Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1985 17 Píanótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Brynja Guttormsdóttir hefur undanfarin ár starfað sem píanó- kennari hér í borg og kveður sér hljóðs með tónleikum á Kjar- valsstöðum, sl. föstudag. Á efn- isskránni voru verk eftir Satie, Schumann og Mussorgskí. Þrjú fyrstu verkin voru „Gnossurnar" eftir Satie, sérkennilega einföld verk, er hann gaf út um 1890. Menn eru ekki á eitt sáttir um merkingu nafnsins Gnossiennes og ýmist telja það dregið af höll- inni Knossos eða að það tengist trúarspeki og gæti því verið kven- kenning af gnostika. Lög þessi voru þokkalega leikin, með lát- lausum hætti en án þeirrar dulúð- ar, sem gefa verkum þessum und- arlegan og fjarrænan blæ. Tvö næstu verkin eru mjög erfið og trúlega ekki heppileg til að þreyta með frumraun sína á hljómleika- palli. Fantasían op. 17 eftir Schu- mann er mjög erfitt verk og marg- slungið, bæði hvað snertir tækni og túlkun. Margt var fallega gert hjá Brynju og lítið um slys eða úrfellingar, sem oft vill verða hjá fólki er litla reynslu hefur í því að „spila fyrir fólk“. Hins vegar vant- aði nokkuð á að henni tækist að „taka flugið" þar sem Schumann Brynja Guttormsdóttir lætur gamminn geisa og má vera að óreyndum verði það oftast á, að halda „tempóinu" innan tryggra marka. í verki Mussorgskís, „Myndir á sýningu”, tókst Brynju ekki að losna við slys og úrfell- ingar, sem voru einum of margar til að teljast aðeins smáslys. Verkið er bæði erfitt í túlkun og leik og eiginlega ekki á færi ann- arra en þeirra er auk tækni hafa yfir að búa líkamlegu þreki. Besti kafli verksins var þriðja myndin, um börnin sem leika sér í Tuileries-garðinum. í 5., 6. og sjöundu mynd var of mikill hemilí á hraða og í síðustu myndunum vantaði nókkuð á alla myndsköp- unina, þó margt væri þokkalega leikið. Brynja er mjög áheyrilegur pí- anóleikari en hefur trúlega tekið fyrir of erfið verkefni, sem bæði eru mjög krefjandi í leiktækni og túlkun tilfinninga, eins og hjá Schumann, og leikrænna mynd- forma, eins og hjá Mussorgskí. Allt um það, Brynja skilaði sínum fyrsta konsert fyrir fullu húsi og það er eins og að „hleypa heim- draganum", standa á eigin fótum og þurfa að þola ágjöf og harðræði fyrir miskunnarlausar kröfur samferðarfólksins. Þar í er fólgin þolganga listamannsins, að auk þess að berjast við að aga sjálfan sig í réttu verktaki og yfirvinna eigin efasemdir, þarf hann bæði að þola mistök sín og dómhörku fólks, sem ekkert annað hefur til málanna að leggja en að horfa eða heyra. Þá þarf sterk bein, bæði til að þola sjálfan sig og aðra. Orgeltónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Nú mun senn líða að því að nýtt orgel verði sett upp í Dómkirkj- unni og voru síðustu orgeltónleik- arnir, sem haldnir verða trúlega á gamla orgelið, uppfærðir af fyrr- verandi dómorgelleikara, Ragnari Björnssyni. Á efnisskránni voru tvær fantasíur í c-moll og í g-moll, sjötta sónatan í G-dúr, Prelúdía og fúga í a-moll og nokkrir sálm- forleikir. Oft hefur leikur Ragnars verið frísklegri og eins og gætti deyfðar, sem helst kom fram í hægum leik. Á nokkrum erfiðum stöðum var misleikið, rétt eins og undirbúningur væri ekki nógur. I tveimur sálmforleikjum yfir sálmalagið Jesus Christus, unser Heiland, var einkum gætilega leikið. Sónatan var á köflum vel leikin og einkum miðþáttur verks- ins þessi undarlega raddfleygun- arsnilld sem Bach átti til í nokkr- um hægum þáttum var fallega út- færð af Ragnari. Síðasti þátturinn varð honum þyngri undir hendi, en sá þáttur er auk þess að vera mikil leiktækni- þraut, mikið glæsiverk. Þar vant- aði nokkuð á að leikútfærsla Ragnars væri af sömu stærð og verkið. í fjórum sálmforleikjum er næst komu var leikur Ragnars fal- legur og lauk tónleikunum með Fantasíunni í g-moll, miklu glæsi- verki. Fantasían, sem býður upp á mikil tilþrif, var mjög gætilega leikin og fúgan, sem er feikna erf- ið, var sömuleiðis ekki merkt kraftinum. Sem sagt, frá hendi Ragnars voru þessir tónleikar ekki Ragnar Björnsson orgelleikari eins skarpir og hann átti fyrr vanda til og má vera að í þeim hafi gætt þeirra fjarvista frá orgeli Dómkirkjunnar, sem telja nú þeg- ar nokkur ár. Dauöadansinn Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Úr valíumvímunni — I’m Dancing as Fast as I Can ★★★ Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: David Rabe, Leikstjóri: Jack Hofs- iss. Aðalhlutverk: Jill Clayburgh, Nichol Williamson, Dianne Wiest, Geraldine Page. I’m Dancing as Fast as I Can, sem á íslensku fær þann rök- rétta en ódramatíska titil Úr valíumvímunni, var sýnd hér á kvikmyndahátíðinni fyrir nokkr- um árum og leikstjórinn, Jack Hofsiss, kom til íslands af því tilefni. Myndin vakti ekki mikla athygli ef ég man rétt. Það er óverðskuldað. Eins og íslenski titillinn gefur til kynna er myndin lærdómsrík hugvekja um hættur lyfjaneyslu, en það gefur henni þó ekki fyrst og fremst gildi. Myndin er umfram allt sýnishorn af úrvals kvik- myndaleik, þar sem er frammi- staða Jill Clayburgh í aðalhlut- verkinu. Clayburgh bar með sér frísk- legan gust þegar hún hóf að leika í kvikmyndum fyrir áratug eða svo. Hennar sérkenni var ekki glæsileiki, heldur hæfileiki til að túlka nútín.akonur, brot- hættar en viljafastar, með kímnigáfu, skilningi og miklum þokka. En smátt og smátt fór Clayburgh að verða þreytandi í hlutverkum sínum. Leikkonan brá á það ráð að eyrnamerkja þau öll með sömu leikaðferðinni, þessar konur voru allar óskipu- lagðar en sjarmerandi rugludall- ar, túlkaðar með smámæli gegn- um uppbreitt nef. En í I’m Danc- ing as Fast as I Can sýnir Jill Clayburgh hvers hún er megnug, fái hún matarmikið hlutverk. Og hlutverkið er býsna mat- armikið fyrir leikkonu. Myndin er byggð á bók eftir bandaríska sjónvarpsmanninn Barbara Gordon þar sem hún lýsir því hvernig hún ákveður að hætta gífurlegri neyslu sinni á lyfinu valíum og því helvíti sem hún gengur í gegnum þegar lyfsins nýtur ekki lengur við. Þessum ferli lýsir myndin, fyrst og remst í leik Jill Clayburgh, þannig að stundum nístir gegnum merg og bein. Hæfileikamikil kona, sem nýtur velgengni í starfi og, að því er virðist, vellíðunar í einka- lífi, verður með sambýlismanni sínum fangi í íbúð sinni og geng- ur af göflunum í viðureign sinni við eftirköst lyfjaneyslunnar. Þetta eru mikil dramatísk átök, sem allir aðstandendur skila með prýði. Afturámóti vantar í þessa mynd kynningu á forsend- um þessara miklu lyfjafíknar; við erum litlu nær um orsakir hennar þegar upp er staðið. Annar veikur hlekkur er við- skilnaðurinn við sainbýlismann- inn, sem Nichol Williamson túlkar með ágætum þótt áhorf- andi festi aldrei almennilega trú á samband þeirra Clayburghs; Williamson hverfur sporlaust út úr myndinni þegar Clayburgh er lögð inn á geðveikraspítala. Aft- urámóti er samband Clayburghs við dauðvona krabbameinssjúkl- inga, sem hún er að gera sjón- varpsmynd um og Geraldine Page leikur með eftirminni- legum hætti, áhrifamikið sem spegill fyrir hennar eigin líðan. I’m Dancing as Fast as I Can er góð áminning til fólks, sem undir þrýstingi umhverfisins fer að dansa hraðar en það getur. 4_J Nicol Williamson og Jiil Clayburgh glíma við eftirköst valíumneyslunn- ar í I’m Dancing as Fast as I Can. Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. Megum viö bjóða þér þaö besta á Ítalíu — Spáni og Portúgal ? ingartilbou M' aZ3 i1.1! Tim I 6 manna hópi býöst þér 3000 kr. kynningarafsláttur fyrir feröafélagana og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól og sumaryl! Gildir aðeins til 18. júní ffyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Italíu, Spánar og Portúgal. Austurstræt' 17 símar 26611 - 23510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.