Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 29 aering ilnæmi í ónæmiskerfinu. Einnig tærast AIDS-sjúklingar upp. Margrét Guðnadóttir professor hefur stungiö upp á orðinu ónæmisvisn- un. Það hefur þann höfuðkost, að tengja AIDS við sjúkdóm í kind- um, visnu, sem orsakast af veiru náskyldri þeirri er veldur AIDS. Björn heitinn Sigurðsson uppgötv- aði kindavisnu og varð þar með fyrstur til að skilgreina nýja teg- und sjúkdóma, sem stafa af hæg- fara vefjaskemmdum af völdum veira. Orðið visna hefur unnið sér alþjóðlegan sess sem nafn á kindasjúkdómnum. Mér finnst rétt að vekja athygli á þessum tveimur uppástungum í von um að fjölmiðlar gefi þeim tækifæri til að keppa við hina lipru en villandi nafngift alnæmi. Hversu smitnæm er ónæm- istæring (ót-veiki)? Veirur dafna ekki í líkama okkar né sýkja hann nema þær komist inn í frumur og til þess verða þær fyrst að geta krækt sig fastar í úthimnur frumanna. Hver veirutegund hefur ekki „krækju- búnað" nema fyrir örfáar af þeim mörgu tegundum fruma, sem mynda líkama okkar. Veirur sem skortir „krækjur" fyrir þær frum- ur er mynda yfirborð slímhúða geta þess vegna alla jafna ekki smitað þótt þær séu færar um að taka sér bólfestu í frumum er liggja dýpra. Slíkum veirum getur þó orðið ágengt ef sár, stungur eða ¦skordýrabit greiða götu þeirra. Veiran sem veldur ónæmistær- ingu (ót-veiran) virðist ekki geta krækt sig í úthimnur neinna fruma í líkama okkar nema þær sem umlykja T-greiningarfrum- urnar og nánustu samstarfsfrum- ur þeirra. Þessar frumur eru hins vegar ekki nægilega yfirborðslæg- ar til að ót-veiran geti náð því tangarhaldi sem hún þarf nema þar sem sár eru til staðar. Á þessu eru þó tvær undantekn- ingar, sem líklega eru býsna af- drifaríkar fyrir suma þá er smit- ast af ónæmistæringu. T-grein- ingarfrumur eru nefnilega mjög yfirborðslægar í slímhúðum kok- eitla og endaþarms og ót-veiran á því tiltölulega greiðan aðgang inn í lfkama okkar á þessum stöðum. Eftir smitun heldur ót-veiran sig aðallega í T-frumunum, sem mikið er af f blóði, en einnig hefur hún fundist í sæði. Ót-veiran er mjög skammlif utan þeirra fruma sem hún byggir vegna þess að hlífðarkápa hennar er afar við- kvæm. Það er því nánast óhugs- andi að smit geti átt sér stað á annan hátt en með inngjöf á blóði eða blóðefnum eða við það, að lfk- amsvessar berast beint úr smit- bera inn í opin sár á líkama okkar eða inn f munn eða endaþarm. Einkenni veirusjúkdóma ráðast að nokkru leyti af því hvaða frum- ur sýkjast hverju sinni. Það sem greinir ót-veiruna frá öðrum veir- um og gerir hana svona illviga, er að hún getur einmitt sýkt og eyði- lagt þær frumur, sem eiga að sjá um að verja líkama okkar fyrir henni. Ilofundur er læknir og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands. tyrstu upplýsingar um ót-veikina (AIDS) hér á landi komu frarn í samtali við Helga f Morgunblaðinu i nóvember 1982. Sérkennilegur sýniagargripur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jonathan Mirsky Flókin sambúð Kína og Bandaríkjanna ÞEGAR Kínverjar komust að því f aprfl að bandarískur tundurspillir, sem var á leið til Tientsin, væri búinn kjarnorkuvopnum var fyrstu slíkri heimsókn bandarískra herskipa i 35 ár aflýst. Fornfálcgur fararskjóti. Fyrir tveimur árum hefði þetta verið talið meirihátt- ar áfall, en nú er litið svo á bæði í Peking og Washington aö þetta hafi verið minniháttar slys i samskiptum Bandarfkja- manna og Kfnverja. Fyrir fimm árum töluðu emb- ættismenn Jimmys Carter þá- verandi forseta digurbarkalega um að tefla fram Kinverjum gegn Rússum. 1 ársbyrjun 1983 komust samskiptin f mikinn öldudal, hinn mesta fram til þess tima. Kfnverjar höfðu fyllzt bræði vegna tryggðar Ronalds Reagan við Taiwan, beiðni einhverrar færustu tenniskonu Kfnverja um hæli f Kaliforniu og laga- legrar deilu að tjaldabaki um 75 ára gömul kinversk járnbraut- arhlutabréf. En í maf 1983 tók við gagnkvæmur skilningur á ný. Nú orðið eru samskiptin miklu flóknari. Bezta dæmið um þetta var sú skyndilega ákvörðun að aflýsa kurteisis- heimsókninni. Tekið var á því með stökustu ró og málið olli engu fjaðrafoki. Talsmaður Hvíta hússins segir um sam- skiptin: „Við reynum að láta þau ekki komast á forsíður blaðanna." Á sama hátt og bandarfskir sjóliðar voru fræddir um hvern- ig þeir ættu að koma fram í Ti- entsin kom i ljós aö kinverski sjóherinn hafði gleymt að til- kynna leiðtogum landsins að frá því væri greint í öllum alþjóða- ritum um hermál að tundur- spillar af Spruance-gerð væru venjulega búnir kjarnorku- dýptarsprengjum. Aður en hægt var að greiða úr flækjunni sagði Ha Yaobang aðalritari erlendum frétta- mönnum, með hliðsjón af kjarn- orkudeilu Bandarikjamanna og Ný-Sjálendinga, að Bandaríkja- menn hefðu samþykkt aö senda ekki skip búin kjarnorkuvopn- um inn i kinverska landhelgi. í Washington var tilkynnt að slik loforð væru aldrei veitt og skip- in héldu áfram ferð sinni. „Þetta var einhver misskiln- ingur," sagði starfsmaður Hvíta húsins. „Við teljum hann ekki skipta miklu máli. Önnur heim- sókn hefur ekki ennþá verið ákveðin. Við gerum ekkert veð- ur út af þessu." í landvarnaráðuneytinu, Pentagon, sagði háttsettur embættismaður, sem fjallar um kínversk hermál: „Hvernig stóð á því að Kín- verjar vissu ekkert um skip af Spruance-gerð? Hu Yaobing var of fljótur á sér. Við biðum eftir þessu í 36 ár. Við bíðum í eitt eða tvö ár enn. En þeir hafa þegar beðizt afsðkunar og ég þori að veðja að einhVer sjó- liðsforingi, sem átti að kynna sér málið, á sér ekki bjarta framtíð." Upplýsingar Pentagon- mannsins um móttökur þær, sem kínverskir flotaforingjar hefðu fengið ef þeir hefðu stigið um borð i bandarfsku skipin i Tientsin, lýsa enn betur við- brögðum Bandaríkjamanna: „Þeir hefðu fengið mjög greiða aðgöngu. Meira að segja ég hef ekki aðgang að öllu, en við ætluðum að vera mjög frjálslegir við þá." Kfnasérfræðingar f Hvíta húsinu, utanrfkisráðuneytinu, Pentagon og Þjóðþinginu eru sannfærðir um að Peking- stjórnin hafi greinilega hallað ser að Bandarfkjamönnum. Þetta kemur heim við það sem Kínverjar segja sjálfir; að þeir séu óháðir risaveldunum, en haldi sig ekki alltaf í jafnmikilli fjarlægð frá báðum. Sú var tíðin að menn voru ekki eins hræddir við að láta i ljós bjartsýni um samskiptin. skýrt fram að Japanir, sem væru stórveldi í heiminum, og Kínverjar, sem væru stórveldi í sínum heimshluta, væru í aðal- atriðum sammála Bandaríkja- mðnnum. Enginn vill nota orðið möndull. Embættismenn í Washington leggja áherzlu á að Bandaríkin vilji jafnvægi og efnahags- framfarir í Kína og að stefna Kínverja verði ekki aftur háð snöggum og skyndilegum breyt- ingum, er geti valdið umróti innanlands og vakið áhyggjur út á við. Hins vegar vekur reiði, ef gef- ið er í skyn að Bandarikjamenn og Kínverjar séu á sama máli í afstöðunni til blóðugrar stjórn- ar Pol Pots — þar sem báðir styðji Rauðu Khmeranna gegn Víetnömum í Kambódfu. „Á sama máli? Ég hata þetta orðalag," segir starfsmaður Hvfta hússins reiðilega. „Kfn- Randaríska flugvélarmódurskipið orku, f Hong Kong. ,C«rl V'inson", sem er knúið kjarn Þegar Deng Xiaoping var í Washington 1979 kom hann mönnum á óvart með því að segja að kínverski herinn væri í þann veginn að „veita Vfetnöm- um ráðningu" og hann vonaði að Bandarikjamenn mundu eggja Kínverja lögeggjan í fyrirhugaðri innrás. Árið 1980 sagði Harold Brown landvarnaráðherra í Peking, þar sem hann sat fundi er virtust liður í Iöngum við- ræðum um gagnkvæmt öryggi, að hann gerði sér vonir um „sí- fellt nánari samskipti banda- ríska heraflans og þess kín- verska". Nú er slíkt tal talið ýkjukennt í Hvíta húsinu. Þar er ekkert sagt er gæti gefið fulltrúum Rússa í Genf ástæðu til að óttast að Bandaríkjamenn og Kínverjar séu að þrengja að Sovétríkjunum. „Við eigum í samningavið- ræðum við Rússa," segir starfs- maður Hvíta húsins. „Það þjón- ar engum tilgangi að láta þeim finnast að við og Kínverjar sé- um að sameinast gegn þeim. Ég get fullyrt að hvers konar hugmyndir um möndulinn Tókýó-Peking-Washington eru út í hött." Árið 1982 hélt Caspar Wein- berger landvarnaráðherra mik- ilvæga ræðu og George Shultz utanríkisráðherra hélt aðra mikilvæga ræðu 1983. Þeir tóku verjar styðja Pol Pot og allt það hyski. Það gerum við ekki." Fleiri erfiðleikar eru fyrir hendi. Til dæmis hefur Hvita húsið, þar sem megn andúö rík- ir á fóstureyðingum, stór- minnkað framlög til Pjöl- skylduáætlunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna til að tryggja að engu fé sé veitt til fóstureyð- inga i Kína. „Stefna þeirra í fólkfjölgun- armálinu stendur raunverulega ekki f vegi fyrir góðum sam- skiptum," segir starfsmaður Hvíta hússins. „Við vildum bara að þeir fylgdu annarri stefnu." „Eðlileg" er orðið, sem er not- að í Washington um samskipti Kína og Bandaríkjanna. í vin- samlegum millirikjasamskipt- um gengur á ýmsu. Minna má á geðvonzkuleg viðbrögð Breta við innrás Bandaríkjamanna í Grenada. Halda Kinverjar áfram að hallast að Bandaríkjamönnum eftir daga Deng Xiaopings, sem nú er 81 árs? Embættismaður- inn í Hvíta húsinu sagði: „Þeir geta ekki einu sinni ábyrgzt hvaða stefnu þeir fylgja næstu 40 daga. Það getur enginn, hvorki í Peking né hér. Til er gamalt kínverskt orðtak: Eitt skref áfram i stjórnmálum er myrkur." Greinarhöfundur er fréttaritari Observers í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.