Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 Lúdvík G. Gests- son — Minning P«ddur 22. febrúar 1897 Dáinn 27. maí 1985 Það var gott sumar 1974. Ég stóð ráðalaus um hvernig standa bæri að því að umbreyta óreglu- legum moldarhaugum umhverfis nýbyggt hús mitt í grænan völl sem stofn að garði. Fyrir milligöngu velviljaðra manna var mér útveguð aðstoð manns, sem kunni til ræktunar. Það var Lúðvík Gestsson. Hann kom og vann verkið með mér eða réttara sagt með mig sem aðstoð- armann. Það var hreint með ólík- indum hverju nær áttræður mað- urinn afkastaði. Slík verklagni, útsjónarsemi, kapp og iðni. Þó unnið væri þennan vikutíma með góðu áframhaldi og góðum ár- angri var það nú svo að við spjöll- uðum ýmislegt saman. Minnist ég þess að við töluðum fyrst um stjórnmál, sem þá dagana höfðu verið í brennidepli. Við vorum ekki sömu skoðunar í grundvallar- atriðum, þrátt fyrir það varð þetta upphafið að nær 11 ára kynnum okkar, sem varð að einlægri vin- áttu Lúðvíks og allrar fjölskyldu minnar. Þar sem Lúðvík vanhagaði um húsnæði fyrir bókbandsvinnustofu sína og ég hafði aflögu húsnæði I kjallara, fór það svo að hann kom sér þar fyrir um haustið með vinnustofu sína. Að hafa haft Lúðvík í návist sinni þessi ár hefur verið okkur öllum óhemju mikils virði og kem- ur þar margt til. Hann hafði svo mikið að gefa. í bók sinni 1 Suðursveit lýsir leikbróðir Lúðvíks, Þórbergur Þórðarson, þeim kostum sem hon- um eru augljósastir hjá honum, þe. góðum gáfum og frásagnarlist. Þessir kostir hafa náð þroska, þar sem hann ólst upp við kné þeirrar konu, sem Þórbergur kallar „bjartast ljós Suðursveitar", Oddnýjar í Gerði, sem mun hafa verið stórfróð, margvís og skáld- mælt, fædd 1821. í lífi sínu mun Lúðvík hafa yljað sér, er tóm gafst frá amstri dag- anna, við að njóta þess, sem bók- menntir höfðu að gefa. Hann kunni þar vel að njóta og miðla. En hann kunni vel til verka á öðrum sviðum. I ræktun og garð- yrkju var hann vel að sér, fór þar saman þekking og verksvit, ásamt ást á lífinu með næmi til þess að hlúa að því sem er að vaxa og veita því styrk. Umhverfis heimili mitt er af- rakstur ýmissa verka, sem Lúðvík hefur unnið með mér. Að þeim er sannarlega mikill yndisauki, þó e.t.v. mest fyrir minningarnar, um þær stundir, sem ég átti með hon- um við að vinna verkin. Þegar ég fór að sjá til Lúðvíks við bókband- iö vaknaði löngun hjá mér til að læra nokkuð til þeirra verka. Ekki stóð þar á honum að miðla af þeirri kunnáttu sinni frekar en á öðrum sviðum. Sonur minn var nýfæddur, þeg- ar Lúðvík kom til okkar. Þeir urðu miklir vinir. Drengurinn var ákaf- lega hændur að Lúðvík, enda átti hann þar að mæta elskulegu við- móti. Þrátt fyrir aldursmuninn ræddu þeir saman sem maður við mann. Lúðvík kunni ekki að tala niður til fólks. Það kom sér oft vel fyrir drenginn að hafa Lúðvík í húsinu, þegar enginn var heima er komið var heim úr skóla. Öll fjöl- skylda mín mun sakna Lúðvíks, þó e.t.v. drengurinn mest, en víst er að minningarnar um kynnin við hann eiga eftir að vera okkur öll- um dýrmætar. Ekki hefði það átt við Lúðvík að verða kararmaður, hann stóð með- an stætt var. Gekk til allrar vinnu langt fram á niræðisaldur, enda taldi hann að í vinnunni væri lækning flestra meina. Hnn hélt sínum andlegu kröftum til hins síðasta. Þetta má vissulega þakka. Ekki verður þessum hugleiðing- um um kynnin við Lúðvík lokið án þess að þakka það sem fjölskylda hans var honum. Yfir hálfa öld deildi eftirlifandi kona hans, Björg Einarsdóttir, kjörum með honum, sjálfsagt stundum kröpp- um. Félagshyggjan var svo djúp- stæð í eðli Lúðvíks að hann var gersneyddur öllu persónulegu framapati og eiginhagsmuna- hyKttju. Eldri son sinn misstu þau af slysförum liðlega tvítugan. Yngri sonur þeirra, Erlingur, og kona hans, Jakobína, hafa verið þeim stoð og stytta með aðdáunarverð- ur hætti. Þeim og barnabörnunum vottum við innilega samúð. Emil Bogason + Þökkum innilega alla þá samúö og hjálp sem okkur var sýnd viö andlát og útför fööur míns, sonar, stjúpsonar og bróöur okkar, LEIFS DAGS INGIMARSSONAR, sem fórst af slysförum 5. maí. Siguröa Kristín Leifsdóttir, Ragna S. Eyjólfsdóttir, Hilmar Albertsson, Elín Jónsdóttir, Guöjón Magnússon, systkini, frœndfólk og vinir. KEI/ Rafvörur meö barnaöryggi + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, FRIDGEIRS A. EIRÍKSSONAR, Sviöningi, Skagahreppi. Fanney Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför BENEDIKTS KRISTINSSONAR. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Liija Hallgrimadóttir. Fjöltengi — Hulsur — Rofar Klœr — Tímarofar Framlengingasnúrur Falir — Dimmerar — o.fl. Hverfisgötu 32. Sími 25390 Heildsöludreifing. Sími 687933 Sá danski með Eins og allir vita hafa SKODA bílarnir alltaf veriö á frábæru verði, en þó aldrei betra en á þessu ári. Enda fór svo aö allir ódýrustu bílarnir seldust upp. Til þess aö reyna aö bjarga málinu, hefur okkur tekist aö ná í nokkra bíla af árg. ’85 sérútbúna fyrir Danmörku. Kr. 166.666.- Innifalið í þessu ótrúlega verði: — hliöarlistar — halogen þokuljós aö framan — þokuljós aö aftan — aflhemlar Nokkrir bílar komu meö stereo/ kassettutæki — tveimur hátölurum — þremur bylgjum og kosta kr. 173.666, Ath. Opið í dag kl. 13.00—17.00. JÖFUR HF NYBÝLAVEGI 2 KOPAVOGI SIMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.