Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JÚNl 1985 25 Sigurglaöir feðgar Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, gerir sigurmerki ásamt syni sínum, George, sem einnig á sæti á þjóðþingi Grikklands. Mynd þessi var tekin af þeim feðgum, eftir að Ijóst var að sósíalista- flokkur Papandreous, Pasok, hafði unnið sigur í þingkosningunum, sem fram fóru fyrir skömmu. „Alræðisnki, lögregluríki, kúgunarríkiu: Ummælin snertu Bret- land á engan hátt - segir talsmaður grísku stjórnarinnar Aþenu, 11. júní. AP. Talsmaður grísku stjórnarinnar sagði í dag, að Andreas Papandreou forsætisráðherra hefði ekki ætlað sér að gagn- rýna breska forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, er hann kallaði Bretland „lögregluríki“ í kosningaræðu í síðasta mán- uði. „Breska stjórnin hefur sýnt fullan skilning á, að þessi um- mæli snertu Bretland á engan hátt og að þeim var á engan hátt ætlað að vera breskum stjórn- völdum til hnjóðs," sagði tals- maðurinn, Dimitri Maroudas, við fréttamenn. Maroudas kvað Papandreou hafa verið að reyna að útskýra, að stjórnarstefnan í Bretlandi, sem Constantine Mitsotakis, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði viljað gera að sinni, hæfði engan veginn í Grikklandi. f lokaræðu sinni í kosninga- baráttunni 31. maí sl. réðst Pap- andreou á Nýja demókrata- flokkinn og kvað hann stefna að því að „þrengja kosti velferðar- ríkisins, spilla efnahag landsins |og kippa grundvellinum undan tilveru fjölskyldubúskapar". „En til að koma þessum stefnumálum í framkvæmd, eins og gert hefur verið í Englandi, þarf alræðisríki, lögregluríki, kúgunarríki," bætti Papandreou við. Þessi athugasemd gríska for- sætisráðherrans varð til þess, að breska stjórnin bar fram mót- mæli, sem afhent voru sendi- herra Grikklands í London í síð- ustu viku. Maroudas kvað Grikkland og Bretland á öndverðum meiði í efnahagsmálum í Evrópubanda- laginu, en tvíhliða samband ríkjanna „er ævinlega fram- úrskarandi". GENGI GJALDMIÐLA: Dollarinn niður á við London, 11. júní. AP. SVARTSÝNI uml stöóu banda- rískra efnahagsmála olli því, að dollarinn lækkaði í lverði á dauflegum gjaldeyrismörkuðum Evrópu í dag. Gull hækkaði í verði. Gjaldeyrissalar kváðust hlakka til fimmtudagsins, er birtar yrðu tölur um vörusölu og iðnframleiðslu í Bandaríkj- unum. Uppi voru getgátur um að fyrrnefndar tölur yrðu óhag- stæðar. Slæmar horfur í bandarísku efnahagslífi hafa valdið lækkun dollarans frá því í mars. Breska pundið kostaði í dag 1,2645 dollara og hafði hækkað í verði frá því í gær er það kostaði 1,2612 doliara. í dag fengust fyrir einn doll- ara 3,0855 vestur-þýsk mörk (3,1000), 2,5957 svissneskir frankar (2,6090), 9,4200 fransk- ir frankar (9,4650), 3,4795 hol- lensk gyllini (3,4950), 1.964,50 ítalskar lírur (1.977,00) og 1.3712 kanadískir dollarar (1,3725). Memhmet Ali Agca fyrir rétti í Róm: Sovéskur sendifulltrúi fyrir- skipaði banatilræðið við páfa Kóm, 11. júní. AP JL MEHMET Ali Agca sagði fyrir rétti í Róm í dag, að sovéskur sendiráðsrit- ari í Búlgaríu hefði fyrirskipað banatilræðið við Jóhannes Pál páfa fyrir fjórum árum. Hann hefði jafnframt greitt tilræðismönnunum fé fyrir verkn- aðinn. Við upphaf réttarhaldanna í dag kvaddi Agca sér hljóðs og óskaði eftir að fá að gefa yfirlýs- ingu. „Fyrirmælin um að myrða páfa komu frá sovéska sendiráð- inu í Sofia (höfuðborg Búlgaríu),“ sagði hann. „Gráúlfarnir lögðu 3Íðan á ráðin um það í samvinnu við stjórnarerindreka í Róm, þ. á m. Aivazov, Kolev og Antinov." Mennirnir þrír, sem Agca nefndi, eru Búlgararnir þrír, sem sæta ákæru við réttarhöldin. Gráúlfarnir eru samtök hægri sinnaðra hermdarverkamanna í Tyrklandi, sem Agca er félagi í. „Fyrsti ritari sovéska sendi- ráðsins í Sofia greiddi þrjár milljónir (vestur-þýskra) marka" fyrir banatilræðið, sagði Agca. Kvað hann foringja Gráúlfanna, Musa Serdar Celebi, sem einnig hefur verið ákærður í málinu, hafa tekið við peningunum fyrir milligöngu Tyrkjans Bekir Cel- enk. Celenk, sem grunaður er um að smygla áfengi og eiturlyfjum, situr í varðhaldi í Búlgaríu. Ummæli Agca í réttinum í dag komu mjög á óvart, enda eru þau frábrugðin fyrri lýsingu hans á samsærinu um banatilræðið við páfa að því leyti að nú nefnir hann beina aðild Sovétmanna í fyrsta skipti. Áður hafði hann sagt, að Celenk hefði boðið sér og tveimur öðrum Tyrkjum þrjár milljónir vestur-þýskra marka fyrir að ráða páfa af dögum, en lét ekki uppi hvaðan Celenk fékk féð. Agca sagði, að sovéski sendi- ráðsritarinn í Sofia héti Malen- kov eða Milenkov. Hann væri ljóshærður, skarpleitur og á aldr- inum 40 til 45 ára. Sagðist hann mundu þekkja hann aftur ef sér væri sýnd ljósmynd af þeim mönnum, sem starfað hafa í sov- éska sendiráðinu í Búlgaríu. Dómarinn kvaðst ætla að taka það til íhugunar. Memhmet Ali Agca Agca kvaðst hafa hitt Sovét- manninn á hóteli í Sofia í júlí 1980 og hefðu hinir, sem aðild ættu að banatilræðinu, einnig verið viðstaddir. Þegar dómarinn spurði hvernig Agca vissi, að maðurinn væri fyrsti ritari í sov- éska sendiráðinu svaraði hann, að Celenk hefði sagt sér það. „Hann hafði enga ástæðu til að segja ósatt,“ sagði Agca. Verjandi eina Búlgarans, sem er fyrir réttinum, sagði að fram- burður Agca í dag væri mikilvæg- ur. Hann sýndi, að Agca gerði sér grein fyrir því að sagan um Búlg- aríutengslin gengi ekki upp og reyndi því að hella meiri olíu á eldinn. Kvað hann málfutning Agca ekki traustvekjandi. Við réttarhöldin í dag var Agca rólegur og yfirvegaður, en fyrstu daga réttarhaldanna var hann í uppnámi og fullyrti þá m.a. að hann væri Kristur endurborinn. Á föstudag sagðist hann geta staðfest allt í ákæruskjali sak- sóknara. Búlgarir hefðu staðið á bak við banatilræðið. Þá vildi hann hins vegar ekki gera grein fyrir samsærinu í smáatriðum. Kvaðst hann vera óttasleginn vegna hótana frá Búlgörum og Sovétmönnum. Irætti Vorha Sjálfstæðisflokksins Dregið 15. júni Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Af- greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opiö frá 8—22. Sími 82900. Sækjum sendum Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.