Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 19
valkostur fyrir þá alla, sem svipuð viðhorf aðhyllast í þjóðfélagsmál- um og sammála eru um meginlín- urnar í þjóðfélagsskipaninni, en leggja höfuðáherslu á, að kristin viðhorf nái að móta löggjöf og þjóðlíf. Markmið kristilega þjóð- arflokksins er að vera hentugt pólitískt verkfæri kristinni hugs- un og starfi í þjóðfélaginu. Orðið þjóðarflokkur felur það í sér, að flokkurinn á ekki að vera hagsmunavörður handa sérstök- um hópum þjóðarinnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hugsjóna- hreyfing, er gengur þvert á hefð- bundnar markalínur. Hann hefir þá líka hlotið stuðning frá mjög breiðu litrófi þjóðfélagshópa. A engan hátt skal gert lítið úr þeim andstæðum, sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu, en út frá því gengið, að unnt sé að sameina fólk úr hin- um ýmsu þjóðfélagsstéttum til þess að vinna að pólitískum lausn- um, er megi verða þjóðfélaginu í heild til góðs. Skynsemi og lífsviðhorf I pólitísku starfi varðar mestu, að unnið sé með vilja skaparans í huga. Mannleg skynsemi og mat hlýtur auðvitað að koma mjög til, varðandi það, hvað þetta í einstök- um atriðum felur í sér á hinum pólitíska vettvangi. En skynsemin verður ekki einangruð frá lífsvið- horfinu. Hún mótast af baráttu góðs og ills, er bundin grundvall- argiidum, eigi hún að leiða það af sér, sem er gott. Kristilegi þjóðar- flokkurinn vill stuðla að þvf, að andleg, menningarleg og efnisleg gæði séu notuð í samræmi við grundvallarreglur kristinnar sið- fræði. Hann vill og vinna 'að því, að þessar grundvallarreglur móti löggjöfina. Hið andlega svið Kristinn mannskilningur bygg- ist á því viðhorfi, að allir menn séu skapaðir til samfélags við Guð. Kristilegi þjóðarflokkurinn vill skapa þær aðstæður, að allir eigi sem greiðastan aðgang að kristinni boðun og starfi. Söfnuðir og kristileg félög innan þjóðkirkj- unnar ásamt fríkrikjusamfélögum og söfnuðum verða að fá góð starfsskilyrði út frá eigin forsend- um. í þeim mæli sem það er mögu- legt eftir pólitískum leiðum, vill flokkurinn vinna markvisst að því að vernda og styrkja kristinn menningararf á heimilum, í skól- um og þjóðfélaginu í heild. Lokaorð í því sem rakið hefir verið hér að framan hefir einkum verið stuðst við bókina: „Kristelig Folke- partis historie 1933—1983“, er út kom um síðustu áramót, og „Grunnsyn KrF“. Það hefir verið farið fljótt yfir sögu og skal eigi orðlengt frekar að sinni, aðeins áréttuð upphafsspurningin: Mundi ekki, einnig á íslandi, þörf á slík- um flokki, flokki sem byggði á þeim viðhorfum, sem hér var að vikið? Höfundur er sóknarprestur í Digra- ncsprestakalli í Kópavogi. andi farmaður, sem vann við styrkingu varnargarðanna við höfnina. Sam Boskum, blámaður sem vann fyrir sér sem leigubíl- stjóri. Ena býr í gömlum aflögðum vita og er vinur allra. Vere-hjónin eru ekki sem hamingjusömust, en skrimta að því er virðist á engu. Pryke sjóliðsforingi lifir á eftir- launum. Páll Ramsay er kennari, sem býr með Greg bróður sínum. Allt þetta fólk er góðkunningjar Harrys. „Ófreskjan í Tornwich" er morðinginn kallaður í blöðunum. Sumir álíta að hann hljóti að vera brjálaður, áhrifin verða tor- tryggni og grunur sem eitrar líf kunningjanna og lamar þorpið. Og tortryggnin eykst eftir því sem á líður. Sagan er spennandi og per- sónurnar gæddar holdi og blóði og eftir því sem líður á söguna kemur margt í ljós sem hefði betur legið í þagnargildi. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 19 Hópferð forn- bílaklúbbsins FÉLAGAR í fornbflaklúbbnum fóru í hópferð á bflum sínum á laugardag. Farið var í Hveragerði og bíl- arnir hafðir til sýnis á því svæði þar sem Hvergerðingar hafa sett upp tívolí nú í sumar. Að sögn Rúdolfs Kristinssonar, formanns fornbílaklúbbsins, tókst ferðin vel, enda veður gott og fé- lagsmenn í besta skapi. Tívolígest- ir sýndu bílunum mikinn áhuga og voru þeir grannt skoðaðir, en Rúd- olf segir að áhugi almennings á fornbílum fari ört vaxandi og sé mikill nú þegar. Síðla dags var haldið heim á leið, en áður en hópurinn ieystist upp var farið á rútubílasýninguna sem nú stendur yfir og bílarnir sýndir þar nokkra stund. Með- fylgjandi eru nokkrar myndir sem ljósmyndari blaðsins tók af bílun- um áður en lagt var af stað. Morgunbladid/ölafur K. Mannússon GAP BÍIASÍMINN VEITAÍ SAMEININGU FRÁBÆRA UÓNUSTU Allir þeir sem notað hafa bílasíma á undan- förnum árum hafa kynnst hinni frábæru þjónustu sem veitt er á afgreiðslunni hjá 002. Stúlkurnar þar taka starfið alvarlega, — þeirra hlutverk er umfram allt að koma á sambandi milli akandi símnotenda og annarra næstum hvar sem er á landinu — og það gera þær svo sannarlega. Þær koma skilaboðum, sjá um að reyna aftur þegar viðkomandi bíll eða númer svara ekki og eru að auki ein allsherjar símaskrá fyrir bílasímanotendur. AP bílasíminn kostar aðeins 56.900,- krónur. ÞAÐ FÆST ALDREI AFTUR BÍLASÍMI Á ÞESSU VERÐI! Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistækí hf Tæknideild — Sætúni 8. Sími 27500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.