöguleíka, auðveld uppsetning og mikil endíng — bæði hvað varðar hnjask og tæringu. Og útlitið er vissulega við hæfi vel rekins fyrirtaekis eða stofnunar. Utlit lóðar ber vitni um starfsemina innan dyra. SINDRA STALHF VELGIRT Öflug hlið fyrir alla umferð Einnig rafknúm Hátt net ásamt V-laga öryggisbúnaði. Grmdverk úr áli eða stáli Skiþulagnmg og stjórnun umferðar Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222 flttrpmMafoilr Askriftarsíminn er 83033 Guðmunda Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 17. maí 1897 Dáin 24. maí 1985 Það þykja sjálfsagt ekki mikil tiðindi í hinum stóra heimi þótt öldruð kona ljúki tilveru sinni hér, en samt er það þó svo, að ónota- lega bregður manni við, þegar slíkt á sér stað, eða svo fór fyrir mér, þegar mér var tilkynnt and- lát móðursystur minnar að kveldi hins 24. þ.m. Munda hafði verið sjúklingur á Landakotsspítala við hrakandi heilsu síðastliðin 4 ár, fyrst þol- anlega sjálfbjarga, en síðustu árin alveg rúmliggjandi. Guðmunda, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 17. maí 1897 í gömlu baðstofunni í Efsta- Hvammi í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Þorvaldína Rósa Ein- arsdóttir í Efsta-Hvammi og Guð- mundur Hjaltason, sem um þetta leyti var búsettur í Tönnsberg í Noregi, en ættaður frá Nauteyri við ísafjarðardjúp. Þorvaldína hafði áður eignast dóttur með Guðmundi og hafði hún verið tekin í fóstur í Efsta- Hvammi. Þar sem ólíklegt þótti, að Guðmundur kæmi fljótlega til baka, var ekki um annan kost að ræða fyrir Þorvaldínu, en freista þess að vinna fyrir sér ein og óstudd með Mundu með sér, eins og það hefur nú verið fýsilegur kostur í þá daga. Voru þær á ýmsum bæjum í Þingeyrarhreppi næstu árin, lengst þó á Húsatúni í Haukadal, en árið 1909 festi Þorvaldína kaup á skúr, sem síðan var við hana kenndur, en hann stóð við fakt- orsgirðinguna bak við hús Sigur- jóns Péturssonar á Þingeyri. Munda gekk i barnaskólann á Þingeyri og fermdist í fyrsta fermingarhópnum í nýju kirkj- unni á Þingeyri 1911, og nú kveður hún síðust þeirra. í þá daga þótti það sjálfsagður hlutur, að hver sá sem kominn var í kristinna manna tölu, sæi fyrir sér, en væri ekki ómagi á sínum nánustu. Vinnu var að vísu ekki alls staðar gott að fá, en á stöðum eins og Þingeyri var fiskvinna nokkuð árviss hlutur fyrir flesta þá sem treystu sér til slíkra starfa. Það varð því hlutskipti Mundu um sinn að ganga á reitina á Þingeyrarodda og breiða fisk til þerris. Hvort sem það hefur nú verið af minnkandi vinnu eða ævintýraþrá þá tóku þær Munda og móðir mín upp á því árið 1913 að fara suður í Viðey til þess að starfa þar í fiski hjá hinu svokall- aða Milljónafélagi. Þetta gerðu þær næstu tvö árin en söðluðu svo um og fóru í síldarsöltun norður á Siglufjörð næstu sumur, en alltaf var komið heim og dvalið heima yfir veturinn. Það mun hafa verið 1916 að Munda flutti að fullu til Reykja- víkur og til Dýrafjarðar kom hún aðeins einu sinni eftir það, en það var árið 1932 að hún og Guðrún Lilja, dóttir hennar, dvöldu um tíma í Efsta-Hvammi sér til hressingar. Munda giftist 3. nóvember 1917 Halldóri Jónssyni frá Kalastaða- TOLEDO BRETTAV0GIN l*lasl.os lil’ ©82655 koti á Hvalfjarðarströnd, en hann var jafnan kenndur við verslunina Vögg, sem hann átti og rak í mörg ár. Þau bjuggu fyrst á ýmsum stöðum í Reykjavík, en lengi á Barónsstíg 25, en síðast og lengst á Njálsgötu 96. Halldór andaðist langt um aldur fram, 20. október 1945, og síðan hefur Munda búið ein á Njálsgötunni uns hún fór á Landakotsspítalann. Lengst af ævinnar var Munda heilsuhraust og hélt sér afar vel framundir það síðasta. Hún var afbragðs hús- móðir, þrifin í besta lagi og mikil hannyrðakona. Á efri árum fór hún margar ferðir til New York til þess að heimsækja Önnu dóttur sína, sem þar bjó. í einni slíkri ferð hitti hún föður sinn, sem þá bjó háaldr- aður í Bridge Port, Connecticut, en hann hafði flutt frá Noregi 1906 til Bandaríkjanna. Hann kom að vísu í heimsókn til Islands 1931, en ekki mun Munda hafa séð hann í þeirri ferð. Þau Munda og Halldór eignuð- ust 4 börn, 3 dætur og einn son. Þau eru Klara, sem andaðist 1972, hún var gift Ingólfi Sveinssyni og áttu þau 3 börn; Jón loftskeyta- maður, kona hans er Guðný Bjarnadóttir frá Reykjum og eiga þau eina dóttur; Anna, hún giftist bandarískum manni, Morley Zobl- er, og fluttist með honum til New York. Hann er nú látinn. Þau eignuðust 3 syni. Seinni maður Önnu er Arthur Ferris. Guðrún Lilja er yngst, maður hennar er Sigurður Armann Magnússon, stórkaupmaður í Reykjavík, þau eiga 3 syni og eina dóttur. Nú þegar leiðir skilja um sinn, vil ég þakka Mundu fyrir allt sem hún hefur verið mér og móður minni gegnum árin. Megi sá sem öllu ræður halda verndarhendi yf- ir öllum hennar afkomendum og vinum. Gunnar Hvammdal Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, aö afmæli.s- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á mínningar orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurla að vera véirituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.