Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNl 1985 39 Minning: Björn Haraldsson frá Austurgörðum Fæddur 31. maí 1897 Dáinn 29. maí 1985 Björn Haraldsson fyrrum kenn- ari og bóndi aö Austurgörðum í Kelduhverfi lést í sjúkrahúsinu á Húsavík 29. maí sl. I nokkrum orð- um langar mig að minnast tengda- föður míns og þakka góð kynni. Björn Haraldsson fæddist að Austurgörðum þann 31. maí 1897 sonur hjónanna Haraldar Ás- mundssonar bónda þar og Sigríðar Sigfúsdóttur. Hann var elstur átta systkina og eru nú sjö þeirra látin. Eftir lifir Björg, fyrrum húsfreyja að Mýri í Bárðardal. Búið að Austurgörðum var í smærra lagi. Það hefur því þurft að halda vel á öllu og fara spar- lega með. En fjölskyldan var sam- hent og komst sæmilega af þrátt fyrir erfiða tíma. Snemma mun Björn hafa tekið til hendinni eins og alsiða var á þeim tíma og sú iðjusemi, er hann tamdi sér í bernsku, entist honum alla ævi. Hann var sístarfandi meðan kraftarnir leyfðu og kunni aldrei við sig verklaus. Skólaganga Björns var ekki löng en nýttist honum ákaflega vel. Auk far- kennslunnar, er hann naut í sveit sinni, stundaði hann nám við unglingaskólann í Axarfirði vet- urinn 1911—12 og eftir það las hann um tíma við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri. En Björn var fróðleiksfús að upplagi og bók- hneigður, enda vel að sér í ýmsum greinum. Strax um tvítugt fór hann að fást við kennslu og má segja að það hafi verið hans annað aðalstarf um dagana. Hann kenndi á ýmsum stöðum um ára- tuga skeið og seinast á Reykjum í Hrútafirði. Björn var félagslyndur og áreiðanlegur enda hlóðust snemma á hann trúnaðarstörf heima í héraði. Hann var m.a. oddviti í Kelduhverfi um skeið, mörg sumur sá hann um verk- stjórn við vegalagnir, og þing- skrifari var hann á árunum 1928—37. Hann sat í ýmsum nefndum og stjórnum og lagði gjörva hönd á margt. Af þessu má sjá, að Björn naut trausts og virð- ingar samtíðarmanna sinna, sem kunnu vel að meta greind hans og dugnað. En það vita þeir er til þekkja, að Björn steig sitt mesta gæfuspor þann 7. okt. 1939 er hann gékk að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína Þorbjörgu Þórarins- dóttur frá Kollavík í Þistilfirði. Þó lundarfar þeirra hjóna væri um margt ólíkt varð hjónaband þeirra farsælt og hamingjuríkt. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru Þórarinn f. 1940, Sigríður f. 1946, gift þeim er þetta ritar, og Guðný f. 1950, gift Jónasi Þórðarsyni. Barnabörnin eru níu. Er ég kynntist Birni var hann orðinn aldraður maður. Mér er enn minnistætt hversu vel og inni- lega hann tók á móti mér er ég kom í fyrsta sinn í heimsókn að Austurgörðum sumarið 1976. Björn stóð þá á þeim tímamótum að vera að bregða búi. En það var fjærri honum að setjast í helgan stein. Hann sneri sér þá af krafti að áhugamáli sínu, ritstörfunum. Þetta sama haust komu út eftir hann tvær bækur, „Ljóðakver", en þar kemur glögglega í ljós hve létt Leiðrétting í minningargrein um Ragnheiði Einarsdóttur hér í blaðinu í fyrra- dag urðu þau mistök í prentun, að einn kafli greinarinnar féll niður að mestu. Um leið og beðist er af- sökunar á þessu, birtist þessi kafli eins og hann átti að vera: Þegar heim var snúið var hjóna- bandið og fjölskyldustörfin á næsta leiti en 30. apríl 1932 giftist Ragnheiður Sigurði Magnússyni bókara frá Stykkishólmi, sem hafði tekið við skrifstofustörfum í fyrirtæki tengdaföður síns. hann átti með að klæða hugsanir sínar í búning stuðla og höfuð- stafa, og „Kaupfélag Norður-Þingeyinga 1894—1974“. Þar er greinargóð lýsing á því hve samvinnuhreyfingin og stofnun kaupfélagsins hafði afgerandi áhrif á „mannlíf við ysta haf“ en það var undirtitill bókarinnar. Ár- ið 1979 kom út eftir hann bókin „Lífsfletir", sem er ævisaga Árna Björnssonar tónskálds, en þeir voru sveitungar og vinir. En stærsta ritverkið, sem hann vann að, entist honum hvorki heilsa né aldur til að ljúka. Það var saga samvinnuhreyfingarinnar. í það mikla verk hafði hann dregið sam- an óhemju fróðleik. Það urðu hon- um vonbrigði að geta ekki lokið því verki. Björn var í lægra meðallagi á hæð, svipsterkur og sviphreinn. Hann var léttur á fæti meðan kraftar entust og sístarfandi. Ógleymanleg er mér ferð er við fórum eitt sinn í hinu fegursta veðri austur að Dettifossi ásamt fleirum. En þar kleif hann létti- lega kletta og klungrur og hafði þó tvo um áttrætt. Björn var velles- inn og víðlesinn, hagmæltur í betra lagi, ljóðelskur og ritfær vel, eins og bækur hans bera vott um. Hann átti drjúgt safn góðra bóka sem voru honum kærar. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með þær, var rökfastur og fylginn sér og gilti þá einu hver í hlut átti. Hann bjó yfir farsælum gáfum er nýttust honum vel. Hann var góður fulltrúi íslenskrar bændamenningar í þess orðs bestu merkingu. Síðustu árin reyndust Birni erf- ið á ýmsan hátt. Það átti ekki við hann að sitja með hendur í skauti. Glíman við elli kerlingu var bæði löng og ströng. Hann unni átthög- um sínum mjög og vildi dveljast heima svo lengi sem þess var nokkur kostur. Þorbjörg kona hans tók fullt tillit til óska bónda síns, og hjúkraði honum daga og nætur af ástúð og umhyggju. Þor- björg er ein af hetjum hvers- dagsins, sem í hógværð og af fórn- fýsi reyndi hvað hún gat að létta undir með ellimóðum eiginmanni sínum. Við, sem þekktum Björn, vissum að hann varð hvíldinni feginn. Andlát hans kom engum á óvart. Eigi að síður er nú skarð fyrir skildi. Það er dapurt til þess að hugsa að eiga ekki lengur eftir að blanda geði við þennan aldna heið- ursmann. En eftir lifir minningin um heilsteyptan mann, sem í engu brást er honum var til trúað, og kveður nú þennan heim sáttur við Guð og menn að loknu ósviknu dagsverki, eða eins og hann sjálf- ur segir í einu ljóða sinna: Rétt er rétt í heimi hér og hafið það. ' Gert er gert og frágengið og fullkomnað. Ég sendi tengdamóöur minni, Þorbjörgu, og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Egill Friðleifsson Fallast í faðma friður og kyrrð yfir öldungi Þessi orð skáldsins á Sandi til- einka ég látnum vini mínum Birni Haraldssyni frá Austurgörðum. Kynni tókust með okkur fyrir 40 árum, er ég settist að í Keldu- hverfi og hef átt heimili þar síðan. Ekki fer hjá því að á þessum árum hafi ég haft meiri og minni kynni af Birni og átt hann að ein- lægum vini. Varð líka brátt þess vör hve fjölhæfum gáfum hann var gæddur. Þrátt fyrir að Björn stundaði myndarlegan búskap um ævina átti hann mörg önnur hugð- arefni, sem hann vann að með dugnaði, enda einstaklega vilja- fastur maður. Fátækur braust hann til mennta og lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hélt að því búnu aftur heim í átthagana, en þeim helgaði hann störf sín, þó með nokkrum frávikum. Hann hlaut tiltrú sveitunga sinna. Var kosinn sýslunefndarmaður og oddviti sveitarinnar. Þeim störf- um gegndi hann um árabil. Hann var skólastjóri barnaskólans, sem var hafður til húsa á heimili hans á þessum árum, var hann talinn mjög góður kennari. Birni var fal- in verkstjórn við lagningu vega í Kelduhverfi og fórst það vel úr hendi. Sama var að hverju Björn starfaði, hann leysti ætíð öll við- fangsefni með stakri prýði. Því kynntist ég afar vel þegar hann var fenginn til að setja á svið leik- ritið Tengdamömmu eftir Krist- ínu Sigfúsdótturi Þótti sú upp- færsla takast svo vel að beðið var um leikritið til sýninga í öðrum sveitum. Sjálfur skrifaði hann leikrit, sem sýnt var í hans heima- högum. Björn fékkst talsvert við rit- störf og var vel hagmæltur. Hann gaf út eigin ljóð og ljóðaþýðingar 1976. Bók sína nefndi hann Ljóða- kver. Læt ég hér fylgja úr þeirri bók eitt erindi eftir hann, sem vel má á þessari stundu tileinka hon- um sjálfum: Vér syrgjum eigi horfins vinar vegna, því vel mun statt meö sálarskipið hans. Vort ólán var, að ei vér skyldum megna að auðgast meir af gnægðum þvílíks manns. Af öðrum ritverkum hans má nefna bókina Lífsfleti, ævisögu Árna Björnssonar tónskálds, en hann var æskuvinur Björns og sveitungi. Sömuleiðis skrifaði hann sögu kaupfélags Norður- Þingeyinga, ásamt mörgum grein- um í blöð og tímarit. Víst var að Björn sat aldrei auðum höndum. Þegar kirkjukór Garðssóknar var stofnaður var hann einn af helstu hvatamönnum og formaður hans síðar. Ánægjulegt var að hitta Björn á söngæfingum, glað- an og uppörvandi. Ekki var þó alltaf heiglum hent að koma sam- an í erfiðri færð yfir vetrar- tímann. Fyrir kom að ganga þurfti langar leiðir, en formaður og söngstjóri lágu ekki á liði sínu. Því hefði mátt veita þeim bjartsýnis- verðlaun eins og gert er nú á dög- um. Utan sveitar sinnar starfaði Björn sem þingskrifari í Reykja- vík, þá ungur maður valinn úr hópi margra umsækjanda, og um tíma skólastjóri barnaskólans í Núpasveit. Síðar tók hann sig upp með fjölskyldu sína og hélt að Reykjum í Hrútafirði, þar sem hann gerðist kennari. Þar hlutu börn hans framhaldsmenntun. Að henni fenginni var aftur snúið heim. Hann ætlaði sér aldrei að yfirgefa átthagana, þar lágu ræt- ur hans og hugur allur. { einkalífi var Björn gæfumað- ur. Kona hans, Þorbjörg Þórar- insdóttir, ættuð úr Þistilfirði, mikilhæf að eðlisgerð, var honum örugg stoð í gegnum lífið, ekki síst nú er elli og sjúkdómar tóku að mæða hann. Saman eignuðust þau þrjú börn: Sigríði kennara í Hafn- arfirði, Þórarin fyrrverandi bónda, sem nú um hríð hefur með- al annars séð um gerð útvarps- þátta, og Guðnýju Halldóru hús- freyju í Austurgörðum. Um þessa vini á ég margar góð- ar minningar, sem ég þakka nú einlæglega, um leið og ég votta fjölskyldunni allri samúð mína. Björn kveð ég, sem einn af mín- um bestu vinum. Hvíli nú hinn mikli starfsmaður í ró eftir anna- saman dag. G. Jak. TÆKNI VAL líö flYtjum í dag í nýtt og glæsílcgt húsnæði að Grensásvegi 7 GRENSÁSVEGI 7.SÍMAR. 91-686064-81065 Við bjóðum fjölbreytt úrval D U UJK11 í M STEINAVERKSMIÐJA: af gangstéttarhellum og Söluskrifstofa, sýningarsvæði skrautsteinum. E Brej5höfða 3, Skoðaðu sýningarsvæði okkar að | í| 110 Reykjavík Breiðhöfða 3 og fáðu þér bækling. P I Sími: (91) 68 50 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.