Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 25

Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 25
4T M0RGUNBLADID^SmÖÍUD-AG:UR9. JtJNÍ .19& 25 Vindfákar Vindurinn hvæsir, vöðvarnir strekkjast og slakna á víxl. Allur líkaminn er strekktur og viðbúinn hverju sem er. Snögg beygja, fíðring- ur í maganum og vindurinn lyftir brettinu upp ölduna og fram af. Brettið tekst á loft hærra og hærra. Snörp vindhviða og brettið stefnir niður. Voldug alda rís beint á móti, maður og bretti steypast inn í ölduna og sjógusurnar spýtast í allar áttir. í gegnum þéttar gusurnar sést einbeitingin skína út úr ströngu augnaráð- inu. Seglbrettið og maðurinn virðast samgróin þar sem brettið þeysist á ofurhraða í gegnum öldurnar svo það tekst á loft öðru hverju og svífur þá nokkra stund um loftin blá rétt eins og hver annar af fuglum himins. Manninum hefur löngum verið það þörf að kanna getu sína á hinum ólíklegustu sviðum og bjóða þá jafnan öllu byrginn, hvort heldur er móðir nátt- úra eöa eitthvað annað. Margir hafa fengið fullnægt þessum hvötum sínum í einhvers kon- ar íþróttaiðkun. Undirrituðum gafst um daginn kostur á að fylgjast með nokkrum „seglbretta sjóurum“ þar sem þeir þeystu vindfákum sín- um fyrir utan Gróttu. Listmunir eftir HAUK DÓR Síöustu forvöö að tryggja sér muni eftir þennan ágæta listamann. Gott verö. Saga íþróttarinnar Það eru ekki nema 17 ár síðan Bandaríkjamann- inum Holy Schweitzer datt í hug að setja segl á brimbrettið sitt til þess að koma því út í öldudalina. En síðan fyrsta seglbrettið var sjósett 1968 hefur þó mikil þróun orðið og það sem í fyrstu þótti aðeins furðu uppátæki einhvers athyglisþurfandi sérvitr- ings er nú orðin mjög virt og útbreidd íþrótt víða um heim, hefur tæpast nokkur íþróttagrein náð jafn mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. 1972 var fyrsta heimsmeistaramótið haldið á Hawaii sem er reyndar eins konar Mekka seglbrettasiglingamanna. Hefur það verið haldið á hverju ári síðan. Árið 1975 fór íþróttin að breiðast út í Evrópu, en frá 1977—1978 má segja að „seglbrettabomba" springi um gjörvalla Evrópu. Baðstrendur sem áður höfðu verið hálf mannlausar fylltust nú af áhugasömum seglbrettamönnum, svo að við lá að hægt væri að ganga þurrum fótum langt út fyrir mörk láðs og lagar. Það var síðan fyrir u.þ.b. 4—5 árum að fyrst var farið að nota seglbretti við Island. Þó eru ekki nema 3 ár síðan fámennur hópur fór að stunda íþróttina að einhverju marki. Búast fróðir menn við að æðið sem gekk yfir Evrópu á árunum 1977—1978 endurtaki sig hér í sumar. Þess ber einnig að geta að í fyrra náði íþróttin þeim merka áfanga að vera tekin gild til keppni á Ólympíuleikunum, sem haldnir voru í Los Angeles. Seglbretti á íslandi Margur álítur eflaust að seglbrettaíþróttin sé nokkuð sem menn stundi aðeins þar sem veður er gott og sjórinn hlýr og sé þess vegna eitthvað sem henti alls ekki íslenskum aðstæðum. Þessu er þó ekki þannig farið. Það eru líklega fá lönd sem hafa jafn ákjósanleg skilyrði til seglbrettasiglinga og ís- land. Það eina sem þarf er nefnilega vindur og hann skortir ekki hér á landi. Að vísu er það ljóst að hlífðarfatnaður getur ekki einskorðast við sund- skýlu eða vikini heldur verða þeir sem hyggjast stunda seglbrettasiglingar að klæðast til þess gerð- um þurrbúningum, sem verja þá gegn bleytu og vosbúð. Þá er hér á landi nær ótakmarkað rými til þess að stunda íþrótt sem seglbrettasiglingar. Þannig getur hver og einn siglt sínu bretti í ró og næði við hinar fjölmörgu strendur landsins. Nám, ástundun og kostnaður 3 seglbrettaskólar voru reknir í Reykjavík og nágrenni í fyrra. Undirritaður heimsótti einn þess- ara skóla til að forvitnast um starfsemina. Kennsla fer þannig fram, að íþróttakennari og tveir aðstoðarkennarar hans fylgjast með og kenna undirstöðuatriði s.s. hvernig eigi að standa og taka á seglinu við hinar ýmsu aðstæður. Að sjálfsögðu mæðir mest á nemendunum sjálfum. Fyrstu kennslustundirnar fara að mestu í að detta og skríða aftur upp á brettið. En með smá þolinmæði hefst þetta allt, og eftir u.þ.b. 10 tima námskeið á nemandinn að vera fær um að geta siglt sjálfur í hægum vindi. En hvað kostar þá að læra og kaupa búnað? Námskeið (10 tímar) kostar u.þ.b. 2000 kr. og er þá innifalin leiga á búnaði. Fyrir þá sem vilja halda áfram að námskeiði loknu og hyggjast kaupa sér búnað þá kostar nýtt byrjendabretti u.þ.b. 20.000 kr. Annar búnaður s.s. þurrbúningur, skófatnaður og hanskar kosta á bilinu frá 7000 til 16.000 kr. Þetta verð sem mörgum finnst eflaust mjög hátt segir þó ekki alla söguna, þar sem auðvelt er að komast yfir notaðan búnað á hagstæðu verði. í þvi sambandi er oftast um að ræða afslátt upp á 20—30% fyrir hvert notkunarár. Með því móti er hægt að fá ódýran búnað í góðu standi t.d. myndi 1 árs gamalt bretti, sem nýtt kostar 20.000 kr., kosta á bilinu 14.000 til 16.000. Annar kostnaður en stofnkostnaður er hverfandi þar sem ekki þarf að fara langan veg til að geta sjósett brettið, auk þess þarf ekki að borga fyrir að sigla hér (að minnsta kosti ef menn sætta sig við aö takmarka siglingasvæði sitt við 200 mílna lögsögu landsins!). Þegar námskeiði er lokið Þegar námskeiði er lokið kemur að því að hver og einn fer að stunda íþróttina sjálfstætt ýmist einir sér eða með einhverjum siglingaklúbbi. Flestir taka þann kostinn að ganga í einhvern siglingaklúbb- anna, enda er þar boðið upp á aðstöðu til þess að geyma brettin auk þess sem þa geta menn notið félagsskapar annarra með sama áhugamál um leið og hver lærir af öðrum. Siglingaklúbbar eru starf- ræktir víða s.s. Ýmir í Kópavogi, Brokey í Reykja- vík, Vogur í Garðabæ, Sigurfari á Seltjarnarnesi og Nökkvi á Akureyri. Keppnisíþrótt Víða erlendis er keppt á stórum mótum í segl- brettasiglingum um miklar fjárhæðir. Eru segl- Keyrt af krafti framhjá Gróttu. brettasiglingar víða orðin svo sterk íþrótt keppnis- lega séð að fáar íþróttagreinar geta státað af jafn mörgum atvinnumönnum. Athygli vekur að 4 af 10 bestu seglbrettasjóurum heims koma frá Skandin- avíu þar sem aðstæður til seglbrettasiglinga eru mjög sambærilegar að mörgu leyti og hér við land. Það þýðir að þannig er í raun ekkert því til fyrir- stöðu að við íslendingar gætum eignast keppnis- menn sem berjast myndu um heimsmeistaratitilinn og auka þar með hróður lands og þjóðar út á við. Til þess að það geti orðið þarf samstillt átak allra aðila svo hægt verði að hlúa að afreksmönnum í grein- inni. í ár verður í fyrsta skipti keppt til Islandsmeist- aratitils, en í fyrra var útnefndur íslandsmeistari. í sumar verður keppt á 15 mótum á seglbrettum. Fyrsta mótið var svokallað „opnunarmót" sem hald- ið var þann 11. maí síðastliðinn en það síðasta verð- ur haldið þann 5. október i haust. Seglbretti fyrir alla Þó mikill uppgangur sé fyrirsjáanlegur í segl- brettasiglingum sem keppnisíþrótt þá megum við ekki gleyma hinum sem ekki stefna að neinum keppnissigrum, en kjósa heldur að stunda iþróttina ánægjunnar einnar vegna. Þeir sem sigla seglbrett- um segja mér að fátt jafnist á við að svífa segli þöndu í gegnum öldudalina og þjálfa hug og hönd saman þannig að iðkandinn samlagast náttúrunni, um leið og hann gleymir vandamálum líðandi stundar í spennandi baráttu við Ægi konung. Hafnarstræti 11 Reykjavík, sími 13469 KAMÍNUR 900 !u [—1 l • liii T 415 1 |>------560------->) |«------560-------*| |«---415----->| * * /f^KS NYBYLAVEGI6 nvicri Kópavogi, simi 41000 DALSHRAUNI15 Halnartirti. simar 54411 og 52870 Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.