Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 B 9 Eyjamenn heppnir í Borgarnesi SKALLAGRÍMUR og Vestmann- eyingar gerðu jafntefli, 1—1, í 2. deild karla á l'slandsmótinu í knattspyrnu í Borgarnesi á laug- ardag. Skallagrímur var mun betri aðilinn í leíknum og verö- skulduðu sigur. Staðan í leikhléi var 0—0. í fyrri hálfleik var nær einstefna aö marki Vestmanneyinga, þó áttu Eyjamenn fyrsta marktækifæriö. Ómar Jóhannsson átti gott skot sem var vel varið á 31. mín. Sex mínútum síöar átti Valdimar Hall- dórsson hörkuskalla i stöng Eyja- manna. Tveimur mínútum fyrir leikhlé átti Gunnar Jónsson skot rótt yfir, eftir einleik í gegnum vörn Eyja- manna. Strax í byrjun seinni hálfleiks átti Gunnar Jónsson lúmskt láskot, sem fór rétt yfir. Skallagrímur sótti, en þeir náöu ekki aö skapa sér færi. Á 75. mín. skora Eyjamenn. Tómas Pálsson lék upp aö enda- mörkum, gaf fyrir markiö þar sem Sigurbjörn Óskarsson var einn og óvaldaöur og skoraöi auöveldlega, 0—1. Þremur mínútum síöar jafna Skallagrímsmenn. Snæbjörn Óttarsson, sem kom inn á sem varamaður, skaut frá vítateigs- horni eftir innkast, neðst í bláhorn- iö. Vel gert. Síöasta marktækifæri leiksins átti svo Björn Jónsson er hann skallaði rétt yfir á 82. mín. Leikurinn var skemmtilegur og hraöi mikill, Skallagrímur mun meira meö knöttinn og heföi verðskuldaö þrjú stig úr þessum leik. Liöið lék nú allt annan fót- bolta en þaö hefur gert í síöustu tveimur leikjum sínum. Frammistaöa Eyjamanna kom á óvart, þar sem liöinu hefur verið spáö góöu gengi í sumar. Liöiö náöi sér ekki á strik, enda gáfu Skallagrímsmenn þeim aldrei friö. Skallagrímur ÍBV Bestir í liði Eyjamanna voru Tómas Pálsson og Elías Friðriks- son, sem er ungur og mjög efni- legur leikmaöur. Bestir í liöi Skallagríms voru Gunnar Jónsson, Kristinn Arnar- son og Björn Jónsson. Einn leikmaöur fékk aö sjá gula spjaldiö, þaö var Gunnar Orrason, Skallagrími. EP/VBJ Briigge bikar- meistarar Úrslit leikja um helgina urðu þessi: Frankfurt — Hamburger 1—0 Werder Bremen — Bielefeld 2—1 Uerdingen — Braunschweig 1—2 1. FC Köln — Karlsruher 3—4 VFB Stuttgart — Leverkusen 4—1 Dússeldorf — Mönchengladb. 2—1 Schalke — Dortmund 3—1 B. MUnchen — Kaiserslautern 3—0 Mannheim — VFL Bochum 2—0 Staðan er nú þannig þegar aö- eins ein umferð er eftir: Bayern Munchen 33 20 8 5 78:38 48 Werder Bremen 33 18 10 5 87:49 46 Köln 33 18 4 11 69:60 40 Bor. Mgladbach 33 15 8 10 74:50 38 Msnnheim 33 13 11 9 46:48 37 Bsyern Uerdingen 33 14 8 11 57:51 36 flamburger SV 33 13 9 11 56:49 35 Schslke 04 33 13 8 12 63:60 34 VFB Stuttgsrt 33 14 4 15 78:58 32 VFL Bochum 33 11 10 12 51:54 32 Frsnkfurt 33 10 11 12 59:64 31 Ksiserslsutern 33 10 11 12 50*0 31 Leverkusen 33 8 13 12 50:53 29 IhiHseldorf 33 10 9 14 53*5 29 Dortmund 33 12 4 17 49*5 28 Bielefeld 33 7 13 13 45*1 27 Ksrlsruher SC 33 5 11 17 46:87 21 Braunschweig 33 9 2 22 39:78 20 Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Pú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. X I Háiöndin skosku á hestbak er rokinn. I hnakktöskunni er Frihafnarpokinn. Ég bregd mér i pilsid og brokka af stað . Á brúnskjóttri nwri kem óg í hlaö. Flug & Hross. Hross & Flug. Hjá Flugleiöum heitir þaö H-R-O-S-S-A-F-L-U-G I essinu minu viö Loch Ness ég ái Og úöa / mig nesti. aö skrímslinu gái Er skyggir i gistihús arka ég inn. Að morgni fagnar mér drösullinn. Flug & Hross. Hross <S Flug Hjá Flugleiðum heitir þaö H-R-O-S-S-A-F-L-U-G Áhugafólk um hesta, náttúruskoðun, útilíf og skoska menningu færnú einstakttækifæri: FLUG & HROSS. Þetta óvenjulega og skemmtilega ferðatilboð er í tengslum við flug Flugleiða til Glasgow. i boði eru reiðtúrar yfir Hálöndin (5 eða 10 nætur) og dvöl í Argyllshire við Clyde-fjörðinn, þar sem hægt er að fara í stuttar ferðir, t.d. á íslensk um hestum. Margargerðir gistihúsa og hótela standa til boða. FLUG & HROSS hæfir allri fjölskyldunni. niossmiu Frekarl upplyslngar velta söluskrifstofur Fluglelöa, umboösmenn og feröaskrifstofumar FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.