Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 1
 GRAND PRIX-MÓTIN: B 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNl 1985 Aftur sigraöi Einar Vilhjálms Sjá nánar / B7 Flugleiðamótið: Páll Ólafsson til Dankersen — hefur samið við féiagið til eins árs Fr* Jóhanni Inga Gunnarstyni, fréttamanni I PÁLL Ólafsson hefur gert eins árs samning við vestur-þýska 1. deildar félagið Gfun Weiss Dankersen. Páll kemur inn í lið- ið í staðinn fyrir júgóslavneskan leikmann sem var í hlutverki miðjumanns og leikstjórnanda. Páli mun vera ætlað að taka við hlutverki hans. Páll var úti í V-þýskalandi um síðustu helgi og skoöaöi þá aö- stæður og skrifaði undir alla samninga. Páll Ólafsson lék meö M. I V-Þýtkatondi. og þjálfaöi Þrótt á síöasta keppnistímabiii. Hann er einn af lykilmönnum íslenska landsliös- ins í handknattleik og einn af bestu handknattleiksmönnum landsins. Páll hefur ekki áöur leikiö meö erlendu félagsliöi, en fyrrum landsliösmaöur og leikmaöur meö Dankersen, Ólafur H. Jóns- son mun hafa veriö Páli innan handar viö samningageröina ytra. Páll veröur sjöundi íslenski handknattleiksmaöurinn sem kemur til meö aö leika í V-þýska- landi á næsta keppnistimabili. Kjarni íslenska landsliösins í handknattleik leikur nú meö liö- um í V-þýskalandi og hlýtur þaö aö skapa viss vandamál varöandi undirbúninginn fyrir heimsmeist- arakeppnina i handknattleik sem nú er aö hefjast. Páll Ólafsson Heimir í Val? HEIMIR Karlsson, knattspyrnu- maðurinn kunni, sem í vetur hef- ur verið hjá hollenska úrvals- deildarliöinu Excelsior en lítið fengið aö spreyta sig, er hugsan- lega á heimleiö — en komi hann heim mun hann ekki ganga til liös við sína gðmlu fólaga í Vfk- ÞORSTEINN Bjarnason, mark- vðrður ÍBK í knattspyrnu, varð fyrir því óhappi í upphitun fyrir leikinn viö KR i 1. deildinni á ■augardag að handarbrotna. Þorsteinn lék allan tímann gegn þeim röndóttu, fann alltaf fyrir ingi heldur hefur hann í huga að ganga í Val. „Þaö skýrist fljótlega hvort ég kem yfir höfuö heim í sumar til aö leika — en ég hef þegar gert þaö upp viö mig aö veröi af því þá mun ég fara í Val," sagöi Heimir í sam- tali viö Morgunblaöiö í gær. meiöslum en hélt aö hann heföi tognaö. Eftir leikinn fór hann síöan til læknis og hönd hans var mynduð — og kom þá i Ijós aö bein í hand- arbaki var sprungiö þannig aö Þorsteinn var settur í gifs. Heimir var hættulegasti fram- herji Vikings í fyrrasumar, en hélt síöan til Hollands í atvinnu- mennsku í fyrrahaust. Heimir sagöist hafa kunnaö vel viö sig í Hollandi — vera ánægöur hjá fé- laginu, þó sér heföi persónulega ekki gengiö sem skildi. Um ástæöu þess aö ganga til liös viö Val frekar en Víking sagöi Heimir: „Ég lék meö Víkingum í sjö ár og finnst í góðu lagi aö breyta svolítið til. Auk þess hef ég mjög mikla trú á lan Ross sem þjálfara," sagöi Heimir, en Skotinn Ross þjálfar Val sem kunnugt er. Ekki er loku fyrir þaö skotiö aö Heimir geri atvinnusamning viö annaö félag ytra, fyrir næsta vetur. I • Heimir Karlsson Rúm vantar UM mánaðamótin júní-júlí fer fram hér á landi Flugleiðamótiö í handknattleik, en þaö er mót þar sem fimm landslið taka þátt í. Auk A-landsliðs okkar keppa þar landslið okkar skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, landsliö Noregs, Hollands og italíu, alls um 60 handknattleiksmenn. Aö sögn Einars Magnússonar, starfsmanns HSÍ, er nú unniö aö því aö koma upp aöstööu fyrir keppendur aö Varmá, en eins og kunnugt er þá er mikili skortur á gistirými hér á landi um þessar mundir og þvi var ákveöiö aö koma upp aöstööu fyrir leikmenn aö Varmá. Aðstaöan þar mun veröa mjög góö, sundlaug, sauna, íþróttahús, mötuneyti og fleira veröur til staöar fyrir keppendur. Þaö eina sem nú vanhagar um eru rúm fyrir leikmenn aö sofa í. Þeim tilmæium er hér meö komiö áleiöis til þeirra sem hugsanlega gætu átt rúm sem þeir þurfa ekki aö nota þessa daga og vilja lána HSf þau aö hafa samband viö skrifstofu sambandsins hiö fyrsta. Síminn á skrifstofu HSÍ er 685422 Hverjir taka sæti breskra? Nú þegar UEFA hefur sett bann á öll ensk knattspyrnulið í mót á vegum Evrópusambandsins losna fjögur sæti og eru allar lík- ur á því að það verði lið frá Tékkóslaviu, Hollandi, Sovétríkj- unum og Frakklandi sem fái leyfi til að senda tvö liö í hverja keppni og fylla þar með upp í stað ensku liðanna. Þorsteinn brotinn ■ sti 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Fram sigraði Þór, Akureyrí, á Laugardaisvellinum á laugardag, 2:1, og voru nokkuð heppnir að fara með sigur af hólmi. Þórsarar fengu góð marktækifæri — og á myndunum hér að ofan munaði ekki miklu að Jónasi Róbertssyni (númer 10) tækist aö skora með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. Steinn Guöjónsson, Jón Sveinsson, Ásgeir Elíasson, Kristinn Jónsson og Ormarr Örlygsson eru í varnarvegg en Jónas náði að skjóta yfir vegginn (mynd 1) og á myndinni til hægri er Friðrik Friöriksson nýbúinn aö verja glæsilegt skotið — hann sló knöttinn í þverslá marksins og þaðan skaust hann niður á völlinn. Fram slapp þar með skrekkinn. Nánar um leiki helgarinnar inni í blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.