Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 27

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 27 Styrktarfélag aldr- aðra á Suðurnesjum fær höfðinglega gjöf Keflavík, 4. júní. NÝLEGA færdi Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Grundar Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum 50.000 krónur að gjöf, til minningar um séra Pál Þórðarson sóknarprest í Njarðvík. Peningarnir runnu í minningarspjaldasjóð sem styðja á byggingu langlegudeildar við Sjúkrahúsið í Keflavík, en langlegu- deildin er félaginu mikið hjartans mál og að hún verði tekin í notkun sem fyrst. Gísli Sigurbjörnsson var aðal- hvatamaðurinn að stofnun Styrkt- arfélags aldraðra á Suðurnesjum og hefur hann veitt félaginu ómælda aðstoð á liðnum árum með gjöfum og velvild. Einnig hef- ur hann boðið öldruðum til viku- dvalar í Hveragerði undanfarin sjö ár. Starfsemi félagsins er mjög viðamikil en hún byggir á sam- starfi fólks úr öllum sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Venjulega vinna 70—80 manns mikið starf fyrir félagið og er það allt unnið endurgjaldslaust. Að sögn Guð- rúnar Sigurbergsdóttur formanns SFAS fór vetrarstarfið fram með hefðbundnum hætti. Viðamikil dagskrá stóð öldruðum á Suður- nesjum til boða. Þeir gátu föndr- að, spilað á spil og bingó, bækur voru lánaðar út með milligöngu félagsins, leirvinna, bókband, sund, leikfimi, hárgreiðsla og fótsnyrting voru á dagskrá vetrar- ins. Einnig voru haldin reglulega opin hús með veitingum, skemmti- atriðum og dansi. í janúar var farin ferð til Kan- aríeyja og tóku 30 manns þátt í henni en þetta var í fyrsta sinn sem farið er á þessum árstíma. Var þessi vetrarferð tilraun gerð Gísli Sigurbjörnsson að ósk eldri borgaranna og tókst hún mjög vel. Undanfarin átta ár hafa verið farnar utanlandsferðir á vorin. Sumarstarfið hófst með leikhúsferð í maí. í júní verður farið að Flúðum og dvalið þar í viku, í júlí er dagsferð austur fyrir fjall og í ágúst verður svo dvalið að Þelamörk í Eyjafirði í 9 daga. Á hverju hausti hafa Rótarí- klúbbur Keflavíkur og Sparisjóð- urinn í Keflavík boðið öldruðum í hálfsdagsferð og hefur hún ætíð tekist mjög vel. Guðrún formaður félagsins vildi flytja öllu því fólki sem starfað hefur á vegum félagsins miklar þakkir fyrir og einnig þeim ein- staklingum, félagasamtökum og stofnunum sem stutt hafa Styrkt- arfélag aldraðra á Suðurnesjum fjárhagslega. Án þeirra hjálpar hefði félagið lítið getað starfað. EFI Þorbjörn Árnason (tv.) tekur vid framkvæmdastjórastöóu Loóskinns af Jóni Ásbergssyni. Sauðárkrókur: Nýr framkvæmda- stjóri hjá Loðskinni Sauðárkróki, 2. júní. NÍI UM mánaóamótin uróu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Sútunar- verksmiójunni Loóskinn á Sauóár- króki. Þá lét Jón Ásbergsson af störfum, en vió tók Þorbjörn Árna- son lögfræóingur. Jón hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins sl. 10 ár og sýnt í störfum sínum mikla hæfni og dugnað. Á þessu tímabili hefur Loðskinn orðið einn stærsti atvinnuveitandi á Sauðárkróki. Þar starfa nú rúmlega 40 manns. Jón hefur tekiö mikinr þátt í féiagsmálum, m.a. setið í bæjar- stjórn. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fjölbrautaskólans hér, og var formaður skólanefndar þegar skólinn tók til starfa. Jón flyst nú til Reykjavíkur og tekur þar við starfi framkvæmda- stjóra Hagkaups. Sauðkrækingar sjá á bak traustum og vinsælum atgervismanni. Þeir óska honum, konu hans, Maríu Dagsdóttur, og sonum þeirra alls velfarnaðar í framtíðinni, um leið og þeir bjóða nýjan framkvæmdastjóra velkom- inn til starfa. Kári Landsmálafélagiö Vöröur Stjórnmálaástandiö í þinglok Landsmálafélagiö Vörö- ur heldur fund um stjórn- málaástandið í þinglok fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöis- húsinu Valhöll viö Háa- leitisbraut. Framsögumenn veröa: Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins Friörik Sófusson, varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.