Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 44

Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 fclk í fréttum Kristinn Jón Bjarnason „Við þurfum eflaust að hafa meira fyrir náminu, en þetta er alveg hægt „Við erum öll mjög stolt af þér, þú hefur sannarlega markað tíma- mót hjá okkur og þú sýndir að þetta er raunverulega hægt.“ Ein- bvern veginn þessu líkt hljóðaði kortið sem rúmlega 25 heymar- daufir sendu vini sínum og félaga, Kristni Jóni Bjarnasyni, sem út- skrifaðist stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð um síðustu helgi. „Ég útskrifaðist frá náttúru- og eðlisfræðibraut. Mér var veitt undanþága frá þriðja máli og hafði því mikið frjálst val og valdi nokkra eðlisfræðiáfanga og alla þá valáfanga í stærðfræði, sem ég hélt að myndu geta kom- ið mér að einhverju gagni í framtíðinni. Þetta gat vissulega verið nokkuð strembið á köflum en kennararnir voru mjög hjálp- samir og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að létta mér þetta. Ég hafði einnig sérhönnuð tæki fyrir heyrnarskerta, sem eru þannig útbúin að kennarinn ber eitt tæki framan á sér og ég hef annað hjá mér. Með þessu móti náði ég nokkru af því sem fór fram í kennslustundum. Það eina sem kannski háir okkur sem höfum litla sem enga heyrn er orðaforðinn okkar, því hann er alls ekki eins fjölbreytt- ur og hjá öðrum. Ég fór í undir- búningsnám áður en ég fór í menntaskóla og með því að gera það, fá hjálp kennara og reyna eftir fremsta megni að bjarga mér er þetta alveg hægt. Það ættu tvímælalaust fleiri heyrn- arlausir að reyna þetta því það er ekkert ómögulegt og við get- um þetta alveg eins og aðrir. Við þurfum eflaust að hafa meira fyrir náminu en maður sættir sig við það.“ — Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég vinn í Landsbankanum f sumar, en hvað tekur við í haust veit ég ekki. Ég hef fullan hug á því að fara í framhaldsnám, hvort sem það verður hér við há- skólann heima eða einhvers staðar erlendis. Ætli ég vinni ekki næsta árið og sjái svo til. Það er svo margt sem þarf að athuga áður en lagt er út í frek- ara nám og erfitt að ákveða sig.“ — Er miklu ábótavant fyrir heyrnarskerta til að stunda nám í menntaskóla? „Nei, það held ég ekki. Kenn- arar og nemendur þurfa bara að taka tillit til þeirra, sem skilja lítið, og það væri auðvitað frá- bært að fá að hafa túlk með sér eins og tíðkast erlendis fyrir þá sem á því þyrftu að halda. Þetta veltur náttúrlega allt á því hversu slæm heyrnin er. Ég vona bara að það taki sig nú fleiri til, sem eru með skerta heyrn, og reyni að takast á við frekara nám meira en tíðkast hefur hingað til, því þetta er alveg hægt.“ Þeir voru margir krakkarnir sem nutu góðs af þessum kræsingum í Fífusel- inu á laugardaginn var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.