Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 26

Morgunblaðið - 12.06.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Sovétríkin: Nikolai Orgakov fær pólitíska uppreisn Moskvu, 11. júní. AP. SOVÉSKA varnarmálaráðuneytiö hefur gefíö út bók eftir Nikolai V. Ogarkov marskálk, sem vikiö var úr embætti yfírmánns sovéska herforingjaráðsins í fyrrahaust. Þykir þaö vísbending um, aö hann hafí hlotiö pólitíska uppreisn. Bókin, sem nefnist Sagan kenn- ir varkárni, er pólitísk úttekt á ör- Ceausescu hlýtur æðsta heiðursmerki ólympíuhreyf- ingarinnar NIKOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, var í forliðinni viku sæmdur æösta heiðursmerki Al- þjóöaólympíunefndarinnar. Var ákvörðun þar að lútandi tekin á fundi nefndarinnar í Austur- Berlín. Venjan er að skýra frá ástæðum viðurkenningar af þessu tagi, en nefndin gerði svo ekki nú í fréttatilkynningu sinni. Fer hins vegar ekki á milli mála, og það viðurkenna nefndarmenn einnig í einka- viðtölum, að með þessu vill Al- þjóðaólympíunefndin þakka Rúmenum þátttökuna i Ólympíuleikunum í Los Angel- es í fyrra. Rúmenar voru einir austan- tjaldsþjóða til að taka þátt í leikunum í Los Angeles. Var Rúmenía eina fylgiríki Sovét- ríkjanna, sem hafnaði kröfum yfirvalda í Kreml og mætti til leiks. Ceausescu var fyrir rösku ári kjörinn forseti rúm- ensku ólympíunefndarinnar. Hans fyrsta verk var að neita tilmælum valdamanna í Kreml um að hætta við þátttöku í leikunum í Los Angeles. 1> Nikolái Ceáusescu yggis- og varnarmálum samtím- ans. Ritdómur hefur þegar birst um hana í Rauðu stjörnunni, dag- blaði sovéska hersins, og frétta- stofan Novosti hefur einnig greint frá útkomu bókarinnar. Sérfræðingar um sovésk mál- efni segja að örlög Ogarkovs séu eitt af hinum stóru leyndarmálum Kremlverja. „Hann er ekki með öllu fallinn í ónáö og gegnir ein- hverjum mikilvægum störfum innan hersins. Bókin er enn eitt dæmi um það og kannski aðdrag- andi þess, að hann komi í sviðs- ljósið á ný,“ er haft eftir ónafn- greindum vestrænum stjómarer- indreka í Moskvu, sem fylgist náið með sovéskum málefnum. Sjúklingar á fœribandi AP/Slmamynd Viö lækningar hagnýta menn sér margs konar tækni. Hér eru sovéskir augnskurðlæknar í Moskvu að störfum og sjúklingar eru fluttir til þeirra á færiböndum, svo sem sjá má á myndinni. Alþjóðlegi skuldaskilabankinn: Bandaríkjastjórn verður að draga úr viðskiptahallanum - ef efnahagsleg endurreisn um allan heim á að halda áfram Basel, Sviss, 10. júní. AP. FULLTRÚAR Aiþjóölega skuldaskilabankans (Bank for international settle- ments) skýrðu frá því áliti sínu í dsg, aö ef sá efnahagsbati, sem orðið hefði um heim allan á síðasta ári, ætti aö halda áfram, yrðu Bandáríkjamenn að „vinda varlega" ofan af viöskiptahallanum. í ársskýrslu bankans segir, að síðasta ár hafi verið gott fyrir iðn- ríkin og lögð er áhersla á mikil- vægi bandarísks efnahagslífs, sem hafi verulega aukið atvinnu heima fyrir og ýtt að hluta undir efna- hagslega viðreisn í Vestur- Evrópu. Á hinn bóginn, segir í skýrslunni, eru nú blikur á lofti vegna viðskiptahallans í Banda- ríkjunum, sem nauðsynlegt er að „vinda varlega" ofan af. Jafnframt er skorað á bandaríska þingið og forsetann að komast að „tafar- lausu og trúverðugu samkomu- lagi“ um að minnka hallann á fjárlögunum, sem aftur hefði þau áhrif, að vextirnir, sem lánsfjár- þörf stjórnarinnar kyndir stöðugt undir, gætu lækkað. Þetta hefði það líka í för með sér, að gengi ofmetins dollarans lækkaði en háu gengi hans er að nokkru um að kenna viðskipta- hallinn þar sem innfluttar vörur eru ódýrari en bandarískar. V-Evrópuþjóðirnar yrðu svo á hinn bóginn að gera mikla brag- arbót á sínu efnahagslífi og endur- nýja úrelt atvinnutæki til að geta lagt meira af mörkunum til endur- reisnar um allan heim. í skýrsl- unni er engu spáð um framtíðar- gengi dollarans en hins vegar var- að við of skjótu falli hans þar sem það gæti valdið gífurlegu tjóni í efnahagslífi og fjármálakerfinu um allan heim og gert að engu þá viðreisn, sem orðið hefur síðasta hálfa þriðja árið. í skýrslunni segir, að vanþróuðu þjóðunum hafi orðið „verulega ágengt" í að ná tökum á skulda- súpunni en þó sé ekki enn um að ræða neina frambúðarlausn. Hafi hagur þeirra þó batnað mikið i heild en framhaldið muni ráðast af efnahagslegri þróun í iðnríkj- unum. Svörtu sauðirnir í þessum hópi eru Miðausturlönd og Afríku- ríkin þar sem sérstakra ráðstaf- ana er þörf. Þess má geta, að Alþjóðlegi skuldaskilabankinn er alþjóðlegur seðlabanki og annast viðskipti við seðlabanka einstakra ríkja. Súdan: Skæruliðar gera árás á þorp Kairó, ll.júní. AP. SK/ERULIÐAR geröu í gær árás á þorp í Suöur-Súdan og felldu 150 manns aö því er segir i fréttatilkynn- ingu súdönsku stjórnarinnar. Þar Afganistan: Spetsnatz-sveitir í farar- broddi sovézka herliðsins Ulamabad, ll.júní. AP. TV/ER sveitir sovézkra hryðjuverkamanna, sem þjálfaðar eru til moröa og skemmdarverka að baki víglínunnar, eru í fararbroddi í sókn Sovét- manna í Kunar-dal, þar sem frelsissveitir Afgana hafa fariö mjög halloka að undanförnu. Um 1.000 manns eru í hvorri sveitinni um sig og fara þær á undan 10.000 manna sovézku herliði. Þessu herliði tókst að brjóta sér leið inn Kunar-dal í síðustu viku til hinnar umsetnu landa- mæraborgar Barikot. Höfðu Sovétmennirnir þá staðið í nær linnulausum bardögum við frels- issveitirnar í tvær vikur. Hefur Sovétmönnum nú víða tekizt að ná á sitt vald fjöllunum um- hverfis dalinn og koma þannig f veg fyrir fyrirsát af hálfu frels- issveitanna. Sovézku hryðjuverkasveitirn- ar tilheyra Spetsnatz, stofnun innan sovézka hersins, sem ræð- ur yfir úrvalssveitum, er til þess eru þjálfaðar að vinna að baki víglínunum. Mennirnir í þessum sveitum eru oft dulbúnir og tala tungumál þess lands, þar sem þeir starfa. Hafa sveitir úr Spetznatz oft verið notaðar í hernaði Sovétmanna gegn frels- issveitum Afgana en þó aldrei í sama mæli og nú i sóknarað- gerðum þeirra í Kunar-dal. Frelsissveitir Afgana eru nú sagðar vera að endurskipuleggja aðgerðir sínar, en ekki er talið, að þær muni leggja til atlögu við Sovétmenn fyrr en síðar í þess- um mánuði, þegar lokið er föstu múhameðstrúarmanna. Sovétmenn leggja nú allt kapp á að loka landamærum Afgan- istans við Pakistan í þvf skyni að koma í veg fyrir, að frelsissveit- unum berist þaðan vopn og vist- ir. segir ennfremur aö skæruliöarnir hafí kveikt f húsum og verzlunum f þorpinu Gardot, sem er 1200 km suöaustur af Kadogly, borg i Kord- ofan-héraöi, og haft á brott með sér fjölda nautgripa. Er þetta í fyrsta sinn sem skæruliðar láta að sér kveða að einhverju marki í Súdan eftir að stjórnarbylting var gerð í landinu í apríl sl. Samkvæmt tilkynningu stjórn- arinnar tókst stjórnarhermönnum að hrekja skæruliðana á brott. Varð mannfall i liði skæruliða, en ekki er vitað með vissu hve margir voru felldir. Leiðtogi skæruliðanna, John Garang, hefur lýst yfir því að ekki komi til greina að semja við her- foringjastjórn Abdul-Rahman Swaraddahabs fyrr en borgara- legri stjórn verði komið á i land- inu. Swaraddahabs, sem steypti af stóli forseta landsins, Gaffaar Nimieri, 6. apríl sl., hefur heitið þvi að herinn muni einungis verða við völd f landinu i eitt ár. n Broltfarardag.ir: I júní: 17. I júlí: 8., 30. í ácjúst: 10. I september: 0., 30. I október: 2 i. Ath: Alltaf beint dagliug! dtC(TÁiTK( F'orArtvkri/stof.v, IdnsAiuhúúinu, Haltvaigsrillg I, tímar 2S38.1 og 7S5SÖ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.