Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 jóns Andréssonar, sem vildi, að fundurinn samþykkti vítur á HP. Þá kom að fimmta þætti, „sanngirnisþættinum", sem Ragn- ar stjórnarformaður tók að sér. Hann taldi, að það myndi nægja að samþykkja hina svokölluðu „leiðréttingu" frá stjórn Hafskips (sem birtist á laugardag í Morgun- blaðinu). Þar með var björninn unninn og hafi einhver hluthafanna viljað spyrja gagnrýninna spurninga hefði hann orðið að hjáróma rödd á þessum sviðsetta fundi ein- drægninnar. Það sem hér hefur verið sagt er nauðsynlegt að komi fram. Ekkert blaðanna skýrði frá „umræðun- um“ og öll frásögnin miðaðist við að segja frá sjónarmiðum Haf- skipsmanna um að HP hefði farið með meiðandi ummæli og róg. Hins vegar var látið liggja milli hluta, að skýra frá því hvað sagt hefði verið í grein HP um Hafskip. NT gekk meira að segja svo langt, að segja, að okkur hefði verið stefnt. DV sá sóma sinn í því að bera málshöfðunarhótunina undir okkur. Hótunin um málshöfðun fékk áberandi rými auk þess, sem Morgunblaðið dró út, sem sér- staka frétt á áberandi stað, hjátrú sjómanna vegna myndskreytingar með HP-greininni. Þar var algjört aukaatriði gert að aðalatriði og hjátrú sjómanna notuð til þess að vekja upp tilfinningasemi og sam- úð. Um Hafskip og hjátrú Kjarni málsins er þessi: Helgarpósturinn birti itarlega úttekt á málefnum Hafskips þar sem niðurstaðan er sú, að í raun sé fyrirtækið komið á hausinn. Þetta var rækilega rökstutt. Þá voru nefnd dæmi um misfellur í rekstri. Þessi dæmi voru staðfest. Helgarpósturinn hafði hugrekki til þess að segja þessa sögu. En til þess að bjarga eigin skinni svara Hafskipsmenn blaðinu ekki á mál- efnalegan hátt, heldur er það at- yrt með ósmekklegum hætti. Að- almálið er orðið hversu mikið „sorprit" Helgarpósturinn sé og hversu „ómerkilegur" hann sé. Að- alatriðið í greininni, sem fjallaði um fyrirtæki á vonarvöl, sem væri skuldugt langt umfram eignir gleymist. Frammistaða stjórn- enda og stjórnar Hafskips er orðið að aukaatriði. Og á því er hjakkað. Lítum á eitt atriði: Morgunblaðið gerði birtingu HP af sökkvandi skipi að aðalatriði í fréttaflutningi (3-dálka frétt á bls. 2). Með þessari uppstilltu mynd (þar sem meira að segja vantaði skrúfu skipsins) var fyrirsögnin „Er Hafskip að sökkva?" Sökkv- andi skip er myndhverft orða- samband. Myndin er ekki birt til að sýna tiltekið skip, sem er að sökkva, heldur er myndin táknræn um fyrirtæki, sem komið er á kúp- una. Sá sem horfir á myndina veit nákvæmlega um hvað greinin fjallar. Nafn skipsins skiptir engu í því sambandi. HP virðir hjátrú sjómanna, en myndbirtingin beinist ekki að ein- stökum skipum eða áhöfnum, heldur að fyrirtækinu. Það er frá- leit krafa að ætlast til þess, að blað eigi að fara eftir einhverri þjóðtrú sjómanna, þegar við vilj- um á myndrænan hátt túlka efni greinar í blaði okkar. „Leiðréttingar“ Ieiðréttar Um „leiðréttingu" Hafskips: í inngangi að „leiðréttingu" Hafskips segir um grein HP: „... þetta er eingöngu birt í hefndarskyni og til að grafa und- an trausti félagsins". Þetta er ákaflega alvarleg ásökun. Hún er röng enda hafa hvorki Helgar- pósturinn né einstakir starfsmenn blaðsins eina einustu ástæðu til þess að hefna sín á Hafskipi né grafa undan trausti félagsins nema síður væri. Um tölusetta liði í athugasemd Hafskips er þetta að segja: HP hélt því fram, að tap Hafskips á árinu 1984 yrði um 95 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu. Tap- ið yrði þannig 35—40 milljónum krónum hærra en áætlað var fyrir örfáum mánuðum, og þar með væri uppétin hlutafjáraukningin frá því í febrúar, sem átti að snúa rekstrinum við. Hafskip staðfestir þetta. Við sögðumst ekki geta staðhæft, að raunverulegt tap væri 200 milljónir króna, en það væri altalað, að svo væri. Mismun á áætluðu tapi í febrúar og raun- verulegu tapi upp á u.þ.b. 95 millj- ónir króna skýrir forstjórinn með því að segja, að „ ... endanlegar upplýsingar um þýðingarmikla er- lenda kostnaðarliði bárust seinna en ella“. (!!) Hafskip neitar því ekki, að það eigi ekki fyrir skuld- unij það neitar því ekki, að ábyrgð- ir Utvegsbankans séu umfram veð (upp á 160 milljónir), í ársskýrsl- unni sést, að skammtímaskuldir eru hærri en veltufjármunir um röskar 20 milljónir króna, sem þýðir, að lausafjárstaða fyrirtæk- isins er í molum. Þetta skýrir greiðsluörðugleika félagsins, sem fjallað var um í HP-greininni og jafnframt ástæðu þess, að til fé- lagsins rignir kröfum. Höfuðstóll er neikvæður um tæpar 105 milljónir króna, sem segir sitt, og eignamegin eru eign- aliðir, sem ekki verður komið í beinharða peninga ef fyrirtækið yrði gert upp. Varðandi athuga- semd Hafskips um bókfært verð og markaðsverð skipa félagsins er það að segja, að í raun skiptir ekki máli hvort markaðsverðið er hærra um 37,5 milljónir eða tíu sinnum sú tala, heldur skiptir að- eins máli hvað fengist fyrir skipin, ef þau væru seld á opnum mark- aði. M.ö.o. það skiptir máli er hvað fæst fyrir skipin. Annað er orða- leikur. Um gúmmítékka er það að segja, að HP hefur tryggar heim- ildir fyrir því, að þeir voru gefnir út fleiri en einn um liðin mánaða- mót og raunar var ekki einvörð- ungu um launatékka að ræða. Um þá staðreynd að eitt skipa félagsins hafi verið stöðvað höfum við einnig óyggjandi sannanir. Um brot á bandarískum tolla- lögum og ótryggða gámavagna höfum við óyggjandi sannanir. Um áhuga starfsmanna á hluta- bréfum í febrúar er það eitt að segja. að ýmsir virðast hafa glap- izt af „framtíðarmúsík" stjórn- enda fyrirtækisins, sem hefur sýnt sig vera fölsk. Við stöndum við þá fullyrðingu okkar, að í stjón Hafskips séu menn ekki alls kostar ánægðir og þar ríki ekki einhugur, þótt svo líti út á yfirborðinu. í athugasemdum Hafskips er fjallað um Atlantshafssiglingar félagsins og sagt, að þær hafi skil- að hagnaði frá upphafi. f fyrsta lagi er það að segja um þetta, að í viðskiptum sýnir enginn gróða við fyrsta snúning. í öðru lagi nægir að spyrja hér hvort Hafskip sé eina skipafélagið, sem sýnir hagn- að á þessari leið? Til áréttingar um „aukin um- svif“ skal tekið fram, að aukin um- svif geta vitanlega þýtt auknar tekjur, en aukin umsvif þýða jafn- framt aukin útgjöld. Spurningin snýst um hagnað eða ekki hagnað. „Allar áætlanir um afkomu hafa staðist," segir í athugasemd- um Hafskips. Hvaða áætlanir, spyr ég. Þá er vert að minna á gamlan málshátt á ensku, sem hljóðar svo: „If everything goes as planned, obviously something is wrong." Eftir að hafa hælt sér fyrir reynslu, þekkingu og viðskipta- sambönd láta Hafskipsmenn þess getið, að félagið hafi stundað sigl- ingar til Ameríku í 7 ár. Svo virð- ist, sem mennirnir kunni illa eigin sögu, því þessar siglingar hófust haustið 1980, þ.e. fyrir tæpum fimm árum, ekki sjö árum. Margt annað mætti tína til í götóttum athugasemdum Haf- skips. Það verður ekki gert hér, heldur mun það bíða betri tíma. Þó sé ég mig knúinn til þess að rifja upp fyrir þeim Hafskipsmönnum, að í grein HP var fjallað um samning- inn við National Piggyback og var hann kynntur á sínum tíma sem lausn allra vandamála Hafskips. Félagið mun ekki hafa fengið einn einasta gám enn frá þessu fyrir- tæki til að flytja. Hvað um það. Það er morgun- ljóst, að hvorki halelújasamkomur Hafskips hf. né þokulúðrar fyrir- tækisins munu hrína á Helgar- póstinum. Og í þessu máli virðast hreint ekki öll kurl komin til graf- ar. Höfundur er ritstjóri Helgarpósts- ins. Fyrirsögn er höfundarins. Samdráttur í rækjuveiðum HEILDARAFLI á rækju það sem af er þessu ári hefur minnkað verulega miðað við sama tíma í fyrra, en heild- araflinn á tímabilinu janúar — maí á þessu ári var 1.180 tonn, en var á sama tíma í fyrra 1.901. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands var mest landað af rækju á höfnum á Norð- urlandi, 535 tonnum, en Vestfirð- ingar koma næstir með 342 tonn. Á sama tímabili í fyrra höfðu Vest- firðingar vinninginn með 531 tonn á móti 517 tonnum Norðlendinga og Reyknesingar fylgdu fast á eftir með 512 tonn. 1 ár hefur hins vegar aðeins verið landað um 170 tonnum af rækju í höfnum á Reykjanesi. .. Hliðið að Ölpunum Zurich er stærsta borg í Sviss og hefur margt aö bjóða ferðamönnum Zurich er tilvalinn staður til að hefja ferðalag um Sviss. En auk þess að vera hliðið að Ölpunum og hinum fögru Qallahéruðum, er Zurich stærsta borgin í Sviss og vel þess virði að heimsækja hana sérstaklega. Zúrich á sér langa sögu. Hún var rómversk tollgæslustöð löngu fyrir Krists | burð og þar hefur verið byggð æ síðan. Þótt ekki sjáist nú mikil ummerki um rómverska tímabil- ið eru í borginni margar stór- brotnar byggingar frá miðöldum og í nágrenninu eru tignarlegir kastalar. Zúrich stendur við stærsta stöðuvatn sem er alger- lega innan landamæra Sviss og um þaö sigla kostuleg gömul hjólaskip með ferðamenn. í Lágmúla 7, sími 84477. Verðfrákr. 16.771. Arnarf.'ug flýgur vikulega til Zúrich I sumar. Nánari upplýsingar hjá ferða- skrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. ARNARFLUG borginni er mikið af vönduðum verslunum, þar eru ekki færri en 1300 veitingahús og gisting er allt frá tjaldstæðum til lúxus- hótela. í Zúrich eru yfir 20 söfn af ýmsu tagi, 100 gallerí, tón- leikahöll, ópera og fjölmörg leikhús. Zúrich er því tilvalinn staður til að fá dálítinn forsmekk af svissneskri menningu áður en haldið er af stað um Qallahéruð- ^ in fögru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.