Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNl 1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'u ir Falleg dyggð að minn- ast framliðins vinar Helgi Vigfússon skrifar: Ósk Morgunblaðsins um birt- ingu afmælisgreina hlýtur að verða tekið með skilningi allra. En það eru minningargreinarnar sem ég vil fara um nokkrum orðum, þó ég hafi áður minnst á það hér í blaðinu. Það er falleg dyggð að minnast framliðins vinar við brottför úr jarðneskum líkama. En veiztu, lesandi góður, hvað þú gerir vininum mikið gott? Það gerbreytir skoðun hans á umskipt- unum, og við getum snúið sorg hans í gleðibros. Að minnast vinar eða kunningja á útfarardegi hefur dregið úr sorgarsári lífs og lið- inna. Hugsunin og minningin er ósýnileg orka er hjálpar hvað mest á útfarardeginum, er lesend- ur í tugatali lesa nafn hins fram- liðna. Því miður er ekki hægt að gefa fólki augu sjáanda, en áhrif þessa máttar eru stórkostleg. Við brottför af þessu jarðneska sviði, eru atriði sem ég vildi minna þig, lesandi góður, á að gott og nauð- synlegt er að hafa hugföst. Sá sem látinn er mun ekki síður en vinur hans, sem enn dvelur hér, reyna að viðhalda minningunni um jarðvistina. Fjarlægðu föt hins framliðna svo sem skó eða flíkur. Þetta er mikilvægt atriði. Þessir jarðnesku hlutir binda orku hins framliðna til þroska, meira en allt annað. Fáðu prestinn eða einlægan vin til þess að flytja bæn á heimilinu áður en útförin fer fram að við- stöddum hinum nánustu. Við vit- um hvert hugarfar hann eða hún bar til heimilisins, og aldrei förum við svo af heimilinu í mismunandi erindum, að ekki sé heimilið kvatt. Er nokkur ástæða til að ætla að það sé breytt, þegar hinn fram- liðni yfirgefur það eftir jarðvist- arárin. Það veitir honum eða henni mikla blessun að vinir og hinir nánustu komi saman á heim- ilinu áður en jarðneskar leifar eru bornar til greftrunar. Á hátíðis- og tyllidögum að minnsta kosti skaltu leggja á mat- ar- eða kaffiborðið þitt aukadisk, það er nefnilega óslökkvandi þrá framiiOiiina að vitja sinna og um- gangast, en þessi athöfn gleður „gestina" að handan og þeir finna í þessari athöfn ljós og yl streyma til sín. Reykelsi er eitt bezta ráðið aí nota til þess að opna sambandif milli heimanna, ég bendi á sér- staklega góða tegund reykelsis i þessu sambandi, Auroshikha frá Indlandi. Tendraðu reykelsið vii Ijósmyndina af hinum framliðna og kveiktu á kertaljósi. Á þennan hátt sem hér er lýst samstillast hugir okkar við þá framliðnu, sem þrá sem vatn er þyrstum, að sýna okkur elsku sína og veita okkur hjálp. Við skulum skapa það um- hverfi og þau skilyrði, sem gera ósýnilegum andlegum verum úr æðra heimi sem bezt mögulegt að dvelja með okkur og deila gleði sinni og allri tilfinning með okkur. Sterkast er sambandið á milli heimanna á okkar jarðneska tíma fyrst á morgnana um það leyti er við vöknum og um eftirmiðdaginn og á kvöldin kl. 20—22, fyrstu vik- urnar og mánuðina eftir viðskiln- aðinn. Má ekki laga Bankastræti 0? Ein sem oft kemur í „Núllið" skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig eftirfarandi línum. Er ekki orðið tímabært að huga að endurbótum á Bankastræti 0 þar sem almenningsklósett miðbæjar- ins eru. Bankastræti 0 er orðið 55 ára gamalt og lítið sem ekkert hefur verið fyrir staðinn gert — ekki málað, ekkert breytt og ekkert bætt. Það eru einlæg tilmæli til þeirra sem hafa með þennan stað að gera að bregðast fljótt og vel við. Það sem gera þarf er að fjar- lægja tröppur, búa til herbergi fyrir starfskonur þar sem tröpp- urnar voru og útgang þar sem konurnar hafa nú aðsetur. Ég heiti á forráðamenn borgar- innar að ganga fljótt til verks við breytingar á þessum stað, sem er í hjarta borgarinnar og er okkur öllum nú til mikillar skammar. Það er langt síðan þessi staður varð borginni til skammar. Mikið má gera ef vilji og fram- tak er með í verki. Einnig vil ég segja að þær konur sem þarna starfa við gæslu, eru algjörlega óvarðar fyrir allskonar lýð eftir að skyggja tekur á kvöldin. Það eitt út af fyrir sig er alls ekki forsvar- anlegt. Eruð þið ráðamenn að bíða eftir að slys verði þarna eða ein- hver óhæfuverk verði þarna unn- in? Það eru fleiri hundruð konur sem koma í Bankastræti 0 og vilja ólmar fá staðnum breytt til hins betra. Ég skora á ykkur, ráða- menn, að gera eitthvað í málinu. Diskettur - Tölvusegulbönd Mikilvægt byggðasafn Helgi Vigfússon skrifar: Er fram líða stundir, mun það all-mikilsvert þykja einka byggða- safnið í Götu í Hrunamanna- hreppi, Ámessýslu. Hefur þú, les- andi góður, heimsótt þann snyrti- lega stað? Ef svo er ekki, þá ætt- irðu að staldra þar við næst, og njóta fágaðrar lýsingar Emils Ásgeirssonar. Ég óska honum til hamingju með safnið, sem er afar snyrtilegt þó húsakostur sé þröng- ur. Þetta er merkilegt framtak og sýnir stórhug eigandans. Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota einungis MEMOREX. Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva. Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð frá verksmiðju. Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað. MEMOREX er hágæða vara á góðu verði. Heildsala, smásala Umboðsmenn óskast víða um land. Hafið samband við sölumenn í síma 27333. acohf Laugavegi 168, S 27333. r Eldtraustir tölvugagnaskápar @ Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRDI — SIMI 51888 Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 3. júní verða þeir á Blönduósi hjá Bílaþjónustunni og á Sauðárkróki hjá Bifreiðaverkstæði Kauþfélags Skagfirðinga. 4. júní verða þeir á Siglufirði hjá Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar og á Dalvík hjá Bílaverkstæði Dalvíkur. 5. júní verða þeir á Akureyri hjá Bílasölunni h/f og á Húsavík hjá Bifreiðaverkstæðinu Fossi h/f. 6. júní verða þeir á Egilsstöðum hjá Bifreiðaþjónustu Borgþórs Gunnarssonar, á Neskaupstað hjá Síldarvinnslunni h/f og á Eskifirði hjá Benna og Svenna h/f. 7. júní verða þeir á Hornafirði hjá Bifreiðadeild Vélsmiðju Hornafjarðar. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari timasetningar. BÍLABORG HF Smiöshöfða 23. sími 81299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.