Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNl 1985 Minning: Sigurður Örn Aðal steinsson vélstjóri Fæddur 8. október 1955 Dáinn 26. maí 1985 Vorið er komið, farfuglarnir eru að koma heim til æskustöðva sinna, hlýr andvari strýkur vanga og ber angan vorblóma og skógar- ilms að vitum manns. Skólafólkið hefur lokið prófum og leitar hvíld- ar og friðsældar við fjallavötnin. Ung hjón aka til Þingvalla i húsbíl ásamt þremur félögum og tveimur börnum sínum. Ætlunin er að hitta skólafélaga hennar úr Myndlista- og handíðaskólanum sem eru í sumarbústað við vatnið. Á þaki bílsins er lítill vatnabátur og utanborðsmótor. Það er frið- sælt við Þingvallavatn þetta laug- ardagskvöld, vindbára hjalar við ströndina en um lágnættið er komið logn og kyrrð. Þrjú úr hópi félaganna taka bátinn og ætla að fara út í Sandey. Þau ýta frá landi, ferð þeirra verður lengri en til stóð, ókyrrð er komin á vatnið og lending þeirra er handan móð- unnar miklu. Einn þeirra sem þarna fór var bróðursonur minn, Sigurður Örn Aðalsteinsson. Hann var fæddur 8. október 1955. Foreldrar hans eru Elín Eiríksdóttir frá Dröngum í Strandasýslu og Aðalsteinn Orn- ólfsson frá Súgandafirði, sem þá bjuggu í Kópavogi. Þriggja ára flyst Sigurður með þeim til Akra- ness og ólst þar upp í hópi fimm systkina. Margar góðar minningar á ég um hann frá æskuárum hans. Hann var broshýr og kátur dreng- ur. Það kom fljótt í ljós að Sigurð- ur hafði gaman af að teikna. Að loknu unglinganámi fer Sigurður í Vélskólann og lýkur hann þar einu stigi, en fer svo á sjóinn, fyrst á varðskip og síðar á hvalveiðar. Ár' ið 1976 ræðst Sigurður til Reykja- víkurhafnar á hafnsögubát. Hann aflaði sér réttinda til að stýra honum og starfaði þar síðan. Sama ár byggði hann íbúð á veg- um byggingafélags ungs fólks í Kópavogi. 20. október 1979 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ingi- björgu Aðalheiði Sveinsdóttur. Börn þeirra eru tvö, Sigríður ólöf 6 ára 6. júní og Kristófer Örn á þriðja ári. Þau Sigurður og Ingi- björg voru bæði listræn. Hann teiknaði myndir af skipum eftir ljósmyndum en hún málaði himin og haf. Má þar þekkja mörg skip úr íslenska flotanum. Flestar myndirnar voru gerðar eftir pönt- unum. Þau voru samhent og áttu fallegt heimili. Við þetta sviplega fráfall er sár harmur kveðinn að ástvinum hans. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Ég sendi einnig samúðarkveðjur til ástvina þeirra, sem með honum fóru hinstu ferðina. Að lokum þakka ég Sigurði frænda mínum samfylgdina og bið Guð að styrkja ástvini hans. Árni Örnólfsson Á björtum og heiðum morgni hvítasunnunnar barst okkur harmafregn. Orðvana og ráðvillt skiljum við það eitt að örlögin fær enginn flúið. Imba og Siggi höfðu lagt upp í ferð sem að engu átti að vera frábrugðin fjölmörgum ferðum sem þau höfðu farið á húsbílnum sínum með börnum sínum og vin- um. Okkur systkinunum þótti gam- an að fylgjast með því hvernig þau Imba og Siggi breyttu aflóga sendibíl í hið þægilegasta hús á hjólum. Þar naut sín vel hand- lagni og sköpunarhæfileiki Sigga. Öllu var snilldarlega komið fyrir, hver hlutur átti sinn stað og smám saman varð þetta sem þeirra annað heimili, vistlegt og búið ótrúlegum þægindum. Þarna átti fjölskyldan marga ánægju- stundina, oft ásamt ættingjum og vinum. Við kynntumst Sigga fyrir 7 ár- um þegar hann kom inn í fjöl- skylduna og þau Ingibjörg giftu sig haustið 1979. Það er bjart yfir minningunni um Sigga. Hann var góðum mann- kostum búinn, listfengur og ljúfur í viðmóti. En sérstaklega var hann laginn og útsjónarsamur við þau verk sem hann tók sér fyrir hend- ur og ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Hann mágur okkar var alltaf svo glaðlyndur og jákvæður, ekk- ert virtist koma honum úr jafn- vægi. Með þessu lífsviðhorfi sínu laðaði hann að sér fjölda vina og kunningja. Heimili þeirra stóð þeim líka opið, enda var þar oft margt um manninn. Því er það að fráfall Sigga er mörgum mikill missir. Ástvinur er kallaður frá okkur og við stöndum eftir harmi slegin. Þyngri er þó sorgin systur okkar og börnunum þeirra. Elsku systir, megi minningin um góðan eigin- mann og vin styrkja þig og hugga i sorg þinni. Við vottum þér og börnunum, foreldrum hans og systkinum dýpstu samúð. Kristjá, Edda Lilja, Jökull og Kolbrún. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar. Drottins lúður þegar hljómar, hina miklu morgunstund. (V. Briem) Nú er hann elsku Siggi bróðir okkar farinn. í blóma lífsins, á svo sviplegann hátt. Það er erfitt að trúa því að þessi lífsglaði maður skuli enda líf sitt svo snemma. Hans aðal áhugamál voru ferða- lög með fjölskyldunni á húsbíln- um. Og við vatn eða sjó var hann Helga Kolbeins- dóttir - Minning Fædd 18. ágúst 1916 Dáin 28. maí 1985 „Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur biáa, fallið það enginn heyra má — en iimurinn horfinn innir fyrst urta-byggðin hvers hefur misst.“ Bj. Thorarensen Mér komu þessar ljóðlínur fyrst í hug þegar ég frétti andlát Helgu Kolbeinsdóttur, vinkonu minnar um áratugi. Umskiptin komu mér ekki á óvart. Hún var búin að berj- ast harðri og hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu, við sjúkdóm sem sigraði að lokum, þó með ólíkind- um seint eins og heilsufari hennar var háttað undir það síðasta. Helga var ekki í tölu þeirra er vekja mikla athygli á sér, utan þess samfélags þar sem lífsstarfið fer fram. En fyrir heimili sitt og vini var hún mikils virði. Lífsferill hennar var með þeim hætti að all- ir þeir sem voru náið tengdir henni eða áttu langvarandi sam- vistir við hana, bera í brjósti mik- inn söknuð. Þeir finna að lífið i vina- og kunningjahópnum hefur misst nokkuð af ilmi sínum við fráfall hennar. Helga Kolbeinsdóttir fæddist 18. ágúst 1916 í Kollafirði á Kjal- arnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Kolbeinn Högnason, skáld og bóndi þar og Guðrún Jóhanns- dóttir, kennari, ættuð úr Rauða- sandshreppi. Þau hjónin eignuð- ust fjögur börn, Helgu, Björn, Kolbein og Unni, allt hið myndar- legasta og mannvænlegasta fólk, en siitu samvistum þegar Helga var enn á barnsaldri. Hún fluttist þá til Reykjavíkur með móður sinni og Unni systur sinni, en syn- irnir urðu eftir að miklu leyti hjá föðurnum oghans nýju konu. Guðrún móðir Helgu gafst ekki upp fyrir erfiðleikunum. Hún bjó dætrum sínum gott heimili í Reykjavík og stundaði kennslu. Helga fór fljótlega að hjálpa til við heimilishaldið og fór síðan mjög ung að vinna í verzlun. Menntun hlaut hún þá er algeng- ust var fyrir kvenfólk á þeim tíma, gagnfræðaskólanám og síðar sótti hún um langt skeið kvöldskóla í tungumálum og náði góðu valdi á ensku og norðurlandamálum. Ung að árum, eða nánar tiltekið 20. febrúar 1937, giftist Helga eig- inmanni sínum, Guðmundi Tryggvasyni, vel ættuðum og fluggáfuðum Húnvetningi, sem um árabil starfaði fyrir Fram- sóknarflokkinn og mörgum er kunnur af því starfi, en einnig um 12 ára skeið bóndi í Kollafirði á föðurleifð Helgu. Þau hjónin eign- uðust fimm börn: Guðrúnu, fóstru. gifta Þóri Kristmundssyni húsa- smiðameistara, þau eru búsett i Reykjavík; Tryggva, dvelur aí Heiðarbæ í Þingvallasveit og starfar þar; Steinunni, gifta Sveinbirni Jóhannessyni, bónda að Heiðarbæ 1, Þingvallasveit; Krist- ínu skrifstofumann í Reykjavík gifta Gísla Viggóssyni verkfræð- ingi, og Kolbein, verktaka, kvænt- an Árnýju V. Ingólfsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík. Öll eru börnin hinar nýtustu manneskju eins og þau eiga kyn til. Helga og Guðmundur stofnuðu heimili sitt í Reykjavík, en flutt- ust þó eins og fyrr segir í Kolla- fjörð um 12 ára skeið. Éftir að þau fluttu heimili sitt aftur til Reykja- víkur hefur það staðið að Miklu- braut 60 samfleytt. Hvar sem Helga bjó, tókst henni að skapa þá heimilishlýju og öryggiskennd í kringum sig að ekki verður með orðum lýst. Sá andblær sem ríkti á heimili þeirra hjóna var gömul arfleifð rótgróins höfðingsskapar og gestrisni löngu liðins bænda- samfélags eins og það reis hæst á tsLandi. Helga bar afkomu allrar fjöl- skyldu sinnar mjög fyrir brjósti og þá ekki hvað sízt móður sinnar, sem nú lifir í hárri elli. Mér er óhætt að segja að hún hafi heim- sótt hana daglega síðustu árin, eftir að heilsu gömlu konunnar fór að hraka fyrir alvöru. Helga bast móður sinni svo órjúfandi tryggð- arböndum að naumast geta skap- ast nema milli barns og móður. Síðasta ferðin sem Helga fór frá heimili sínu, þá orðin sjúk, var að heimsækja móður sína sem þá var komin á Borgarsjúkrahúsið. Hún kom við hjá undirritaðri á heim- leiðinni, kvað sér ekki líða vel en gerði þó lítið úr. Stanzaði þó óvenju lítið. Um nóttina var hún flutt á Borgarsjúkrahúsið og það- an átti hún ekki afturkvæmt. Hinir ytri atburðir í lífi Helgu eru ekki neitt óvenjulegt frásagn- arefni. Þeir eru sagan af einni af þessum þrautseigu, trúföstu og umhyggjusömu húsmæðrum, sem íslenzk bændastétt hefur átt svo mikið af. Þetta er sagan af hinni ástríku eiginkonu og móður sem æfinlega var reiðubúin að fórna hverju því er hún mátti til að hlúa að og gleðja þá sem lífið hafði fal- ið henni að elska og annast. Helga var frábærlega greind kona. Hún hafði yndi af að velta fyrir sér mikilvægum viðfangsefn- um og lesa góðar bækur. Hún gerði sér far um að brjóta heilann um ýmsar gátur mannlífsins. Hún tók veikindum sínum með þolinmæði og hugarró þroskaðs manns sem leitast við að gera hið bezta úr því sem að höndum ber og búast við eftir föngum. Ég votta eiginmanni hennar Guðmundi Tryggvasyni og öllum aðstandendum hennar mína ein- lægustu samúð. Fari hún í friði. Friður Guðs hana blessi. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Magdal. Thoroddsen Helga Kolbeinsdóttir er látin, hún andaðist þann 28. maí. Andlát Helgu kom okkur kunningjum hennar ekki á óvart. Hún hefur um langt skeið átt við veikindi að stríða og frá því í nóvember sl. hefur hún verið rúmföst á Borg- arspítalanum. En þrátt fyrir slík- an aðdraganda kemur dauðinn ávallt á óvart á vissan hátt og þótt hann sé þreyttum hvíld, þá veldur hann syrgjendum sárum missi. Leiðir okkar Helgu hafa legið saman nær fjórðung aldar. Við kynntumst fyrst 1961, er hún, Guðmundur Tryggvason, maður hennar, og börn þeirra, fluttust frá Kollafirði og settust að hér á Miklubraut 60, þar sem þau hafa síðan átt heima. Fljótlega mynd- aðist góður kunningsskapur og vinátta milli okkar og minnist ég þess ekki að nokkurn tíma hafi fallið skuggi á þau kynni. Sambýlisfólk í fjölbýlishúsi er samfélag, sem hver íbúi á sinn þátt í að móta. Helga var þar hinn góði andi. Hún var vinnufús og ósérhlífin við að halda sameign- inni í þrifalegu og góðu ástandi. Helga var friðarboði, sem setti frið og gott samlyndi ofar eigin vilja. Sambýlisfólkið saknar henn- ar. Við vitum að húsið verður ekki það sama eftir að hún er farin. Helga var mikil mannkostamann- eskja. Hlýja og hjálpsemi voru einkennandi í hennar fari. Aldrei man ég eftir að hún hallmælti nokkrum manni. Góðmennska hennar kom ef til vill best í ljós í umgengni hennar við þá minni máttar, gamalmenni og börn, sem hún sýndi einstaka hjálpsemi, um- burðarlyndi og mildi. Sínu fólki reyndist hún vel og hlífði sér ekki. Þrátt fyrir fjölmennt heimili, gestagang og vanheilsu var það fastur þáttur í lífi hennar i nokkur ár, að fara daglega til móður sinn- ar til að hjálpa henni og aðstoða. ánægðastur. Einmitt við slíkar að- stæður kvaddi hann lífið. Við söknum hans sárt, en eigum margar hlýjar og góðar minningar um hann, sem aldrei munu gleym- ast. Siggi var einstaklega glað- lyndur og hjálpfús og vildi öllum vel. Enda var hann vinmargur. Við minnumst hans öll brosandi, það var hans einkenni. Við trúum því að nú sé hann á hinum bjarta og góða stað og þar sé hans þörf. Við þökkum þennan tíma sem við nutum samvista við hann. Drottinn blessi minningu hans. Kveðja frá systkinum. f dag er til moldar borinn vinur okkar og vinnufélagi, Sigurður Örn Aðalsteinsson vélstjóri, sem lést af slysförum á Þingvallavatni hinn 26. maí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 8. október 1955 og var því á þrítug- asta aldursári þegar kallið kom. Foreldrar hans eru hjónin Aðal- steinn Finnur Örnolfsson vélstjóri frá Suðureyri við Súgandafjörð og Elín Eiríksdóttir frá Dröngum á Ströndum. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Kópavogi og síðar á Akranesi. Hann hóf sjómennsku 15 ára gamall, fyrst hjá Landhelg- isgæslunni, en síðar á hvalbátun- um og skipum Ríkisskipa. Hann lauk vélstjóraprófi 1. stigs frá Vélskóla fslands 1975 og hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn 1976 þá að- eins tvítugur að aldri. Sigurður var fyrstu árin í afleysingum hjá höfninni, en síðar fastráðinn starfsmaður til dauðadags. Hann gegndi þar ýmsum störfum, var m.a. við vatnsafgreiðslu, for- mennsku á hafnsögubátum og vél- stjóri á dráttarbát Reykjavíkur- hafnar, Magna. Sigurður var hvers manns Börnum sínum var hún ástrík og umhyggjusöm móðir og barna- börnunum afburða góð amma. Börn þeirra hjóna eru fimm og barnabörn á annan tug. Það var vinsælt að heimsækja ömmu og afa, þar var því oft margt um manninn, en hversu marga sem bar að garði, var alltaf nóg af góð- um veitingum og kærleika hjá ömmu. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna og gestum vel tekið. Oft kom ég í heimsókn til þeirra Helgu og Guðmundar og alltaf fann ég að ég var velkomin. Þær heimsóknir voru mér mikils virði, það var ekki aðeins ánægjan, það var líka skóli. Helga fræddi mig um margt í íslenskum bókmennt- um, hún var listhneigð og vel að sér í bókmenntum bæði bundnu og óbundnu máli. Helga hafði yndi af tónlist og söng, hún var jákvæð og lífsglöð. Syngjandi sinnti hún hús- verkunum og þrátt fyrir erfiðleika leit hún björtum augum á lífið. Ég og börn mín, Kari og Snorri, kveðjum Helgu með söknuði, hún var ein af okkar bestu vinum. Við erum þakklát fyrir þá vináttu og það að hafa átt samleið með svo ágætri konu. Guðmundi, börnum, barnabörn- um og öðrum aðstandendum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Minni Gunnarsson Síðustu mánuðir Helgu í Kolla- firði urðu henni harðir, en nú er því stríði lokið. Við andlát hennar hrekkur maður samt við, og ýmsar gleðilegar og hlýjar endurminn- ingar koma upp i hugskotið. Það minnsta sem hægt er að gera er að sýna þakklæti fyrir allt hið mikla og góða sem hún veitti okkur systkinunum. Fyrstu endurminningar mínar eru af túninu í Kollafirði í brak- andi þurrki um hásláttinn, og þannig er Kollafjörður enn til í huganum og fer varla þaðan úr þessu; var þó misviðrasamt. í þessari endurminningu er Helga móðursystir fyrir miðju, og það sem sést til hennar er milt bros og góðlátleg glettni í augnkróknum. Við systkinin vorum uppi í Kollafirði seint og snemma hjá Helgu og Guðmundi, og þau kenndu okkur að líta á bæinn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.