Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNl 1985 57 Nýtt hús verður reist í Surtsey í sumar í SUMAR verður reist nýtt hús í Surtsey. Mun það leysa af hólmi hús það sem nú stendur í eynni og nefnist Pálsbær, en það var reist árið 1966, meðan gos var ennþá í eynni. Að sðgn Sveins Jakobssonar hjá Náttúrufræðistofnun ís- lands hefur gamla húsið komið að góðum notum sem aðsetur vísindamanna, sem stundað hafa ýmsar rannsóknir í eynni á hverju ári allt frá upphafi goss. Einnig hefur það gegnt hlutverki skipbrotsmannaskýlis. Nú er það hinsvegar orðið illa farið og auk þess hefur sjór brotið mjög af eynni þar sem það stendur, svo menn óttast að það hverfi í hafið innan fárra ára. Nýja húsið verður 40 m2 að stærð og mjög vandað að sögn Sveins. Það verður fest niður með öflugum stögum því mjög vindasamt er í Surtsey. Undir- stöður hússins hafa þegar verið steyptar, en áætlað er að reisa húsið dagana 6.-9. júní nk. Það verk munu annast smiðir frá byggingafyrirtækinu Aldamót í Reykjavík. Húsið verður austast á eynni, en þar er hraun, sem ekki þarf að óttast að sjórinn brjóti í náinni framtíð. Það er Surtseyjarfélagið sem stendur fyrir þessum fram- kvæmdum og kostar þær. Land- helgisgæslan hefur séð um að flytja byggingarefni út í eyna með varðskipum og þyrlum. Einnig hefur Hjálparsveit skáta veitt mikla aðstoð, að sögn Sveins Jakobssonar. Að lokum má geta þess að rannsóknir í Surtsey verða með mesta móti í sumar og munu margir vísindamenn bæði inn- lendir og erlendir taka þátt í þeim. GAMLA HUSID NYJA HÚSIÐ Á þessari loftmynd af Surtsey sést hvar húsið mun standa á hrauninu austarlega á eynni. sumarblóma og garðplöntu markaöur undir einu þaki Úrval af gullfallegum gardplöntum, sumarblómum Það er þess viröi að líta á garðhúsgögnin okkar Auk þess öll helstu garöáhöld, fræ og áburö Allir vita aÖ úrvaliÖ af afskornu blómunum er hjá okkur. 'omið, skoöiö og þiggið ilmandi affisopa. ___ piö ,a.^|ia VIÐ MIKLATORG og runnum. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 þTþorgrímsson & co MÖTUNEYTI - SÖLUSKÁLAR VEITINGASTAÐIR! Ódýrar servíettur í boxin S/á/'ö á þráðinn! — Vid sendum servíetturnar um hæl. Box og servíettur - alltaf til á lager. Athl Tvær stærðir af boxum - sama stærð af servíettum! STANDBERG HF. Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 Friðrik Bertelsen hf. heildverslun auglýsir: VEFNAÐARVÖRUR FRÁ FINNLANDI Eigum fyrirliggjandi í glæsilegu úrvali sængurfatn- aö, handklæði, gardínur og dúkaefni. Heildsölubirgöir. Friörik Bertelsen hf., Síðumúla 23, sími 686266.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.