Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 2

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JtTNl 1985 Mikil eftirspurn er eftir grálúðu MIKIL eftirspurn er nú eftir grálúdu víöa um heim. Talið er að ekki verði unnt að anna eftirspurninni fyrr en líða tekur á haustið. Hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins fengust þær upplýsingar að birgðir væru mjög litlar. 1 lok apríl voru þær aðeins 40% af því sem til var fyrir ári. Á sama tíma voru birgðir í landinu samtals um 550 tonn á móti 1.330 tonnum í fyrra. Hjá Sambandinu hefur frysting á grálúðu aukist um 30% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Ef litið er á Bandaríkjamarkað sérstaklega framleiddi Sambandið 910 tonn af grálúðuflökum fyrir þann markað árið 1984, en 640 tonn árið 1983. Fyrstu fimm mánuði ársins 1985 var framleiðslan hinsvegar þegar komin í 1.220 tonn. Skákmótið í Eyjum: Lein varð efstur BANDARÍSKI stórmeistarinn Ana- toly Lein bar sigur úr býtum á al- þjóðlega skákmótinu í Vestmanna- eyjum þrátt fyrir tap gegn Short frá Englandi í síðustu umferð mótsins, sem tefld var í gær. Lein hlaut 9'/i vinning. Jón L Arnason og Jóhann Hjartarsson gerðu jafntefli og missti Jóhann þar með endanlega af stór- meistaraáfanganum, jafnvel þótt skák hans og Lombardys hefði verið talin með. Önnur úrslit í síðustu umferð mótsins voru sem hér segir: Bragi Kristjánsson og Ingvar Ásmunds- son gerðu jafntefli, sömuleiðis Helgi Ólafsson og Björn Karlsson. Lombardy vann Ásgeir Þ. Ás- geirsson. Guðmundur Sigurjóns- son og Plaskett frá Englandi gerðu jafntefli og Tisdall frá Bandaríkjunum vann Karl Þor- steins. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson urðu í öðru og þriðja sæti mótsins með 9 vinn- inga, Nigel Short varð i fjórða sæti með 8% vinning og Jón L. Árnason og Guðmundur Sigur- jónsson lentu í fimmta og sjötta sæti með 8 vinninga. Morgunblaðið/ Júlíus. Fernt flutt á slysadeild — eftir harðan árekstur í Ártúnsbrekku HARÐUR árekstur varð í Ártúnsbrekku um klukkan 16.30 í gærdag er tveir fólksbflar rákust saman, skammt neðan við Nesti. Slysið bar að með þeim hætti að bifreið var ekið út frá Nesti og yfir óbrotna línu á akbrautinni í veg fyrir bifreið sem var á leið úr bænum. Við áreksturinn valt fyrrgreinda bifreiðin út fyrir veg og kastaðist ökumaður út. Ökumaður, kona og smábarn, sem voru í hinni bifreiðinni, voru flutt á slysadeild svo og ökumaður bifreiðarinnar sem valt. Að sögn lögreglunnar mun fólkið hafa meiðst talsvert og bifreiðirnar eru stórskemmdar. Meðfylgjandi mynd var tekin á slysstað í gær. Laxalón: Spurt og svarad um garðyrkjumál MORGUNBLAÐIÐ býður les- endum sínum í ár eins og und- anfarin ár upp á lesendaþjón- ustu um garðyrkjumál. Geta les- endur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11 og 12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrirspurnum þarf að fylgja nafn og heimilisfang. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar til að svara þeim spurningum sem kunna að koma frá les- endum. Selur 1,5 milljón regnboga- silungsseiða til Noregs EIGENDUR fískeldisstöðvarinnar Laxalóns við Reykjavík hafa gert samning við norska fiskeldismenn um sölu á 1,5 milljón sumaröldum regnbogasilungsseiðum. Seiðin verða flutt út til Noregs í haust, væntanlega með flugi. Söluverðið er 7—10 milljónir kr. I næsta mánuði koma tankskip til að sækja 365 þús- und eins árs regnbogasilungsseiði og 50 þúsund laxaseiði af sjógöngu- stærð, sem Laxalón seldi sömu aðil- um í vetur. Ólafur Skúlason framkvæmda- stjóri Laxalóns sagði að aðdrag- andi þessarar sölu væri sá að í apríl hefði stjórn Laxalóns skrifað landbúnaðarráðherra og forsæt- isráðherra bréf þar sem lýst væri yfir vilja eigenda stöðvarinnar til að stuðla að hagnýtingu regnboga- silungsstofnsins í fiskeldisstöðv- um hér innanlands. í stöðinni væru 2 milljónir hrogna sem gætu gefið af sér um 1.000 tonn af fiski við slátrun á næsta ári. Þetta væri þó háð því að stjórnvöld tryggðu fjármagn til uppbyggingar að- stöðu fyrir regnbogann. Svar hefði enn ekki borist við þessari mála- leitan. Ólafur sagði að í vor hefðu þeir boðið Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði regnbogahrognin, en því boði hefði verið hafnað. Þá hefði Norðmaður, sem hér var staddur til að taka út seiðin sem flutt verða út í sumar, falast eftir þeim og samningar náðst um sölu á 1,5 milljón seiðum. Ólafur sagði að þeir hefðu haldið eftir rúmlega 500 þúsund seiðum til eigin nota og til dreifingar hér innanlands. Hann sagði að mikil eftirspurn hefði verið eftir regnbogasilungs- seiðum og væru þeir búnir að lofa nokkrum stöðvum, sem fengið hefðu til þess leyfi, seiðum. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar: Meirihluti fylgjandi til- boði Hvaleyrar hf. í BÚH FUNDUR Bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar um tilboð Hvaleyrar hf. í eignir og togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar stóð enn á miðnætti Erlend skuldasöfnun er langstærsti vandinn — sögðu forystumenn stjórnarflokkanna FORYSTUMENN stjórnarflokkanna voru sammála um það í eldhúsdags- umræðunum á Alþingi í gærkvöldi að brýnasta verkefnið nú væri að stemma stigu við erlendum lántökum. Talsmenn stjórnarandstöðunnar töldu ríkisstjórninni hafa mistekist stjórn efnahagsmála og hún bæri hag launþega síst fyrir brjósti. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni, að erlend skuldasöfnun væri langstærsta vandamál þjóðarinnar um þessar mundir. A síðasta ári hefði 5 milljörðum króna verið varið til þess að greiða vexti af erlendum lánum. Nú væri svo komið, að varla væri unnt að taka nokkrar ákvarðanir í þjóðmálum án þess að taka mið af erlendu skuldastöðunni. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrsta verkefnið í efnahagsmál- um væri að hamla gegn óhófleg- um erlendum lántökum til rekstrar og neyslu. Vegna sjáv- arútvegsins væri mikilvægast að hefta skuldasöfnunina vildu menn treysta rekstrarstöðu hans. Sagði Þorsteinn, að stuðn- ingur Sjálfstæðisflokksins við núverandi ríkisstjórn hljóti að vera við það bundinn að sá ár- angur náist í þessum efnum, sem að var stefnt með samkomulagi stjórnarflokkanna síðastliðið haust. Augunum yrði ekki lokað fyrir því að víða hefði gengið á eignir atvinnufyrirtækja í sjáv- arútvegi enda hefði verðmæti út- flutningsins rýrnað um 8 millj- arða frá árinu 1980. Umræðurnar snerust einkum um efnahags- og kjaramál. Stjórnarandstæðingar töldu rík- isstjórnina hugsa meira um hag hinna efnameiri en þeirra sem minna mega sín. Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalags- ins, sagði að kaupmáttartrygg- ing væri úrslitaatriði í baráttu launafólks og óhjákvæmilegt væri að koma ríkisstjórn ríka fólksins frá völdum. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, sagði ríkis- stjórnina hafa misboðið launa- fólki en á sama tíma lifði annar hluti þjóðarinnar lúxuslífi. Ræðumenn Bandalags jafnað- armanna ítrekuðu þau stefnu- mál sín að kjósa bæri forsætisráðherra beinni kosn- ingu, afnema þingræði og gera landið að einu kjördæmi auk þess sem fylkjum yrði komið á fót með mikilli sjálfsstjórn. Kristín Ástgeirsdóttir, einn ræðumanna Kvennalistans, fagnaði sérstaklega samstöðu á Alþingi um tillögu um afvopnunarmál og taldi hana og ávarp kvenna um friðarmál boða stefnubreytingu í utanríkismál- um. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði með- al annars um ályktun Alþingis um friðar- og afvopnunarmál: „Þar er sú stefna áréttuð að hér eru ekki kjarnorkuvopn án sam- þykkis íslenskra stjórnvalda. Ennfremur eru hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði tengdar aðild Atlantshafsbanda- lagsríkjanna að gagnkvæmum samningum um útrýmingu kjarnorkuvopna. Sjálfstæð- isflokkurinn stóð að þessari yfir- lýsingu á þessum forsendum og mun ekki láta rangtúlkanir for- ystumanna Alþýðubandalagsins breyta utanríkisstefnu íslands." í nótt. Meirihluti bæjarfulltrúa hafði þegar lýst sig fylgjandi kaup- unum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokksins, átta að tölu, voru fylgjandi því að tilboð- inu yrði tekið. Fulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, þrír að tölu, voru andvígir því að til- boðinu yrði tekið og lögðu fram frestunartillögur. Kaupandi BÚH, Hvaleyri hf., er nýtt hlutafélag í eigu Samherja á Akureyri sem á 40%, hlutafélags fjögurra eigenda Hagvirkis sem eiga 10% hver, og Jóns Friðjóns- sonar sem á 20%. Hlutafé Hval- eyrar er 50 milljónir. Heildar- kaupverð BÚH er 280 milljónir sem greiðist þannig að Hvaleyri yfirtekur skuldir fyrirtækisins upp á 208 milljónir og greiðir eft- irstöðvarnar á 10 árum. Lögð er fram 30 milljóna króna trygging og auk þess hinar seldu eigur. Hvaleyri hf. ætlar hið fyrsta að senda togarann Apríl á veiðar og hefja starfrækslu fiskiðjuversins. Apríl verður síðar breytt í frysti- skip. Áætlað er að afhending fyrirtækisins fari fram nk. föstu- dag 14. júní. 'O INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.