Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR12. JUNÍ 1985 Sovétríkin: Nikolai Orgakov fær pólitíska uppreisn Moskvn, II. júní. AP. SOVÉSKA varnarmálaráou neytið hefur gefið út bók eftír Nikolai V. Ogarkov marskálk, sem vikio var úr embætti yfirmánns sovéska herforingjaráðsins í fyrrahaust. I'ykir það vísbending um, að hann hafi hlotið pólitíska uppreisn. Bókin, sem nefnist Sagan kenn- ir varkárni, er pólitísk úttekt á ör- Ceausescu hlýtur æðsta heiðursmerki ólympíuhreyf- ingarinnar NIKOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, var í forliðinni viku sæmdur æðsta heiðursmerki Al- þjóðaólympíunefndarinnar. Var ákvörðun þar að lútandi tekin £ fundi nefndarinnar í Austur- Berlín. Venjan er að skýra frá ástæðum viðurkenningar af bessu tagi, en nefndin gerði svo ekki nú í fréttatilkynningu sinni. Fer hins vegar ekki á milli mála, og það viðurkenna nefndarmenn einnig í einka- viðtölum, að með þessu vill Al- þjóðaólympíunefndin þakka Rúmenum þátttökuna í Ólympíuleikunum í Los Angel- es í fyrra. Rúmenar voru einir austan- tjaldsþjóða til að taka þátt í leikunum í Los Angeles. Var Rúmenía eina fylgiríki Sovét- ríkjanna, sem hafnaði kröfum yfirvalda í Kreml og mætti til leiks. Ceausescu var fyrir rösku ári kjörinn forseti rúm- ensku ólympíunefndarinnar. Hans fyrsta verk var að neita tilmælum valdamanna í Kreml um að hætta við þátttöku í leikunum í Los Angeles. Nikolai Ceausescu yggis- og varnarmálum samtím- ans. Ritdómur hefur þegar birst um hana í Rauðu stjörnunni, dag- blaði sovéska hersins, og frétta- stofan Novosti hefur einnig greint frá útkomu bókarinnar. Sérfræðingar um sovésk mál- efni segja að örlög Ogarkovs séu eitt af hinum stóru leyndarmálum Kremlverja. „Hann er ekki með öllu fallinn i ónáð og gegnir ein- hverjum mikilvægum störfum innan hersins. Bókin er enn eitt dæmi um það og kannski aðdrag- andi þess, að hann komi í sviðs- Ijósið á ný," er haft eftir ónafn- greindum vestrænum stjórnarer- indreka í Moskvu, sem fylgist náið með sovéskum málefnum. Alþjóðlegi skuldaskilabankinn: tí fBHBSE&^ 1 » t 1 l^-^^^^^^^^^^^r ^tm ' ' 1 <£*% AA Á jM wr- -*"^ ^U Bhftw ' ^Æ^L^m M^jr^--—3^Mfchi«^. rtm^K ''00^"^ ^ÉÆ\ ^^^^. H^^HRQHI H ¦ ' ¦ JP^^^ ^^ ¦r • SjMingar á fœríbandi "'s'""""d Við lækningar hagnýta menn sér margs konar tækni. Hér eru sovéskir augnskurðlæknar í Moskvu að störfum og sjúklingar eru fluttir til þeirra i færiböndum, svo sem sjá má á myndinni. Bandaríkjastjórn verður að draga úr viðskiptahallanum - ef efnahagsleg end urreisn um allan heim á að halda áfram Buel, Syím, 10. júní. AP. FULLTRÚAR Alþjoðlega skuldaskilabankans (Bank for international settle- ments) skýrðu frá því áliti sínu í d*g, að ef sá efnahagsbati, sem orðið hefði um heim allan á síðasta ári, ætti að halda áfram, yrðu Bandaríkjamenn að „vinda varlega" ofan af viðskiptahallanum. í ársskýrslu bankans segir, að síðasta ár hafi verið gott fyrir iðn- ríkin og logð er áhersla á mikil- vægi bandarísks efnahagslifs, sem hafi verulega aukið atvinnu heima fyrir og ýtt að hluta undir efna- hagslega viðreisn í Vestur- Evrópu. Á hinn bóginn, segir i skýrslunni, eru nú blikur á lofti vegna viðskiptahallans i Banda- ríkjunum, sem nauðsynlegt er að „vinda varlega" ofan af. Jafnframt er skorað á bandaríska þingið og forsetann að komast að „tafar- lausu og truverðugu samkomu- lagi" um að minnka hallann á fjárlögunum, sem aftur hefði þau áhrif, að vextirnir, sem lánsfjár- þörf stjórnarinnar kyndir stöðugt undir, gætu lækkað. Þetta hefði það líka í för með sér, að gengi ofmetins dollarans lækkaði en háu gengi hans er að nokkru um að kenna viðskipta- hallinn þar sem innfluttar vörur eru ódýrari en bandarískar. V-Evrópuþjóðirnar yrðu svo á hinn bóginn að gera mikla brag- arbót á sínu efnahagslífi og endur- nýja úrelt atvinnutæki til að geta lagt meira af mörkunum til endur- reisnar um allan heim. í skýrsl- unni er engu spáð um framtiðar- gengi dollarans en hins vegar var- að við of skjótu falli hans þar sem það gæti valdið gifurlegu tjóni í efnahagslífi og fjármálakerfinu um allan heim og gert að engu þá viðreisn, sem orðið hefur síðasta hálfa þriðja árið. í skýrslunni segir, að vanþróuðu þjóðunum hafi orðið „verulega ágengt" i að ná tökum á skulda- súpunni en þó sé ekki enn um að ræða neina frambúðarlausn. Hafi hagur þeirra þó batnað mikið í heild en framhaldið muni ráðast af efnahagslegri þróun í iðnrfkj- unum. Svörtu sauðirnir í þessum hópi eru Miðausturlönd og Afríku- ríkin þar sem sérstakra ráðstaf- ana er þörf. Þess má geta, að Alþjóðlegi skuldaskilabankinn er alþjóðlegur seðlabanki og annast viðskipti við seðlabanka einstakra rikja. Súdan: Skæruliðar gera árás á þorp K«író. Il.júní. AP. SKÆRULIÐAR gerðu í gær irás á porp í Suður-Súdan og felldu 150 manns að því er segir I fréttatilkynn- ingu súdönsku stjórnarinnar. Þar Afganistan: Spetsnatz-sveitir í farar- broddi sovézka herliðsins iHUmabad, ll.júní. AP. TV/ER sveitir sovézkra hryðjuverkamanna, sem þjálfaðar eru til morða og skemmdarverka að baki víglínunnar, eru í fararbroddi í sókn Sovét- manna í Kunar-dal, þar sem frelsissveitir Afgana hafa farið mjög halloka að undanförnu. Um 1.000 manns eru í hvorri sveitinni um sig og fara þær á undan 10.000 manna sovézku herliði. Þessu herliði tókst að brjóta sér leið inn Kunar-dal í síðustu viku til hinnar umsetnu landa- mæraborgar Barikot. Höfðu Sovétmennirnir þá staðið í nær linnulausum bardögum við frels- issveitirnar í tvær vikur. Hefur Sovétmönnum nú víða tekizt að ná á sitt vald fjöllunum um- hverfis dalinn og koma þannig i veg fyrir fyrirsát af hálfu frels- issveitanna. Sovézku hryðjuverka8veitirn- ar tilheyra Spetsnatz, stofnun innan sovézka hersins, sem ræð- ur yfir úrvalssveitum, er til þess eru þjálfaðar að vinna að baki víglínunum. Mennirnir í þessum sveitum eru oft dulbúnir og tala tungumál þess lands, þar sem þeir starfa. Hafa sveitir úr Spetznatz oft verið notaðar í hernaði Sovétmanna gegn frels- issveitum Afgana en pó aldrei í sama mæli og nú í sóknarað- gerðum þeirra i Kunar-dal. Prelsissveitir Afgana eru nú sagðar vera að endurskipuleggja aðgerðir sínar, en ekki er talið, að þær muni leggja til atlögu við Sovétmenn fyrr en síðar í þess- um mánuði, þegar lokið er föstu múhameðstrúarmanna. Sovétmenn leggja nú allt kapp á að loka landamærum Afgan- istans við Pakistan í því skyni að koma í veg fyrir, að frelsissveit- unum berist þaðan vopn og vist- ir. segir ennfremur að skæruliðarnir hafi kveikt í húsum og verzlunum I þorpinu Gardot, sem er 1200 km suðaustur af Kadogly, borg i Kord- ofan-héraði, og haft a brott með sér fjölda nautgripa. Er þetta í fyrsta sinn sem skæruliðar láta að sér kveða að einhverju marki í Súdan eftir að stjórnarbylting var gerð í landinu í apríl sl. Samkvæmt tilkynningu stjórn- arinnar tókst stjórnarhermönnum að hrekja skæruliðana á brott. Varð mannfall í liði skæruliða, en ekki er vitað með vissu hve margir voru felldir. Leiðtogi skæruliðanna, John Garang, hefur lýst yfir því að ekki komi til greina að semja við her- foringjastjórn Abdul-Rahman Swaraddahabs fyrr en borgara- legri stjórn verði komið á i land- inu. Swaraddahabs, sem steypti af stóli forseta landsins, Gaffaar Nimieri, 6. apríl sl., hefur heitið þvi að herinn muni einungis verða við völd í landinu f eitt ár. Flug og hvíld nroít/.ir.iríl;ir|.ir: i júní: 17. í september:'ðl, 30. í júlí: 8., 30. I oklóber: 21. i ágúst: 19. Ath: Alltaf beint dagflug! Forðnskrilatola, Iðnaðarhúiinu, !t-illvir.-prit''.i I, if.,n,- ;i-n.-.| M5;l,i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.