Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 6

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JÚNÍ 1985 Rokkrásin ■ ■ Orn Ingi, sá ágæti fjöllista- maður þeirra Norðlendinga, lagði til í sunnudagsþætti sínum er hann nefnir: Milli fjalls og fjöru, að menn tækju sig til á hinum fögru vordögum er nú skína af hverju þúfubarði og framkvæmdu eitthvert verk er þeir hefðu aldrei framkvæmt áður, gengju tii dæm- is afturábak í vinnuna með spegil í höndum. Ég hreifst svo af þess- ari hugmynd Arnar Inga, að ég settist vopnaður stílvopni við við- tækið þá útsendingar hófust á rás II á léttum músíkþætti, en venju- lega læt ég nægja að hlusta með öðru eyranu á slíka þætti. Hef þó stundum sest niður með blað og blýant þá slíkir þættir hljómuðu en ætíð staðið upp með auða örk. Hvað er annars hægt að segja um slíka þætti, jafnvel þótt músíkin sé rofin við og við af rabbi þáttar- stjóra og jafnvel aðvífandi gesta? Ekki treysti ég mér til að setjast á stól poppskríbents að rífast við sjálfan mig um hvort þessi eða hin tónlistarstefnan eigi að tróna á rás II. Ég lít svo á að hinir létt- fleygu músíkþættir á rás II séu fyrst og fremst ætlaðir til að lyfta geði guma og örva vinnugleði og athafnaþrá. En eins og ég sagði hér fyrr í texta hef ég nú ákveðið að kreista blek úr penna eftir hlustun eins slíks þáttar mest vegna áeggjunar Arnar Inga og svo vegna þess að ég hitti nýlega á förnum vegi einn þáttarstjóra rásar II. Verða þau orðaskipti ekki rakin frekar en gjarnan vildi ég fá ábendingar frá starfsmönnum rásar 2 og frá hlustendum, sem kunna að vera ósáttir við fyrrgreind viðhorf mín til léttra músíkþátta. Ég óttast ekki hvassyrta og málefnalega gagnrýni, lognmollan er hættu- legust því hún svæfir dómgreind- ina. Rokkrásin Músíkþáttur sá er ég vel til um- fjöllunar nefnist Rokkrásin og var á dagskrá rásar II síðastliðinn mánudag. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. Þætti þessum er ætlað að kynna þekkta hljómsveit eða tónlistar- mann. í þetta sinn varð fyrir val- inu hljómsveitin Roxy Music. Ég verð að segja þeim Snorra og Skúla til hóls að þeir fluttu vel mál sitt og höfðu greinilega lagt umtalsverða vinnu í aö kynna sér feril þessarar ágætu hljómsveitar. Hafði ég á tilfinningunni að pilt- arnir hefðu mikla ánægju af verki sínu og smitaöi sú vinnugleði þann er hér stýrir penna. Þó get ég ekki að því gert að þáttur þessi vakti mér nokkurn ugg í brjósti, því hann leiddi huga minn að fjölda svipaðra þátta, er ég hef hlýtt á bæði í kanaútvarpinu og í erlend- um útvarpsstöðvum. Verða máski örlög útvarpsins okkar þau að feta svipaðan farveg og fjölmargar bandarískar útvarpsstöðvar þar sem léttir músíkþættir tróna, þættir er segja einkum tíðindi af súperstjörnum vitundariðnaðar- ins? Slík þróun gæti hæglega átt sér stað á löngum tíma í kjölfar harðnandi samkeppni á auglýs- ingamarkaði. Heyrði ég reyndar nýíega leiklistarstjóra BBC lýsa þungum áhyggjum yfir þessum hiutum, taki hinar menningar- skuldbundnu ríkisstöðvar að keppa um auglýsingar við hinar frjálsu útvarpsstöðvar. Ein smáleg málfarsleg athuga- semd undir lokin: í fyrrgreindum músíkþætti hraut eftirfarandi setningarhluti af vörum annars þáttarstjórnenda ... feitasti smeilur Roxy Music til þessa. Já þeir verða vafalaust margir „smeilirnir“ í framtíðinni. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Nýr þáttur á rás 1 Staður og stund ■ „Staður og 15 stund“ nefnist “ nýr þáttur á dagskrá hljóðvarps. Hann hefst í dag klukkan 15.15 og kemur frá RÚVAK. Þórður Kárason sér um þáttinn og sagði hann að hér væri um að ræða al- hliða þætti, með spjalli og góðri tónlist. í hverjum þætti verður eitt viðtal, jafnt við unga sem aldna. Fyrsti gesturinn verður Albert Karlsson kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann er mikiil áhugamaður um skotvopn og í safninu hans er á fjórða tug skotvopna. Al- bert er einnig mikill áhugamaður um sögu og stundaði hann nám í Bandaríkjunum í mann- kynssögu og ensku. Einnig hefur Albert mikið dálæti á tónskáldinu Richard Wagner og verður leikin tónlist eftir hann í þætt- inum. Þórður sagðist vilja reyna að brúa bilið milli unglingaþáttanna og dag- skrárliða fyrir eldri hlust- endur. Þannig væru gestir hans bæði ungir og aldnir og tónlistin verður fjöl- breytt, ekki topplögin í dag, heldur sígildar lummur sem valdar yrðu í samráði við viðmælanda hverju sinni. Allt fram streymir... Aftanstund ■■■■ Aftanstund er | Q 25 á dagskrá sjón- varps klukkan 19.25 í kvöld, en það er barnaþáttur með inn- lendu og erlendu efni. f aftanstundinni í kvöld er Söguhornið. Lovísa Einarsdóttir les „Sagan hennar systu“ eftir Braga Magnússon. Einnig verður í stundinni „Kanínan með köflóttu eyrun", dæmisög- ur, Högni Hinriks og Mar- ít íitla. ísland—Spánn — bein lýsing iM Bein lýsing frá 45 seinni hálfleik í “ undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verður á báð- um rásum útvarps klukk- an 20.45 frá Laugardals- velli í kvöld. Liðin sem eigast við eru ísland og Spánn. Ingólfur Hannes- son og Samúel Örn Erl- ingsson, íþróttafrétta- menn hljóðvarps, lýsa leiknum. ■i Sjötti þáttur 45 ástralska ““ framhalds- myndaflokksins, „Allt fram streymir ..." er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 21.45 í kvöld, en alls eru þættirnir átta. Þættirnir eru gerðir eftir samnefndri skáld- sögu eftir Nancy Cato. í aðalhlutverkum eru Sig- rid Thornton og John Waters. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 12. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. „Morgunútvarpið". 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Arndls Hjart- ardóttir, Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta fólk" eftir t Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (16). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (Utdr ). Tónleikar. 10.45 „Systur". Smásaga eftir Sólveigu von Schuftz i þýðingu Sigurjóns Guðjónssonar. Herdls Þor- valdsdóttir les. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og Ut um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Tónleikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo. Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (8). 14.30 Miðdegistónleikar. íslensk tónlist. a. Tilbrigði um Islenskt þjóð- lag eftir Þórunni Viðar. Einar VigfUsson og höfundur leika á selló og pianó. b. íslensk þjóðlög I Utsetn- ingu Þorkels Sigurbjörnsson- ar. Ingvar Jónasson, GuðrUn Kristinsdöttir, Óskar Ing- ólfsson og Snorri SigfUs Birgisson leika á tiðlu, Karin- ettu og planó. c. Klarinettusónata eftir Jón Þórarinsson. Óskar Ingólfs- son og Snorri Sigfús Birgis- son leika. 15.15 Staður og stund. — Þóröur Kárason. (RÚV- AK). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Poppþáttur. — Bryndís Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 BarnaUtvarpið. Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17Æ0 SíðdegisUtvarp. — Sverrir Gauti Diego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Ólafur Oddsson flytur. 20.00 Sprotar. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu etni. Söguhornið — Sagan hennar Systu eftir Braga MagnUsson, Lovlsa Einarsdóttir les. Kanlnan með köflóttu eyrun, Dæmi- sögur, Högni Hinriks og Mar- It litla. (Nordvision — Norska sjón- varpið.) Þættir af unglingum fyrr og nU. Umsjón: Slmon Jón Jó- hannsson og Þórdls Mós- esdóttir. 20.45 island-Spánn. Bein lýsing frá seinni hálfleik I undankeppni heimsmeist- aramótsins I knattspyrnu á Laugardalsvelli. Ingólfur Hannesson og SamUel Örn Erlingsson lýsa. (Rásir eitt og tvö verða samtengdar.) 21.30 „italluferð sumarið 1908" eftir Guðmund Finnbogason. Finnbogi Guömundsson og Pétur Pétursson lesa (4). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Leikrit: „Raddir sem drepa" eftir Poul Hendrik Trampe. Annar þáttur endurtekinn. Þýðandi: Heimir Pálsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Hljóölist: Lárus H. Grlmsson. Leikendur: Jóhann Sigurðs- son, Þóra Friðriksdóttir, 12. júní 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 NáttUra irlands Bresk heimildarmynd um Ir- land, jarðsögu landsins, náttUrufegurð, gróður og dýrallf. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.45 Allt fram streymir . . . (All the Rivers Run) Anna Kristln Arngrlmsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Andrés Sigurvinsson, Þór- unn Magnea MagnUsdóttir, Arnór Benónýsson, Jón Hjartarson, Borgar Garð- arsson og Pétur Einarsson. 23.15 Kvöldtónleikar — Róm- antisk tónlist: a. Tveir þættir Ur „Sumar- næturdraumi" eftir Felix Mendelssohn. E. Marton og M. Szirmay syngja meö Ungverska Utvarpskórnum og Fllharmonlusveitinni I Budapest: Andras Korodi stjórnar. b. Milliþáttartónlist Ur „Rósa- mundu" eftir Franz Schub- ert. Hljómsveit ungversku Rikisóperunnar leikur; Adam Sischer syngur. c. „Söngur til kvöldstjörn- unnar" Ur óperunni „Tann- háuser" eftir Richard Wagn- er. Hermann Prey syngur með Filharmonlusveitinni I Bratislava; Kurt Wöss stjórn- ar. d. Ungverskur dans nr. 5 eft- Sjötti þáttur Astralskur framhaldsmynda- flokkur i átta þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Aðalhlutverk: Sigrid Thorn- ton og John Waters. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.40 Fréttir I dagskrárlok ir Johannes Brahms. Sinfón- luhljómsveit i Vlnarborg leik- ur; Yuri Ahronovitsj stjórnar. e. Hjarösöngvar Ur „Rósa- mundu" eftir Franz Schu- bert. Kór og hljómsveit ung- versku rlkisóperunnar flytja; Adam Fischer stjórnar. f. „Andante con moto" Ur Sinfónlu nr. 8 I h-moll eftir Franz Schubert. Sinfónlu- hljómsveit LundUna leikur; Sir John Barbirolli stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 12. júní 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. kl. 15.00 NU er lag Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverr- isson. 17.00—18.00 Ur kvennabUrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja minUtna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.